Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NOVEMBER 1990 „Get'Ur&u sagt: mer t)i vegartiL Lihdar- göio, Bamnahlié, UnharbhXat, l/estur- bergs og tfofsuacco-götu?" Og aðeins þetta: Næsta kökukefli verður að vera eikarkefli. HÖGNI HREKKVÍSI Er efnishyggja marxismans raunsönn? Til Velvakanda. Við vitum að marxismi er ekki aðeins hagfræðikerfi, heldur einnig heimspekikerfi. Karl Marx var nem- andi í guðfræði í Trier og síðar varð hann guðleysingi hjá F. Feu- erbach í Berlín og þar með var ekki lengur rúm — hvorki fyrir guð né trúmál — í baráttu hans og F. Engels til að bæta kjör og hag verk- Ósæmandi myndir Til Velvakanda. Eini og litill þesaarar Krcinar ber ur 4 Þ',aan ,hu*sa'1' éK- með aír aep ég farir mlnar ekki »r éK butn fi "lönpm*. slétUr. Fyrir skömmu þurfb éK afl m,K v»nU*- Kekl< éK1(1 »fKJ«Wu: fara ( annari konar innkaupaleið- borð,nu v,u menn 1 forml angur heldur en ég er vön. Að sjálf- “kl*u« ðagatals var mynd af fá- rógflu fannst mér það ekki mikið klæddn konu i ögrandi stellmgu. mál að kaupa slöngu, svo ég för 1 Þ»ð vantaði ekki. pawlnnn 1 daga- verslun eina á höfuðborgarsva-ðinu L»linu v»r nnn °K afgreiðslufólklð sem selur sKkan vaming. brgar inn m»r*“,t * »ýnd«»l. Kamv.sku- v»r komið v.U ég mér ró bMu- “mHt» hvvrn d*K “m d"5 borðinu og viti menn. Við mér Mér v»r »“ln >°k,ð <« f6r hí,m blasti sjón sem ég hélt að væri slöngulaus - og reið. Utum ver. bara á kafTistofum karlavinnustaða. pf Þ*rs«,r þurf»nd' nM'nn h,,fðu slíkt Á afgreiðslulxirðinu sjálfu var mynd -*kr»ul' hangandi I privatherbergj- af allsnaktri kynsystur minni ( um fynrta-kja sinna. Kn að láta það vsegast aagt, ansi „bjóðandi- alell- hinK» fynr »»“ »uICum h»k v« ingu. Ég hugsaði með mér að best búðarixirð er gjórsamlega óþolandi. e vseri að horfa 1 aðra áU svo þessi tr »*VPK handviss um. að ég er viöbjóður ven ekki fyrir augum *kki fymtl vjfakiptavinunnn nveð mér. Það tók ekki betra við, þvl á »,ðf<Tðiskennd 1 þessum buðum. En næsta vegg voru tvö plaköl af tómu k*nn,'k, »* Brm Untur ekk' gerð. W fsuk nú heldur betur 1 hF',a s/>r (*■«* ** rr orð,n hund' mig. Verslun. þar sem við máui ** 4 *ð *4 -°Pn*r °K >>)ó6^dr búast Mð kvenfólk neki inn nefið kyn»y«tur hanga uppi á óllum öðru hvoru bar ekki meiri virðmgu veKK)um °K N •■kk, ‘»nKur fyrir þvf cn þetta. Að sjálfsögðu fór þegjanði. -Svon. myndav.l er I alla égburtuánb- - * ■ -oa nokkum st»* óeðlilegt og óaæmandi. f.g Raunasaga Til Velvakanda. Þann 6. þ.m. birtist hér í dálkun- um dapurleg frásögn Eyrúnar Inga- dóttur sem lenti í hneykslanlegri lífsreynslu hér um daginn þegar hana vantaði siöngu. Eyrún hafði vegna erindis síns allsendis óhult farið inn í verslun á höfuðborgarsvæðinu sem selur slöngur. Vart er hún komin inn fyrir þeg- ar við henni blasir hreinasti viðbjóð- ur, mynd af nakinni konu, og ekki gat Eyrún betur séð en að sú væri í „bjóðandi stellingu“. Yfirbuguð af þessari hneisu rauk Eyrún á dyr og hugðist kaupa sína slöngu hjá siðsamari kaupmanni En viti menn, ekki tók betra við. Hér hékk dagatal uppi á vegg, og þótt Eyrún reyndi að líta sem fljót- ast undan, þá sá hún ekki betur en að hér væri aftur komin mynd af alstrípaðri kynsystur, og greini- legt var á stellingunni að einnig sú myndi tii í tuskið. Það þarf engan að furða þótt hin fróma slöngukona ryki á dyr, slöng- ulaus. Hvílík hneisa, guð minn góð- ur. En nú vita líka allir Reykvíkingar hvað það er ósiðsamlegt að rápa um í búðum Reykjavíkur. R.R. amanna í heiminum. Þeir héldu því fram að trúin (trúarlíf) væri „Ent- fremdung“: Afkynning mannsins; að hann hverfi frá markmiði lífsins á jörðinni, ef hann reyni að sækja hamingjuna til annars lífs. Trúin væri það ópíum, sem hindraði stéttabaráttu og prédikaði þolin- mæði. Hagfræðileg stefnuskrá K. Marx og F. Engels birtist 1848: Kommúnistaávarpið. Eins og Mikhaíl Gorbatsjov er mikilvægur dómari fyrir okkur um hagfræðilegt kerfi, þá gegnir Lúð- ■vik Althusser, alkunnur franskur heimspekingur kommúnismans, sama hlutverki varðandi heimspeki- legt kerfi marxismans, a.m.k. með lífsreynslu sinni. Hann dó í október sl. í Frakklandi, en var fæddur í Alsír 16. október 1918. Hann varð kommúnisti 1948. Bók hans „Um Marx“ 1965 hafði mikil áhrif. Aðr- ar bækur fylgdu svo á eftir, t.d. „Fjármagnið" — höfuðverk Marx. — Skv. Althusser er miðdepill marx- ismans stéttabarátta í lífí verka- manna. Árið 1969 skrifaði hann „Lenín og heimspekin". Við vitum Snilld, fegurð og fjölhæfni Velvakandi góður. Ég get ekki orða bundist, svo mikið þakklæti býr innra með mér til Sjónvarpsins fyrir þáttinn Fólk- ið í landinu, sem fluttur var þann 11. nóvember. Viðmælandinn, Guðrún Einarsdóttir, Sellátrum, er glæsilegur fulltrúi hinna hóg- væru í landinu, listakona svo undr- un vekur. Hvílík snilld, fegurð og fjölhæfni. Ég verð hugfangin. Þökk sé henni einnig fyrir for- dæmið sem hún gefur samferða- fólki og segir hiklaust frá því að trúin á boðskap Biblíunnar sé það eina sem gildi í baráttu lífsins. Mér hefur verið sagt af þeim sem gjörla þekkja, að hún sjálf hafí fengið illkynja sjúkdóm og gengið í gegnum sali sorgar og erfiðleika með reisn. Kærar kveðjur og inni- legar þakkir sendi ég listakonunni yfir fjöll og firnindi. Filippía Kristjánsdóttir að Lenín kenndi að siðfræði komm- únismans væri hagur eða ábati kommúnistaflokksins og að hann viðurkenndi ekki háleitar hugmynd- ir opinberunartrúar. Á árunum 1960-70 hafði Alt- husser mikil áhrif meðal stúdenta. En bagalegt var að hann þagði um „Goulag-eyjaklasann“, auk þess sem honum tókst ekki að afsaka eða réttlæta misgerðir Stalíns. Hinn 16. nóvember 1980 kyrkti hann eig- inkonu sína, sem var þjóðfélags- fræðingur. Á árunum 1981 til 1984 hraktist hann á milli geðveikraspi't- ala. Einn kaþólskur heimspekingur hélt þó enn sambandi við hann. Það hljómaði ekki ósvipað og erfðaskrá, þegar Althusser skrifaði honum: „Skrifa þú líka um líf þitt. Ég hef skrifað tvö hundruð blaðsíður um mitt, en það er saga hræðilegra svöðusára." Samkvæmt hagfræði og heim- speki kommúnismans á lífið að enda í hamingju á jörðinni. Er það kerfi raunsatt eða raunhæft? Séra Jón Habets Týndur köttur Kötturinn á myndinni heitir Jenni. Þeir sem hafa séð hann eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 35534. ------------- Hjól Nýtt fjólublátt kvenhjól hvarf frá Ránargötu 8 fyrir nokkru. Einungis örfá eins reiðhjól eru til í bænum og er það því auðþekkt. Þess vegna er skorað á þann sem tók hjólið að skila þvi aftur nú þegar. Einnig eru þeir sem upplýsingar geta gefið um hvar hjólið er nú niður komið eða búa yfir einhveijum upplýsingum, sem að gagni geta komið við að hafa upp á því, vinsamlegast beðn- ir að hringja í Fjólu í síma 625244 á vinnutíma. Víkveiji skrifar skýrslu utanríkisráðherra sem var lögð fram á Alþingi á dög- unum vakti orðnotkun á tveimur stöðum athygli Víkverja. í fyrsta lagi var það orðið ríkisoddvitar og hins vegar að utanríkisráðuneytið skyldi nota ensku skammstöfunina CSCE um Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu. Venjulega er talað um leiðtoga- fund í fjölmiðlum, þegar rætt er um að æðstu menn ríkja hittist. Á slíkum fundum eru forsætisráðherr- ar í meirihluta en þar sitja einnig forsetar, svo sem frá Bandaríkjun- um og Frakklandi, þegar um fundi á vegum Atlantshafsbandalagsins er að ræða. Þess vegna er of þröngt að tala um ibrsætisráðherra- fundi og hefur orðið leiðtogafundur almennt verið notað um slíkar sam- komur. í skýrslu utanríkisráðherra er hins vegar tekið til við að tala um ríkisoddvita með samræmdum hætti og til dæmis er birt þar yfir- lýsing ríkisoddvitafundar Átlants- hafsbandalagsins í London, svo að orðalag skýrslunnar sé notað. Ef Víkverji man rétt hefur Tómas Á. Tómasson sendiherr’a verið sérstak- ur talsmaður þess, að þetta orð sé notað. Verður skýrsla ráðherrans ekki skilin á annan hátt en þann, að sjónarmið Tómasar hafí sigrað í umræðum innan ráðuneytisins um málið, því að i stjórnarráðinu taka menn ekki jafn afdrifaríkar ákvarð- anir og þessa umræðulaust. XXX Víkverji hlakkar til að sjá, hvort orðið ríkisoddviti á eftir að ryðja sér almennt rúms. Hann er þeirrar skoðunar að það hafi ráðið miklu um að tekið var til við að notá orðið Evrópubandalag um það sem áður var kallað Efnahagsband- alag Evrópu, að það var notað í skýrslu utanríkisráðherra, þegar Ólafur Jóhannesson gegndi emb- ættinu 1980-83. Utanríkisráðuneytið hafði áreið- anlega frumkvæði að því, að skammstöfunin ROSE var innleidd í íslensku, þegar rætt er um Ráð- stefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem einnig er nefnd Hels- inki-ráðstefnan, því að samþykktin sem er forsenda fyrir öllu ráðstefnu- haldinu_ var undirrituð í Helsinki 1975. í skýrslu utanríkisráðherra nú bregður hins vegar svo við, að tekið er til við að nota stafina CSCE um ráðstefnuna, en með þeim er vísað til Conference on Security and Cooeperation in Europe. Hvers vegna hefur ráðuneytið fallið frá því að nota RÖSE? XXX Víkveiji fær ekki orða bundist um fráganginn á íslenska textanum á hinni ágætu kvikmynd Góðir gæjar, sem sýnd er í Bíoborg - inni um þessar mundir. Hann morar í villum, einkum prentvillum. Er furðulegt að nokkrum skuli detta í hug að bera slíka framleiðslu á borð fyrir almenning. Að gerð þessarar myndar standa vandaðir listamenn. Er Víkveiji ekki viss um, að sómá síns vegna myndu þeir sætta sig við að verk þeirra væri sýnt Islendingum með þessum hætti, ef þeir fengju fréttir af hinum óvandaða texta. Víkveiji skorar á kvikmyndagagnrýnendur fjolmiðlanna að þeir geti um frá- gang á þýðingum í gagnrýni sinni. Með því fengju þýðendur áðhald sem kynni að bæta vinnubrögð og frágang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.