Morgunblaðið - 04.11.1990, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909
INNLENT
Nýir menn fá
brautargengi
í prófkjörum
Verulegar breytíngar eru fyrir-
sjáanlegar á framboðslistum
Sjálfstæðisflokks í fjórum kjör-
dæmu, Reykjavík, Suðurlandi,
Austurlandi og Vestfjörðum, þar
sem prófkjör voru haldin í siðustu
viku. í Reykjavk hlailt Davíð
Oddsson borgarstjóri yfírburða-
kosningu í 1. sæti, Björn Bjarna-
son aðstoðarritstjóri hafnaði í
þriðja sæti en þingmennirnir Geir
H. Haarde, sem hafnaði í 8. sæti
og Guðmundur H. Garðarsson,
sem hafnaði í því tólfta, féllu úr
sætum sem gáfu þingsæti í
síðustu kosningum.
Á Suðurlandi hlaut Þorsteinn
Pálsson yfírburðakosningu í efsta
sæti, Árni Johnsen blaðamaður
hafnaði í öðru sæti, en Eggert
Haukdal alþingismaður varð í
þriðja sæti.
Á Austurlandi varð Egill Jóns-
son alþingismaður í 1. sæti en
Hrafnkell A. Jónsson formaður
verkalýðsfélagsins Árvakurs á
Eskifírði í 2. sæti. Kristni Pét-
urssyni alþingismaður varð þriðji.
Á Vestfjörðum hafnaði Matt-
hías Bjarnason alþingismaður í
efsta sæti en Þorvaldur Garðar
Kristjánsson alþingismaður varð
fjórði, á eftir Einari K. Guðfínns-
syni, útgerðarstjóra og Guðjóni
A. Kristjánssyni skipstjóra.
Kirkjuþing gagnrýnir fjárlög
Við setningu Kirkjuþings á
þriðjudag gagnrýndu Ólafur
Skúlason biskup íslands harðlega
þá ætlan ríkisvaldsins að skerða
áfram tekjustofna kirkjunnar sem
ERLENT
Stjórnar-
kreppa leyst
í Noregi
LYKTIR urðu í stjómarkreppunni
í Noregi en stjóm Jans P. Syse
baðst lausnar sl. mánudag vegna
deilna stjómarflokkanna um sam-
starf við Evrópubandlagið. Var
Gro Harlem Brundtland, leið-
toga Verkamannaflokksins, falin
stjómarmyndun. Verkamanna-
flokkurinn hefur 63 þingsæti af
165 í Stórþinginu en Bmntland
sagðist hafa tryggt stjóminni
nægan þingstyrk til að koma
málum fram. Tók stjóm Verka-
mannaflokksins formlega við
völdum í gær, Iaugardag. Allt
benti til þess að Thorvald Stolt-
enberg, yfírmaður flóttamanna-
hjálpar SÞ yrði utanríkisráðherra
og aðstoðarforsætisráðherra en
ekki hafði verið skýrt frá hverjir
gegna myndu öðram ráðherra-
stöðum.
Aukin spenna við Persaflóa
Oryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) samþykkti sl. mánudag
að herða enn frekar tökin á írök-
um vegna innrásar þeirra í Kú-
væt. Var ábyrgð á hugsanlegu
stríði við Persaflóa lýst á hendur
írökum og þeir gerðir skaðabóta-
skyldir vegna innrásarinnar. Af-
greiðslu ráðsins hafði verið fre-
stað vegna vona um árangur af
tilraunum til að leysa deiluna eft-
ir pólitískum leiðum en þær vonir
bragðust er tilkynnt var að árang-
ur hefði enginn orðið af viðræðum
Jevgenys Prímakovs, sendi-
manns Míkhafls Gorbatsjovs, leið-
toga sovéska kommúnistaflokks-
ins, við Saddam Hussein íraks-
forseta. Spenna þykir hafa aukist
við Persaflóa i vikunni. Þolinmæði
nemi 7,5% eða 86 milljónum
króna.
Aflasamdráttur á næsta ári
í upphafí Fiskiþings boðaði
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra, samdrátt á hám-
arksafla helstu nytjafiska á næsta
ári. Leyfður þorskafli verður um
25 þúsund tonnun minni en á yfír-
standandi ári og einnig er gert
ráð fyrir nokkram samdrætti í
afla ýsu, karfa og ufsa.
Dagsbrún út úr
íslandsbanka?
íslandsbanki hækkaði vexti um
0.5-2% um mánaðamótin og era
vextir bankans nú þeir'sömu og
fyrir 1. október. í kjölfar þessarar
ákvörðunar hefur stjóm Dags-
brúnar ákveðið að leggja fyrir
félagsfund hvort ástæða sé til að
félagið endurskoði afstöðu sína.til
íslandsbanka, bæði hvað varðar
viðskipti og eignaraðild.
Flugsfjóri og
flugumferðarstjóri dæmdir
Flugstjóri og flugumferðar-
stjóri hafa verið dæmdir til skil-
orðsbundinnar fangelsisvistar af
Hæstarétti vegna atviks sem varð
á íslensku flugstjómarsvæði 1984
þar sem tvær þotur með hundrað
farþega höfðu nær lent í árekstri.
Félög atvinnuflugmanna og flug-
umferðarstjóra telja dóminn ógna
flugöryggi.
George Bush Bandaríkjaforseta
var sögð fara þverrandi en í fýrra-
dag sagði forsetinn að hernaða-
raðgerðir væra ekki í undirbún-
ingi og yfírmaður bandarísku
herjanna við flóann, Norman
Schwarzkopf, sagði að þó hinar
alþjóðlegu sveitir gætu gjörsigrað
íraksher í einni svipan þá yrði
áfram reynt að leysa deiluna um
Kúvæt eftir öðram leiðum.
Vilja Svíþjóð í EB
Leiðtogar tveggja borgaralegra
flokka í Svíþjóð, Hægri flokksins
og Þjóðarflokksins, skrifuðu sam-
eiginlega grein í stærsta morgun-
blað landsins, Dagens Nyheter,
sl. þriðjudag þar sem þeir lýstu
því að kæmust borgaralegu flokk-
amir til valda eftir kosnignar
næsta haust yrði það fyrst verk
nýrrar stjórnar að sækja um aðild
að EB.
Stofna seðlabanka fyrir EB
Leiðtogar EB-ríkjanna sam-
þykktu á fundi í Róm um síðustu
helgi að hrinda öðram áfanga
evrópska myntbandalagsins í
framkvæmd 1. janúar 1994 en í
því felst m.a. stofnun sameigin-
legs seðlabanka. Margaret That-
cher, forsætisráðherra Bretlands,
lagðist gegn þessari samþykkt og
er nú risin ágreiningur innan
stjórnar hennar um stefnuna í
Evrópumálunum. Vegna ágrein-
ings við Thatcher sagði Geoffrey
Howe af sér starfi aðstoðarfor-
sætisráðherra á fímmtudag.
Mannskæð trúarátök í
Indlandi
. Tugir manna hafa beðið bana
undanfarna daga í hatrömmum
átökum hindúa og múslima út af
mosku í bænum Ayodhya í Uttar
Pradesh. Vilja hindúar rífa mosk-
una sem þeir segja reista á fæð-
ingarstað guðs þeirra, Ram, og
byggja bænahús í staðinn.
Hlutlausu Evrópurík-
in vilja ræða afvopnun
Helsinki. Frá Lars Lundsten, frétlaritara
Utanríkisráðherrar níu
Evrópuríkja sem eru utan varn-
ar- og hernaðarbandalaga hittust
á föstudaginn í Helsinki til þess
að bera saman bækur sínar
nokkrum vikum áður en leiðtog-
ar allra 35 RÖSE-ríkja sitja fund
í París. Hlutlausu rikin telja
nauðsynlegt að þeim gefist kost-
ur á því að taka þáttí umræðum
um afvopnun og takmarkanir á
heijum í Evrópu, en hingað til
hafa þessar umræður aðeins far-
ið fram milli fulltrúa Atlants-
■ hafsbandalagsins (NATO) og
Varsjárbandalagsins.
Fundinum fannst óeðlilegt að t.d.
Búlgarir sem era í Varsjár-'
bandalaginu geti samkvæmt gild-
andi samningum krafíst upplýsinga
um herflutninga í Noregi, en Finnar
og Svíar sem era nágrannaþjóðir
Norðmanna hafí ekki þann rétt.
Nú þegar dregur úr þýðingu hem-
aðarbandalaganna vilja hlutlausu
ríkin einnig fá viðurkenningu sem
Morgunblaðsins.
samningsaðilar þegar næst verður
fjallað um takmörkun vopnabúra í
Evrópu. Sérstaklega þar sem Var-
sjárbandalagið er um þessar mund-
ir að breytast úr hemaðarbandalagi
í pólitísk samtök.
Peretti Paasio utanríkisráðherra
Finna sagði að loknum ráðherra-
fundi að sér og starfsbræðrum
sínum fyndist nú tími kominn til
að skilgreina hlutleysi á jákvæðan
hátt. Hingað til hafí hlutleysið aðal-
lega verið byggt á skilgreiningu á
því sem ríkin eru ekki, þ.e. að þau
hafi ekki verið aðilar að hernaðar-
bandalögum.
Deila um flugvöllinn
í Syðrístraumfirði
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
DEILUR eru farnar af stað milli
dönsku ríkisstjórnarinnar og
grænlensku heimastjómarinnar
um hver skuli bera kostnað af
rekstri flugvallarins í Syðri-
straumfirði þegar bandaríski flug-
herinn hverfur þaðan 1. október
1992.
D
anska stjórnin hefur boðist til
að leggja í púkk og reiða fram
fréttaritara Morgunblaðsins.
30 milljónir danskra króna á ári til
rekstursins, jafnvirði 285 milljóna
ÍSK.
Heimastjórnin heldur því hins veg-
ar fram að reksturinn muni kosta
110 milljónir dkr. á ári, jafnvirði
1,045 milljarðs ÍSK, og að vandinn
sé danskur því halda verði flugvellin-
um opnum svo hann geti nýst sem
varaflugvöllur í alþjóða flugsám-
göngum.
Fjármál arftaka austur-þýska kommúnistaflokksins:
Flokkurinn talinn úr leik
í þýskum sljórnmálum
Gregor Gysi fagnar er hann var kjörinn formaður PDS í desemb-
er á síðasta ári. Lífslíkur hans í þýskum stjórnmálum eru í besta
falli taldar litlar og margir eru þeirrar skoðunar að PDS heyri
brátt sögunni til.
WOLFGANG Pohl og Wolfgang
Langnitschke, sem ábyrgir eru
fyrir fjármálum PDS, arftaka
austur-þýska kommúnista-
flokksins, voru handteknir um
síðustu helgi eftir að Pohl hafði
viðurkennt opinberlega að
flokkurinn hefði millifært 107
milljónir marka, eða sem sam-
svarar um fjórum milljörðum
íslenskra króna, á bankareikn-
inga sovésks fyrirtækis að nafni
Putnik. Gregor Gysi, formaður
PDS, bauðst í kjölfar yfirlýsing-
ar Pohls til að segja af sér for-
mennsku í flokknum. Á fundi
aðalstjórnar flokksins daginn
eftir ákvað Gysi hins vegar að
sitja áfram eftir að stjórnin hafði
einróma samþykkt traustsyfir-
lýsingu við hann. Það traust nær
hins vegar ekki út fyrir innstu
raðir flokksins og hafa fulltrúar
annarra flokka, jafnt til hægri
sem vinstri, sagt að heppilegast
væri að flokkurinn leysti sjálfan
sig upp.
Fjármál PDS hafa verið I sviðs-
ljósinu eftir að rannsóknar
lögreglumenn í Berlín gerðu hús-
leit í höfuðstöðvum flokksins fyrir
nokkru. Ástæða húsleitarinnar
vora vísbendingar um að PDS væri
að reyna að koma fé undan með
ólöglegum hætti.
Flokkurinn er tal-
inn vera sá ríkasti
í Evrópu enda gat
austur-þýski
kommúnista-
flokkurinn, for-
veri PDS, sölsað undir sig eignir
eins og hann lysti um 40 ára skeið.
Enn er óvíst hversu miklu af eign-
um Kommúnistaflokksins PDS fær
að halda og hafa eignir flokksins
verið undir stjórn sérstakrar fjár-
haldsstofnunar síðan í júlí sl.
Hefur nú verið upplýst að flokk-
urinn reyndi að koma undan fé
með því að millifæra 107 milljónir
marka yfír á reikning sovéska fyr-
irtækisins Putnik í banka í Berlín.
Peningamir vora síðan millifærðir
áfram á reikninga skráða á Putnik
í Noregi og Hollandi. Lét alþjóða-
lögreglan Interpol þýsku rannsókn-
arlögregiuna vita eftir að maður
að nafni Karl-Heinz Kaufmann,
sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir
PDS og er jafnvel talinn hafa tengsl
við sovésku leyniþjónustuna KGB,
reyndi að ná út 70 milljónum marka
af bankareikningi Putniks í banka
í Ósló. Putnik er skúffufyrirtæki
sem hefur „skrifstofu" í kumbalda
í bakgarði nálægt miðborg Moskvu
en Kaufmann var skráður sem full-
trúi fyrirtækisins
í Austur-Þýska-
landi.
Forsvarsmenn
PDS neituðu í
fyrstu öllum sak-
argiftum og
sögðu féð ætlað til að greiða gaml-
ar skuldbindingar kommúnista-
flokksins við sovéska kommúnista-
flokkinn, m.a. vegna námsstyrkja
fyrir austur-þýsk ungmenni í Sov-
étríkjunum. Svo fór þó að lokum
að Pohl, gjaldkeri flokksins, játaði
á sig verknaðinn. Hann hefði verið
að reyna að bjarga flokknum frá
algjörri eignaupptöku. Hann sagð-
ist einnig bera ábyrgð á blekking-
unum og sagði af sér embætti. Það
er talið hafa skipt miklu að Sovét-
menn aðstoðuðu yfirvöld en ekki
PDS í máli þessu. Segja lögreglu-
yfírvöld þá aðstoð sem þýska rann-
sóknarlögreglan fékk frá nýstofn-
uðu útibúi Interpol í Moskvu hafa
flýtt mjög fyrir rannsókn málsins.
Gregor Gysi, formaður PDS,
segist ekki hafa vitað hvernig raun-
verulega var í pottinn búið fyrr en
á fimmtudag í fyrri viku en þá
hafí hann átt fund með gjaldkera
flokksins. Karl-Heinz Kaufmann,
sem nú dvelst í Moskvu, sagði hins
vegar við fréttaritara fréttastof-
unnar ADN að Gysi hefði fengið
allar upplýsingar um málið strax
eftir að húsleit lögreglunnar átti
sér stað.
Annað í máli Gysis að undan-
förnu hefur einnig verið mótsagna-
kennt. Þannig hélt hann því í fyrstu
fram að hann hefði ekki hugmynd
um hver Kaufmann væri eða þang-
að til að þýskt dagblað birti mynd
sem tekin var fyrir síðustu þing-
kosningarnar í Áustur-Þýskalandi
þar sem þeir Gysi og Kaufmann
rölta saman og spjalla. Ástæða
þess að Gysi valdi þann kost að
segja ékki af sér embætti eftir að
hafa boðist til þess er talin einföld:
PDS — eða Flokkur hins lýðræðis-
lega sósíalisma — hefur engan
annan mann sem gæti tekið þetta
embætti að sér. Var Gysi að mati
flestra eina von flokksins um að
lifa af fyrstu þingkosningarnar í
sameinuðu Þýskalandi. Eftir þetta
fjármálahneyksli er flokkurinn
jafnt sem Gysi talinn vera endan-
lega úr leik í þýskum stjórnmálum.
BAKSVIÐ
SteingrímurSigurgeirsson skrifar
frá Trier