Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 15 Landið er van- nýtt auðlind eftir Hólmgeir Björnsson Morgunblaðið fjallaði 4. septem- ber í forystugrein um nýtingu auð- linda landsins. Þar segir m.a.: „Gróðurlendið og fiskimiðin eru að stærstum hluta fullnýtt." Hér er augljóslega verið að skírskota til þess, að mestur hluti óræktaðs lands á íslandi er nýttur til beitar, sumt jafnvel ofnýtt. í þessari setn- ingu má skynja þá blindu í mati á landnýtingu, sem nokkuð hefur gættj að nýting lands til landbúnað- ar á Islandi sé einkum beitarnýting. í nútíma landbúnaði er þó mikill minnihluti fóðuröflunar áf beit. Mestur hluti hennar er af ræktuðu landi. Engum, sem ferðast um sveit- ir landsins, t.d. Suðurlandsundir- lendið, getur blandast hugur um, að enn er hægt að taka víðáttumik- il landsvæði til ræktunar. Ymsir hafa spreytt sig á að áætla, hve mikið megi rækta og framleiða af landinu. Skal það ekki rakið, enda eru það harla óvissar vangaveltur. Þó tel ég að megi fullyrða, að „gróð- urlendið“, þ.e. ræktanlegt land sé jafnfjarri því að vera fullnýtt og fallvötnin og jarðvarminn. Hitt er svo annað mál, að nú um sinn eru ekki markaðsskilyrði til að auka nýtingu lands til ræktunar (nema e.t.v. skógræktar). Þvert á móti dregst þessi landnýting saman hröðum skrefum. Ræktunarjörð er ein helsta undir- stöðuauðlind jarðarbúa. Hún er að öllum jafnaði endurnýtanleg, en oft ekki endurnýjanleg ef hún eyðist. Þótt ekki sé nú hagkvæmt að nýta þessa auðlind nema að litlu leyti hér á landi, er mjög mikilvægt að menn gleymi ekki, að síðar getur hún orðið meira metin. Því ber að varast landeyðingu. Land, sem fer undir byggingar og vegi, er jafn glatað og það, sem eyðist af upp- blæstri, og oft er það verðmætara land. Skilyrði geta breyst snögg- lega, t.d. vegna markaðskreppu eða vegna þess að loftslag hlýnar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa í and- rúmslofti. Viðhorfi því, sem lýsir sér í tilvitnaðri forystugrein í Morg- Hólmgeir Björnsson „Ræktunarjörð er ein helsta undirstöðuauð- lindjarðarbúa.“ unblaðinu, má jafna við það, að fiskimið landsins teldust fullnýtt, þegar sókn með handfærum á ára- bátum væri orðin það mikil, að ekki væri von um aukinn afla nema með meiri tækni. Höfundur er dcildarstjóri á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Heimildumum matarhætti safnað MATRÁÐ Samstarfshóps um söfnun og varðveislu gamalla matar- hátta hyggst beita sér fyrir því að á komandi vetri verði safnað heimildum um einkennisrétti héraða, eða matreiðslu sem mest var bundin við ákveðnar sveitir eða landshluta. Sem dæmi um þetta má nefna mjólkurkjötgraut Sunnlendinga, hjallþurrkaða magála á Vest- fjörðum, pokabaunir á Suðausturlandi o.fl. Matráð hyggst fá í lið með sér kvenfélög og átthagafélög til að safna upplýsingum. Einnig verða skipulagar ferðir í sláturtíðinni til að festa á filmu eða pappír ýmis- legt um hefðbundna sláturmatar- gerð á heimilum. Matráð hvetur alla þá, sem taka slátur á næst- unni, til að huga að þjóðlegum hefð- um í þessu efni og hafa eldra fólk með í ráðum. Þeir, sem eiga í fórum sínum gamlar uppskriftir, eru beðn- ir um að koma þeim til Matráðs, pósthólf 161, 121 Reykjavík. Verið er að huga að útgáfu á næsta ári og til greina kemur að veita verð- laun fyrir bestu uppskriftirnar að vori. Matráð skipa þau Hallgerður Gísladóttir, sagnfræðingur, Sigur- vin Gunnarsson, matreiðslumeistari og Steinunn Ingimundardóttir, hús- stjórnarkennari. Fréttatilkynning. Opnum í dag kl. 17.00 skrifstofu á BergstaÖastrœti 86 vegna framboðs ÓLAFS ÍSLEIFSSONAR Allir velkomnir! Ólaf í öruggt sæti, 7. sætiö Acer tölvumar em ekki gamlar í hettunni en hafa hvarvetna hlotiö stórkostlegar móttökur og em nú yfir 1 milljón Acer tölva í notkun víöa um heim. Acer er framleidd í Taiwan, með bækistöðvar í meira en 70 löndum og er þekkt um víða veröld fyrir gott verð, tækninýjungar og vandaða framleiðslu. Acer er í nánum viðskiptatengslum við marga helstu hugbúnaðarframleiðendur í heiminum, svo sem Nowell, SCO og MicrosofLog annast einnig dreifingu á framleiðsluvörum Autodesk og Aston-Tate. Framleiðendur Acer-tölvunnar búa yfír víðtækri þekkingu og reynslu hvað vélbúnað og hugbúnað varðar og tryggir með því viðskiptavinum skjótari og öruggari þjónustu. Sem dæmi um randaðagerð A cer tölvunnarmá nefna að í Volkswagen bílasmiðjunni,íWolfsburgíþýskalandi,eru200Acereinmenningstölvur í 386-Ookknum notaðar í gæðaeftirlitskerfi aðfenginna bílahluta. Þæreru tengdarfjölbrcyttum mælilækjum, sjá um gæðaeftirlitið ograða niðurstöðunum í gagnabanka. Nú gefst Islendingum kostur á að kynnast Acer, því nýverið tóku Heimilistæki hf. við umboði og þjónustu fyrir þessar frábæru tölvur. Heimilistæki hf Tölvudeild, Sætúni 8 Sími 69 1500 , í SOMUttífUHt, Z#*1£**i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.