Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Þú verður að beita fyrir þig lagni og lipurð við þína nánustu í dag. Láttu engan notfæra sér vináttu þína í viðskiptalegpm tilgangi. Naut (20. april - 20. maí) Itfö Alls kyns smáatriði hellast yfir þig i vinnunni og einbeiting þín er ekki upp á það besta. Ekki er allt sem þú heyrir í dag sannleik- anum samkvæmt. Rabbaðu við maka þinn í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Vertu á varðbergi gagnvart hóf- lausri eyðslu i dag og hafðu báða fætur á jörðinni í ástarsambandi þínu. Þér tekst að ljúka verkefni sem þú hefur haft með höndum. Krabbi (21. júní - 22. júli) >*$£ Smávægilegustu hlutir geta truflað einkalif þitt um þessar mundir. Einhver þeirra sem þú umgengst er háll sem áll. Þú hefðir gott af þvi að komast úr argaþrasinu um tima. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú verður að vera á verði gegn ofurviðkvæmni i dag. Einhver er úhreinskilinn við þig, þó að í smáu sé. Njóttu heimilislifsins í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Tryggð er mottó dagsins. Það er ein persóna sem þú getur ávallt treyst og önnur sem þú skyldir aldrei treysta á. Varaðu þig á yfirborðslegu fólki og gættu þess að eyða ekki um efni fram. Vog (23. sept. - 22. október) Þú verður fyrir vonbrigðum með einhvem ættingja þinna í dag. Það er ávallt mikilvægt að fólk sé sjálfu sér samkvæmt. Mundu að allt hefur sinn tíma. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þó að þú sért ekki auðtrúa máttu bóka að fólk reynir að draga þig á asnaeyrunum. Hafðu augun opin og gerðu þér grein fyrir hvenær ástæða er til að tor- tryggja náungann. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) ÍSO Misstu ekki frumkvæðið í hendur annarra í dag. Láttu fjármálin lönd og leið og notaðu tímann til að kynna þér málin niður í kjöl- inn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir óafvitandi leitt einhvem afvega í dag. Vertu viss um að öðrum sé kunnugt um ásetning þinn. Þú ert með eintóma vafn- inga og vífilengjur núna. Kvöldið verður besti hluti dagsins. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú ættir að hreinsa vel til í kring- um þig núna og gæta þess að verkefnin hlaðist ekki upp. Þú byrjar rólega, en nærð traustum tökum á hlutunum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !3S< Manneskja sem er ekki öll þar sem hún er séð verður á vegi þínum i dag. Þér verður að lær- ast að segja „nei“ við ósanngjöm- um beiðnum. AFMÆLISBARNIÐ er bæði sjálfstætt og samvinnuþýtt. Það getur vel komist áfram í viðskipt- um, en er líklegra til að leita á önnur mið, svo sem á sviði lista eða sérfræði. Það er metnaðar- gjamt og á auðvelt með að afla sér stuðnings annarra vegna diplómatískra hæfdeika sinna. Þó að það sé opið fyrir hvers konar málamiðlunum er það fyllilega fært um að standa fast á sínu. Það veit af eðlisávísun sinni að í viðskiptum við fólk er árang- ursríkara að beita fortölum og kurteislegri vinsemd en viðhafa beiskju og bolabrögð. Stjörnuspána á aó lesa sem dcegradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þú byrjar með 1000 stig. Hver mistök kosta þig 250 stig, hver mínúta 5 stig og ef þú vilt skoða síðasta slag, þarftu að greiða með 50 stigum. Svissn- eski spilarinn Pietro Bemasconi er mikill tölvuspekingur og á HM í Genf prufukeyrði hann bridsforrit, sem byggt var upp með þessum hætti. 20 brids- meistarar vom látnir glíma við svínslegar bridsþrautir, þar sem taka þurfti þýðingarmiklar ákvarðanir mörgum sinnum í hveiju spili. Hér er ein af „létt- ari“ tölvuþrautum Bemasconis: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 9765 *K53 ♦ Á52 ♦ K62 Vestur Austur ♦ K84 ♦ ÁDG103 VG1097 ¥D82 ♦ 87 ♦ 943 ♦ G853 ♦ 109 Suður ♦ 2 ♦ Á64 ♦ KDG106 ♦ ÁD74 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 tfglar Pass 3 hjörtu Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Útspil: hjartagosi. Spilarinn sér aðeins sín spil og blinds og nú spyr tölvan fyrstu spurningarinnar: „Tek- urðu slaginn í blindum eða heima?“ Þú verður að taka á kóng blinds, annars taparðu 250 stig- um. Síðan þarf að tímasetja spilamennskuna nákvæmlega. Taka KD í tígli, spila laufás, laufí á kóng og enn laufí úr blindum. Nú er austur varnar- laus. Ef hann trompar, má kasta hjarta niður í laufdrottningu og trompa hjarta í borðinu. Trompi austur ekki, er hægt að stinga síðasta laufið í blindum. Það var nauðsynlegt að drepa fyrsta hjartaslaginn í borðinu, því annars hnekkir austur spil- inu með því að trompa þriðja laufið og spila hjarta. Þá kemst sagnhafi ekki heim. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á millisvæðamótinu í Manila í sumar kom þessi staða upp í skák spánska stórmeistarans Miguel Illescas (2.535), sem hafði hvítt og átti leik, og hins heimsfræga undrabarns Gata Kamsky (2.650). Svartur lék síðast 15. - Rb6-d5? 16. Rxf7! - Kxf7 17. Rg5+ - Ke8 18. Dxe6+ - De7 19. Dxd5 (Kamsky virtist alveg úti að aka í Manila og í þessari vonlausu stöðu tók hann í kónginn og hugð- ist hróka. Það er auðvitað ólöglegt því hann hefur hreyft hann áður. En reglan „snertur maður hreyfð- ur“ gildir samt sem áður og hann varð að leika kóngnum, sem gerði illt verra:) 19. - Kd8 20. Re6+ - Kc8 21. Hcl+ og svartur gafst upp. Eftir þessa útreið hefði líklega fáum dottið í hug að Kamsky yrði hlutskarpastur á of- urmótinu í Tilburg í september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.