Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 23 v l\f beppiiin er meö þér kenislu til Ameríkit <>}• allur bekknrinn k jiinn ineó. . Erum á fullri ferð inn í fjórða kjörtímabilið Bournemouth. Reuter. Daily Telegraph. LANDSÞING breska Ihaldsflokksins var sett í gær í skugga gífur- legra öryggisráðstafana vegna ítrekaðra hótana hryðuverkamanna um að sýna Margaret Thatcher forsætisráðherra banatilræði. That- cher gaf enga vísbendingu um hvenær hón mundi boða til þingkosn- mga en sagði að flokkurinn kjörtímabil sitt við völd. „Eg hef ekki íhugað hvenær boð- að verður til kosninga því ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa,“ sagði Thatcher. Kosningar fara fram í síðasta lagi á miðju ári 1992, en vegna ákvörðunar bresku stjórnarinnar fyrir síðustu helgi að ganga í myntbandalag Evrópu- bandalagsins (ERM) og vaxtalækk- unar hafa ýmsir stjórnmálaský- rendur talið að boðað yrði til kosn- inga fyrr, jafnvel á næsta ári. Eins og vænta mátti gagnrýndu ræðumenn á landsþinginu stefnu Verkamannaflokksins harðlega, en Neil Kinnock leiðtogi flokksins hef- ur krafist kosninga þegar í stað. Kenneth Baker, formaður íhalds- flokksins, sagði að Kinnock væri Herforíngjar kærðir vegna morðs á Sam- stöðupresti Varsjá. Reuter. PÓLSKA lögreglan hefur hand- tekið tvo herforingja, Wladyslaw Ciaston og Zenon Platek, í tengslum við morðið á Samstöðu- prestinum Jerzy Popieluszko, sem myrtur var 1984. Að sögn aðstoðarsaksóknara Pól- lands, Aleksanders Herzog, hafa Ciaston og Platek verið kærðir fyr- ir að hafa hvatt til og skipulagt morðið á Popieluszko sem studdi málstað hinna óháðu verkalýðs- hreyfinga í stólræðum sínum og var því eitur í beinum kommúnista- stjórnarinnar sem stjórnaði með herlögum á þessum tíma. Ciaston var aðstoðarinnanríkis- ráðherra og yfirmaður leyniþjón- ustunnar. Eftir morðið var hann gerður að sendiherra í Albaníu en kallaður heim í vetur. Platek stjórn- aði deild í innanríkisráðuneytinu sem sá um njósnir gegn kaþólskum prestum. Asamt Ciaston og Platek voru fjórir aðrir handteknir í gær vegna morðsins á Popieluszko, þar af tveir ofurstar. Ennfremur var Mi- roslaw Milewski, hershöfðingi og fyrrum innanríkisráðherra, hand- tekinn ásamt tveimur öðrum ónafn- greindum hershöfðingjum, fyrir spillingu. Þeir eru sakaðir um að hafa dregið sér gull í kílóatali og önnur verðmæti. Milewski var að- stoðarinnanríkisráðherra 1971-80 og innanríkisráðherra 1980-81 en sat í stjórnmálaráði pólska komm- únistaflokksins þegar Popieluszko var myrtur. Fór hann þar með mál leynilögreglunnar sem hafði því hlutverki fyrst og fremst að gegn að kæfa starfsemi stjórnarandstæð- inga. Eru þetta fyrstu handtökurnar á fyrrum leiðtogum kommúnista frá því ríkisstjórn undir forystu Sam- stöðu tók við völdum í fyrra. Þær eiga sér stað á sama tíma og til- kynnt var um forsetaframboð Tad- eusz Mazowieckis forsætisráðherra. Forsetakosningar verða í Póllandi 25. nóvember næstkomandi og er talið að valið muni standa milli Mazowiecki og Lechs Walesa Sam- stöðuleiðtoga. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^íöum Moggans! væri á fullri ferð inn í fjórða „snákmenni“, hann væri æfður í að vinda margvíslega upp á sig í sýningarskyni. Hann reyndi að villa á sér heimildir því eina ráðið sem verkamenn hefðu væri að auka rík- isútgjöld og þar með skatta. Þeir myndu seilast æ dýpra í vasa skatt- greiðenda. Framtíðarboðskapur þeirra væri stefna fortíðarinnar. Baker sagði Verkamannaflokk- inn enn ríghalda í boðskap sem Sovétmenn hefðu hafnað og hug- myndir sem hrunið hefðu með járn- tjaldinu sem skipti Evrópu. „Sósíal- Reuter Margaret Thatcher á flokksþing- inu í gær. Eftir því var tekið að hún hafði skipt um hárgreiðslu og látið stytta hár sitt mjög. Peter Lilley, verslunar- og iðnað- arráðherra, tók í svipaðan streng og Baker og sagði að meiri mark- aðshyggja væri ríkjandi innan sov- éska kommúnistaflokksins en Verk- amannaflokksins. Birtar voru í gær niðurstöður skoðanakönnunar á vegum blaðsins Daily Telegraph, sem hefur stutt íhaldsflokkinn, þar sem fram kemur andstaða við lykilatriði í stefnu flokksins. Þrír fjórðu aðspurðra voru t.a.m. andvígir nefskatti sem tekin var upp á árinu til að fjár- magna rekstur sveitarfélaga, og meirihluti var andvígur frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja og breytingum á mennta- og heilbrigð- iskerfinu. Elnstakt landkönnunartækifæri fyrir nemendur í 5. til 10. bekk grunnskóia. Íslensk-ameríska félagiö heldur upp á 50 ára afmæli félagsins meö þvíaö efna til spurningaleiks á meöal allra nemenda f 5. til 10. bekk grunnskóla í samvinnu viö Landsbanka íslands, Samvinnubankann, Flugleiöir og Sjóvá-Almennar. í boði eru verðlaun sem eiga engan sinn líka: þriggja daga ferð til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington, og vinningshafinn fær aö bjóöa meö sér öllum nemendum í sínum bekk. Þátttökublöð ILeifsleiknum liggja frammiíöllum útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans. Skilafrestur er til 20. október. Úrslit veröa tilkynnt í fjölmiölum fyrir miöjan nóvember. Landsbanki íslands FLUGLEIÐIR Banki allra lartdsmanna SJÓVáÍ^MaLMENNAR samvinnubanki -----“i“Bi------- ISLANDS * Margaret Thatcher á landsþingi breska Ihaldsflokksins: isminn gengur ekki. Og það vill hann heldur enginn," sagði Baker.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.