Morgunblaðið - 21.10.1990, Síða 15

Morgunblaðið - 21.10.1990, Síða 15
C 15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 og áhangendur alls hugar fegnir. í upphafi ársins lýsti hann því síðan yfir að hann hygðist helga framtíð sína hljómsveitinni en kveðja fortíð sína og lög með tónleikaferð þar sem úrval af hans besta yrði leikið í síð- asta skiptið. M.ö.o. útför þess sem skóp stjörnuna David Bowie. að baki þessu lágu berlega fjárhagsástæður, þurrmjólka átti kúna, verpa gullegg- inu aftur. En alveg eins'og lykillinn að list Bowies er hugmyndaríki hans, líf og þjáning, er lykillinn að hnignun listarinnar kaldrifjuð efnis- hyggja: Mammon hrósar enn sigri. Með allt þetta í huga stend ég í þvögunni og á í hjarta mér von á að ég sé að sækja kirkju, yfirgefna af guði. En hvað kemur í ljós? Stjarna borin til grafar Sviðið er tjaldað svörtu eins og við jarðarför, einfaldleikinn ræður ríkjum, öfugt við hljómleikaferðina 1987, þar sem tónlistin glataðist næstum í dansi og allra handa glingri. Raunar minnir allur um- búnaður nú á jarð- arför, jafnvel stjarnan og fjög- urra manna hljóm- sveit hans er klædd í lit sorgar. Ekki það að Bowie virðist syrgja sérs- taklega lögin sem hér eru kvödd hinsta sinni, hann gengur glottandi fram fyrir lýðinn, í blúnduskyrtu og svörtu vesti minnir hann á 17. aldar aðalsmann. Goðið myndar aðdáendur sína sem birtast jafnóðum á myndskermum. Hann svipast yfir fjöldann eins og til að slá tölu á þær þrjátíu þúsund sálir sem hylja völlinn Stadion í höf- uðborg Svíaríkis. Síðan slær hann gítarinn og lagið sem gerði hann frægan hljómar: Space Oddity. Fyr- irheitið um hávaðann er uppfyllt. Áhorfendaskarinn þekkir lagið jafn- vel og meistarinn. Rebel Rebel vekur enn meiri hrifningu, hluti plötunnar Diamond Dogs sem sótti yrkisefni sitt til framtíðarspár Orwells, 1984, og átti að verða leikhúsverk en því miður þá leist ekkju skáldsins ekki jafnvel á hugmyndina og David Bowie. Eftir hamaganginn sest pilt- ur niður aftarlega á sviðinu, kveikir sér í sígarettu og hvílir lúin bein fáein augnablik, á meðan hljómsveit- in leikur upphafstóna Ashes to As- hes, lagið sem fjallar um dapurleg endalok hetjunnar Major Tom, fyrir- brigði sem loðað hefur við Bowie frá því að honum var fyrst skotið upp í himingeiminn í Space Oddity. Bowie grípur hljóðnemann á nýjan leik og breytir Tómasi í ösku, því næst ómar Stay um loftið. Næsta lag er eina nýmeti tónleikanna og er ávöxtur samstarfs þeirra Bowies og Adrian Belews, sem er vel þekkt- ur gítarleikari í Bandaríkjunum (m.a. með Frank Zappa og Talking Heads) og „lánandi" sjálfan sig og hljómsveit sína sem undirleikara fyr- ir Bowie. Stílbrot Stjarnan hýmar öll við þetta stíl- brot í tónleikana og Belew þenur gítar sinn af mikilli leikni, Pretty Pink Rose nefnist þessi þungrokkaða samsuða. Bowie leikur á alls oddi, hann spjallar milli laga og stutt er í húmorinn, hann virðist taka sjálfan sig með minni alvöru en t.d. 1987, er ég barði hann augum í Hamborg. Erfitt er að gera sér í hugarlund, að maðurinn sem nú tekur þykjustu- gítarsóló, og hæðir ímynd popp- stjörnunnar sé sá sami og sveif til jarðar í gullstól undir kjafti gler- köngulóarinnar. En hann hefur jú alltaf verið erfitt að staðsetja. Blue Jean fylgir fast á eftir bleiku rósinni og síðan Let’s Dance. Bowie tekur hlutunum með stóískri ró og fær sér enn sæti og sígarettu, á meðan galdramenn tækninnar varpa honum og íjarstaddri meyju á risasker- mana, sitt hvoru megin við sviðið. Sá er ber ábyrgð á útliti og umgjörð bæði myndefnis og sviðs heitir Edou- ard Lock og hefur unnið rómuð verk fyrir ballett- og leikhúsuppsetningar víðs vegar í heiminum. Yfirskrift tónleikaferðarinnar er Sound and Vision (Hljóð og Sýn) og samnefnt lag kemur á hæla, China Girl. Eitthvað má e.t.v. lesa út því, að Sound and Vision flallar um óttann við að missa sköpunargáfuna, hina eilífu bið eftir innblæstri sem aldrei kemur. Eða . . . Stutt brotlending Síðan fatast meistaranum flugið lítið eitt, meðferðin á Ziggy Stard- ust er vönduð en of plöguð af nútím- anum, raddbeiting og undirspil þyngir þetta sígilda verk rokksög- unnar til lýta. Bowie hefur sjálfur sagt að það veitist honum erfitt að hverfa aftur til æskuverka sinna, þau einkennist um of af ungæðislegum heilabrotum 'og áhrifum frá tíðarandanum. En æskuduld setur engan hemil á næsta lag Life on Mars er framúr- skarandi og Station to Station er ógleymanleg lestarferð sem æðir rakleiðis inn í ádeilu á skammtíma- minni og grandvaraleysi banda- rískrar æsku; Young Americ- ans. Bowie er síhvikull á svið- inu, hann mund- ar ólíkar gerðir gítara með við- eigandi tilþrif- um, fleygir gít- arnöglum út í dýrslegan fjöld- ann og stígur dansspor lipur- lega. Belew gerir athyglisverða tilraun til að leysa saxófóninn í upprunalegu útsendingunni af hólmi með vælandi gítarnum, djarft en varla fullnægj- andi. Tónleikarnir stefna að há- punkti sínum og ná því marki með ólmfjöruga slagaranum Suffragette City, iðandi kösin fagnar hástöfum. Óðurinn til frægðarinnar, eða rétt- ara sagt níðstöngin sem Bowie reisti til hennar, er þar á eftir. Kapp- inn setur upp tómlegan heimskusvip og hreyfir mjaðmirnar með ýktum stirðleika, enn teiknar hann upp skrípamynd af látbragði stjörnunn- ar, hann dregur ímynd sína og starfsfélaga í efa: Frægðin er ekki eins eftirsóknarverð og gerviveröld veggspjaldanna sýnir. Upphafstónar Heroes fegra kvöldið og næstum hljóðlaust segir Bowie við fólkið: „Hetjurnar — það eruð þið.“ Öllum að óvörum er útgáfa lags- ins stytt til muna og Bowie hverfur af leikvelli. En honum er ekki undan- komu auðið svo fljótt, kröfuharður lýðurinn linnir ekki látum fyrr en ljóskeilurnar æða af stað og velkryd- dað Changes rýfur þögnina. Bowie fleygir blómvendi í framherjana og hristir hneykslaður höfuð, þegar rós- irnar eru tættar í frumeindir sínar. Fashion fylgir breytingum og gamli látbragðsleikarinn rykkist til á sviðs- brúninni, hálft lagið er hann strengjabrúða, vafalaust í hendi duttlungafullrar tískunnar sem væg- ir engum. Lengi hefur White light/ White heat fylgt tónleikaferðum Davids og þessi er engin undantekn- ing, andi Velvet Underground svífur yfir vötnum (eða pollum réttara sagt, fyrr um daginn rigndi hressi- lega). Jean Genie olli mér vonbrigð- um, sterkur blúsþráður var ofinn í lagið sem sómir sér best í hrárri, kröftugri rokkútsetningu. Og tón- leikarnir höfðu óvænt endalok, Bowie stafar Gloria og þetta gamla Van Morrison lag setur punktinn við kvöldið. Hann veifar hendi, segir: „Við sjáumst næsta ár með Tin Machine" og er horfinn fyrir fullt og allt. Hressileg vofa Bæði tónleikarnir og brottförin vekja hungur eftir meiru, ekki endi- lega gömlu gullmolunum, heldur og tónlist sem samin er af viðlíka hæfi- leikum og þrótti. Hugsanlega er það aukatilgangur ferðarinnar, að vekja hungur fólks eftir nýjum og endur- bættum David Bowie, stjörnu til ald- amóta. Og hungurvakan er vel- heppnuð, jafnvel þótt tónleikar séu safn augnablika, ótal neistar sem erfitt er að þræða í samstæða heild og sýningin lúti lögmálum sem óháð eru umheiminum, er aðeins eitt ör- uggt að þeim loknum: Goðið er e. t.v. oltið af stalli en vofan er til alls líkleg. Morgunblaðið grannskoðar manninn sem féll til jarðar Peysa 100% ull, gallabuxur í bláu og svörtu. Tommi & Jenni Laugavegi 12A, sími 12401. & Ármúla 29 simar 38640 - 686100 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LOFTAPLDTUR kobkdpiast GÓLFFLÍSAR [ligbpfiÍlltl KORKFLiSAR BMF VINKLARÁTRÉ Sovéskir dagar MÍR1990: SÚMMK - þiðilaga- 09 dansMkurinn frá Sovétlýðveldinu Túrkmenistan sýnir á eftirtöldum stöðum: Miðvikudoginn 24. okt. kl. 20.30 í íþróttahúsinu, Keflavík. Fimmtudaginn 25. okt. kl. 20.30 í Sjallanum, Akureyri. Föstudaginn 26. okt. kl. 20.30 í íþróttahúsinu, Húsavík. Sunnudaginn 28. okt. kl. 14.00 í Gunnarshólma, Austur- Landeyjum. Mónudoginn 29. okt. kl. 20.30 í Hóskólabíói, sal 2. Sýning á Ijósmyndum og listmunum frá Túrkmenistan verður opnuð ísýningarsalnum Vatnsnesvegi 12, Keftavík, þriðjudagskvöldið 23. okt. Opin næstu daga á afgreiðslutíma Innrömmunar Suðurnesja. Kynnist sérstæðri list frá fjarlægu landi, skoðið sýning- una og sækið tónleika og dansskemmtun SÚMBAR-flokksins. MÍR Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 25. október 1990 DAGSKRA 12:45 Skráning þátttakenda hefst. 13:15 FjármálaráCherra, Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar ráðstefnuna. 13:30 Hvað eru pappírslaus viðskipti? Sigurbcrgur Bjömsson, Laniissamband iönaöarmanna. 13:45 Yfirlit yfir starfsemi EDI - félagsins. Vilhjálmur Egilsson, formaður EDI-félagsins 14:00 Pappírslaus viðskipti í dag og framtíðarhorfur. Curt Daniclscn, Vice-chairman UN/ECE/WP.4, chaiiman NORPRO 14:30 Stefnumótun í upplýsingamálum verslana og pappírslaus viOskipti. Ingi Þór Hermannsson, vcrslunanleild Sambandsins. Kaffihlé Reynslan af DACOM verkefninu ogframtíöarhorfur. Bengt Friggebo, EAN strikamerkjanefnd Svíþjóðar. EDI þjónusta SKÝRR og ÍSNETS. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr 15:50 Fyrirhuguð EDI þjónusta IBM á íslandi. GuÖmundur Hannesson markaösfulltrúi IBM á íslandi 16:05 Fyrirhuguð EDI þjónusta Pósts og Síma. Karl Bcndcr yfirverkfrscöingur, Pósli og Staa 16:20 RáOstefnuslit. 16:30 Opnunsýningar. Vilhjálmur Egilsson.fotmaÖur EDI-félagsins (Bomar veröa fram léltar vcilingar) 14:45 15:00 15:30 Ráöstefnustjóri: Holberg Másson, Nelverk Staösetnlng: Hótel LoftleiÖir, ráöstefna í Höfða og sýning í Tanga. Tfmasetnlng: Ráöstefna: 25-10-90 ; kl. 12:45 -16:30 Sýning: 25-10-90; kl. 16:30 - 18:00 og 26-10-90; kl. 10:00 -15:00 GJald: RáÖstefnakr. 2.900,- Sýnendur: IBM á íslandi kynnir alþjóðanet IBM og EDIhugbúnað. Skýrr, fsnet og samstarfsaöilar kynna hugbúnaö fyrir EDI og sýna EDI - samskipti. Póstur og sími kynnir gagnahólfaþjónusm. Icepro kynnir Tedis áaetlun EFTA og Eb. EAN strikamerkjanefndin kynnir strikamerki og EDI. TollstjóraembaettiÖ kynnir upplýsingalfnu tollsins. Taeknival kynnir samskiptabúnaö fýrirstaðamet. Þátttaka tilkynnist til Skrifstofu viðskiptalífsins í síma 83088, í síOasta lagi miOvikudag 24 október. EDI- félagið á Íslandi/Skrifstofa viðskiptalífsins Sjfþfff DRíkÍStOllStjÓfÍ OpUSFÚXi Póstur og sírui GAGNAHÓLF jggTÆKNIVAL l££

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.