Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 31

Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 -----,-----------------;--- ------------------------------ C 31 Herra Ásmundur Guðmundsson biskup gengur frá alt- Nývígður biskup yfir Islandi, herra ari að lokinni vígslu 6 guðfræðikandidata. Ásmundur Guðmundsson og biskupsfrú Steinunn Magnúsdóttir í garði Alþingis- hússins. Yfir eitt hundrað prestar af öllu landinu í garði Alþingishússins við setningu prestastefnu 21. júní 1954. Eftir því sem best er vitað hafa ekki í annan tíma verið fleiri prestar samankomnir á einni mynd hér á landi. SÍMTALID... ER VIÐ GUÐRÚNU GUÐJÓNSENFORMANN HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS VANTAR HUNDA TIL RÆKTUNAR 62 52 75 „Hundaræktarfélag íslands." -Góðan daginn, er Guðrún Guð- jónsen við? ,já, augnablik“ „Halló!“ -Komdu sæl Guðrún, þetta er Brynja Tomer á Mogganum. „Já, sæl.“ -Ég frétti að Sankti-Bernharðs- hvolparnir sem skátarnir hafa í verðlaun í happdrættinu sínu, væru undan smygluðum foreldr- um. Er það rétt? „Ég veit það ekki. Auðvitað heyrir maður öðru hvoru um smyglaða hunda, en við getum ekkert gert til að koma í veg fyrir það annað en breyta inn- flutningsreglum um hunda. -Sumir hundaeigendur tala um að á íslandi sé erfitt að fá hrein- ræktaða hunda. Þetta sé allt und- an hvert öðru og meira og minna úrkynjað. Ertu sammála þessu? „Nei, auðvitað eru til kynhrein- ir hundar hér á landi og margir mjög góðir, en við eigum við viss- an vanda að stríða og þar komurti við aftur inná innflutningsregl- urnar. Takmarkið með að breyta þeim er meðal annars að fá nýja hunda tily lands- ins til að geta ræktað upp góð dýr. Langflestir þeirra sem hafa búið í útlöndum og átt hund hafá þurft að skilja hundinn sinn eftir þegar þeir hafa flutt aftur til landsins." -Sumir segja að blendingar'séu miklu skemmti- legri en hrein- ræktaðir hund- ar... „Blendingar geta verið bæði fallegir, gáfaðir og skemmtilegir, en með því að rækta upp ákveðn- ar tegundir er hægt að veita ákveðna tryggingu fyrir því hvaða eiginleikum hundarnir eru gæddir og hvaða efnivið þú hefur í hönd- unum þegar þú færð þér hvolp. Hundur á heimili er einn af fjöl- skyldunni og það er mikilvægt að fjölskylda fái sér hund sem hentar lífsmynstri hennar best. í hunda- rækt er markmiðið að andlegir og líkamlegir eiginleikar haldist í hendur.“ -Eiga hundar heima í borgunm? „Hundar eiga fyrst og fremst heima með húsbónda sínum, þannig líður þeim best. Það er hundinum ekki eðlilegt að vera einn og afskiptur, hann er félags- vera og honum er nauðsynlegt að tilheyra ákveðnum hóp eða fjöl- skyldu. Auðvitað þarf hann að fá hreyfingu og ferskt loft, en hann þarf líka að nota heilann. Þáð er hægt að leggja margs kyns skemmtilegar þrautir fyrir hunda, sem bæði hundur og eigandi hafa gaman af.“ -Að lokum, hvaða hundategund er í tísku á ís- landi núna? „Labrador - og Goldert-retriever eru algengastir hér, en kannski fara Sankti- Bernharðshund- ar að koma í tísku núna!“ -Ha, ha, ha, ha, já, þú segir nokkuð. Takk fyrir spjallið og vertu blessuð. „Sömuleiðis, bless.“ Guðrún Guðjónsen. Ein stór plata var gefin út með Hönnu Valdísi en hún hafnaði því að koma fram á fleirum. ÁRIÐ1974 var fjörugt og viðburðaríkt hjá tíu ára gamalli stúlku í Melaskólanum, Hönnu Valdísi Guðmundsdóttur. Það ár var hún, ásamt öðrum nemendum skólans á svipuðu reki, meðlimur í Sólskinskórnum sem stjórnað var af Magnúsi Péturssyni. Kórinn var fenginn til þess að taka upp hljóm- plötu með barnalögum fyrir Hermann Ragnar Stefánsson danskennara til nota við kennslu barnadansa í dansskóla hans. í framhaldi af þessu fór Svavar Gests eigandi SG- útgáf- unnar þess á leit við Hönnu að hún syngi lagið um Linu lang- sokk á íslensku en sænskir þættir um Línu nutu þá mikilla vinsælda í sjónvarpinu. Hanna Valdís var landsþekkt fyrir þetta lag og ári síðar var gefin út stór plata með henni sem hét einfaldlega sem hét Hanná Valdís. En hvar ætli Hanna sé í dag? Hanna Valdís Guðmundsdóttir á heimili sínu í dag. Jafnframt hóf hún nám í píanó- leik í Tónlístarskóla Reykjavíkur en sönginn lagði hún alfarið á hilluna.„Þó þessar vinsældir hafi komið róti á líf mitt sé ég ekki eftir að hafa öðlast þessa reynslu sem barnastjarna. Ég held að ég hafi verið valin af handahófi úr Sólskinskórnum til að syngja lagið um Línu lang- sokk, málið var að fá einhveija til að syngja lagið á islensku.“ Aðspurð um hvað sé framund- an hjá henni segir Hanna að það sé nokkuð óráðið en margt komi til greina. „Dæturnar taka mik- inn tíma hjá manni og verður svo áfram. Ég hef hug á því að halda áfram með píanónám mitt og ég mun halda áfram að leika undir á æfingum í ballettskólan- um en annað er ekkert fastá- kveðið. Hinsvegar held ég að söngurinn sé fullklárað dæmi hjá mér.“ HVAR ERU ÞAU NÚ? Hanna Valdts Gudmundsdóttir Húsmóöir ogpíanó- leikari Hanna Valdís Guðmunds- dóttir er nú gift Ágústi Einarssyni guðfræði- nema í Háskólanum og eiga þau tvær dætur. Hanna sinnir heim- ilsstörfunum en hefur einnig þann starfa að leika á píanó í ballettskóla Eddu Scheving. „Vinsældir lagsins um Línu langsokk komu mér mikið á óvart, ég var ekki undir þetta búinn, og ég held ég hafi ekkert hugsað út í hvað ég var að gera á þessum tíma,“ segir Hanna Valdís. „Ári síðar kom út stór plata með mér og þó hún yrði einnig vinsæl var ég búin að fá nóg af þessu. Það voru hug- myndir í gangi um að ég gerði fleiri plötur en ég sagði nei takk við beiðnum um slíkt.“ Hanna hélt áfram í skóla og varð stúdent frá MR árið 1982.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.