Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTOBER 1990 t F4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fitohreinsun, svart eöa hvítt glerútlit, tölvuklukka meö tímastilli. Helluborð Keramik yfirborö, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halogen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími 685680 HVAÐ ER Ip!a!rIaId!oIr1 ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi ►.►BBBBlMSSBHtCO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 Er hægt að draga úr lyfja- kostnaði landsmanna? eftir Sigurð Helgason Á síðum Morgunblaðsins hefur að undanförnu verið rætt um hag- ræðingu í rekstri heilbrigðiskerfisins. Athyglin hefur ekki síst beinst að sívaxandi lyfjakostnaði landsmanna. Ymsar aðferðir hafa verið reyndar til að lækka þennan kostnað, en því miður hafa þær allar reynst árang- urslausar. Þá hafa komið fram ýms- ar nýjar tillögur til úrbóta, misskyn- samlegar eins og gengur. Að mínu mati er samþætting fjár- hagslegrar og faglegrar ábyrgðar starfsmanna heilbrigðiskerfisins grundvallarforsenda hagkvæmni þess. I íslenska heilbrigðiskerfinu er það regla fremur en undantekning, að starfsmenn taki ákvarðanir sem hafa kostnað í för með sér og vísi kostnaðinum yfir á aðra. Þetta gildir t.d. um lyfjakostnaðinn. Læknar áv- ísa lyfjum og sjúklingurinn og sér- staklega ríkið bera kostnaðinn. Læknar géta því ávísað lyfjum, án tillits til kostnaðar ríkisins (skatt- greiðenda) og bera enga fjárhagslega ábyrgð á gerðum sínum. Hér sem víðast annars staðar fara fjárhagsleg og /agleg ábyrgð ekki saman. Ýmsir hafa lagt til að vandamálið verði leyst með því að láta sjúkling- ana bera aukinn hluta lyfjakostnað- arins. Þetta er að mínu mati slæmur kostur, bæði út frá hagkvæmnis- og jafnaðarsjónarmiði. Sjúklingar hafa í fæstum tilfellum nægjanlega þekk- ingu á sjúkdómum og verkun lyfja til að geta tekið sjálfstæða ákvörðun um hvaða lyf þeir eigi að nota. Þeir verða því að treysta á ráðleggingar lækna og gera það í flestum tilfellum án tillits til þess hve mikið þeir þurfa að greiða fyrir lyfín. Auknar greiðsl- ur sjúklinga munu því ekki draga úr lyfjanotkun að neinu verulegu marki. Auk þessa myndu auknar greiðslur koma harðast niður á efna- litlum sjúklingum. Tilraunir til að auka þátt sjúklinga í lyfjakostnaði (t.d. í Danmörku) hafa gefist illa og er verið að hverfa frá þeim. Úr því að það er slæmur kostur að láta sjúklingana greiða fyrir lyfin, er nærtækasti kosturinn að þeir sem taka ákvörðun um iyijanotkun, þ.e.a.s. læknarnir, beri kostnaðinn. Ef læknar bera beinan kostnað af að ávísa lyfjum, munu þeir íhuga vandlega hvort sjúklingurinn þurfi í raun og veru á lyfi að halda og hætta óþörfum ávísunum. Að sjálf- sögðu á ég ekki við að læknarnir eigi að greiða fyrir lyfin með núver- andi launum sínum. Framkvæmdin gæti verið eftirfarandi: 1. Hveijum lækni er úthlutað ákveðinni /'árupphæð til lyfjakaupa. Upphæðin yrði ákveðin með tilliti til þess sem þykir eðlileg lyijanotkun fyrir sjúklinga hvers læknis, að teknu tilliti til fjölda sjúklinga, aldurs þeirra og kyns og e.t.v. fleiri þátta. 2. Þessa ijármuni myndu lækn- arnir síðan nota til að kaupa lyf fyr- ir sjúklinga sína og myndu að sjálf-' sögðu hafa hag af því að takmarka „Það er trú mín að ef tillögur í líkingu við þær sem ég hef lýst, yrðu framkvæmdar, myndi það bæta hag flestra aðila sem að málinu koma.“ lyíjanotkun sjúklinganna, ávísa mátulegum lyijaskömmtum, kaupa ódýrustu lyfin og semja við lyfsalana um sem hagstæðust kjör. 3. Til að koma í veg fyrir að lækn- ar neiti sjúklingum um sérstaklega dýr og mikilvæg lyf svo og til að koma í veg fyrir að læknar þyrftu að bera óeðlilegar byrðar vegna sjúklinga sem þurfa á miklum og dýrum lyijum að halda, gæti ríkið greitt fyrir ákveðin lyf og fyrir lyf sjúklinga með langvinna sjúkdóma, á svipaðan hátt og gert er í dag. Þá hef ég einnig trú á að fagleg og sið- ræn sjónarmið Iækna hvetji þá til að spara fyrst, þar sem þörfin er minnst. Slíkt myndi í reynd vera heilsubætandi, þar sem óþörf lyfja- notkun getur varla talist heilsusam- leg. Að sjálfsögðu þarf að útfæra þess- ar hugmyndir áður en hægt verður að framkvæma þær. Til dæmis er sennilegt að útfærslan verði ólík fyr- ir heilsugæslulækna annars vegar og sérfræðinga hins vegar. Að mínu mati eru þær hugmyndir sem ég hef reifað að framan mun betur til þess fallnar að lækka lyfja- kostnað landsmanna en þær tilraunir sem þegar hafa verið gerðar eða þær tillögur sem komið hafa fram í um- ræðum undanfarinna daga. Bestu- kaupalistinn hefur skilað takmörkuð- um árangri. Önnur tillaga sem nefnd hefur verið er að minnka álagningu á lyfjum. Eg hef ekki mikla trú á að það sé vænlegt til árangurs. Ekki vegna þess að ég hafi miklar áhyggj- ui' af afkomu lyfsala, heldur vegna þess að lækkun álagningar tryggir ekki lægri heildarútgjöld. Ef lyfja- notkun heldur áfram að stíga óhóf- lega, er lægri álagning skammgóður vermir. Önnur leið sem nefnd hefur verið er að gefa álagningu á lyijum frjálsa og leyfa fijálsa samkeppni. Ég er ekki talsmaður núverandi einokunar, en ég hef heldur ekki trú á að fijáls samkeppni leiði til aukinnar hag- kvæmni á meðan greitt er fyrir lyf á sama hátt og í dag. Spítalarnir gætu haft hag af fijálsri lyfjasölu, en hinn almenni sjúklingur hefur takmarkaðar forsendur til að velja bestu og ódýrustu Iyfin. Samkeppnin yrði því í reynd takmörkuð. Ef þær hugmyndir sem ég hef gert grein fyrir verða framkvæmdar munu skapast skilyrði fyrir fijálsa sam- keppni milli [yfsala. Þá gætu upplýst- ir kaupendur (læknar) sem hafa þekkingu á lyfjunum og geta og hafa fjárhagslegan hvata til að velja ódýrasta og besta kostinn hveiju sinni, þvingað lyijaverðið niður. Áð mínu mati eru tillögur mínar for- senda fijálsrar samkepþni lyfsala. Það er trú mín að ef tillögur í líkingu við þær sem ég hef lýst, yrðu framkvæmdar, myndi það bæta hag flestra aðila sem að málinu koma. Ríkið og skattgreiðendur myndu hagnast á lægri heildarútgjöldum vegna lægri lyfjanotkunar. Sjúkling- arnir myndu sleppa við að greiða hluta lyij'akostnaðarins og aðeins fá þau lyf sem þeir hafa raunverulega þörf fyrir. Læknarnir myndu hafa von um fjárhagslegan ávinning ef þeir ávísa skynsamlega. Lyfsalarnir myndu einna síst hagnast, en það er hæpið að þeir geti til lengdar stað- ið gegn hugmyndum um skynsam- legri lyfjanotkun og fijálsa sam- keppni. Höfund/ir er stjórnsýslufræðingur og hefur sérhæft sig ískipulagi heilbrigðismála ogstjórnun heilbrigðisstofnana. FRYSTIKISTUR SPAÐU I VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ Öll verð miðast við staðgreiðsluverð. 152 lítra kr. 31.950,- 191 lítra. kr. 34.990,- 230 lxtra kr. 38.730,- 295 lítra kr. 41.195,- 342 lítra kr. 43.360,- 399 lxtra kr. 45.870,- 489 Ixtra kr. 49.710,- 587 lítra kr. 62.460,- HEIMILISKAUP H F • HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti flötur ásamt veggjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.