Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 28
-28 C
MORGUNBLAÐIÐ
VELVAKAIMDI
SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
barnum og talaðu við mig.
Með
morgunkaffiriu
Ég tók hann í pókertíma
áður en hann sofnaði. Þið
skuldið mér líka 10 krón-
ur, sem hann tapaði!
HOGNI HREKKVISI
SA<3E>I AE> FOK.T0t.Uie KÆMO
AP UíTLU GASMU *
Á FÖRNUM VEGI
Margt hægt að gera í dag
Rætt við nokkra eldri borgara í Stykkishólmi og nágrenni
Stykkishólmi.
LÍTIÐ fer fyrir eldri borgurunum í fjölmiðlunum. Þeir hafa skilað
góðu dagsverki í hendur yngra fólksins og eru sestir í helgan
stein. Þetta fólk man tímana tvenna og áhugavert er að ræða við
það. Fréttaritari ræddi við nokkra eldri borgara í Stykkishólmi
og nágrenni á dögunum.
„Tímarnir eru breyttir'
Sigurður Ólafsson hefur nú
hreiðrað um sig á Dvalar-
heimili aldraðra í Stykkishólmi.
Hann hefur ágætis herbergi, á lítið
en gott bókasafn og unir sér vel
í föndri og við spil. Sigurður fædd-
ist í Reykjavík í sex systkina hópi.
„Faðir minn var skipstjóri á skútu
en hann fórst með skútunni áður
en ég fæddist. Móðir mín, Guðrún
Baldvinsdóttir, varð að sjá fyrir
okkur ein.“ Sigurður byrjaði ungur
að vinna fyrir sér. „Ég var hepp-
inn. Mér var vísað til Flateyjar til
athafnamannsins Guðmundar
Bergsteinssonar sem síðan kom
mér til þeirra sæmdarhjóna
Kristínar og Skúla í Skáleyjum og
urðu þau fósturforeldrar mínir.
Ég var með þeim við öll sveita-
og sjóverk þar til ég fór til
Reykjavíkur til að sjá fyrir mér
sjálfur," sagði Sigurður.
Hann segist hafa komist að sem
hjálparmaður í ýmsum bakaríum
í Reykjavík og náði sér síðan í
iðnréttindi. „Ætli ég hafí ekki ver-
ið við þetta starf, bæði í Reykjavík
og Stykkishólmi, í um fjörutíu ár.
Ég veit ekki hvort ég myndi velja
mér þetta ævistarf ef ég væri
ungur maður í dag. Tímamir eru
svo breyttir. Og verður ekki búið
að tölvuvæða baksturinn innan
skamms svo bakaríin þurfi ekki á
mér að halda?" sagði Sigurður.
„Fékk köllun um að koma“
Systir Anna hefur þjónað kaþ-
ólsku kirkjunni og sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi í 55 ár. í þessu guðs-
húsi hefur hún setið daglega og
oft á dag með biblíuna sína og
beðið fyrir samferðamönnum
sínum og friði í heiminum. Systir
Anna kom hingað frá Belgíu árið
1935 en þá var starfsemi kaþólska
sjúkrahússins hér að hefjast. I
upphafi voru aðstæður frumstæð-
ar. Hún segir að þau hafi orðið
Sigurður Ólafsson
8
I
I
Víkveiji skrifar
Mörg og mikil átök hafa verið
í gangi síðustu mánuðina.
Málræktarátaki var hrundið af stað
með látum; varðveisla tungunnar,
vandað málfar, auðugri orðaforði -
að þessu skyldi stefna markvisst
og af metnaði. Síðan hefur smátt
og smátt hljóðnað, engu líkara en
farið sé að fyrnast yfir átakið. Þá
er allt í lagi að slaka á, sletta úr
klaufunum ogtaka upp fyrri háttu.
Ymis tískuorð fara heil ósköp í
skapið á Víkverja. Þau spretta upp
af því að til þeirra hefur einhvers
staðar sést á prenti og eru svo fín
og íslensk að allir nota þau í tíma
og ótíma. Sum eru góð og gild en
ofnotuð missa þau lit sinn og ljóma
eins og allt sem er gert í óhófi.
Menn eru um þessar mundir sýknt
og heilagt með eitthvað í farteskinu
bæði í eiginlegri merkingu og þó
oftar í yfirfærðri merkingu. Þetta
er fallegt orð og merkingarmikið
en það gerir einmitt að verkum að
við ofnotkun verður það bragðlaust
og tilgerðarlegt. Og vel á minnst,
þetta blessaða átak fer nú brátt að
verða gatslitið orð.
En öllu meiri plága er sögnin að
staðsetja sem tröllríður rituðu og
mæltu máli. Þessi sögn er ljót og
undantekningarlítið óþörf. Væri
ekki ráð að taka nú á og útrýma
henni. Enn má nefna forskeytið hái-
sem er skeytt við í furðulegustu
orðum, allt líklega til að sar.nfæra
fólk um gæði. Þetta gerist einkum
í auglýsingum. Nefna má dæmi eins
og hámarksafsláttur, hágæðatilboð,
hágæðastimpill og meira að segja
hámarksóréttlæti og svo mætti
áreiðanlega áfram telja.
Svo eru líka nýyrðin, þar mætti
sannarléga hreinsa til. Ég las í
stjórnmálaályktun að eitthvað gæti
haft „búseturaskandi áhrif". Þegar
maður rekst á svona orð raskar það
verulega sálarrónni og kannski
tímabært að taka undir með séra
Sigvalda.