Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 25
MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 25 Félagsfundur í Dagsbrún: Samþykkir að hætta öllum viðskiptum við Islandsbanka ALMENNUR félagsfundur í Dagsbrún samþykkti einróma á sunnu- dag að hætta ölium viðskiptum við Islandsbanka falli bankinn ekki frá vaxtahækkuninni um seinustu mánaðamót. Fundurinn var hald- inn í Iðnó, að viðstöddum um hundrað félagsmönnum, og skoraði Dagsbrún á önnur verkalýðsfélög að fylgja fordæmi sínu; draga allt sitt fé út úr bankanum og selja hlutabréf sín í honum. Samþykkt var á fundinum að málsins. Var hún samþykkt ein- taka allar innstæður Dagbrúnar út róma. Þá kom fram tillaga frá Þóri úr íslandsbanka og lýsti formaður- K. Jónassyni um að fundurinn skori inn, Guðmundur J. Guðmundsson, á önnur verkalýðsfélög í landinu yfir að hann myndi taka allt fé fé- að gera slíkt hið sama. Var hún lagsins, á annað hundrað milljónir einnig samþykkt einróma. króna, út úr bankanum kl. 10 í dag. Morgunblaðið/K.G.A. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, hvatti félagsmenn til að mæta vaxtahækkuninni af fullri hörku. Ennfremur var stjórn Dagsbrún- ar falið að undirbúa tillögu til aðal- fundar að selja hlut félagsins í bankanum. Þungt hljóð var í Dagsbrúnar- mönnum á fundinum. Guðmundur riijaði upp að félagið hefði ákveðið í febrúar að koma upp eigið verðlag- seftirliti. Einn stjórnarmanna, Leif- ur Guðjónsson, hefði sinnt því. Leif- ur sagði að þrátt fyrir mikið og virkt eftirlit hefðu þeir ætíð rekist á vegg þegar átti að snerta við vöxtunum. „Við höfum hamrað á því að vextir yrðu að lækka. Við höfum sagt að nú gilti það eitt að standa á verðlaginu," sagði Guðmundur. „Við höfum skorað á bankana og ráðuneyti að vextir yrðu lækkaðir. Þeir eru svo ótrúlega sterkur verð- bólguvaldur. Þessi vaxtabreyting hjá íslandsbanka nú, úr 12,75% í 14,75%, er 16% hækkun. Varlega áætlað er gróði íslandsbanka 500 milljónir kr. á árinu, sé miðað við áætlaðan gróða bankakerfisins í heild,“ sagði hann. Fyrir fundinum lá tillaga frá stjórn Dagsbrúnar um að félags- fundurinn lýsti yfir undrun sinni og hneykslan á vaxtahækkuninni, og feli stjórn félagsins að hætta öllum viðskiptum félagsins við ban- kann. Jafnframt að undirbúin verði sala á hlutabréfum félagsins í bank- anum til að leggja áherslu á alvöru Félag vélaverk- fræðinema: Fyrirlestrar um iðnað í VETUR mun Félag véla- verkfræðinema gangast fyr- ir röð fyrirlestra um iðnað á íslandi. Fengnir verða sér- fræðingar í nokkrum lykil- greinum íslensks iðnaðar til að fjalla um tækniþróun og framfarir innan þeirra, framtíðar- og atvinnuhorfur sem og æskileg tengsl nem- enda og kennara verkfræði- deildarinnar við greinarnar. Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 7. nóv- ember kl. 17.15 í Tæknigarði. Gestir fundarins verða Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, og Davíð Scheving Thorsteinsson, iðn- rekandi. Þeir munu tala um stöðu íslensks iðnaðar og framtíðarhorfur hans og sitja fyrir svörum að erindunum loknum. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og vill Félag vélaverk- fræðinema hvetja alla áhuga- menn um íslenskan iðnað til að mæta. (Fréttatilkynning frá Félagi véla- vcrkfræðinema.) Kryddkofinn er sérverslun með austurlenskar kryddsósur og það sem þarf til vandaðrar matargerðar á austurlenska vísu. Eggjanúðlur..................... 48,- (Egg noodles) Sterkt sinnep................. 455,- (Hot Mustard) Kryddlögur.................... 185,- (Char Siu Sauce) Sesamolía...................... 250,- (Sesame oil) Sterk karrýsósa.................140,- (Hot Curry Sauce) Kjúklingakryddsosa............. 230,- (Chicken Marinade) Fiskisósa......................... 190,- (Thai Fish Sauce) Japönsk grillsósa................. 119,- (Teri Yaiki Sauce) Sæt chilisósa..................... 125,- SSweet Chili Sauce) lambus vorrúllur................. 190,- (3 stk. í pakka) (Lamba-, nauta-, rækju- og Sjanghæ vorrúllur) Hrísgrjón 50 kg................. 4.900,- Madras karrý.................... 140,- (Madras Curry) Hrísgrjóna vínedik.............. 250,- (Rice vinegar) Súrsætsósa.................... 75,- ÍSweet and Sour Sauce) Istrusósa....................... 136,- (Oyster Flavored Sauce) Kínversk baunasósa.............. 140,- (Hoisin Sauce) NÝ UPPSKRIFT MÁNAÐARLEGA Hér birtist fyrsta mánaðaruppskriftin. Héðan í frá munum við svo birta eina slíka mánaðarlega sem tillöguuppskrift fyrir þær kryddtegundir og sósur sem við höfum á boðstólum. 0PNUNARTÍMI: Verslunin er opin frá kl. 13:00 til 18:00 alla virka daga. SVÍNAHAKK í SVARTBAUNASÓSU (Fyrir 4) Efni: 1/2 dós niðursoðnar strengjabaunir 1/2 dós baunahlaup (Tofu) 1/2 dós niðursoðnir sveppir eða 250 gr. ferskir sveppir 1 - 2 hvítlauksgeirar 800 gr. svínahakk Kryddsósa: 4 msk. svartbaunasósa 4 tsk. sykur 2 bollar vatn pressaður hvítlaukur ■ Matreiðsla: 1. Hellið soðinu af strengjabaununum, þurrkið og skerið síðan í litla bita. Skerið einnig baunahlaupið (Tofu) og sveppina í litla teninga. 2. Hitið 2 msk af olíu á Wokpönnu eða venjulegri djúpri steikingarpönnu. Hellið kryddsósunni saman við og hitið vel. Bætið svínahakkinu á pönnuna og brúnið í sósunni. Blandið síðan baununum, hlaupiriu og sveppunum út í og hrærið varlega. Sjóðið í ca. 8 mínútur. Berið fram heitt með laussoðnum hrísgrjónum. Sérversiun með austurlenskar kryddvörur Laugavegi 10b Sími: 624325 EB. NÝR DAGUR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.