Morgunblaðið - 21.10.1990, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
C 5
Brggi Guólauqsson vegqfóórarameistari
Tel aó góó mynd haldi
ávallt verógildi sinu
ÖLL SÖFNUN er óneitanlega ákveðin fíkn og þessari fíkn tengist
forvitni, frekja og framtakssemi. Forvitnin rekur safnarann áfram
sem getur vissulega orðið yfirgengileg á köflum þegar maður gerir
sig heimakominn i vinnustofum listamanna, en ég er einmitt mikið
fyrir það að leita uppi gamlar myndir og á það til að gleyma að
spyrja um leyfi,“ segir Bragi Guðlaugsson veggfóðrarameistari, en
hann byrjaði að safna málverkum af alvöru fyrir um það bil tíu árum.
Bragi
Guólaugsson
[aður var náttúrlega byrjaður
að leita fyrir sér svol ítið
áður. Ég hef að vísu ekki ráð á því
að kaupa dýrt, en oft er það
þannig að menn geta eignast mjög
góða hluti án þess að borga mjög
mikið fyrir þá. Ég stunda það tölu-
vert að heimsækja listamenn í vinn-
ustofur sínar og kaupi ég þá gjarn-
an gamlar myndir af þeim - jafn-
vel myndir, sem þeir hafa allt að
því verið búnir að kasta sjálfir. Mér
hefur reynst þetta best. Því er oft
þannig farið að bestu myndirnar
liggja í drasli hjá listamönnunum
eða þeim hefur ekki fundist mynd-
irnar passa inn á einhveija tiltekna
sýningu. Hún hefur þá verið sett
til hliðar og gleymst með tímanum.
Svo hef ég þann háttinn á að sjá
sjálfur um alla innrömmum," segir
Bragi.
Hann segist sækja töluvert í upp-
boðin, en ekki keypti hann- nema
þetta tvær til þijár myndir á ári.
Hann hafi þó gert meira af því að
selja þar verk. „Myndirnar á upp-
boðunum eru mjög misjafnar og
menn eru óneitanlega fyrst og
fremst að beijast um góðu myndirn-
ar. Það er því yfírleitt mjög erfítt
að gera góð kaup í góðum mynd-
um.“ Bragi segir að abstraktin eigi
hvað best við sig. Hann telji Karl
Kvaran einn fremsta ab'strakt-Iista-
mann Norðurlanda. Einnig sé hann
mjög hrifínn af verkum Þorvaldar
Skúlasonar, Kristjáns Davíðssonar
og Jóhannesar Jóhannessonar.„Ég
hef líka verið að veðja svolítið á
yngri menn eins og Sigurð Örlygs-
son, Magnús Kjartansson og Gunn-
ar Örn. Ég er svolítið tregur til að
gefa upp hversu stórt safnið er.
Við skulum segja að það sé góð
þriggja stafa tala.“ Það er ekki
pláss fyrir allar myndirnar uppi á
veggjum þannig að stór hluti safns-
ins er geymdur niðri í skúffum og
inni í hillum. Bragi segist vera latur
við að skoða myndimar sjálfur. Það
væri helst að þær væru dregnar
fram í dagsljósið ef hann fengi
heimsóknir.
Bragi segist ekki geta gefið neina
forskrift á því hvernig meta eigi
verð ákveðinna verka eða hversu
hátt verð menn ættu að bjóða á
uppboðum. „Þetta kemur með æf-
ingunni og þeir, sem ekki hafa mik-
ið vit á málverkum en vilja samt
bjóða í, hafa oft reyndari menn sér
til halds og trausts. Ætli þetta komi
ekki bara innan frá einhvem veg-
inn. Það er eitthvað sem maður
lætur stjórnast af. Ég ligg mikið
yfír myndlistarbókum hvers konar
auk þess sem ég geri mikið af því
að fara á sýningar og safna sýning-
arskrám. Menn safna málverkum í
tvennum skilningi, annars vegar til
að íjárfesta og hinsvegar safna
þeir málverkum í listrænum tilgangi
og þannig vil ég líta á málverka-
söfnun. Það er eitthvert verð á
myndinni þegar hún er keypt og
aftur þegar hún er seld. Þess á
milli er hún listaverk. Kaup á mál-
verki getur verið mjög svo varasöm
fjárfesting. Ef kreppir að í þjóðfé-
laginu virðist eins og verð á lista-
verkum sé fyrst til þess að fara
niður og síðast upp þegar aftur fer
að rofa til. Þó tel ég að góð mynd
haldi alltaf verðgildi sínu og að allt-
af séu til kaupendur að slíkum verk-
um.
Það er nauðsynlegt hveijum
manni að skapa sér áhugamál. Hjá
mér urðu málverkin fyrir valinm
Ég veit eiginlega ekki af hveiju,
en ég man að sem krakki var ég
mikill frímerkjasafnari og þegar ég
fór að vinna var ég yfírleitt fljótur
að eyða kaupinu mínu í frímerki.
Gunnar Kvaran
andi og hljóðalaust. Það tekur fag-
fólk oft áratugi að koma því inn
hjá þjóðinni að um sé að ræða lista-
menn sem skipta máli og á meðan
selja tísku- og markaðsmálarar
grimmt eftir pöntunum. Þeir mála
líkt og bakararnir baka án þess að
breyta nokkuð út af uppskriftinni.
Stóri kaupendahópurinn er að leita
eftir faliegum myndum, sem falla
inn í ákveðið mynstur."
Gunnar segir að söfnun málverka
hafi ekki orðið algeng hér á landi
fyrr en á síðustu tíu til fimmtán
árum. „Ýmist eru menn að fjárfesta
til að koma fyrir peningum eða eru
hreinlega mjög svo menningarlega
sinnaðir. Markaðurinn er farinn að
treysta ákveðnum nöfnum, en það
eru ekki margir íslenskir listamenn
sem standa upp úr frá því í byijun
aldarinnar. Þess vegna má velta því
fyrir sér hvort íslenskur markaður
hefði ekki efni á því að fá til sín
meira af erlendri list. Ég tel að það
sé hrein og klár vanþekking sem
ráði því að íslendingar kaupa ekki
myndlist erlendis frá. Fólk almennt
er afskaplega illa upplýst og illa
menntað hvað varðar myndlist og
menningu enda gerir skólakerfið
og samfélagið í engu ráð fyrir list-
fræðilegu uppeldi barna sinna,“
segir Gunnar að lokum.
Maður sem rekur fyrir-
tæki/búgarð í Kali-
forníu, 58 ára, meðal-
maður á hæð og vöxt,
aldrei verið giftur;
óskar eftir að kynnast
konu á aldrinum 30-40
ára, með giftingu í
huga.
E. Erickson, 18702
Apple Rd. Corning, CA
96021, USA.
Skrifstofa stuðningsmanna
HREINS LOFTSSONAR
á Laugavegi 47,4. hæð, er opin
virka dága frá kl. 17.00-21.00 og
um helgar frá kl. 14.00-19.00.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík!
Kjósum Hrein Loftsson í 6.-8. sæti.
_______Stuðningsmenn
Símar 29397 - 29392 - 27943 - 27936 - 27933
^fecisiietcupcisi c ettiént viáct_________
Hinor geysivinsælu félngs- og heilsuvikur ú Örkinni:
29. okt.-l.nóv. Innifnlið:
Gestgiati: Gisting, morqunveróur og
Hermann Ragnar Stetánsson. kvöldveróur ásamt
5.-9. nóv. fjölbreyttri dagskrá.
Gestgjali: Hermann Ragnar Stefánsson. Verð kr.
12.-16. nóv. 2.900,-
Gestgjafi: ádagfyrirmanninn
Hermann Ragnar Stefánsson. í 2ja manna herbergi.
19.-23. nóv. 3 næturkr.
Gestgjall: 8.700,-
Sigurður Guðmundsson. (komið á þriðjudegi)
26.-30. nóv. 4 nætur kr.
Gestgjafi: 11.600,-
Hermann Ragnar Stefánsson. (komið á mánudegi)
m ,
HOTEL OUK
Dagskró:
Smáferdir,
félagsvist,
bingó,
heilsurækt,
kvöldvökur
og dans.
Pantið strax í síma
98-34700
__________________)