Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 Fjölmarga hlutí í verk- smiðjuna má smíða fyr- ir norðan eins og sunnan - segir forstjóri Vélsmiðjunnar Odda TORFI Guðmundsson forstjóri Vélsmiðjunnar Odda scgir að forsvars- menn málmiðnaðarfyrirtækja á Akureyri hafi rætt saman um mögu- leika á að ná til sín einhverjum verkefnum í tengslum við byggingu væntanlegs álvers á Keilisnesi. Hvað byggingu þess varðar sjái menn bæði möguleika á verkefnum og einnig ákveðna ógnun, því ljóst sé að samkeppnin um vinnuaflið verði mikil. „Stóriðjuframkvæmdir hvar sem sem smíða þyrfi í verksmiðjuna þær fara fram koma til með að hafa mætti eins smíða fyrir norðan eins áhrif hjá okkur. Slíkar framkvæmdir soga til sín vinnuafl og það verða því færri til að vinna þau verk sem þarf að vinna á okkar sviði og við njótum eflaust góðs af því,“ sagði Torfi. Torfí sagði að forráðamenn málm- k iðnaðarfyrirtækja á Akureyri hefðu rætt óformlega um möguleika á sam- starfi þannig að þau gætu tekið að sér eitthvað af verkefnum tengdum byggingu álvers. Fjölmarga hluti Linda hf.: Framleiðsla jólakonfekts- ins hafin UNDIRBÚNINGUR jólanna hófst hjá starfsfólki súkkulaðiverk- smiðjunnar Lindu um mánaðamót- in, en þá hófst yfirvinna vegna konfektgerðar og er unnið í verk- smiðjunni frá 7 á morgnana til kl. 22 á kvöldin. Sigurður Arnórsson, framkvæmd- astjóri Lindu, sagði að allt starfsfólk verksmiðjunnar, tæplega þijátíu talsins, ynni út árið tvo yfirvinnutíma á dág, eða frá kl. 7 til 17, en að jafnaði er vinnutíminn frá kl. 7 á morgnana til 15. og fyrir sunnan. „Við ættum líka að eiga góða möguleika á verkefnum á okkar sérsviðum, eins og til dæmis í röralögnum, einangrun og smíði þrýstikúta," sagði Torfí. „Þarna er stór framkvæmd á ferðinni sem taka á stuttan tíma þannig að _ mikil spenna verður á markaðnum. Ég hef því þá trú, að allir þeir sem leiti eftir því geti fengið eitthvað að gera við þessa byggingu," sagði hann. Torfi sagði ennfremur „Við ótt- umst auðvitað að missa menn suður í þetta ævintýri, þessi framkvæmd sogar til sín allt það vinnuafl sem hægt er að ná. Það hefur þar af leið- andi áhrif á laun, sem aftur gæti gert okkur miður samkeppnishæfa í því sem við erum að gera. Þannig fylgja þessari framkvæmd bæði möguleikar og ógnanir," sagði Torfi. En hann sagði að svo væri litið á, að fyrirtækið yrði að forðast að hljóta skaða af stóriðjuframkvæmd- um, en það gæti auðveldlega orðið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Endurbygging Krossaness Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í Krossanesverksmiðjunni síðustu mánuði, en verið er að endurbyggja verksmiðjuna eftir brun- ,ann sem þar varð aðfaranótt gamlársdags. Unnið er að því að gera verksmiðjuna klára í slaginn um næstu mánaðamót og er vonast menn þá til að loðnan láti ekki bíða lengi eftir sér. um hlutabréfa- markað á fundi STEFÁN Halldórsson fram- kvæmdastjóri Ráðgjafar Kaup- þings hf. verður gestur á hádegis- verðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Norðurlandi go Kaupþings Norðurlands hf. sem haldinn verður á Hótel KEA á morgun, fimmtudag, en hann hefst kl. 12.15. Stefán mun fjalla um hvernig meta má virði fyrir- tækja, annars vegar með tilliti til þess að fyrirtæki selji hlutabréf sín á almennan markað og hins vegar með tilliti til þess að kaupa eða selja fyrirtæki í fullum rekstri. Stefán Halldórsson er þjóðfélags- fræðingur frá Háskóla Islands og rekstrarhagfræðingur frá Tuck-við- skiptaháskólanum í Dartmount Coll- ege í New Hampshire. Hann hefur starfað hjá Arnarflugi, ráðgjafafyr- irtækinu Arthur D. Little í Boston, en í mars réðst hann til Kaupþings. Á síðustu misserum hafa hlutafé- lög í síauknum mæli skráð bréf sín á almennum markaði og gert ýmsar ráðstafanir til að liðka fyrir fijálsum viðskiptum með hlutabréf. Mörg smærri hlutafélög eru nú að gera breytingar á samþykktum sínum í þeim tilgangi að afnema hömlur um kaup og sölu hlutabréfa og má telja líklegt að þróunin hér á landi verði lík og hjá öðrum vestrænum löndum þar sem hlutabréfamarkaðir eru öflugir og kaup hlutabréfa eru al- gengt form sparnaðar almennings. Fundurinn er öllum opin, en þátt- töku ber að tilkynna til Kaupþings Norðurlands. Einnota flotgirðing Akureyrar- hafnar hefur þegar verið notuð Rætt um hugsanleg verkefni við álversbyggingu: Stefán Hall- dórsson ræðir „Hér er enginn slíkur búnaður til,“ sagði Olafur Sæmundsson hafnarstjóri í Ólafsfirði og Garðar Björnsson hafnarstjóri á Dalvík tók í sama streng. Ólafur sagði að fyr- ir allmörgum árum hefði svartolía lekið í höfnina og menn þá notað striga undan skreið og olíueyði og hefði það gefist þokkalega, þá hefði mönnum verið bent á að nota mætti hey í þessum tilfelium. „Það er ófremdarástand í þessum málum, þetta eru dýrar vörur og því býst ég við að þær séu látnar sitja á hakanum í innkaupum," sagði Garðar Björnsson á Dalvík. Hann sagði að þar hefði aldrei lekið olía í höfnina, en kæmi til þess yrði eflaust leitað eftir búnaði frá Akur- eyri. Á Grenivík og í Hrísey er heldur ekki til búnaður til að hreinsa upp olíu í sjó og sagði Guðjón Björnsson sveitarstjóri í Hrísey að rætt hefði verið lauslega um kaup á sameigin- legum búnaði fyrir hafnirnar við utanverðan Eyjafjörð. „Ég býst við að fólk sé andvaralaust gagvart þessum málum á meðan ekkert > Morgunblaðið/Rúnar Þór A skíðaæfingu Hvarvetna eru menn að undirbúa komu vetrarins og hefja vetrarstarfið rétt eins og þessir krakkar sem eru að byija æfingar hjá Skíðaráði Akureyrar. Krakkamir í yngsta flokknum æfðu af kappi í tækjunum í Kjarnaskógi snemma á sunnudagsmorgun og þau ætla sér eflaust að næla sér í einhveija titla í komandi skíðavertíð. Einnig hefur verið bætt við starfs- fólki á kvöldvakt, sem stendur frá kl. 17-22 og sagði Sigurður að sum- arfólk og þeir sem unnið hefðu áður í afleysingum hjá fyrirtækinu hefðu forgang að þeirri vinnu. „Við framleiðum tugþúsundir kassa af konfekti og erum nú að vinna upp í lager sem við auðvitað vonum að seljist, en sölutíminn er afar stuttur, eða einn mánuður, frá 20. nóvember til 20 desember," sagði Sigurður. Enginn búnaður til í öðrum höfnum í Eyjafirði HAFNIR I Eyjafirði hafa ekki yfir að ráða neinum búnaði til að hreinsa upp olíu leki hún í sjó, utan hvað Akureyrarhöfn á lámarks- búnað, m.a. einnota flotgirðingu sem þegar er búið að nota í eitt skipti. Hafnar- og svéitarstjórar í Eyjafirði sem rætt var við sögðu að þar sem afar fátítt væri að olía hefði lekið í sjó á þessum stöðum væru menn andvaralausari, en einnig væri um að ræða dýran búnað og spurning hvort sveitarfélögin hefðu bolmagn til að festa kaup á honum ein og sér. Það gætu þau hins vegar gert sameiginlega. Guðmundur Sigurbjörnsson Akureyrarhöfn hefði einungis yfir hafnarstjóri á Akureyri sagði áð lámarksbúnaði að ráða og til að mynda ætti höfnin einnota flotgirð- ingu sem þegar hefði verið notuð í eitt skipti. Hún var notuð á síðasta ári þegar svartoiíuleki varð í Kross- anesi, en var síðan þvegin upp. Guðmundur sagði ^ð þessi mál væru í hálfgerðri biðstöðu, en rætt hefði verið um að hafnir gerðu sam- eiginleg innkaup á búnaði og einnig yrði skoðað hvernig samnýta mætti hann á milli hafna. Hann kvaðst vona að gengið yrði frá innkaupum síðar í haust. gerist,“ sagði Guðjón. Guðný Sverr- isdóttir sveitarstjóri í Grýtubakka- hreppi sagðist reikna með að leitað yrði til Akureyrar kæmi upp olíu- leki í höfninni í Grenivík. „Þetta eru hlutir sem látnir eru sitja á hakan- um, þetta er dýrt og lítil sveitarfé- lög hafa vart bolmagn til að fjár- festa ein í svona búnaði, en það mætti vél hugsa sér að myndað yrði hafnarsamband fyrir Eyjafjörð og þetta er einmitt kjörið verkefni fyrir slíkt samband,“ sagði Guðný. -----------*-*-*--- Skíðadeild Leifturs: Söfnuðu 232 þúsund í áheitagöngu Ólafsfjörður. SKÍÐADEILD Leifturs er nú að undirbúa vetrarstarfið og um síð- ustu helgi fór fram áheitaganga deildarinnar á milli Ólafsfjarðar og Akureyrar. Félagsmenn í Rot- ary-klúbbnum í bænum gengu í hús og söfnuðu áheitum og söfn- uðust alls 232 þúsund krónur. Áheitagangan fór þannig fram að Björn Þór i)lafsson hjólaði til Dalvíkur, þar sem biðu vaskir göngumenn á hjólaskíðum og gengu þeir til Akureyrar og til baka. Þegar til_Dalvíkur var komið tók núverandi Islandsmeistari í 15 km. göngu, Sigurgeir Svavarsson við og hljóp þaðan og til Ólafsfjarð- ar. SB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.