Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 13
GUÐRÚN EINARS- DÓTTIR Myndlist EiríkurÞorláksson „Maður lifandi, nú er það svart!“ Slíkt gæti auðveldlega orðið hið fyrsta sem gestum kemur til hugar þegar litið er inn í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg þessa dagana. Þar sýnir nú Guðrún Einarsdóttir sex málverk, sem öll eru eingöngu unnin með svartri olíumálningu á striga. Það væri auðvelt að afgreiða sýninguna stuttlega út frá þessum forsendum. Svartur litur getur ver- ið dauðastur allra lita, og ef allt er svart er tæpast um mikla fjöl- breytni að ræða, eða hvað; og þeg- ar við bætist að verkin bera öll sama nafn (Málverk) mætti ætla að hring einhæfninnar væri lokað. Slíkt væri þó of auðvelt, og þeg- ar gengið er um þennan litla sal kemur í Ijós að hér býr meira að baki. Yfirborð allra myndanna er mynstrað á einn eða annan hátt, og í flestum tilvikum á afar sam- felldan, allt að því vélrænan máta. Þær eru jafnframt mjög ólíkar inn- byrðis; sumar fínlegar og sléttar, en aðrar grófgerðar og hrjúfar. En myndirnar eiga það allar sameigin- legt að breytast eftir afstöðu manna til þeirra, og þar er komið að helsta viðfangsefni þeirra; sam- spili ljóss og listaverksins. Athuganir listamanna á eðli birt- unnar í myndlist eiga sér langa og áhugaverða sögu, og þeir eru margir sem hafa skapað sér nafn fyrst og fremst vegna góðs árang- urs á því sviði. Þessar rannsóknir hafa að miklu leyti fjallað um birt- una innan verksins. í málverkum MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 J3 Söngnr og sellóleikur Guðrún Einarsdóttir: Málverk, má sjá þetta með því að athuga hvaðan birtan í fletinum kemur (að framan, frá hlið, frá ljósgjafa í myndefninu sjálfu o.s.frv.); þetta er vel þekkt t.d. úr verkum Rembrandts, og hinir einu sönnu impressionistar fjölluðu í raun um lítið annað í sinni myndlist. í högg- myndum er hins vegar athyglinni beint að áhrifum birtunnar utan frá; þannig getur ljósið auðveldlega breytt yfirborði verka og beint aug- um manna að áherslum formanna og óvæntu atriði þeirra. Þetta verð- ur strax ljóst ef menn líta til þess hversu vandlega er gengið frá lýs- ingu á þeim höggmyndasýningum sem haldnar eru nú til dags. Á sýningunni í Gallerí einn einn hefur Guðrún Einarsdóttir sett sér að athuga áhrif birtunnar á yfir- borð mynda sinna í stað þess að setja hana inn í verkin, og hefur valið að nota til þess einlita, svarta fleti. En mismunandi mynstur ger- ir að verkum að ljósið leikur á breytilegan hátt um myndirnar; nákvæmlega dregnir lóðréttir og 1990. láréttir fletir endurvarpa ljósgeis- lanum á misjafnan hátt, og á með- an fínlegustu verkin varpa honum skjannabjörtum til baka, gleypa grófari fletirnir ljósið í sig og jafna það um allt léreftið, sem gjarna minnir þá á eitthvert draumalands- lag eða hreyfingar straumvatns. Þessi athugun er áhugavert framlag listakonunnar til að minna áhorfendur á grunnatriði myndlist- arinnar, þar sem birtan er eitt flóknasta viðfangsefnið. Ungt lista- fólk leitar gjarna til þess grundvall- ar sem öll myndlist hvílir á, og þreifar sig áfram þaðan til við- fangsefna, sem þeim finnast verð- ug til frekari listsköpunar í fram- tíðinni. Það felst í því ákveðin hóg- værð að skoða grunninn vandlega áður en lagt er á víðari mið, og það er sjálfsagt fyrir listunnendur að nota einnig tækifærið til að rifja upp þau fjölbreytilegu áhrif sem ljósið getur haft á yfirborð mál- verksins. Sýning Guðrúnar í Gallerí einn einn stendur til 15. nóvember. __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Tónlistardögum Dómkirkjunnar lauk með blönduðum tónleikum sl. sunnudag. Dómkórinn frumflutti mótettu eftir Siegfried Thiele, rekt- or tónlistarháskólans í Leipzig. Marteinn H. Friðriksson, dómorg- anisti, lék Chaconne eftir Pál ísólfs- son. Signý Sæmundsdóttir söng þtjú kirkjulög eftir Jón Leifs og Bryndís Halla Gylfadóttir lék selló- svítu nr. 2 eftir J.S. Bach. Það er í níunda sinn, sem „Tón- listardagar Dómkirkjunnar" eru haldnir og að þessu sinni var tón- list eftir tónskáld, sem stunduðu nám og störfuðu í Leipzig, aðalvið- fangsefni tónlistardaganna. Þar í hópi íslenskra tónskálda voru Páll ísólfsson, Jón Leifs og Hallgrímur Helgason. Efstur á blaði erlendra voru J.S. Bach, áðurnefndur Thiele, Kurt Hessenberg og Brahms, sem heimsótti Leipzig nokkrum sinnum en stóð hins vegar fyrir tónleikum í Vínarborg, þar sem lögð var áhersla á flutning barokktónverka, m.a. eftir J.S. Bach og Hándel. Mótettan „Multum facit, qui multum diligit" eftir Thiele er ágæt- lega samið verk, ekki átakamikið eða frumlegt. Kórinn söng þokka- lega undir stjórn höfundar, þó enn vanti hljómmeiri karlaraddir, sem var sérlega áberandi í upphafi verksins. Vegna forfalla lék Mar- teinn H. Friðrikssonj dómorganisti, Chaconne eftir Pál Isólfsson og að hafa slíkt verk á reiðum höndum segir nokkuð til um ágæti dómorg- anistans. Signý Sæmundsdóttir söng þijú kirkjulög eftir Jón Leifs, perluna Vertu Guð faðir faðirminn, Allt eins og blómstrið eina og Upp, upp mín sál en öll þessi lög eru frábærlega falleg og tókst Signýju mjög vel upp í Allt eins og blómstr- ið eina. Eiginlegt niðurlag tónleikanna vareinleikur Bryndísar Höllu Gylfa- dóttur á selló en viðfangsefni henn- ar var svíta nr. 2, eftir J.S. Bach. Bryndís Halla er góður sellisti, ræð- ur yfir ágætri tækni, fallegum tón og er tónvís. Deila má um túlkun hennar og helst að hún hafi leikið sarabönduna og menúettinn af of miklum ákafa, sem hins vegar á vel við í síðasta þættinum er hún lék mjög vel. Niðurlag tónleikanna var endur- tekning á mótettunni eftir Thiele. Sýna myndir frá Grænlandi ÍSLENSKI Grænlandsleiðangur- inn 1990 segir i máli og myndum frá klifurleiðangri sínum til Staunings-Alpa síðastliðið sum- ar. Leiðangursmenn klifu sjö fjöll og skoðuðu einstaka náttúrufegurð og dýralíf Grænlands. Myndasýningin hefst kl. 20.30 á Hótel Holiday Inn í kvöld, miðvikudaginn 14. nóvem- ber. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! ■ BÓKA ÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér þijár nýjar bæk- •ur í ritsafninu Ævintýri barnanna. Þær eru Prinsessan á bauninni, Mjallhvít og dvergarnir sjö og Nýju fötin keisarans. Áður hafa komið út sex ævintýri í þessu safni og hefur Þorsteinn frá Hamri þýtt öll ævintýrin. „Gömlu góðu ævintýrin eru alltaf í fullu gildi,“ segir í kynningu Forlagsins, „og hér eru sögð sígild ævintýri sem börn hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Hér eru Ævintýri barnanna endursögð við hæfi yngstu barnanna og myndskreytt af frægum spænskum listamönn- um.“ Ævintýri bamanna eru prentuð á Spáni. ■ SETBERG hefur gefið út bæk- urnar Babar fer í ferðalagið og Babar fer á fætur í þýðingu Þrándar Thoroddsens. Bækurnar ljalla um fílinn Babar. Þetta eru harðspjaldabækur, litprentaðar. Setberg hefur gefið út tvær bækur í bókaflokknum Viltu lesa með mér þær heita Ari lærir að synda og Gullbrá og birnimir þrír og er íslenskur texti eftir Stefán Júlíus- son. I bókunum eru sumst staðar myndir í stað orða. Þær em af per- sónum, stöðum og hlutum sem koma fyrir í sögunni. Sá sem les fyrir barnið lætur það skoða mynd- irnar og segja hvað þær heita. Hvað er klukkan? og Viltu vera með mér? með íslenskum texta Stefáns Júlíussonar em harð- spjaldabækur í bókaflokknum Leik- ur að orðum sem Setberg gefur út. Þetta er bók sem lítil börn, uppa- lendur og fóstmr hafa bæði gagn og gaman af segir í kynningu útgef- enda. Setbert hefur einnig gefið út Æv- intýrabókina í þýðingu Rúnu Gisladóttur. Þetta er harðspjalda- bók með stuttum sögum og litmynd- um. í henni eru endursögð ævintýr- in: Stígvéla kötturinn, Hans og Gréta, Frú Hulda, Hugrakki skraddarinn, Dvergurinn, Froska kóngurinn, Litlu systkin- in, Kiðlingarnir sjö og Rauð- hetta. íslenskt atvinnulíf eftir 1992 Fundur um áhrif innri markaðar EB á íslensk fyrirtæki Frummælendur: Jón Sigurðsson iðnaöar- og viðskiptaráöherra Jón Steindór Valdimarsson, Félagi íslenskra iðnrekenda. Sérfræðingur í EB-málum Pjónusta vló atvlnnuveglna: Páll Kr. Pálsson forstjóri IÖntæknistofnunar María Ingvadóttir fjármálastjóri Útflutningsráðs Gunnlaugur Sigmundsson framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins Fundarstjórl: Heimir Ingimarsson, formaöur atvinnumálanefndar Akureyrar Jón Sigurfisson Jón Steindór Valdimarsson Páll Kr. Pálsson Marla Ingvadóttir Gunnlaugur Sigmundsson Fundurmn veröur haldinn á Hótel KEA, föstudaginn 16. nóv. kl. 15:00 íl Iðntæknistofnun ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSIANDS ftt IÐ NAÐAR RÁÐU N EYTIÐ FÉLAG ISLENSKRA IÐNREKENDA \, Þróunarfélag lslands hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.