Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 25
MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 25 Félagsfundur í Dagsbrún: Samþykkir að hætta öllum viðskiptum við Islandsbanka ALMENNUR félagsfundur í Dagsbrún samþykkti einróma á sunnu- dag að hætta ölium viðskiptum við Islandsbanka falli bankinn ekki frá vaxtahækkuninni um seinustu mánaðamót. Fundurinn var hald- inn í Iðnó, að viðstöddum um hundrað félagsmönnum, og skoraði Dagsbrún á önnur verkalýðsfélög að fylgja fordæmi sínu; draga allt sitt fé út úr bankanum og selja hlutabréf sín í honum. Samþykkt var á fundinum að málsins. Var hún samþykkt ein- taka allar innstæður Dagbrúnar út róma. Þá kom fram tillaga frá Þóri úr íslandsbanka og lýsti formaður- K. Jónassyni um að fundurinn skori inn, Guðmundur J. Guðmundsson, á önnur verkalýðsfélög í landinu yfir að hann myndi taka allt fé fé- að gera slíkt hið sama. Var hún lagsins, á annað hundrað milljónir einnig samþykkt einróma. króna, út úr bankanum kl. 10 í dag. Morgunblaðið/K.G.A. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, hvatti félagsmenn til að mæta vaxtahækkuninni af fullri hörku. Ennfremur var stjórn Dagsbrún- ar falið að undirbúa tillögu til aðal- fundar að selja hlut félagsins í bankanum. Þungt hljóð var í Dagsbrúnar- mönnum á fundinum. Guðmundur riijaði upp að félagið hefði ákveðið í febrúar að koma upp eigið verðlag- seftirliti. Einn stjórnarmanna, Leif- ur Guðjónsson, hefði sinnt því. Leif- ur sagði að þrátt fyrir mikið og virkt eftirlit hefðu þeir ætíð rekist á vegg þegar átti að snerta við vöxtunum. „Við höfum hamrað á því að vextir yrðu að lækka. Við höfum sagt að nú gilti það eitt að standa á verðlaginu," sagði Guðmundur. „Við höfum skorað á bankana og ráðuneyti að vextir yrðu lækkaðir. Þeir eru svo ótrúlega sterkur verð- bólguvaldur. Þessi vaxtabreyting hjá íslandsbanka nú, úr 12,75% í 14,75%, er 16% hækkun. Varlega áætlað er gróði íslandsbanka 500 milljónir kr. á árinu, sé miðað við áætlaðan gróða bankakerfisins í heild,“ sagði hann. Fyrir fundinum lá tillaga frá stjórn Dagsbrúnar um að félags- fundurinn lýsti yfir undrun sinni og hneykslan á vaxtahækkuninni, og feli stjórn félagsins að hætta öllum viðskiptum félagsins við ban- kann. Jafnframt að undirbúin verði sala á hlutabréfum félagsins í bank- anum til að leggja áherslu á alvöru Félag vélaverk- fræðinema: Fyrirlestrar um iðnað í VETUR mun Félag véla- verkfræðinema gangast fyr- ir röð fyrirlestra um iðnað á íslandi. Fengnir verða sér- fræðingar í nokkrum lykil- greinum íslensks iðnaðar til að fjalla um tækniþróun og framfarir innan þeirra, framtíðar- og atvinnuhorfur sem og æskileg tengsl nem- enda og kennara verkfræði- deildarinnar við greinarnar. Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 7. nóv- ember kl. 17.15 í Tæknigarði. Gestir fundarins verða Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, og Davíð Scheving Thorsteinsson, iðn- rekandi. Þeir munu tala um stöðu íslensks iðnaðar og framtíðarhorfur hans og sitja fyrir svörum að erindunum loknum. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og vill Félag vélaverk- fræðinema hvetja alla áhuga- menn um íslenskan iðnað til að mæta. (Fréttatilkynning frá Félagi véla- vcrkfræðinema.) Kryddkofinn er sérverslun með austurlenskar kryddsósur og það sem þarf til vandaðrar matargerðar á austurlenska vísu. Eggjanúðlur..................... 48,- (Egg noodles) Sterkt sinnep................. 455,- (Hot Mustard) Kryddlögur.................... 185,- (Char Siu Sauce) Sesamolía...................... 250,- (Sesame oil) Sterk karrýsósa.................140,- (Hot Curry Sauce) Kjúklingakryddsosa............. 230,- (Chicken Marinade) Fiskisósa......................... 190,- (Thai Fish Sauce) Japönsk grillsósa................. 119,- (Teri Yaiki Sauce) Sæt chilisósa..................... 125,- SSweet Chili Sauce) lambus vorrúllur................. 190,- (3 stk. í pakka) (Lamba-, nauta-, rækju- og Sjanghæ vorrúllur) Hrísgrjón 50 kg................. 4.900,- Madras karrý.................... 140,- (Madras Curry) Hrísgrjóna vínedik.............. 250,- (Rice vinegar) Súrsætsósa.................... 75,- ÍSweet and Sour Sauce) Istrusósa....................... 136,- (Oyster Flavored Sauce) Kínversk baunasósa.............. 140,- (Hoisin Sauce) NÝ UPPSKRIFT MÁNAÐARLEGA Hér birtist fyrsta mánaðaruppskriftin. Héðan í frá munum við svo birta eina slíka mánaðarlega sem tillöguuppskrift fyrir þær kryddtegundir og sósur sem við höfum á boðstólum. 0PNUNARTÍMI: Verslunin er opin frá kl. 13:00 til 18:00 alla virka daga. SVÍNAHAKK í SVARTBAUNASÓSU (Fyrir 4) Efni: 1/2 dós niðursoðnar strengjabaunir 1/2 dós baunahlaup (Tofu) 1/2 dós niðursoðnir sveppir eða 250 gr. ferskir sveppir 1 - 2 hvítlauksgeirar 800 gr. svínahakk Kryddsósa: 4 msk. svartbaunasósa 4 tsk. sykur 2 bollar vatn pressaður hvítlaukur ■ Matreiðsla: 1. Hellið soðinu af strengjabaununum, þurrkið og skerið síðan í litla bita. Skerið einnig baunahlaupið (Tofu) og sveppina í litla teninga. 2. Hitið 2 msk af olíu á Wokpönnu eða venjulegri djúpri steikingarpönnu. Hellið kryddsósunni saman við og hitið vel. Bætið svínahakkinu á pönnuna og brúnið í sósunni. Blandið síðan baununum, hlaupiriu og sveppunum út í og hrærið varlega. Sjóðið í ca. 8 mínútur. Berið fram heitt með laussoðnum hrísgrjónum. Sérversiun með austurlenskar kryddvörur Laugavegi 10b Sími: 624325 EB. NÝR DAGUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.