Morgunblaðið - 04.11.1990, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1990
Morgunblaðið/RAX
Frá Kerlingarfjöllum. Nokkur hús á þeim slóðum munu byggð án heimilda, að sögn skipulagsstjóra.
Skipuiagsstjóri ríkisins;
Engar reglur til um byggð á hálendinu
Milli 300 til 500 skálar í óbyggðum
Norðurlandskjör-
dæmi eystra:
Sex kratar
/ / i*i • •• •
í profKjori
SEX einstaklingar gefa kost á
sér í prófkjöri Alþýðuflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra,
sem fram fer 24. og 25. nóvemb-
er næstkomandi, en framboðs-
frestur rann út á hádegi í gær.
eir sem gefa kost á sér í próf-
kjörinu eru Aðalsteinn Halls
son, Amór Benónýsson, Hreinn
Pálsson, Sigbjörn Gunnarsson, Sig-
urður Amórsson og Pálmi Ólafsson.
Framsóknarflokk-
urinn í Reykjavík;
Níu gefa
kost á sér
NÍU hafa gefið kost á sér í efstu
sæti á lista Framsóknarflokksins
í Reykjavík. Skoðanakönnun um
val frambjóðenda fer fram í
skrifstofu Framsóknarflokksins
við Lækjartorg helgina 10.-11.
nóvember næstkomandi.
eir sem gefið hafa kost á sér
em: Ásta Ragnheiður Jóhann
esdóttir deildarstjóri, Anna Margrét
Valgeirsdóttir nemi, Bolli Héðins-
son efnahagsráðgjafi forsætisráð-
herra, Finnur Ingólfsson aðstoðar-
maður heilbrigðisráðherra, Guð-
mundur Birgir Heiðarsson leigubif-
reiðarstjóri, Guðmundur G. Þórar-
insson alþingismaður, Hermann
Sveinbjömsson aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra, Sigfús Ægir
Arnason framkvæmdastjóri TBR
og Þór Jakobsson veðurfræðingur.
í samtali við Jón Sveinsson,
formann kjömefndar, kom fram að
kosið verður um röð frambjóðenda
á listanum í skoðanakönnun helgina
10.-11. nóvember. Utankjörfundar-
kosning verður fram að skoðana-
könnuninni.
TALIÐ er að milli 300 til 500
ferðamannaskálar, gangna-
mannakofar og björgunarskýli
sé að fínna í óbyggðum landsins.
Að sögn Stefáns Thors, skipu-
lagsstjóra ríkisins, hafa skipu-
lagsstjórn eða viðkomandi
hreppsnefndir í fæstum tilvikum
gefið samþykki sitt fyrir bygg-
ingunum. Ástæðuna má meðal
annars rekja til þess, að lítið eft-
irlit hefur verið með því, að far-
ið sé að settum reglum.
Avegum skipulagsstjórnar ríkis-
ins er unnið að úttekt á fjalla-
skálum og staðsetningu þeirra. I
Ijós hefur komið að flestir þeirra
em á afréttum Sunnlendinga og
nefndi Stefán sem dæmi að í Kerl-
ingarfjöllum væri risið heilt þorp
án heimilda, en samkvæmt lögum
hefði skipulagsstjórn ríkisins átt að
fjalla um allar nýbyggingar þar sem
byggðar hafa verið eftir árið 1979.
„Ég hef ekkert á móti því að menn
reisi skála í óbyggðum, en þeir eiga
að vera byggðir undir eftirliti og
samkvæmt ákveðnum reglum og
vera opnir almenningi en ekki lok-
aðir og í einkaeign," sagði Stefán.
„En fyrst og fremst á almenna regl-
an að vera sú, að menn sæki um
leyfi til viðkomandi bygginganefnd-
ar og síðan óskar hreppsnefnd eftir
samþykki skipulagsstjómar. Ef
ekkert sveitarfélag er fyrir hendi,
þá veiti viðkomandi ráðuneyti bygg-
ingarleyfið. Þannig verði komið í
veg fyrir að menn komi upp skálum
þar sem þeim dettur í hug.“
Stefán sagði að ýmis vandræði
hefðu skapast vegna þeirra skála
sem reistir hafa verið utan lögsagn-
ar hreppa. Benti hanrr á að dr.
Gunnar Schram haldi því fram í bók
sinni, „Umhverfísréttur", að skipu-
lagsskylda gildi ekki í óbyggðum
og ef vafí leiki á hvort mannvirki
sé háð ákvæðum byggingarlaga
skuli félagsmálaráðherra skera úr.
Á tveimur stöðum á landinu
stefnir í málaferli vegna skála sem
hafa verið reistir í óbyggðum. I
etta er frábært fyrsta apríl-
gabb nema hvað fréttina ber
bara ekki upp á fyrsta apríl,“ sagði
öðru.tilviki er um skála í einkaeign
að ræða sem fyrrverandi hrepps-
nefnd í viðkomandi hreppi veitti
heimild fyrir en skipulagsstjórn
ríkisins og Náttúruverndarráð hafa
hafnað. Þá hafa félagasamtök rifíð
gamlan skála á öðrum stað og reist
nýjan og stærri án þess að hafa til
þess heimild viðkomandi hrepps-
nefndar.
Þorvaldur Garðar í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Frábær 1. apríl frétt
- segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson
í FRÉTT í Tímanum í gær er sagt að Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, alþingismaður, ætli að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins
i Norðurlandskjördæmi vestra. Þorvaldur kannast hins vegar ekkert
við þetta.
Gengisfall dollarans hef-
ur lítil áhrif á þióðarhag
Flugleiðir hagnast en Alafoss tapar
GENGISFALL Bandaríkjadajs hefur ekki lengur afgerandi
áhrif í íslensku efnahagslífí. Á síðustu árum hefur dregið veru-
lega úr útflutningi til þjóða sem greiða fyrir vörurnar í dollur-
um og innflutningur frá Bandarikjunum hefur aukist. Þá er
stór hluti erlendra skulda í dollurum, mun stærri en nemur
hlutdeild dollarasvæða í útflutningi frá íslandi, og því lækka
erlendar skuldir landsmanna við fall dollarans. Þessi þróun
hefur þó mjög slæm áhrif á afkomu og efnahag einstakra fyrir-
tækja og jafnvel heilla atvinnugreina. Ullariðnaðurinn fer til
dæmis ílla út úr þessu róti. Áhrifín eru jákvæð fyrir önnur
fyrirtæki. Flugleiðir eru dæmi um það.
Bandaríkjadalur hefur lækkað
um 11% gagnvart íslensku
krónunni frá byijun janúar, úr
61,72 kr. í tæpar 55 kr. Aðrir
gjaldmiðlar hafa
hækkað. Til dæmis
hefur sterlings-
pundið hækkað um
7,7% á sama tíma.
Stundum hefur
verið mikið írafár
vegna lækkunar dollarans en lítil
umræða hefur orðið um málið á
þessu ári þó gengið hafi fallið
stöðugt allt árið. Reyndar hefur
gengi Bandaríkjadals verið að
falla allt frá árinu 1985. Ástæðan
fyrir minni umræðu nú er fyrst
og fremst breytingar sem orðið
hafa á utanríkisviðskiptum okkar
og leitt hafa til stöðugt minnk-
andi vægis dollarans. Á árinu
1985 fóru 27% útflutnings til
Bandaríkjanna og
annarra landa sem
greiða með dollur-
um en innan við
15% á síðasta ári.
Á sama tíma hefur
innflutningur okk-
ar frá Bandaríkjunum og öðrum
dollaramörkuðum aukist úr 7% í
11-12%. Vöruskiptajöfnuðurinn
við þetta markaðssvæði sem var
okkur hagstæður um 20 prósent
fyrir örfáum árum er því að kom-
ast í jafnvægi.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
BAKSVIÐ
eftir Helga Bjamason
Þjóðhagsstofnunar, segir að
sveiflur í gengi dollarans skiptu
ekki lengur meginmáli fyrir ís-
lenskt efnahagslíf, viðskiptakjörin
versnuðu þó lítilsháttar. Hins veg-
ar gætu þær breytt miklu hjá
ýmsum atvinnugreinum og ein-
staka fyrirtækjum. Telur hann að
skuldum vafín útflutningsfyrir-
tæki, til dæmis í sjávarútvegi og
fískeldi, hefðu frekar styrkt sína
stöðu. Aftur á móti gætu fyrir-
tæki sem tekið hefðu lán í Evrópu-
myntum en fengju tekjur sínar
að stórum hluta í dollurum farið
illa út úr falli dollarans.
Um helmingur af tekjum frysti-
húsa er í dollurum og hefur fall
dollarans því enn töluverð áhrif í
þeirri grein, þó áhrifín hafi minnk-
að mikið á undanförnum árum
vegna samdráttar í útflutningi til
Bandaríkjanna og minnkaðs væg-
is Sovétviðskiptanna sem fram
fara í dollurum. Þá hefur hluti af
útflutningi til Japans færst úr
dollurum í yen. Arnar Sigur-
mundsson, formaður Samtaka
fiskvinnslustöðvanna, segir að
verðhækkanir á Ameríkumarkaði
hafí jafnað gengisfall dollarans
og gert betur en það. Tekjur fryst-
ingarinnar hækkað um 23% það
sem af er árinu. Ástandið væri
slæmt ef þessar verðhækkanir
hefðu ekki komið til.
Ullariðnaðurinn er dæmi um
atvinnugrein sem fer illa út úr
gengisfalli dollarans. Þar er byggt
á innlendri verðmætasköpun en
tekjurnar eru í dollurum. Tekjur
Álafoss minnka til dæmis um
rúmlega 50 milljónir kr. á ári
vegna lækkunar dollarans. Megin-
hluti tekna fyrirtækisins eru í
dollurum en meginhluti útgjald-
anna í íslenskum krónum og
myntum Evrópulanda. Hráefnið
er til dæmis keypt inn á heims-
markaðsverði og reiknað í sterl-
ingspundum, einnig íslenska ullin.
Ólafur Ólafsson, forstjóri Álafoss,
segir að við verðlagningu um
næstu áramót náist leiðrétting á
verðlistum sem nemur falli dollar-
ans. Hagstæð þróun skulda og
fjármagnskostnaðar dregur eitt-
hvað úr því höggi sem fyrirtækið
verður fyrir. Sigurður Fjeldsted,
framkvæmdastjóri Hildu hf. og
Pijónastofu Borgarness hf., segir
að fall dollarans og hækkun
pundsins þýði 18% verðlækkun á
vörum sem fyrirtækið framleiðir
í verksmiðju sinni í Skotlandi og
flytur á dollaramarkað. Sigurður
notaði orðið stórslys um þessi
áföll. Tekjur af vörum sem fram-
leiddar eru hér á landi lækka einn-
ig, en ekki eins mikið. Sigurður
er svartsýnn á að markaðurinn
taki við þeim hækkunum sem
nauðsynlegar eru til að jafna
tekjutapið.
Þróun dollarans hefur haft góð
áhrif á rekstur Flugleiða. Það
helgast af því að stærri hluti
kostnaðar en tekna fyrirtækisins
er í dollurum. Þá hefur félagið
nýlega keypt fimm þotur sem fjár-
magnaðar eru í dollurum. Gengis-
hagnaður Fíugleiða fyrstu átta
mánuði ársins var 876 milljónir
kr., þar af var gengishagnaður í
ágústmánuði um 150 milljónir.
Olíuinnkaup landsmanna fara
öll fram í Bandaríkjadölum og
gengislækkun hans hefur dregið
úr áhrifum olíuverðshækkunar
vegna Persaflóadeilunnar á út-
söluverð hér á landi. Ef verð á
helstu olíuvörum verður óbreytt
út árið verður olíureikningur
landsmanna 116 milljónir dollara
í ár eða 6,4 milljarðar kr. á núver-
andi gengi. Ef olían hefði verið
keypt inn á gengi dollarans um
síðustu áramót væri olíureikning-
urinn 800 milljónum kr. hærri.
. Um helmingur erlendra skulda
Islendinga er í Bandaríkjadölum.
Lækkun dollarans það sem af er
árinu þýðir að erlendar Iangtíma-
skuldir eru 2% lægri en í ársbyij-
un og er munurinn 3,4 milljarðar
kr. Þessi skuldalækkun sparar
300 milljónir kr. í vaxtagreiðslur
á ári og greiðslubyrðin minnkar
um 600 milljónir króna.
I
I
I
I
j