Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990
21
Þing Bandalags háskólamanna;
Mikilvægt að skapa jákvæð-
ari ímynd háskólamenntunar
-segir Heimir Pálsson, nýkjörinn formaður BHM
DÖMU OG HERRA
SENDUM MYNDALISTA - SENDUM í PÓSTKRÖFU
HEIMIR Pálsson var kosinn form-
aður Bandalags háskólamanna á
níunda þingi þess, sem haldið var
9. og 10 nóvember. „Það er brýnt
að vinna áfram að því verkefni
sem unnið hefur verið að undan-
farin fjögur ár, þ.e. að skilgreina
betur vettvang Bandalags há-
skólamanna," segir Heimir, að-
spurður um stærstu verkefni
bandalagsins á næstu árum. „Eft-
ir að kjaramálin fluttust yfir á
BHMR hefur mikil vinna verið
lögð í að skilgreina BHM sem
umræðuvettvang, þverfagleg
samtök þar sem hægt er að ná til
þekkingar úr mjög ólíkum átt-
um, “ segir hann.
Heimir segir háskólamenn enn
eiga langt í langt með að temja sér
þær stöðugu samræður sem þurfi
að vera í gangi.,,1 flestum þeim
málum sem bandalagið þarf að ræða
er ekki endilega tii nein niðurstaða
heldur hafa samræðurnar tilgang í
sjálfum sér. Þær eru aðferð til þess
að skerpa eigin röksemdir og hugs-
un. Þetta er markmið og viðfangs-
efni næstu ára,“ segir hann.
Evrópa og umhverfismál
Heimir segir að Evrópumálefni
og umhverfismál hafi verið stærsta
umræðuefni þingsins að þessu sinni
og í starfsáætlun bandalagsins til
næstu tveggja ára er lögð áhersla'á
að það taki virkan þátt í umræðum
um þau þjóðmál sem efst eru á baugi
s.s. um stöðu íslands í Evrópusam-
vinnu og umhverfis- og mengunar-
málum, og að séð verði til þess að
menntun og þekking skipi eðlilegan
sess í umræðunni.
„í starfsáætluninni er einnig talað
um að vinna að því að skapa jákvæð-
ari ímynd háskólamenntunar en hún
hefur í þjóðfélaginu í dag. Við teljum
það afar mikilvægt því það hefur
margt lagst á eitt að undanförnu
að gera þá ímynd heldur ógeðfellda
í vitund manna. Ég tel það hættu-
Iega þróun því við þurfum á allri
þeirri þekkingu og menntun að halda
sem við getum dregið saman til þess
að takast á við vandamálin á næst-
unni,“ segir hann.
Abyrgð háskólamanna
A þinginu var einnig samþykkt
að vinna að því áð efla skilning á
gildi háskólamenntunar og þætti
starfa háskólamanna í framförum
og bættum lífskjörum á íslandi.
Jafnframt að glæða skilning há-
skólamanna á þeirri ábyrgð sem
þeir bera gagnvart þjóðfélaginu með
störfum sínum. Bandalagið hyggst
vinna að því að koma á formlegu
samstarfi BHM og yfirvalda
menntamála um þróun háskólastigs-
ins og að móta stefnu í mennta- og
skólamálum sem lögð verði fyrir
næsta þing þess.
Heimir Pálsson
Hagnýting vísindalegra
rannsókna
Fjöldi ályktana voru samþykktar
á þinginu. Er þar m.a. skorað á
stjórnvöld að taka fullt tillit til
vísindalegra rannsóna og niður-
staðna þeirra við opinberar ákvarð-
anir. Er skorað á stjórnvöld að greiða
með öllum hætti fyrir þátttöku
íslenskra vísindamanna í alþjóðleg-
um rannsóknarverkefnum. Er at-
hygli vakin á hve lítill hluti af veltu
atvinnurekstrar á íslandi rennur til
rannsókna.
„Þingið skorar á stjórnvöld að
efla íslenskt atvinnulíf með því að
veita fé til rannsókna í þess þágu í
stað beinna styrkja til rekstrar. Jafn-
framt skorar þingið á íslensk fyrir-
tæki að leggja fé til rannsókna á
sínu sviði. Þingið krefst þess að
tryggt verði í samningum við erlend
fyrirtæki um stóriðju eða annan at-
vinnurekstur að ákveðinn hundraðs-
hluti veltunnar renni til rannsókna-
sjóða,“ segir í einni af ályktunum
þingsins.
Alþingi felli BHMR-Iögin úr
gildi
Þingið fordæmdi lítilsvirðingu
stjórnvalda á samningsrétti opin-
berra starfsmanna við setningu
bráðabirgðalaga og með afnámi
kjarasamnings BHMR við ríkið í
haust. Það skorar á Alþingi að fella
lögin úr gildi hið fyrsta. „Þá varar
júngið við þeirri láglaunastefnu, sem
nú þegar hrekur háskólamenntað
fólk úr þjónustu íslenska ríkisins og
veldur atgervisflótta úr landi,“ segir
í ályktun.
Þingið mótmælir einnig harðlega
skólagjöldum og álögum á nemendur
og foreldra þeirra - hvort sem er á
Ljóðabók eftir Krislján
Kristjánsson
HJÁ Almenna bókafélaginu er
komin út ljóðabókin Spegillinn
hefur ekkert ímyndunarafl eftir
Kristján Kristjánsson. I bókinni
er að finna ljóð sem Kristján
hefur ort á síðustu fimm árum.
í kynningu útgefenda segir m.a.:
„ímyndun og veruleiki er sem fyrr
viðfangsefni Kristjáns. Spegillinn
er honum hugstæður og ekki síst
fyrir þá sök að ekki er allt sem
sýnist. Um spegilinn liggur leið á
framandi en þó kunnulegar slóðir
drauma og ímyndunar þar sem
mannleg verðmæti eru í fyrirrúmi
en hvers konar yfirborðsmennsku
er hafnað. í ljóðunum kemur einnig
fram bjargföst trú á mátt tungu-
málsins til að takast á við veruleik-
ann.“
Kristján Kristjánsson hefur áður
sent frá sér tvær ljóðabækur og
eina skáldsögu. Bókin er 43 bls.
að stærð. Mynd á bókarkápu gerði
Kristján Kristjánsson
Aðalsteinn Svanur Sigfússon.
Hönnun bókarkápu, útlit og umbrot
annaðist Ritsmiðjan sf., prentun,
prentsmiðjan Steinholt hf. og bók-
band Félagsbókbandið-Bókfell hf.
grunnskóla-, framhaldsskóla- eða
háskólastigi - enda auki þau að-
stöðumun til menntunar.
Þjónustumiðstöðvar
framhaldsskólanna
Er hvatt til að komið verði upp
kennslugagna- og þjónustumið-
stöðvum fyrir framhaldsskólana og
þeim verði tryggður fjárhagsgrun-
dvöllur. Þá er lögð áhersla á nauð-
syn þess að samræma kjör stunda-
kennara á háskólastigi og gagnrýnd
sú stefna að byggja háskólamenntun
að svo miklu leyti sem raun ber vitni
á stundakennslu. „Góð kjör háskóla-
kennara eru forsenda þess að hæfir
menn haldist í starfi og fáist til
kennslu," segir í ályktun BHM.
Seinagangur við framkvæmdir við
Þjóðarbókhlöðu er harðlega gagn-
rýndur og þess krafist að skattfé
sem ætlað var til byggingarinnar
verði skilað til hennar að fullu.
Bjóða ríkinu samvinnu
„Yfirvöld fengu líka þá orðsend-
ingu frá Bandalagi háskólamanna
að það er reiðubúið til samvinnu,
t.d. við mótun menntastefnú fyrir
þjóðfélagið og athygli er vakin á því
að menntastefna verður lítils virði
. nema menntamál fái forgang í verk-
efnaröð og þeim ekki sífellt ýtt til
hliðar vegna skammtímavanda í
efnahagslífi. Menn eru ekki að fara
í einhvern skotgrafahernað en gera
sér auðvitað ljósan þann ágreining
sem uppi er,“ segir Heimir Pálsson,
nýkjörinn formaður BHM, í samtali
við Morgunblaðið.
Safalinn, Laugavegi 25, 2. hæð. Sími 17311
SIEMENS
SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar,
hljóðlátar og sparneytnar.
Breidd: 45 og 60 sm.
Verö frá 57.330,- kr.
SMUH & NORLAND
NÓATÚNI4- SÍMI 28300
vsk'40
BREYTT
UPPGJÖRSTÍMABIL
- SAUKASKATTS
1. september -15. nóvember
Athygli gjaldenda skal vakin á því að yfir-
standandi uppgjörstímabil virðisauka-
skatts er 15 dögum lengra en venjulega.
Tímabilið er frá 1. september til 15. nóv-
ember en gjalddaginn er óbreyttur,
þ.e. 5. desember. Síðastatímabil ársins
verður jafnframt 15 dögum styttra. Það
hefst 16. nóvember og lýkur 31. des-
ember.
Tekur til þeirra sem hafa
tveggja mánaða skil
Lenging tímabilsins tekur til þeirra sem
hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e.
tveggja mánaða skil. Þeir sem hafa
skemmra eða lengra uppgjörstímabil
falla ekki hér undir.
Uppgjörstímabil endurgreiðslna sam-
kvæmt sérákvæðum reglugerða verða
óbreytt.
Sérstakt uppgjörstímabil
-aðeins árið 1990
Sérregla þessi er einungis bundin við
árið 1990. Meginreglan er áfram sú að
hvert uppgjörstí mabil ertveir mánuðir.
Uppgjör
Athygli skal vakin á því að fullnaðarupp-
gjör virðisaukaskatts skal fara fram fyrir
tímabilið. Þannig skal skattreikningum
vegna virðisaukaskatts lokað 15. nóv-
ember í stað 31. október.
veg 9l^2_442f_
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRi