Morgunblaðið - 21.10.1990, Page 6

Morgunblaðið - 21.10.1990, Page 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 SÉRABJÖRN H. JÓNSSON PRESTUR OG BÓKASAFNARIÁ HÚSAVÍK SEGIR FRÁ eftir Árna Matthíasson, myndir Rúnar Þór Björnsson SAGAN hermir að fyr- ir nokkrum árum hafi komið til Húsavíkur ónefndur ferðamaður sem farið hafi til kirkju. Þegar þangað var komið undraðist hann að kirkjukórinn skipaði aðeins einn maður, bassasöngvari, sem setti sérkennileg- an blæ á það sem fram fór, einkum þegar presturinn tónaði og þessi eins manns ' kirkjukór svaraði. Daginn eftir kom hann inn í fiskbúð á staðnum og afgreiðsl- umaðurinn var prest- urinn frá því deginum áður. Þá skildi hann hvers vegna kórinn var svo fáskipaður; það þurfti auðvitað engan kór þegar fisk- salinn var að messa. Björn Helg'i Jónsson, fyrrum sóknarprestur Húsvíkinga og helsti blaðasafnari landsins. Presturinn í sögunni sem einnig var fisk- sali er Bjöm Helgi Jónsson, sem lét af prestsskap á Húsa- vík 1983, en þjónar enn Staðarfellspre- stakalli. Hann hefur tekið sér fleira fyrir hendur á Húsa- vík en prestsstörf og fisksölu, því hann hefur einnig unnið við bygg- ingarvinnu, aðgerð í fiystihúsi stað- arins og saltfískpökkun, en bóka- safnarar víða um land þekkja hann sem umsvifamesta blaðsafnara landsins. Séra Björn býr í einbýlishúsi, hvar eru ein átta herbergi full af bókum og blöðum; hillur upp um alla veggi og tvöföld röð í fjölmörg- um þeirra. Þarna ægir öllu saman, þjóðlegum fróðleik, barnabókum, skáldsögum, ýmsum fræðiritum og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir það gengur séra Björn beint að öllum ritum sem ber á góma og dregur fram, þó ekki sé hægt að sjá neitt skipulag á. Ekki er nokkur leið að gera sér grein fyrir eintakafjölda, og séra Björn segist ekki hafa hug- mynd um magnið sjálfur, en það hleypur á tugþúsundum. Til viðbótar segir hann að hann eigi tvo bílskúra fulla af blöðum fyrir sunnan, sem hann hafi hug á að koma norður þegar pláss gefst. Séra Bjöm er kvikur og sporlétt- ur, þó hann eigi aðeins ár í sjötugt. Hann fæddist á Bakka í Viðivík í Skagafirði 31. október 1921, yngst- ur sjö systkina. Foreldrar hans voru Jón Bjömsson bóndi þar og kona hans Guðrún Jóhanna Guðmunds- dóttir. „Þetta var ósköp ánægjulegt líf. Girðingin náði niður að sjónum og stóð það tæpt að það þurfti að færa hana stundum, þegar jarðvegurinn seig undan henni niður í fjöru. Þetta voru 20 til 30 metra háir bakkar sumstaðar. Túnið var karga- þýft þegar faðir minn kom þarna 1906, en hann keypti jörðina smám saman og stækkaði túnið og slétt- aði. Þetta var orðið geysilega stórt og mikið tún þegar hann brá búi um 1960 og flutti suður. Þá var hann kominn yfír áttrætt. Ég var eitt bamanna sem fór í bóklegt nám, en annars ætlaði ég upphaflega að verða bóndi. Ég hafði óskaplega gaman af búskap og fannst sjálfsagt að taka við búi eftir föður minn, því hin systkinin höfðu ekki áhuga á búrekstri. Þá kom stúlka úr Reykjavík og var í sveit hjá okkur að sumarlagi, Aðal- björg Björnsdóttir. Hún var þá innan við fermingu. Aðalbjörg varð vör við að ég var sílesandi og var þá að lesa dönsk blöð, en dönsku hafði ég lært af sjálfum mér. Hún sagði móður sinni frá þessu og hún sendi mér heilmikið af dönsku lestrarefni, Hjemmet, Familie Joumal og þess- háttar. Það varð til þess að ég fékk meiri áhuga á námi. Þegar svo kom nýr prestur á næstnæsta bæ, gekk ég til hans tvisvar í viku, lærði und- ir fyrsta bekk í gagnfræðaskóla og tók próf uppúr fyrsta bekk um vo- rið. Ég tók svo utanskólapróf yfír gagnfræðaskólann og settist því beint í menntadeild, fjórða bekk. Ég sat því aldrei í gagnfræðadeild; var aldrei í unglingaskóla. Ég sat þijá vetur í barnaskóla, þijá í menntaskóla og fjóra í háskóla. Ég hóf prestsskap í Ámesi á Ströndum í Trékyllisvík 1951 og var þar í fjögur ár. Á undan mér var Þorsteinn Björnsson og á undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.