Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
jrcjuiitfiIðfrUk
STOFNAÐ 1913
259. tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 14. NOVEMBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Landgönguæfing
ráðgerð við Kúvæt
Nikosíu, Washington. Reuter, dpa.
SKÝRT var frá því í gær að land-
gönguliðar í bandaríska flotanum
tækju á næstunni þátt í æfingu
skammt frá Kúvæt og einn af
valdamestu þingmönnum repú-
blikana lagði til að Bandaríkja-
þing kæini sainan til að ræða
Tékkóslóvakía:
Klofningi rík-
isins afstýrt
Prag. Reuter.
Stjórnmálaleiðtogum í Tékkó-
slóvakíu tókst í gær að ná sam-
komulagi um mál, sem talið var
geta leitt til þess að ríkið klofn-
aði. Forsætisráðherrar beggja
sambandsríkjanna, Tékkneska
lýðveldisins og Slóvakíu, höfðu
krafist þess að þau fengju meira
ákvörðunarvald í eigin málum, en
Marian Calfa, forsætisráðherra
sambandsríkisins, heimtaði að
sambandstjórnin réði í grundvall-
aratriðum efnahagsmálum auk
utanríkis- og varnarmála.
Calfa kallaði saman fund leiðtoga
sambandsríkjanna og stjórnvalda í
Prag í gær til að reyna að finna
málamiðlun, en Slóvakar höfðu kraf-
ist þess að fundin yrði lausn fyrir
áramót. Þeir komust þar að sam-
komulagi um drög að frumvarpi
varðandi dreifingu ákvörðunarvalds-
ins, sem leggja verður fyrir þing
landsins fyrir 20. nóvember.
Vaclav Havel forseti hefur reynt
að stemma stigu við ágreiningi milli
þjóðarbrota, en studdi sjónarmið
Calfa og sagði að umheimurinn
myndi ekki geta tekið ríkið alvarlega
nema sambandsstjórnin hefði mikil
völd. Vaclav Klaus fjármálaráðherra
barðist einnig ákaft gegn því að hvert
sambandsríki fengi að setja á stofn
eigin seðlabanka og skattakerfi án
miðstýringar frá Prag. Sjónarmið
hans urðu ofan á.
Sjá ennfremur erlendan vett-
vang á bls. 22.
hugsanlega stríðsyfirlýsingu á
hendur írökum.
Um 2.000 landgönguliðar taka
þátt í æfingunni, að því er embættis-
menn í Washington skýrðu frá í
gær. Bandaríska dagblaðið Was-
hington Times sagði að landgangan
yrði æfð í apeins 15 km ijarlægð frá
Kúvæt og írakar gætu litið á hana
sem ögrun. Bandaríska varnarmála-
ráðuneytið vísaði þessu þó á bug.
Frá Washington bárust einnig þær
fréttir að þingmaðurinn Richard
Lugar, fyrrverandi formaður ut-
anríkisnefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings, hefði hvatt George
Bush Bandaríkjaforseta til að kalla
þingið saman til að ræða hvort lýsa
bæri formlega yfir stríði á hendur
írokum.
írösk stjórnvöld gáfu til kynna
að þau hefðu hug á að ganga til
samningaviðræðna um lausn Persa-
flóadeilunnar. Saddam Hussein ír-
aksforseti kynni að taka þátt í hugs-
anlegum fundi leiðtoga Arababanda-
lagsins ef tekið yrði tillit til óska
íraka um hvaða mál yrðu þar til
umræðu. Leiðtogar Egyptalands,
Saudi-Arabíu og fleiri arabaríkja
voru varir um sig þar sem þeir vildu
tryggja að slíkur fundur leiddi ekki
til þess_ að bandalagið léti undan
kröfum íraka til að komast hjá stríði.
Reuter
Bændur mótmæla í Genf
Þúsundir reiðra bænda frá aðildarríkjum Evrópu-
bandalagsins (EB) söfnuðust saman í Genf í gær
til að mótmæla niðurskurði á landbúnaðarstyrkjum
sem verið er að semja um í GATT-viðræðunum
um tolla og viðskiptamál. Bændurnir brutust í
gegnum járnhlið við innganginn að höfuðstöðvum
GATT en óeirðalögreglan kom í veg fyrir að þeir
kæmust inn í bygginguna. „GATT merkir dauði
bænda,“ mátti meðal annars lesa á mótmælaspjöld-
unum.
Jeltsín segist fá fulltrúa
í sovésku ríkisstjóriiinni
Moskvu. Reuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
sagði í gær að Míkhaíl Gorb-
atsjov, forseti Sovétríkjanna,
hefði í grundvallaratriðum fallist
á að mynda nokkurs konar þjóð-
stjórn, m.a. með þátttöku fulltrúa
Rússlands. Lagði Jeltsín þetta til
á fundi forsetanna á sunnudag
sem boðaður var til að leysa deil-
ur um skiptingu valds milli mið-
stjórnarvaldsins í Moskvu og Sov-
étlýðveldisins Rússlands.
Jeltsín ávarpaði rússneska þingið
í gær og sagðist hafa rætt þetta
efni við Gorbatsjov í fimm klukku-
stundir. Sagðist hann hafa lagt til
að mynduð yrði nokkurs konar þjóð-
stjórn og hefði samkomulag orðið
Howe gagnrýnir Thatcher
harðlega á breska þinginu
Lundúnum. Reuter.
SIR Geoffrey Howe, sem sagði nýlega af sér embætti aðstoðarfor-
sætisráðherra í bresku stjórninni, fór í gær hörðum orðum um
Margaret Thatcher forsætisráðherra og sagði að aðrir félagar í
íhaldsflokknum ættu einnig að endurskoða stuðning sinn við hana.
Ræðan er talin auka mjög líkurnar á mótframboði gegn Thatcher
í komandi leiðtogakosningum íhaldsflokksins.
„Nú er tími til kominn að aðrir
íhugi hvernig bregðast skuli við
ágreininginum um hvort halda eigi
tryggð við Thatcher ... hvað sjálf-
an mig varðar tók það mig ef til
vill of langan tíma að gera upp
hug minn,“ sagði Howe í nítján
mínútna ræðu sem hann flutti á
breska þinginu til að útskýra
ástæður afsagnar sinnar.
Howe sagði af sér 1. nóvember
til að mótmæla andstöðu Thatcher
við frekari sameiningu ríkja Evr-
ópubandalagsins (EB), einkum við
tillögur um evrópskt myntbanda-
lag. Hann sagði stefnu hennar í
Evrópumálunum sorglega. „Svo
virðist sem hún sé sífellt á varð-
bergi gagnvart meginlandinu og
sjái aðeins urmul af illkvittnu fólki.
Hvers konar sýn er það?“ bætti
hann við. Thatcher hlýddi svip-
brigðalaus og þögul á ræðuna.
Howe sagði að Bretum stafaði
ekki hætta af evrópska mynt-
bandalaginu heldur af einangrun
frá hinum EB-ríkjunum ellefu sem
Sir Geoffrey Howe
Reuter'
stefndu að sameinaðri Evrópu.
Hann kvað hættu á að afstaða
Thatcher skaðaði framtíðarhags-
muni Breta og vísaði til eins af
virtustu leiðtogum flokksins,
Winstons Churchilis, forsætisráð-
herra í seinni heimsstyijöldinni,
sem hann sagði hafa verið hlynntr
an sameiningu Evrópu.
Kosið verður um leiðtoga
íhaldsflokksins á þriðjudag og tal-
ið er að ræða Howes verði til þess
að mótframboð komi gegn Thatch-
er. Sigurvegari kosninganna verð-
ur forsætisráðherra.
Stuðningsmenn Michaels Hes-
eltines, fyrrum varnarmálaráð-
herra, töldu að hann myndi ákveða
í dag hvort hann byði sig fram
gegn Thatcher.
um það. „Ég vildi ekki fara fram á
mörg ráðherraembætti áður en ég
ráðfærði mig við ykkur,“ sagði
Jeltsín. „En ég sagðist óska þess að
fá embætti forsætisráðherra, flár-
málaráðherra og varnarmálaráð-
herra.“ Við þessi orð Jeltsíns brut-
ust út hlátur og fagnaðarlæti í þing-
salnum, enda skildist mönnum að
Jeltsín væri ekki fyllsta alvara.
Jeltsín sagðist ennfremur hafa
gagnrýnt Gorbatsjov fyrir að hafa
ekki viðurkennt fullveldisyfirlýsingu
Rússlands en reyna þess í stað að
stjórna með tilskipunum. Sjálfur
vísaði hann þeirri gagnrýni á bug
að hann vildi leggja Sovétríkin í
rúst, sér væri einungis annt um að
verkaskiptingin milli Sovétstjórnar-
innar og rússnesku stjórnarinnar
yrði skýr.
Það varð ekki ráðið af orðum
Jeltsíns í livaða formi þjóðstjórnin
yrði en aðstoðarmenn hans segja að
önnur Sovétlýðveldi en Rússland fái
þar einnig fulltrúa.
Ekki hafa heyrst nein viðbrögð
úr öðrum áttum við hugmyndum
Jeltsíns. Vítalíj Ignatenko, talsmað-
ur forsetans, sagðist i gær ekki hafa
heyrt um þjóðstjórnarhugmyndina,
enda væri sér ekki kunnugt um
smáatriði varðandi fund forsetanna
tveggja. Jeltsín hefur ítrekað krafist
afsagnar Níkolajs Ryzhkovs, forsæt-
isráðherra Sovétríkjanna, og sakað
hann utn að torvelda þróun Rúss-
lands í átt til markaðshagkerfis.
Stjórnmálaskýrendur sögðust í gær
telja ólíklegt að Gorbatsjov væri
reiðubúinn að fórna Ryzhkov.