Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1990
35
Gídeonfélagar á Islandi
afhenda 200.000. eintakið
að undirstrika, að ekki hefur verið
sýnt fram á að myndun
nítrósamína í litlu magni í matvæl-
um eða meltingarvegi hafi áhrif á
krabbamein í mönnum. Nokkuð
hefur verið rætt um hugsanleg
tengsl magakrabbameins og
neyslu saltaðs og reykts matar.
Tíðni magakrabbameins hér á
landi hefur lengi verið há, en þessi
tegund krabbameins er nú mun
sjaldgæfari en var fyrir nálægt
fjórum áratugum þegar skráning
krabbameina hófst. Ekki er ólík-
legt að minni tíðni magakrabba-
meins megi rekja til breyttra þjóð-
félagshátta, esm leitt hafa til
breytinga í matvælaframleiðslu og
neysluvenjum fólks, um leið og
breyting hefur orðið á geymsluað-
ferðum og framboði matvæla.
Líklegt er að nítrósamín séu nú
í minna mæli í fæðu okkar en áður
var, en margir aðrir þættir geta
ekki síður haft áhrif til þeirra
lækkunar á tíðni magakrabba-
meins, sem nú er orðin. Við borðum
nú minna af söltuðum og reyktum
afurðum, en aukning hefur orðið
í neyslu kornmatar og garðávaxta.
Trefjar í fæðu hafa því aukist og
er itklegur áhrifavaldur í þessu
sambandi. Þá er athyglisvert að
ræða um garðávexti í þessu sam-
bandi og ekki síst með hliðsjón af
umræðu um nítratinnihald græn-
metis. Tilraunir sem gerðar hafa
verið á dýrum og faraldsfræðilegar
rannsóknir, þar sem könnuð er
fylgni þátta í mataræði og tíðni
krabbameina, benda til þess að
garðávextir geti veitt vörn gegn
ákveðnum tegundum krabbameins
og að þessi áhrif megi rekja til
innihalds þeirra af karóteni (form
A-vítamíns) og C-vítamíni. Meðal
annars eiga þessi áhrif við um
myndun krabbameins í meltingar-
vegi, s.s. vélinda og maga. Tegund-
ir, sem nefndar eru í þessu sam-
bandi, eru dökkt grænmeti og
ýmsar káltegundir, en þessar vörur
geta jafnframt innihaldið umtals-
vert magn nítrats.
Lokaorð
Rannsóknir benda til þess að
koma megi enn frekar í veg fyrir
myndun nítrósamína í söltuðum og
reyktum mat og verður með aukn-
um rannsóknum stefnt að því
markmiði. Þessi efni munu hins
vegar eftir sem áður finnast í litlu
magni í matvælum og öðru um-
hverfi okkar og því er ekki raun-
hæft að gera kröfu um að slík
aðskotaefni megi ekki finnast í
neysluvörum. Það er hins vegar
réttmæt krafa, og skylda heilbrigð-
isyfirvalda, að tryggt verði svo sem
kostur er, að efnum þessum sé
haldið innan þeirra marka sem
mögulegt er og reglur munu segja
til um.
Almenningi er bent á að borða
fjölbreytt fæði, sem er ríkt af korn-
mat og garðávöxtum, en neyta
saltaðs og reykts matar í hófi.
Gamla spakmælið „allt er best í
hófi“ á við hér sem annars staðar
og getur því einnig átt við
nítratríkt grænmeti eins og blað-
salat, spínat og rauðrófur. Mat-
reiðsla getur einnig haft áhrif. Vð
steikingu á beikoni myndast
nítrósamín og því meira, sem hita-
stigið við steikingu er hærra og
steikingartími lengri. Má benda á
að betra er að steikja beikon í ör-
bylgjuofni, en á hefðbundinn hátt
á pönnunni.
Ekki er hægt að ljúka þessum
skrifum án þess að nefna eina
helstu uppsprettu nítrósamína í
umhverfi okkar, en það er tóbak
af ýmsu tagi, og veldur notkun
munn- og neftóbaks ekki síður
áhyggjum í þessum efnum en
reykingar. Styrkur nítrósamína í
tóbakí er margfalt meiri en sem
mælist í matvælum og þeir sem
reykja eða verða fyrir tóbaksreyk
innbyrða því meira af þessum efn-
um en aðrir. Allt bendir því til
þess að mestum árangri í þessum
efnum megi ná með fræðslu og
áróðri gegn tóbaksnotkun.
Höfundar eru starfsmenn
Hollustu verndar ríkisins.
eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Um þessar mundir munu Gíde-
onfélagar á íslandi vera að af-
henda 200.000. eintakið af Bibl-
íunni eða Nýja testamentinu.
Gídeonfélagið á íslandi, sem er
45 ára á þessu ári, hóf að 'koma
Biblíum eða Nýja testamentum
fyrir á hótelherbergjum, við
sjúkrarúm og víðar fjórum árum
eftir stofnun félagsins.
Flestir íslendingar 10-48 ára
hafa fengið Nýja testamentið að
gjöf frá félaginu.
Það var svo árið 1954 að farið
var að gefa öllum 12 ára börnum
í landinu Nyja testamentið. Síðan
þá hefur aldurinn verið færður
niður í 10 ár að beiðni skólayfir-
valda.
Á hverju hausti eru allir grunn-
skólar landsins, um 190 að tölu,
heimsóttir og öllum 10 ára börnum
gefið eintak af Guðs Heilaga orði.
Það ættu því flestir íslendingar á
aldrinum 10-48 ára að hafa fengið
Nýja testamentið að gjöf frá félag-
inu. Um 160.000 eintök hafa farið
til skólabarnanna og um 40.000
eintök á aðra staði.
Markmið
Markmið Gídeonfélagsins er að
ávinna menn til trúar á Frelsarann
Jesú Krist. Félagið er ekkert ann-
Spaðaviftur - borðviftur - bað-.
herbergisviftur - gróðurskála-
viftur - röraviftur - iðnaðarviftur
- fjósviftur
Hagstætt verð.
Einar Farestvett&Co.hf.
BORGARTÚNI28, SÍMI622901.
að en framlengdur armur hinnar
Kristnu kirkju. Það nær með starfi
sínu til fólks sem e.t.v. aldrei kem-
ur til kirkju eða á aðra þá staði
þar sem Guðs orð er boðað.
Gídeonfélagið, alþjóðasamtök
Gídeonfélagið er alþjóðasamtök.
Félagið starfar nú í 149 löndum
og er því án efa eitthvert öflug-
asta starfstæki nútímans til að
koma fagnaðarerindinu um Jesú
Krist á framfæri á meðal manna.
Gídeonfélagar eru sjálfboðalið-
ar, sem starfa við misjafnar að-
stæður í hinum ýmsu löndum.
Fjárhagsáætlun Biblíusjóðs al-
þjóðasamtakanna er um tveir og
hálfur milljarður íslenskra króna
á þessu starfsári, en Gídeonfélagar
á islandi senda 25% af því sem
safnast í Biblíusjóð Gídeonfélaga
hér á landi í þennan alþjóða Biblíu-
sjóð, en hann stendur fyrir kostn-
aði á dreifingu orðsins á meðal
þeirra Gídeonlanda sem ekki geta
fjármagnað sína dreifingu sjálfír
nema að hluta.
Hjálp þín
Þú getur orðið að miklu iiði.
Starf Gídeonfélagsins gengur ekki
án stöðugrar fyrirbænar. Þú getur
beðið fyrir starfi félagsins, að sem
flestir mættu eignast lifandi sam-
félag við Frelsarann Jesú Krist
fyrir lestur Biblíunnar eða Nyja
testamentisins. Takið eftir að Nýja
testamenti Gídeonfélagsins eru nú
til á yfir 60 tungumálum.
Eins og fyrr kemur fram í þess-
ari grein þá er fjárhagsáætlun al-
þjóða Biblíusjóðs Gídeonfélagsins
um tveir og hálfur milljarður
íslenskra króna. Því mikilvæga
markmiði verður ekki náð nema
með hjálp velviljaðra manna, til
að hægt sé að afgreiða pantanir
sem liggja fyrir þá þurfa margir
að leggja sitt af mörkum. Gjafir
í Biblíusjóðinn eru því vel þegnar.
Takið eftir að Biblíusjóður Gídeon-
félaganna stendur eingöngu fyrir
kaupum á Biblíum og Nýja testa-
mentum til dreifingar, það eru
síðan aðrir sjóðir fráskildir Biblíu-
sjóðnum sem standa undir öðrum
rekstri starfsins.
„Verið staðfastir í bæninni.
Vakið og biðjið með þakkargjörð.
Biðjið jafnframt fyrir oss, að Guð
opni oss dyr fyrir orðið, svo vér
getum boðað leyndardóm Krists.“
Kól. 4:2-3.
Kristnu Islendingar. Biðjið fyrir
Sigurbjörn Þorkelsson
„Gídeonfélagar eru
sjálfboðaliðar, sem
starfa við misjafnar
aðstæður í hinum ýmsu
löndum.“
starfi Gídeonfélagsins í 149 lönd-
um.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á íslandi.
ELFA
vifturf úrvalil
GUR OPNAR LAUGARDAGINN 13.0KT0BER
með stórsýningunni:
GENGUR LAUST
TRÍÓ í 25 ÁR
arsonar
runum
ásamt stórhljómsveit
sem leikur fyrir dansi eftir sýni
Eyjólfi Kristjánssyni og
Stórkostleg sýning - Glæsile
Skemmtistaðurá heimsmæ
Miðaverðkr. 3.900,-. Borðapantanirísím
111II Y\M I I
SÍMI77SOO í MICDD G