Morgunblaðið - 04.11.1990, Qupperneq 10
10
eoeer KMmrrm .t. ooAcnr/MJ?. aidAJaKUoaoi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909
/
mtt
HJARTA
Magdi Yacoub, prófessor í hjartaskurðlækningum við
Brompton -sjúkrahúsið i London.
eftir Guðjón Guðmundsson
ÞRÍR íslendingar hafa gengist undir hjartaígræðslu á
Brompton -sjúkrahúsinu í London undir handleiðslu eins
þekktasta hjartaskurðlæknis í heimi, prófessors Magdi
Yacoub. Nýlega var gerð 11 hundraðasta líffæraígræðslan
undir stjórn Yacoubs við Brompton-sjúkrahúsið. Einn hinna
þriggja, Halldór Halldórsson, þáði bæði hjarta og lunga
frá ókunnum líffæragjafa. Aðrir þrír bíða eftir að gangast
undir líffæraflutning á sömu stofnun. Ein þeirra, Svala
Auðbjörnsdóttir, 51 árs og þriggja barna móðir, bíður þess
að grætt verði í hana hjarta og lungu og hefur verið á
Brompton-sjúkrahúsinu frá því í maí í vor. Morgunblaðið
leitaði til þessara íslendinga og fékk þá til að deila sér-
stæðri lífreynslu sinni með lesendum blaðsins.
Vírus í hjarta upp úr flensu
Helgi Harðarson var 16 ára
grindvískur unglingur, stálhraustur
og eins og margir jafnaldrar vann
hann í físki með skólanum. Dag
einn í mars 1989 fékk Helgi flensu'
og lagðist með hita í eina viku en
steig þá upp úr veikindum og hélt
áfram sínum daglegu störfum.
Tveimur vikum síðar sló honum
niður og var hann þá sendur í rann-
sókn á Landspítann. „Mér var ekki
sagt hversu alvarleg veikindi mín
voru fyrr en tveimur dögum áður
en ég var sendur utan í þessa að-
gerð. Ég var þá búinn að vera svo
veikur að ég gerði mér ekki fylli-
lega grein fyrir því hversu alvarlegt
þetta væri. Það hvarflaði samt aldr-
ei að mér að ég væri að deyja, ég
hugsaði fyrst og fremst um að kom-
ast út af spítalanum og lifa lífinu,"
sagði Helgi.
Magnús Karl Pétursson, hjarta-
læknir Helga, hafði þegar samband
við prófessor Yacoub og það var
ákveðið að Helgi skyldi gangast
undir hjartaigræðslu. Hann lá illa
haldinn á Landspítalanum hátt í
viku, þar af meðvitundarlaus fyrsta
sólarhringinn, og fékk hann tvisvar
sinnum blóðtappa meðan á dvöl
hans þar stóð. Var því ekki talið
óhætt fyrst um sinn að flytja hann
til London þar sem tvísýnt var um
að hann lifði ferðina af. Það var
þó dagamunur á honum og þegar
heilsa hans leyfði var hann fluttur
með flugi til London. Helgi þurfti
að bíða eftir rétta líffærinu í þijár
vikur og kvaðst hann aðeins muna
eftir tveimur fyrstu dögunum af
dvöl sinni í Brompton-sjúkrahúsinu.
„Ég var meðvitundarlaus að mestu
í þrjár vikur, man í mesta lagi hluta
úr nokkrum dögum. í fyrstu dofn-
uðu fæturnir og horuðust upp. Loks
urðu þeir kaldir. Ég man að mér
var alltaf funheitt á höfðinu og
hafði ég klút með ís í til að kæla
ennið. Þá dældi hjartað blóðinu
aðeins til höfuðsins og handanna,
bara þangað sem styst leið var. Það
náði ekki að dæla lengra. Síðustu
fjóra daga fyrir aðgerðina var ég
án meðvitundar, opnaði ekki augun.
Undir það síðasta var hjartað alveg
hætt að slá og ég var tengdur við
hjartavél. Læknar sögðu að ég ætti
að geta lifað svona í einn sólarhring
en ég var tengdur við vélina í tvo
og hálfan sólarhring. Þá fannst
rétta hjartað," sagði Helgi.
Helgi var þungt haldinn að aflok-
inni aðgerðinni og var hann tengdur
öndunarvél í fimm vikur. Hann var
máttfarinn, hafði grennst mikið og
lungun höfðu lagst saman þegar
hann var meðvitundarlaus. „Ég
fékk innilokunarkennd um leið og
sett var slanga í handiegginn og
leið frekar illa. En það stóðu þrett-
án eða fjórtán slöngur út úr líkama
mínum þegar mest var, en þá var
ég án meðvitundar. Síðan vandist
það að vera tengdur við slík tæki,“
sagði Helgi.
Fjórum dögum eftir aðgerðina
vaknaði Helgi smástund, opnaði
augun, en sofnaði strax aftur og
svaf þá í einn sólarhring áður en
hann opnaði augun á ný. Þá fóru
sjúkraþjálfarar að hreyfa útlimi
Helga til að örva blóðstreymið.
Helgi kva.ðst ekki vita hver
hjartagjafinn hefði verið. Móðir
Helga, Sigurbjörg Karlsdóttir, og
móðursystir hans, voru hjá Helga
á sjúkrahúsinu alveg frá fyrstu
stund. Morguninn eftir aðgerðina
kom prófessor Yacoub á íþróttaföt-
um og var að fara út að hlaupa.
Hann hitti þar móður Helga og
sagði henni að drengurinn hefði
fengið gott hjarta og allt hefði
gengið eins og í sögu. Aðgerðin
hefði ekki tekið nema fjóra tíma.
„Við vildum ekki vita neitt um
hjartagjafanna. Það er áreiðanlega
jafn mikill harmleikur á bak við þá
sögu og mína,“ sagði Helgi.
Helgi segist vera stálsleginn nú,
einu ári eftir aðgerðina, og kveðst
geta gert allt sem gat gert áður
en hann veiktist. Læknar ráðleggja
honum þó að forðast að ofreyna sig
og hann fer reglulega í skoðun á
Landspítalann og auk þess á hálfs
árs fresti í rannsókn á Brompton-
sjúkrahúsinu í London. Helgi vinnur
nú á bensínstöð Esso í Grindavík
en hann ætlar að halda áfram námi
næsta vetur og Ijúka þá 9. bekk
grunnskóla. Hann er hefur nýlega
tekið bílpróf og ekur oft fjórhjóli
mm
MADH
Ásdís Stefánsdóttir bíður þess að grætt verði í hana annað
hjarta og lungu.
Helgi Harðarson lifir nú aftur eðlilegu lífi eftir að grætt var
í liann hjarta á Brompton-sjúkrahúsinu.