Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1990
Leiðsögumaður, hvað er það?
•Fyrri hluti
eftírBirnu G.
Bjarnleifsdóttur
Þegar erlendir ferðamenn komu
til íslands á fyrri öldum keyptu þeir
hér mat til ferðarinnar, tóku á leigu
hesta og fengu sér fylgdarmenn til
að vísa sér rétta leið. Nú á tímum
er notað orðið leiðsögumaður (á
ensku „tourist guide“) um það fólk
sem fylgir ferðamönnum um landið
og útskýrir það sem fyrir augu ber.
Ekki má rugla því saman við starfs-
heitið fararstjóri (á ensku („tour
manager“), sem notað er um fólk
sem fylgir ferðamannahópum milli
landa eða, svo að dæmi sé tekið,
veitir íslenskum ferðamönnum fyrir-
greiðslu á erlendri grund. Flest fjöl-
miðlafólk ruglar þessum hugtökum
saman. Ekki hefur mér tekist að fá
upplýst hvenær fyrst var farið að
nota starfsheitið leiðsögumaður í
stað orðsins fylgdarmaður, en árið
1981 var sett reglugerð um menntun
leiðsögumanna ferðafólks og þeir
þar með aðgreindir frá leiðsögu-
mönnum skipa, e_n um þá voru sett
lög árið 1933. íslenskir leiðsögu-
menn sækja nám í Leiðsöguskóla
Ferðamálaráðs og fá réttindi sam-
kvæmt fyrrgreindri reglugerð.
Löggilt starfsheiti
Orðið leiðsögumaður er einnig
notað yfir aðstoðarmenn laxveiði-
manna (á ensku ,,gilly“) og á síð-
ustu misserum hefur borið á því í
fjölmiðlum að orðið sé notað í enn
víðari merkingu. Sjónvarpsfólk fór
t.d. í heimsókn í afskekkta sveit
og tók þar einn íbúann tali. Var
hann spurður um lífsafkomu og
framtíðarhorfur í sveitinni. í lok
viðtalsins var íbúinn titlaður leið-
sögumaður. Gerður var sjónvarps-
þáttur um Landgræðslu ríkisins þar
sem landgræðslustjóri útskýrði
starfsemi stofnunarinnar. í upp-
talningu á viðmælendum í lok þátt-
arins var hann kynntur sem leiðsög-
umaður. Blaðamaður fór í heimsókn
að Sólheimum í Grímsnesi og heim-
amaður sýndi honum framkvæmdir
á staðnum. Sá var sagður vera leið-
sögumaður. Mörg svipuð dæmi
mætti nefna um nýja merkingu á
orðinu leiðsögumaður. Leiðsögu-
menn ferðafólks hafa óskað eftir
því að starfsheiti þeirra verði lög-
verndað og ekki notað um eða
ruglað saman við önnur óskyld
störf. Að baki starfsheitisins liggi
próf frá Leiðsöguskólanum.
Árlega sækja um fimm tugir út-
lendinga um leyfí til að vinna sem
leiðsögumenn á íslandi og búast
má við að einhveijir vinni hér án
þess að sækja um leyfi. Sumir þess-
ara útlendinga ganga vel um landið
og segja vel frá, en aðrir vaða um
af tillitsleysi og fara oft með rang-
Birna G. Bjarnleifsdóttir
„Allar alvöru ferða-
skrifstofur ráða ekki
réttindalaust fólk til
leiðsögustarfa nema í
neyð.“
ar upplýsingar. Islendingar sem sjá
til þeirra og heyra rangfærslurnar
hafa sagt sem svo: „Að sjá frekjuna
í þessum leiðsögumönnum. Og að
heyra rangfærslurnar hjá þeim!“
Þeim spurningum hefur stundum
verið beint til mín hvort þessar vit-
leysur séu virkilega kenndar í Leið-
söguskólanum. í frásögninni er ekki
gerður greinarmunur á því hvort
viðkomandi leiðsögumaður er rétt-
indalaus útlendingur eða íslending-
ur með léiðsöguréttindi.
Söluvara
Þegar auglýst er ferð með leið-
sögumanni (á ensku „guided tour“)
er verið að bjóða ákveðna söluvöru
og kaupendumir/ferðamennirnir
geta gert skaðabótakröfur ef „var-
an“ er gölluð. Leiðsaga ferðafólks
er því ábyrgðarmikið starf sm
krefst sérmenntunar og mikilvægt
að til starfsins sé aðeins ráðið fólk
sem hefur fengið nauðsynlega
fræðslu og þjálfun.
Skv. kjarasamningi Félags leið-
sögumanna hafa félagsmenn for-
gangsrétt til leiðsögustarfa. Aðeins
þeir geta orðið félagsmenn sem
staðist hafa próf Leiðsöguskólans.
í fyrstu voru ferðaskrifstofueigend-
ur tregir til að virða forgangsrétt-
arákvæðin og sögðust vilja fá að
ákveða sjálfir hveija þeir réðu til
vinnu við sín fyrirtæki. Furðuleg
afstaða að fagna ekki aukinni
menntun starfsmanna sinna. Nú
hafa orðið breytingar þar á og eru
meiri kröfur gerðar til leiðsögu-
manna en áður, bæði hvað snertir
tungumálakunnáttu og þekkingu á
landinu. Allar alvöm ferðaskrifstof-
ur ráða ekki réttindalaust fólk til
leiðsögustarfa nema í neyð. Þegar
réttindalaus aðili er ráðinn til leið-
sögustarfa er hann samt sem áður
kallaður leiðsögumaður og enginn
greinarmunur gerður á honum og
þeim sem hefur réttindi. Ef eitthvað
fer úrskeiðis í ferðinni liggja allir
alvöru leiðsögumenn undir ámæli.
Það gerðist tvisvar sl. sumar að
fjölmiðlar greindu frá því að þyrlur
voru kallaður til að leita að frönsk-
um ferðamönnum sem týndust í
óbyggðum. í fréttum ijölmiðla var
tekið fram að ferðamennirnir hefðu
verið með íslenská leiðsögumenn.
Hvorugur hópurinn var þó með leið-
sögumenn sem hefur réttindi, en
það kom ekki fram í máli frétta-
manna. Það kom heldur ekki fram
að annar „leiðsögumaðurinn" (sem
auðvitað ætti því ekki að kalla leið-
sögumann) kann ekki frönsku, en
hins vegar í björgunarsveit og tilbú-
inn til að ganga langar vegalengd-
ir. í umræddu tilviki gekk hann
einfaldlega nokkra farþega sína af
sér.
Að sjálfsögðu getur leiðsögu-
mönnum sem hafa réttindi orðið á
mistök, eins og öðrum mannlegum
verum. Einnig eru til kennarar sem
ekki ættu að koma nálægt kennslu,
én það breytir ekki nauðsyn þess
að kennarar fái ákveðna starfs-
menntun. Sömu sögu er að segja
um lækna, sjúkraþjálfara, presta
og allar aðrar starfsstéttir. Hingað
til hefur verið talið æskilegt að fólk
fengi starfsmenntun.
Enda þótt flestar íslenskar ferða-
skrifstofur ráði fyrst og fremst rétt-
indafólk til leiðsögustarfa er það
staðreynd að um 25% þeirra sem
fara um landið í hlutverki leiðsögu-
manna eru réttindalausir einstakl-
ingar, flestir erlendir, en einnig ís-
lenskir. Þetta er alvarlegt mál því
að leiðsagan er mikilvægt land-
kynningarstarf sem fram fer á
heimavelli og mikilvægt að vel sé
að henni staðið ekki síður en land-
kynningu erlendis. Hana má hvorki
vanmeta né vannýta. Ég hef lengi
bent á að hæfileika og þekkingu
Macinfosh fyrir byrjendur
Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á
© 15 klst námskeiði fyrir byrjendur! Fáið senda námsskrá.
~ &
%
Tölvu- og verkfrœöiþjónustan
Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað. jg
okkar bestu leiðsögumanna mætti
nýta yfir vetrartímann við land-
kynningarstörf erlendis. Það eru
óteljandi félög, klúbbar og alls kyns
samtök sem leita með logandi ljósi
að' góðu fundarefni. Okkar bestu
leiðsögumenn gætu sem best boðið
upp á góða fræðsludagskrá með
myndasýningum og kveikt m_eð
fundarmönnum hugmyndir að ís-
landsferð.
Með þessum orðum vil ég leggja
áherslu á að leiðsögustarfið verið
metið að verðleikum og að Leiðsög-
uskólinn verði efldur með því að
tryggja honum nauðsynlegar fjár-
veitingar. Markmiðið á að vera að
hér á landi sé ávallt tiltækur nægj-
anlega stór hópur sérþjálfaðs fólks
til að taka að sér leiðsögustörf,
hvort sem um er að ræða í hótel-
ferðum, gönguferðum eða fugla-
skoðunarferðum, hringferðum eða
ferðum um afmörkuð svæði, fólk
sem hefur bæði þekkingu á efninu
og næga tungumálakunnáttu til að
koma þeirri þekkingu og nauðsyn-
legum leiðbeiningum til skila til
farþega sinna. Til þess að svo megi
verða þurfa ferðamálayfirvöld að
viðurkenna starfsréttindi og starfs-
heiti leiðsögumanna og vinna að
því að leiðsögustörf hér á landi séu
fyrst og fremst í höndum íslensks
réttindafólks sem hefur holtið nauð
synlega sérmenntun.
Höfundur er forstöðumaður
Leiðsöguskólans.
------------------
Trékyllisvík:
Hvatur o g Fjöln-
ir í fyrsta sæti
Trékyllisvík.
HALDIN var hrútasýning á veg-
um Búnaðarsambands Islands að
Bæ í Árneshrepp laugardaginn 7.
október.
Alls voru sýndir 35 hrútar frá
flestum bæjum í sveitinni. Tveir hrút-
ar urðu efstir og jafnir með 81,5
stig, Hvatur 87548 og Fjölnir 88591.
Eigandi Hvats er Ágúst Gíslason,
Steinstúni, en eigandi Pjölnis er Sig-
ursteinn Sveinbjörnsson, Litlu-Ávík.
Á sýningunni hlaut 31 hrútur 1.
verðlaun og fjórir 2. verðlaun. Af
þeim sautján hrútum sem voru stiga-
dæmdir fengu níu heiðursverðlaun,
sjö 1. verðlaun A og einn 1. verðlaun
B.
Slátrun lauk hjá Kaupfélagi Norð-
urijarðar föstudaginp.5. október með
árvissum vatnsslag starfsmanna, en
sú hefð hefur skapast hér í hreppnum
að síðasta sláturdag fer enginn þurr
heim. - VHansen
NVR VEITINGASTADUR
VITAST1G 3, SIMI623137
í kvöld 10. októberkl. 22-01
PÚLSDJASS
Tómar R. Einarsson, kontrabassi
Kristjón Guðmundsson, píanó
Guðmundur R. Einarsson, trommur
Fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld
I5 ÁRA AFMÆLISHÁ TÍD
JAZZVAKNINGAR
Sunnudags- og mónudagskvöld
Á LJÚFUM NÓTUM
Þórir Baldursson leikur á flygilinn
svEPPnt
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Sveppir eru hreint lostæti og
hægt er að nota þá á marga vegu,
þeir eru góðir sem meðlæti með
kjöti eða fiski, í hrásalat og hægt
er að hafa þá í sérstæða rétti. Und-
anfarnar vikur hafa sveppir við og
við verið seldir á tilboðsverði í mörg-
um verslunum svo það hlýtur að
hafa legið vel á matargerðarfólki
þess vegna. En það er ekki hægt
að kaupa mikið af sveppum til að
geyma þá ferska, þeir hafa heldur
takmarkað geymsluþol eins og
kunnugt er. Þeir geymast ágætlega
í frysti ef þeir eru fyrst settir í
smjör á pönnu og aðeins látnir taka
lit, eftir það eru þeir þó ekki nothæf-
ir í hrásalat en góðir í ýmsa saman-
soðna rétti.
Til að lengja aðeins geymsluþol
nýrra sveppa er mælt með að þeir
séu ekki skolaðir úr vatni fyrir
geymslu, heldur um leið og nota
á. Ennfremur er talið að þeir geym-
ist betur ef stilkarnir eru skornir
af og settir í annan poka, en eru
auðvitað nothæfir fyrir því. Niður-
soðnir sveppir eru betri ef látið er
síga vel af þeim soðið, síðan settir
á heita pönnu með örlitlu smjöri á
og lauksalti stráð yfir. Bragðið
verður betra við þá meðhöndlun.
Sveppir eru venjulegast hreinsað-
ir úr köldu vatni en það er líka
hægt að ná af þeim með því að
setja gróft salt í plastpoka, stinga
sveppunum í og hrista pokann
hressilega.
Sveppa-grænmetis „risotto“
2’A dl hrísgijón, lengri gerðin
1 súputeningur
250 g blandað grænmeti
220 g sveppir
2 laukar
2 msk. smjör eða smjörlíki
salt, pipar og steinselja
Hrfsgijónin soðin á venjulegan
hátt en súputeningur settur út í
soðvatnið. Grænmetið tekið sundur
í hæfilega hluta og snöggsoðið.
Sveppirnir skornir í sneiðar og lauk-
urinn skorinn smátt, brugðið í
smjör á pönnu. Grænmetinu og
hrísgijónunum bætt.þar á, kryddað
að smekk, steinselju stráð yfir um
leið og borið er fram.
Sveppasósa
250 g sveppir, ferskir eða niður-
skornir
1 laukur
1 msk. smjör
2 msk. hveiti
3 dl ijómi og sveppasoð
salt og pipar
Ef notaðir eru nýir sveppir eru
Niðursoðnir sveppir settir í smjör á pönnu.