Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 47
foóm : FOI_K ■ PÁLL Gíslason, unglinga- landsliðsmaður í knattspyrnu úr Þór á Akureyri, sem lék með Reyni frá Árskógsströnd í 3. deild í sum- ar, hefur ákveðið að ganga til liðs við KA og spreyta sig í 1. deildinni næsta sumar. I KRISTINN Hreinsson, einn besti leikmaður 2. deildarliðs Þórs á Akureyri í handknattieik, handar- brotnaði í leik um helgina og verður í gifsi eitthvað fram yfir áramótin. I LÁRUS Sigurðsson, vara- markvörður bikarmeistara Vals í knattspyrnu, hefur verið orður við ÍA. ■ ARNLJÓTUR Davíðsson, leik- maður íslandsmeistara Fram, ligg- ur nú undir feldi og íhugar að skipta um félag fyrir næsta tímabil. 3 Víkingar og KA-menn hafa haft samband við hann. H SIGURÐUR Jónsson, knatt- * spyrnumaður hjá Arsenal, hefur leikið með varaliði félagsins undan- farnar vikur. Hann sagði að liðinu hafi gegnið vel og unnið fjóra síðustu leikina. Liðið lék gegn Swindon á laugardaginn og sigr- aði, 4:1. Sigurður hefur skorað í síðustu tveimur leikjum varaliðsins. Hann segist hafa fundir til í bakinu og er það sjálfsagt ástæðan fyrir því að George Graham treysti honum ekki til að leika með aðallið- inu. H FÉLAGAR Sigurðar Sveins- sonar hjá Atletico Madrid gerðu grín að honum í gær á æfingu, þegar þeir ráku úrslitin úr ieik FH í Tyrklandi framan í hann. Sigurð- ur var fljótur að svara þeim og J sagði að þetta væri einhver mis- skilningur; FH værí frá íríandi, en ekki íslandi. a H AUSTURRÍKI, sem hefur tap- 1 að fimm leikjum af síðustu sex, mætir Norður-írlandi í Evrópu- Íkeppni landsliða í Vín í dag. Eftn tapið gegn Færeyjum í haust var Josef Hickersberger þjálfari rek- inn og Alfred Riedl ráðinn í hans stað. Það verður því mikil pressa á Riedl í dag. Norður-írar töpuðu fyrir Júgóslövum í fyrsta leik sínum í keppninni og gerðu síðan jafntefli við Dani. Þeir þurfa því bæði stigin í Vín ætli þeir sér að komast í lokakeppnina í Svíþjóð 1992. ■ TÉKKÓSLÓVAKÍA og Spánn leika í Prag í_ dag, en þau eru í sama riðli og ísland. Milan Mac- ala, þjálfari Tékka, valdi ekki markvörðinn Jan Stejskal, sem leikur með QPR, í liðið. í hans stað 4 verður Ludek Miklosko, sem leikur með West Ham, í markinu. Tékkar hafa tvö stig eftir tvo leiki, unnu | Island, 1:0 og töpuðu fyrir Frökk- um, 1:2. „Við verðum að vinna Spánverja, þó það verði ekki nema 4 með e’ins marks mun,“ sagði Ivan Hasek. Macala, þjálfari, var varkár og sagði: „Spánverjar eru með sterkt lið og skiptir ekki máli hvort þeir leiki heima eða heirnan." H LUIS Suarez, þjálfari Spán- verja, sagðist vera þokkalega bjart- sýnn fyrir leikinn gegn Tékkum. „Þetta verður einn okkar erfiðusti leikur í riðlinum,“ sagði hann. Spánverjar hafa aðeins leikið einn leik í riðlinum og það gegn íslend- ingum í Sevilla þar sem þeir unnu 2:1. Fernando Gomez frá Valen- cia leikur ekki með Spánverjum í Prag vegna meiðsla og hefur Su- arez valið Guillermo Amor frá á Barcelona í hans stað. i í -I 1.DEILD KVENNA Fj. leikja U J T Mörk Stig STJARNAN 13 11 0 2 282: 208 22 FRAM 10 8 0 2 211: 171 16 FH 12 8 0 4 215: 213 16 VIKINGUR 12 7 0 5 245: 218 14 VALUR 12 6 0 6 220: 229 12 ÍBV 12 2 1 9 227: 277 5 GRÓTTA 9 2 0 7 147: 160 4 SELFOSS 12 1 1 10 218: 289 3 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 HANDKNATTLEIKUR Kristján kemur ekki í leikina gegn Tékkum Kristján Arason, landsliðs- maður í handknattleik, fær ekki leifí frá Teka til að koma til íslands og leika gegn Tékkó- slóvakíu í nóvemberlok. „Það eru þijár til fjórar vikur þar til ég verð orðinn góður," sagði Kristján sem hefur ekki náð sér af meiðsl- um á öxl, en hann gekkst undir uppskurð á dögunum. Ég fór of geyst af stað og of- keyrði mig. Það vantar mikið upp á að ég nái aftur upp skotkraftin- um. Ég lék aðeins í vörninni gegn Magdeburg í Evrópukeppni á dög- unum,“ sagði Kristján, sem fer daglega í meðferð til sjúkraþjálf- ara. „Eg reikna ekki með að minn tími komi fyrr en úrslitakeppnin hefst hér á Spáni í febrúar." Kristján vonast til að geta leik- ið með íslenska landsliðinu í móti í Reykjavík um áramótin. „Það þýðir ekkert að fara of geyst í hlutina. Maður verður að sýna þolinmæði,“ sagði Kristján. Moigunblaðið/Sverrir Birgir Sigurðsson skorar hér eitt af fimm mörkum sínum. Hann var síðanr rekinn af leikvelli og fékk að lita rauða spjaldið í kjölfar þess vegna mótmæla. Víkingur-KR 25 : 17 Laugardalshöll, íslandsmótið í 1. deild - VÍS-keppnin - þriðjudag- inn 13. nóvember 1990. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:2, 6:3, 6:6, 7:7, 8:7, 8:9, 9:10, 12:10, 13:11, 14:12, 16:14, 20:14, 22:15, 24:16, 25:17. Mörk Víkings: Alexej Trúfan 6/3, Ámi Friðleifsson 6/3, Birgir Sigurðsson 5, Guðmundur Guðmundsson 3, Kari Þráinsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Dagur Jónasson 1. Varin skot: Reynir Þ. Reynisson 5, Hrafn Margeirsson 1. Utan vallar: 6 minútur. Rautt spjald: Birgir Sigurðsson. Mörk KR: Konráð Olavson 5, Guðmundur Páimason 4, Sigurður Sveinsson 4, Páll Ólafsson 2, Björgvin Barðdal 1, Willum Þór Þórsson 1. Varin skot: Leifur Dagfinnsson 5/1, Árni Harðarson 3. Utan vallar: 12 mínútur. Áliorfendur: 276 greyddu aðgangseyri. Dómarar: Ámi Sverrisson og Gunnar Kjartansson og áttu þeir afleitan dag. Sanngjarn sigur - en full stór Víkingar unnu sanngjarnan sigur á KR en sigurinn var óþarflega stór. Jafnræði var með liðunum fram í síðari hálfleik. Þá kom afleitur kafli hjá dómurum leiks- ins þar sem þeir máttu varla sjá KR-ing án þess að vísa honum af velli. Vesturbæingar voru á SkúliUnnar stuttum leikkafla tvívegis tveimur leik- Sveinsson mönnum færri og við það tókst Víkingum skrífar að hrista þá af sér. Víkingar voru þríveg- is reknir af velli en KR-ingar 6 sinnum. Víkingar fengu sjö vítaköst en KR-ingar ekkert. Bæði lið léku ágætlega í fyrri hálfleik en í þeim síðari var leikurinn á köflum tómt rugl. Fyrir hlé var sóknarleik- urinn mjög hraður og varnir beggja liða þokkalegar, sér- taklega átti Víkingsvömin góða kafla. Það hefði verið skemmtilegt að sjá jafnan og spennandi siðari hálfleik en af því varð ekki. Víkingur-Valur 17 : 21 Laugardalshöll, þriðjudaginn 13. nóvember 1990, íslandsmótið í 1. deild - 1. deild kvenna. Mörk Víkings: Halla Helgadóttir 8/5, Andrea Atladóttir 4, Heiða Erlingsdóttir 2, Inga Huld Pálsdóttir 2, Svava Sigurðardóttir 1. Mörk Vals: Arna Gaiðarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Berglind Ómarsdóttir 4, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 3, Hanna Katrin Friðriksen 3, Una Steinsdóttir 1, Guðrún Kristjánsdóttir 1. Sigur liðsheildarínnar hjá Val Valsstúlkur unnu góðan sigur á stöllum sínum úr Víkingi í gærkvöldi. Valur lék vörnina framarlega og virtist það koma Víkingsliðinu í opna skjöldu og sóknar- leikur liðsins varð óöruggur. Valur var yfir, 9:7, í leikhléi og náði sex marka forskoti í seinni hálf- Hanna Katrín leik. Síðustu mín. leiksins náði Víkingslið- Fríðríksen ið þó að laga stöðuna aðeins, en öruggur skrífar sigur Vals var staðreynd, 21:17. Það má segja að sterk liðsheildin hafi skapað sig- ur Vals og að sama skapi var það skortur á slíku sem varð Víkingum að falli. Hjá Víkingsliðinu stóð engin upp úr, en hornamenn Vals, Arna Garðarsdóttir og Sigurbjörg Kristjánsdóttir voru bestar í baráttuglöðu liði. KORFUKNATTLEIKUR Tindastóll-Valur 77 : 61 íþróttahúsið á Saudárkróki, úrvalscieildin í körfuknattleik, þridju- daginn 13. nóv. 1990. Gangur leiksins: 2:4, 9:7, 15:*3, 29:2» :»f>:2(>, 11:2S, 44:35, 47:40, 50:46, 57:50, 63:55, 71:57, 77:61. Stig UMFT: Sverrir Sverrisson 23, Ivan .1 n is 21, ! • ,ur Gud- mundsson 13, Einar Einarsson 9, IVHu \' jn» ósson 9, Haraldur Leifsson 2. Stig Vals: Matthías Matthíasscn 15, David u 1 ., Gunnar Þorsteinsson 12, Magnús Matthíasson 10, nelgi Gústafsson 10, Guðni Hafsteinsson 9, Jón Bender 5. Dómarar: Leifur Garðarsson og Víglundur Sverrisson og dæmdu þeir vel. Ahorfendur: Tæplega 500. Níundi sigur Tindastóls Valsmenn byrjuðu á að skora fyrstu fjögur stigin en síðan jöfnuðu heima menn og héldu forystunni út leikinn. Mest varð munurinn 13 stig. Valsmenn náðu að minnka forskotið niður í 4 stig, en þegar fimm mínútur voru eftir af leikiium fór David Grisom Björn útaf meiddur og þá juku Tindastólsmenn Björnsson forskotið á ný og unnu sinn níunda leik skrífar nokkuð örugglega. ‘Leikurinn var slakur, mikið um hnoð og mistök á báða bóga. Baráttan var þó mikil. Það mun- aði miklu fyrir Tindastól að Valur Ingimundarson lék lítið með vegna meiðsla. Grindavík - Þór 97 : 79 íþróttahúsið í Grindavík, úrvalsdeildin I körfuknattleik, þriðjudag- inn 13. nóv. 1990. Gangur leiksins: 0:2, 10:4, 17:10, 25:10, 29:18, 35:25, 47:26, 53:30, 60:33, 60:43, 68:49, 70:54, 80:66, 88:69, 95:69, 97:79. Stig UMFG: Dan Krebbs 36, Marel Guðlaugsson 18, Steinþór Helgason 13, Sveinbjöm Sigurðsson 10, Jóhannes Kristbjörnsson 9, Guðmundur Bragason 4, RúnarÁrnason 4, Guðlaugur Jónsson 3. Stig Þórs:; Cedric Evans 32, Konráð Óskarsson 21, Guðmundur Bjarnason 6, Bjöm Sveinsson 5, Ágúst Guðmundsson 4, Helgi Jóhannesson 3, Högni Friðriksson 3, Davíð Hreiðarsson 2, Jón Örn Guðmundssgn 2. Dómarar: Guðmundur Stefán Maríasson og Bergur Steingríms- son. Áhorfendur: Um 250. Grindvíkingar afgreiddu Þór Grindvíkingar sýndu sannkallaða meistaratakta í fyrri hálfleik gegn Þór í gærkvöldi. Dan Krebbs sýndi að hann er mjög öflugur leikmaður, hitti vel og tók fjölmörg fráköst í sókn og vörn. Heimamenn höfðu 27 stiga forskot í hálfleik. Þórsarar byrjuðu á að gera Frímann fyrstu tíu stigin í síðari hálfleik og minnk- Úlafsson uðu muninn í 17 stig, en þá fékk Þórsar- skrífar inn Jón Örn á sig tvær tæknivillur og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Grindvíkinar urðu fyrir því óhappi að missa Guðmund Bragason útaf vegna meiðsla strax i fyrri hálfleik. Konr- áð var besti leikmaður Þórs, barðist hetjulega allan leikinn. 47 Björg og Mar- grét hafa *■ sagtsig úr iands- liðsnefnd kvenna Björg tíuðmundsdóttir og Margi-ét Theódói'sdóttir hafa sagt sig úr landsliðsnefnd kvenna í handknattleik. Margi'ét og Björg vildu ekki tjá sig frekar um málið í gær- kvöldi. Sögðu það á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðisins er ágreiningur um það í nefndinni hvort Slavko Banibir eigi að halda áfaram með kvennalandsiiðið. Auk þeirra ofangreindu eru í nefndinni þau Helga Magnús- dóttir, Sigtirður Tómasson og Arnþrúður Karlsdóttir. ípRÓmR FOLX Frá Bob Hennessy ÍEnglandi ■ VICTOR MUNOZ, fyrrum leik- maður Barcelona og fyrirliði spænska landsliðsins, hefur skrifað undir samning við lið Guðmundar Torfasonar, St Mirren í Skotiandi. Victor, sem er 33 . ára, lék á síðasta _ keppnistíniabili með Santpdoria á Ílalíu. Hann er öflug- ur varnarmaður og veitir ekki af fyrir skoska liðið sem er í néðsta sæti deildarinnar. ■ JAN Mölby, danski leikmaður- inn hjá Liverpool, varð fyrir heldur óskenuntilegri reynslu á laugar- dagskvöldið eftir leik Luton og Liverpool. Hann fór út til að halda upp á væntanlegan samning við Barcelona með félögum sínum og þegar hann konva heirn hafði verið brotist inn á heimili hans og stolið 8.000 pundum, eða um 800 þúsund ísle.nskum krónum. Það má því segja að „samningurinn" sem ekk- ert varó úr hafí verið dýr fyrir* Mölby. ■ GRAHAM Roberts var í gær seldur frá Chelsea til WBA fyrir 200 þúsund pund. Roberts, sem er 31 árs, var fyrirliði Tottenham er liðið varó Evrópumeistari félags- liða fyrir sex árum. Hann lék 209 leiki fyrir Tottenham, en fór til Glasgow Ragners 1986 og þaðan til Chelsea á 400 þúsund pund fyr- ir tveimur árum. Hann hefur ekki komist í lið Chelsea í níu mánuði. URSLIT Evrópukeppni U-21 árs landsliða Ceske Budejvvice: Tékkóslóavkía - Spánn..................3:1 Latal (280, Majoros (87. og 43.) - Abelardo (78.) Staðan: Tékkósl...............3 3 0 0 12: 2 6 Spánn.................2 10 1 3: 3 2 Frakkland.............2 10 1 2: 2 2 Albaaía...............1 0 10 0: 0 1 ísland...............4 0 1 3 0:10 1 í kvöld Handbolti 1. deild karla: Akurevri: KA - Gtótta.........20:30 Gardabær: Stjarnan - Haukar..20:00 Laugardalsh.: Fram - FH.......20:00 Selfoss: Selfoss - ÍBV........20:00 Hlíðarendi; Valur-ÍR......,...18:30 Bikarkeppni kvenna: Grindavtk: UMFG-ÍBK...........184)0 Laugardalsh: Víkingur-b-FH...18:30 Selfoss: Selfoss - Fram.......18:30 Strandg.: Haukar - Grótta.....20:00 2. deild karla: Digranes: HK - UMFN...........20:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.