Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 39 Minning: * Ingvar Ivarsson matreiðslumaður Fæddur 24. janúar 1917 Dáinn 5. nóvember 1990 Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) í dag verður til grafar borinn tengdafaðir minn og vinur Ingvar Ivarsson, en hann lést þann 5. nóv- ember síðastlíðinn eftir langa og oft stranga sjúkdómslegu síðustu árin. Eg kynntist Ingvari fyrir rúmum 12 árum, en þá fór ég að venja kom- ur mínar á Hlíðarbraut 8 til að heim- sækja dóttur hans, Ingveldi, sem síðar varð eiginkona mín. Mér er enn í fersku minni er ég kom í eldhúsið til Ingvars í fyrsta sinn. Þá bar hann í mig flatkökur og annað góðgæti, og þá bestu kæfu sem ég hef bragð- að, enda bjó hann hana til sjálfur, og spurði hvort ég borðaði þetta ekki. Þegar ég svaraði hálf feiminn, ,jú jú“, sagði hann glettnislega, „hva, bölvaður kötturinn étur allt“. Þetta orðalag féll vel í mig. Árin liðu, ég og dóttir hans hófum húsbyggingu á næstu lóð við Ingvar og Gyðu. Þá var gott að hafa mötu- neyti á staðnum þar sem eldhúsið hjá lngvari var. Þá var Ingvar óþreytandi að gefa mér og öðrum sem unnu við bygginguna kaffi og hlaðið borð af kökum og brauði. Oft kom ég til Ingvars á meðan á bygg- ingunni stóð og hafði allt á hornum mér, fannst þetta ekkert ganga og allt væri erfitt. Þá var gott að setj- ast niður í eldhúsinu hjá Ingvari og ræða málin. Þá sagði hann mér oft sögur frá gömlum tímum, m.a. frá sinni eigin byggingu, þegar bygging- arefni var af skornum skammti hér, og hann flutti það sem til þurfti til landsins sjálfur á togaranum frá Bretlandi er hann fór í söluferðir þangað. Þessar umræður okkar end- uðu alltaf á einn veg, að ég' ætti nú ekkert að vera að kvarta. Þá sneri ég mér aftur að byggingunni út- hvíldur og endurnærður. Eftir að við fluttum í húsið eignuð- umst við Björgvin sem varð auga- steinn afa síns. Hafði Björgvin vart lært að ganga þegar hann fann leið- ina heim til afa. Afi var svo góður, hann átti alltaf súkkulaði og rúsínur og maður fékk að fikta með ýmislegt sem ekki mátti heima. Við gátum verið viss um að ef Björgvin var ekki að leika sér með hinum krökkun- um í götunni, þá var hann hjá afa. Einn var sá atburður sem maður beið eftir allt árið. Það var er við karlamir í fjölskyldunni komum til Ingvars á Þorláksmessu í skötu- veislu, og var skötunni oft rennt nið- ur með staupi af íslensku brennivíni. Þá var oft glatt á hjalla og voru þessar veislur nauðsynlegur liður í jólaundirbúningnum. Eg þakka tengdaföður mínum og vini fyrir 12 ára vináttu sem aldrei bar nokkurn skugga á. Gyða mín, Ingvar hefði ekki getað valið sér betri lífsförunaut, þú varst honum stoð og stytta í veikindum hans. Guð veri með þér. Bencdikt Jónasson í dag er Ingvar ívarsson á Hlíðar- braut 8 í Hafnarfirði jarðsettur frá Hafnarfjarðarkirkju. Hann lést í Borgarspítalanum þann 5. þessa mánaðar eftir erfíða og langa sjúk- dómslegu. Ég vil minnast þessa velgjörðar- manns míns og vinar, þó ekki verði það sem vert væri, því til þess skort- ir mig orð. Frá barnsaldri man ég eftir Ingvari sem káta og glaðværa manninum hennar Gyðu frænku, sem alla hreif með sér. Þegar ég komst til þess þroska að leið mín lá til náms í Reykjavík, var ég svo lánsamur að fá inni hjá þeim hjónum og síðan hefur Hlíðarbraut 8 í Hafnarfírði verið mér sem önnur foreldrahús. Þar stóðu þau saman í blíðu og stríðu tryggðatröllin Ingvar og Gyða frænka mín og bættu hvort annað þannig að eigi varð betur gert. Þang- að var ungum manni gott að leita trausts og reynslu úr skóla lífsins. Fyrstu búskaparár okkar hjóna bjuggum við á neðri hæðinni hjá þeim og var það hollt ungum foreldr- um að eiga samfélag við þann reynda og velviljaða Ingvar sem við kveðjum í dag. Þegar dóttir okkar var farin að geta borið sig um var hún fljót að læra hvar hlýjan og nærgætnin var mest og strauk til Ingvars þegar færi gafst. Margar ánægjustundir áttum við saman í leik og starfi bæði heima á Hlíðarbraut og „austur í kofa“ en svo nefnist sumarbústaður þeirra hjóna í daglegu tali, sem stendur undir Heklurótum. Nú síðari ár, eftir að lengra varð á milli okk- ar, hafa strjálir endurfundir verið kærkomið tilefni til upprifjunar á því samfélagi sem við áttum, en þar reyndist Ingvar mér sem besti faðir. Ég og íjölskylda mín kveðjum Ing- var Ivarsson með þökk og virðingu og minnumst hans sem velgjörðar- mannsins sem alltaf var boðinn og búinn til að rétta hlýja hjálparhönd ef hugsanlegt var að hún mætti verða að liði. Gyðu frænku minni, börnum þeirra, tengdabörnum og bamabörn- um votta ég dýpstu samúð mína. Bjarni Þór Einarsson Þegar Ingvar ívarsson er kvaddur hinstu kveðju rifjast upp margar minningar frá því er hann kom fyrst í heimsókn austur að Selsundi með systur minni. Þá voru þau ung og áttu lífið framundan. Það sem ein- kenndi Ingvar mest var gleðin sem fylgdi honum og þetta bjarta bros, sem var svo stutt í, og lífið og kraft- urinn, þegar brugðið var á leik og farið í handahlaup á túninu heima. Síðar fór ég til þeirra um 11 ára aldur og var þar heimilisföst til 18 ára. Alltaf fannst mér sem sólin kæmi upp þegar Ingvar kom heim af sjónum, þó að stutt væri stoppað. Seinna lenti hann í sjóhrakningum og var heilsan aldrei söm eftir það. En það var eins og hann bognaði, en brotnaði aldrei. Öll þau ár sem hann hefur barist við heilsuleysi hefur glettnislegt bro- sið jafnan fylgt honum. Seinna, þeg- ar ég fór sjálf að búa og átti við heilsuleysi að stríða, fannst þeim hjónum sjálfsagt að hjálpa og buðu þau bæði eiginmanni og litlum syni að dvelja hjá sér, ekki bara í nokkra daga heldur mánuði. Fyrir þetta vilj- um við hjónin þakka. Elsku Gyða, börn, tengdabörn og barnabörn, megi minningin um Ing- var færa ykkur birtu og yl um ókomna framtíð. Sigga og Sverrir Þó ég viti að afí hafí þjáðst mikið og það hafi verið gott fyrir hann að deyja þá syrgi ég hann mikið. En ég veit að honum líður vel núna. Það er erfitt að ímynda sér að það verður enginn afi þegar ég kem heim eftir dvöl mína hérna í Hollandi. Afí sem alltaf tók vel á móti börnunum slnum og eldaði heimsins bestu súpu. Ég mun alltaf minnast afa míns sem káts, dálítið stríðins góðs manns, með lítið bros alltaf til staðar við munnvikið. Ég mun ávallt sakna hans. Ég sendi samúðarkveðjur til ömmu Gyðu og allra í fjölskyldunni. Gyða Þórísdóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DEMUS JOENSEN, Heiðarhrauni 30B, Grindavík, lést í Landspítalanum að kvöldf mánudagsins 12. nóvember. Guðbjörg Marfa Guðjónsdóttir, Súsanna Demusdóttir, Jón Guðmundsson, Alda H. Demusdóttir, Sveinn Þór ísaksson, Berglind Demusdóttir, Birgir Ingvason, Vignir Demusson, Guðbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær bróðir okkar og mágur, ÓLAFUR ÁSGEIRSSON, Ránargötu 28, lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 2. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Anna Ásgeirsdóttir, Ingólfur Árnason, Margrét Ásgeirsdóttir, Hersteinn Pálsson, Valgerður Andrésdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNAR SCHEVING SIGURÐSSON, Mávahlíð 46, lést i Landspítalanum 9. nóvember síðastliðinn. Útförin verður í Háteigskirkju þann 16. nóvember kl. 13.30. Borghildur Kristjánsdóttir, Kristján M. Gunnarsson, Elín Magnúsdóttir, Örn Gunnarsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Valur Gunnarsson, Hanna Daníelsdóttir, Kristjana H. Gunnarsdóttir, Björn Árnason, Dagny Karlsen og barnabörn. t Útför móður okkar, GUÐNÝJAR S. GUÐJÓNSDÓTTUR, Njálsgötu 25, fer fram frá kirkju Hvítasunnusafnaðarins Fíladelfíu, Hátúni 2, fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Jóhanna Danfel, Kristín Johansdóttir, Gunnar B. Johansen. t Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR E. GUÐJÓNSSON skipstjóri, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 14.30. Þorvaldur Guðmundsson, Þórdís Björnsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Guðný J. Ólafsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Bjargmundur Björgvinsson. Systir okkar, SOFFÍA GUTTORMSDÓTTIR fyrrverandi ráðskona, Kópavogshæli, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. nóvember k|. 13.30 Droplaug G. Helland, Sölvi Guttormsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI LOFTSSON, Seljahlíð 3F, Akrueyri, verður jarðsunginn föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30 frá Akur- eyrarkirkju. Fanney Jónsdóttir, Ólína Bjarnadóttir, Aðalsteinn Gislason, Pálfríður Bjarnadóttir, Gunnar Jónsson, Anna L. Bjarnadóttir, Hjálmfríður Bjarnadóttir, Friðrik Halldórsson og barnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför HELGU HERNITSDÓTTUR, Lindahlíð, Aðaldal. Kristján B. Ásmundsson, Hulda Jónasdóttir, Þóra K. Ásmundsdóttir, Jón Þ. ísaksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á dvalarheimilinu Hlíf. Jón Bjarnason, Sigrún Helgadóttir, Stefán Bjarnason, Hugrún Hólmsteinsdóttir, Jón Arnþórsson, Gisela Rabe Stephan, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, MAGNÚSAR J. KRISTINSSONAR rafmagnseftirlitsmanns. Sérstakar þakkirtil hjúkrunarfólks á deild 11-E á Landspítalanum. Svala E. Waage, Margrét H. Magnúsdóttir, Gunnlaug J. Magnúsdóttir, Kristín P. Magnúsdóttir, Magnús J. Magnússon, Ingi K. Magnússon, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýju við andlát og útför eigin- manns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR ÁG. GISLASONAR fyrrv. hreppstjóra, Miðhúsum, Hvolhreppi. Bryndis Nikulásdóttir, Ragnhildur Lárusdóttir, Hulda Lárusdóttir, Sigurður P. Sigurjónsson, Gísli Lárusson, Guðrún Þórarinsdóttir, Ragnheiður Fanney Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.