Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990
Móðir okkar, t ELÍSABET ÁRNADÓTTIR,
Aragötu 15,
er látin. Árni Óskarsson, Helga Pálmadóttir.
Móðir mín. t RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Iðu, síðast til heimilis í Hveragerði,
er látin. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 13. október kl. 14.00.
Guðmundur Einarsson.
t
Minningarathöfn um móður okkar og tengdamóður,
HÓLMFRÍÐI RÖGNVALDSDÓTTUR,
fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. október kl. 13.30.
Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 13. október
kl. 14.00.
Guðrún Pálsdóttir, Finnur Kolbeinsson,
Erlendur Pálsson, Hamely Bjarnason,
Guðbjörg Pálsdóttir,
Anna Pála Guðmundsdóttir.
Kristínn Guðjónsson
forsljóri - Minning
Kveðja frá Húsfélagi
iðnaðarins
Fráfall Kristins Guðjónssonar
kom ekki á óvart. Hann hafði ekki
gengið heill til skógar um nokkurt
skeið og þótt hann hefði borið sjúk-
dóm sinn af æðruleysi máttu allir
vita að hvetju stefndi.
Kristinn var ötull baráttumaður
íslensks iðnaðar. Hann var einn af
frumkvöðlunum, sem af eljusemi
og framsýni settu á stofn iðnfyrir-
tæki við erfiðar aðstæður og gáfu
sig hvergi þótt oft blési á móti.
Hann var Iengi í forystusveit Félags
íslenskra iðnrekenda og varafor-
maður félagsins um langt skeið. Á
þeim vettvangi og með lífsstarfi
sínu vann hann af mikilli atorku
að þeirri hugsjón sinni að ryðja iðn-
aði braut sem einum af aðal at-
vinnuvegum þjóðarinnar. Hann var
ekki alltaf sammála öðrum um með
hvaða hætti það skyldi gert, en sá
sem þessar línur ritar er í góðri
aðstöðu til að vita með vissu, að
hann vann bæði iðnaðinum og sam-
tökum hans ómælanlegt gagn með
hreinskiptinni og drengilegri fram-
göngu sinni í þeim málefnum, sem
hann taldi iðnaðinum til góðs.
Eftir að Félag íslenskra iðnrek-
enda gerðist aðili að Húsfélagi iðn-
aðarins varð Kristinn fulltrúi þess
í stjóm húsfélagsins. Sami áhuginn
og athafnasemin settu svip sinn á
störf hans þar eins og í öðram störf-
um fyrir iðnaðinn. Naut hann enda
svo mikils trausts, að hann var
varaformaður framkvæmdastjómar
húsfélagsins allar götur frá því að
hann tók sæti í stjórninni og til
dauðadags. Á þessum tíma voru
viðfangsefni stjórnarinnar lengst
af mjög víðfeðm. Að sameina krafta
fjölmargra félaga og einstaklinga
til byggingar samastaðar fyrir öll
samtök í iðnaði, eins og markmiðið
var þá, var ekki auðvelt á verð-
bólgutímum. Oft var á brattan að
sækja og ósjaldan þurfti miklar for-
tölur, bæði inn á við gagnvart fé-
lagsmönnum og út á við gagnvart
ýmsum stofnunum, sem gátu haft
úrslitaáhrif á hvort markmiðið
næðist. í þeim ólgusjó kom sér vel
að hafa innanborðs skelegga at-
hafnamenn, sem kunnu til verka
bæði á framkvæmda- og fjármála-
sviði.
í félagsmálum era hreinskilni og
trúmennska höfuðkosöir. Hvoru-
tveggja hafði Kristinn í ríkum
mæli. Hann flutti mál sitt umbúða-
laust og engum þurfti að dyljast
hveijar skoðanir hann hafði á þeim
málefnum, sem til umfjöllunar vora.
En alltaf var stutt í glettni og mann-
lega þætti. Þessir eiginleikar era
ekki víst nauðsynlegir þegar í hlut
á félagsskapur á borð við Húsfélag
iðnaðarins. Stjórn húsfélagsins
þakkar Kristni af alhug fyrir þýð-
ingarmikil störf hans í þágu félags-
ins og sendir eftirlifandi eiginkonu
hans og fjölskyldu einlægar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Kristins Guð-
jónssonar.
Þórleifur Jónsson
t
AIMNA SVEINSDÓTTIR,
fyrrum prestsfrú á Kirkjubæ í Hróarstungu,
veröur kvödd frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. október kl.10.30.
Vaka Sigurjónsdóttir,
Máni Sigurjónsson,
Frosti Sigurjónsson,
Fjalarr Sigurjónsson,
Bergþór Sigurðsson,
Kristín I. Tómasdóttir,
Guðrún Valgarðsdóttir,
Beta Einarsdóttir,
Sigríöur Helgadóttir,
börn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR VERNHARÐSDÓTTUR,
Laugarvegi 5,
Siglufirði.
Kristín Anna Bjarkadóttir, Hafsteinn Sigurðsson,
Sveininna Ásta Bjarkadóttir, Hjálmar Guðmundsson,
Brynhildur Dröfn Bjarkadóttir, Hreinn Þorgilsson,
Árni Eyþór Bjarkason, Fríða Eyjólfsdóttir,
Laufey Bjarkadóttir, Karl Björnsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hringbraut 52,
Reykjavík,
lést að kvöldi 28. september 1990 á Borgarspítalanum.
Jarðsett var í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum innilega auðsýnda samúð.
Amelía Magnúsdóttir, Jóhannes Þorsteinsson,
Kolbrún Magnúsdóttir, Sveinn Gfslason,
Sigríður Guðbjörg Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SIGURRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Guðnabæ.
Akranesi,
Guðríður Jónsdóttir,
Guðmundur Jónsson,
Kristfn Jónsdóttir,
Hildur Jónsdóttir,
Valur Jónsson,
Guðrún Jónsdóttir,
Pétur El/sson,
Ingunn ívarsdóttir,
Allan Sveinbjörnsson,
Valmundur Eggertsson,
Elín Þóra Geirsdóttir,
Davíð Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þórður Bogason frá
Flatey - Minning
Ég ætla még ekki að rekja ævi-
feril Þórðar Bogasonar, það vona
ég að aðrir kunnugri geri. En það
hefur leitað mjög á huga minn
síðustu daga fyrstu kynni mín af
Þórði, sem sýndu mér svo glöggt
hvern mann hann hafði að geyma.
Hann gerði mér þá svo stóran
greiða að mér hefur alla tíð fundist
ég standa í þakkarskuld við hann.
Við Þórður vorum sveitungar í
uppvexti en vegna aldursmunar og
aðstæðna í okkar heimabyggð þá
kynntist ég honum ekki meðan ég
var að alast upp, hann var farinn
suður eins og fleiri fulltíða menn.
Nú langar mig til að segja sjó-
ferðasögu eins og breiðfirskra „sæ-
garpa“ er siður, en þá kynntist ég
mannkostum Þórðar.
Það var sumarið 1958, ég var á
leið vestur í eyjar að vitja átthag-
anna í fyrsta sinn eftir að ég fór
alfarin að heiman. Með í för var
framburðurinn, 5 mánaða
stelpukríli að fara sína fýrstu sjó-
ferð. Það var auðvitað fyrsta hugs-
un þegar komið var yfir Kerlingar-
skarð og sá yfir Breiðafjörð, að
aðgæta hvort það væri gott eða
slæmt í sjóinn. Ég kveið svo sem
engu því „Baldur" biði við bryggj-
una og af gamalli reynslu vissi ég
að Kristján kokkur var enginn við-
vaningur í að hlynna að farþegum
og aðstoða konur með börn. En það
varð annað upp á teningnum í þeta
sinn. Af einhveijum ástæðum var
„Baldur" ekki á sínum stað, heldur
var þar kominn gamall litli „Konr-
áð“ úr Flatey, sem ég vissi að var
ekki fýsilegt farþegaskip þegar hér
t
Systursonur minn,
EINAR K. MARKÚSSON
píanóleikari og kennari,
lést 5. október. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Davið Ólafsson, Hvítárvöllum.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek-
in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk.sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
var komið sögu. Illa lagðist því sjó-
ferðin í mig, enda kom það á dag-
inn. Þó að veðrið væri gott á bryggj-
unni í Hólminum, þá var bullandi
vestanundiralda í flóanum og eins
gott að farþegar vora fáir. Raunar
man ég ekki eftir öðrum en okkur
mæðgum og Þórði Bogasyni sem
kom eins og bjargvættur okkur til
hjálpar, því fljótlega eftir að komið
var út úr höfninni varð ég aldeilis
ófær um að sinna barni vegna sjó-
veiki og leist mér nú hreint ekki á
blikuna þar sem ferðin tæki á þriðja
klukkutíma og lætin rétt að byija.
Þarna tók Þórður við móðurhlut-
verkinu eins og ekkert væri eðli-
legra og henni dóttur minni leið svo
vel í fangi hans alla leið, hún lagði
allt sitt traust á þennan svipgóða,
fríða mann, sem hún hafði aldrei
hitt áður, enda hefur hún séð að
móðir hennar var ekki upp á marga
fiska þá stundina.
Ég efast um að Þórður hafi sjálf-
ur reynt svona sjóveiki, en mikinn
skilning og hjálpsemi sýndi hann
mér. Frá þessum degi hef ég litið
á Þórð sem vin minn og velgjörðar-
mann, sem ég gæti aldrei nógu vel
þakkað fyrir góðverkið.
Síðan höfum við oft hist, ýmist
á fögrum sumardögum í Flatey eða
á haustfagnaði okkar eyjamanna,
sem hann ásamt fleiram brottflutt-
um Flateyingum hefur undirbúið
og gert að ógleymanlegum manna-
mótum.
Með þessum línum langaði mig
að kveðja Þórð og óska honum
guðs blessunar. Fjölskyldu hans og
ástvinum öllum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
María S. Gísladóttir