Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 HÆTTIÐ AD BOGRA VID ÞRIFIN! N ú fást vagnar með nýrri vindu par sem moppan er undin með einu handtaki án pess að taka purfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn i hornog auðveldiega undir húsgögn. Einnig er hún tiivalin i veggjahreingerningar. Þetta pýðir auðveldari og betri prif. Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara! IBESTAI Nýbýlavegi 18 Sími 641988 hÖGFTlÆÐl/síndstœtt nútímafrjálslyndif Klám ÞANN 3. október sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. Var sjónvarpsstjóranum gefið að sök að hafa haustið 1989 sýnt á Stöð 2 tvær klámkvikmyndir. I ákæru segir að í myndunum hafi komið fram „klámfengin atriði“, sem nánar er lýst í ákæruskjali. Sjónvarpsstjórinn var sakfelldur bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Þar sem slikir dómar eru fátíðir og vekja jafnan nokkra athygli, er við hæfi að fjalla um þennan dóm á þessum vettvangi. 1210. gr. almennra hegningar- laga nr. 19/1940 segir á þessa leið: „Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sekt- um, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum./ Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðslu- skyni, selja, út- býta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðr- uip slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. / Það varðar enn fremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.“ í málinu reyndi á það hvort sýning myndanna á Stöð 2 hefði falið í sér opinbera sýningu á klámi, sbr. 2. mgr. tilvitnaðrar lagagreinar. Það eru því fyrst og fremst __ tvær spurningar sem vakna. í fyrsta lagi hvort sýning myndanna hafí verið opinber í skilningi þessa ákvæðis og öðru lagi hvort um klám hafí verið að ræða. Fyrri spurningunni er til- tölulega auðsvarað. Seinni spurn- ingin er nokkuð erfiðari viðfangs. Skilgreiningu á klámi er hvorki að finna í hegningarlögunum né í greinargerð með þeim. í ritgerð Jónatans Þórmundssonar laga- prófessors um kynferðisbrot í 1. tbl. Úlfljóts 1989 er klámi lýst svo: „ . . . að í því felist lostug lýsing á kynfærum, kynferðisleg- um stellingum, athöfnum eða hugsunum, en lostugtelst lýsingin því aðeins, að sérstök áhersla sé lögð á hið lostavekjandi (nákvæm lýsing, veigamikill hluti verks) eða hún feli í sér eitthvað afbrigðilegt eða ýkt og þar af leiðandi hneyksl- anlegt samkvæmt almennu siða- mati í kynferðismálum.“ Gera má ráð fyrir að þessi lýsing samræm- ist viðteknum hugmyndum um klám. Hér má minna á fræg um- mæli eins dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna sem sagðist ekki geta skilgreint klám nákvæmlega, en hann þekkti það þegar hann sæi það! í dómi héraðsdóms eru tíunduð nákvæmlega þau atriði í fyrr- nefndum kvikmyndum sem talin voru klámfengin í skilningi 210. gr. hegningarlaganna, en of langt mál er að telja þau upp hér. Niður- staða dómsins byggir m.a. á því að unnt sé að gera greinarmun á klámi (pomografia) og kynþokka- list (erotika). í því sambandi er vitnað til álits sérfræðinganefndar á vegum Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1986. I þessu áliti er klám skil- greint sem ögrandi framsetning á kynlífi, í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar en kyn- þokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar. í niðurstöðu sakadóms Reykja: víkur segir síðan á þessa leið: „í eftir Davíð Þór Björgvinsson Niðurstaða sakadóms Reykjavíkur— „í kvikmyndum þeim sem til umfjöllunar eru í máli þessu, er greinilega lögð áhersla á að sýna á ögrandi hátt í langflestum þeim atriðum sem ákært er út af og áður er lýst..." kvikmyndum þeim sem til umfjöll- unar eru í máli þessu, er greini- lega lögð áhersla á að sýna á ögrandi hátt í langflestum þeim atriðum sem ákært er út af og áður er lýst, oft í nærmynd, kyn- færi karla og kvenna, kynmök fólks og fólk við sjálfsfróun, án þess að séð verði að það þjóni neinu augljósu markmiði öðru en að sýna kynlífsathafnir. Listrænn, fagurfræðilegur eða leikrænn til- gangur þessara atriða í myndun- um þykir eigi vera sýnilegur.“ í samræmi við þetta var það álit dómsins að í öllum þeim tilvikum sem ákært var út af, að tveimur atriðum undanskildum, hafi verið um klám að ræða í skilningi 2. mgr. 210. gr. almennra hegning- arlaga. Þar sem sjónvarpsstjórinn var talinn bera ábyrgð á sýningu þessara mynda samkvæmt 6. mgr. 35. gr. útvarpslaga var hann sakfelldur og dæmdur til greiðslu 200.000 kr. sektar, en til vara í 40 daga varðhald. I málinu var sakadómur ljölskipaður. Auk Helga I. Jónssonar sakadómara, sátu í dóminum Eyjólfur Kjalar Emilsson lektor í heimspeki og Kristín Jóhannesdóttir kvikmynd- aleikstjóri. í dómi Hæstaréttar er niður- staða sakadóms staðfest. í for- sendum dóms Hæstaréttar er ekki beint vísað til forsendna héraðs- dóms, heldur eingöngu sagt að fallast megi á „ . . . þá niður- stöðu héraðsdóms, að þau ákæru- atriði sem ákærði var sakfelldur fýrir varði við 2. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og að hann beri á þeim refsiábyrgð, sbr. 1. og 6. mgr. 35. gr. útvarpslaga nr.68/1985.“ Þá er í dómi Hæstaréttar sérstak- lega áréttað að niðurstaðan verði ekki talin bijóta í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar um prent- frelsi. Dómar af þessu tagi sæta ein- att nokkurri gagnrýni eða verða tilefni til gagnrýni á gildandi lög. Gagnrýnin er oftast á þá lund að umrædd lagaákvæði séu úrelt og samræmist ekki nútímaviðhorfum í þessum efnum. Þá er því gjarnan haldið fram að lagaákvæðið skerði tjáningarfrelsið með óeðli- legum hætti. Varðandi þessa gagnrýni er vert að hafa í huga að fullyrðingar um að lögin séu ekki í samræmi við almenn við- horf í þjóðfélaginu styðjast ekki við neinar áreiðanlegar kannanir á afstöðu fólks til þessara hluta. Mönnum hættir til að rugla saman eigin (stundum ímynduðu) frjáls- lyndi og almennum viðhorfum. Þó hugtakið klám sé ekki skil- greint í lögum og að merking þess kunni að vera breytileg frá einum tíma til annars, efast fáir um að klám sé til. Þá hygg ég að flestir telji að eðlilegt sé að takmarka dreifingu þess eins og kostur er. Liður í því er að hafa það ekki á boðstólnum í fjölmiðl- um sem hafa umtalsverða út- breiðslu. W DUKUR 15 GERÐIR A TILBOÐSVERÐI Veggfóðrarinn býður mikið úrval af vinylgólfdúkum í öllum verð- og gæðaflokkum. Dúkamir fást í 2, 3, og 4 metra breiddum. Við bjóðum einnig dúka sem ekki þarf að líma. Líttu við og skoðaðu úrvalið. VEGGFÓDRARINN VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK I SÍMAR: (91)'- 687171 / 687272 LÆKNISFRÆÐI//Yý// eba gamaltf Ristilpokar ÞAR SEM slagæðagreinar stinga sér inn í ristilinn og flytja honum allt sem hann þarf verður garna- veggurinn veikari fyrir á bletti og lætur undan þrýstingi lofts sem jafnt og þétt verður til í þessum neðsta hluta meltingarfæranna. Blaðra sem þannig myndast er nefnd ristilpoki eða sarpur og er á stærð við matbaun, stundum ívið stærri eða álíka og rúsína. Blöðr- urnar geta orðið fjöldamargar og sjást þá við rönt- genskoðun eins og hersing af totum eða spenum út úr ristlinum sem búið er að fylla af skuggaefni. Stund- um er þeim líkt við tennur á stórviðar- sög (sjá mynd). Ristilpoka er sjaldan að finna hjá ungu fólki en þeir sem komnir eru á miðjan aldur eða vel það mega búast við að ristilveggurinn sé farinn að láta undan síga. Þó er ekki þar með sagt að sjúkdómseinkenni geri vart við sig og margir endast til hárrar elli með aragrúa af ristilpok- um og hafa aldrei af þeim ama. En hjá öðrum valda þeir einkennum sem vissulega eru misjöfn og margvísleg; gjarnan væg ónot eða seyðingsverk- ur öðru hvoru í neðanverðu kviðar- holi og þá einatt samfara tregum hægðum. Á hinn bóginn eru þess dæmi að verkir af völdum ristilpoka séu sárir og kviðurinn aumur við- komu líkt og við botnlangabólgu, en þrautirnar og eymslin eru ekki hægra megin eins og botnlangaverkur því að sá hluti ristilsins sem hættast er við pokum er vinstra megin. Það sem gerir gæfumuninn í þessu efni sem fleirum er það hvort bólga hefur hlaupið í vefinn eða ekki. Þeg- ar ristilpokar fara að valda teljandi einkennum er það vegna þess að sýking hefur átt sér stað, með öðrum orðum — sýklar sem þarna eiga heima og gera hversdagslega ekkert illt af sér valda bólgu i vef sem er orðinn mótstöðulítill vegna þenslu og þrýstings frá garnainnihaldi. Bólginn poki getur rifnað og saur sloppið út úr þarminum og lífhimnu- bólga er á næsta leiti. Hún er þó sjaldnast eins víðtæk og þegar botn- langi springur eða magi því að þá opnast flóðgátt fyrir ertandi og sýkj- andi efni inn í viðkvæman lífhimnu- sekkinn. Ef sýkingin takmarkast við lítið svæði og gatið sem kom á þarm- vegginn lokast um leið og þrýstingur- inn minnkar er enginn varanlegur skaði skeður og skurðaðgerð ekki nauðsynleg. En þegar lekinn er mik- ill og hættir ekki af sjálfsdáðum er óhjákvæmilegt að stöðva hann með því að sauma gatið saman eða stagla bót á slitið fat. Af öðrum einkennum sem vert er að minnast á er blæðing inn í þarm- inn, sjaldan mikil en gefur til kynna að eitthvað sjúklegt sé á’ seyði og þörf á rannsókn. Enn ein sjúkdóms- mynd sem langvarandi bólga í poka- svæðinu hefur stundum í för með sér er. hægfara þrenging garnarinnar, jafnvel svo mikil að þarmainnihaldið kemst ekki sína leið. Um frumorsök sjúkdómsins og hvað gera megi til að sporna við pokamyndun er fátt vitað. Þó telja ýmsir að trefjasnauð fæða í þróuðum nútímaríkjum sé undirrót hennar og fleiri meltingarkvilla; jafnvel megi takast að koma í veg fyrir slíka las- leika með því að neyta trefjafæðu frá blautu bamsbeini. „Tuttugustu aldar sjúkdómur" hafa ristilpokarnir verið nefndir og það rökstutt með því að þeirra hafi lítið sem ekkert verið getið í læknis- fræðiritum fyrr en eftir aldamót. Gæti það ekki einfaldlega stafað af því að fyrstu röntgenrannsóknir sem sögur fara af voru gerðar á árunum þegár sú nítjánda var að kveðja? eftir Þórarin Guónason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.