Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 29 Handagangur í öskjunni Morgunblaðið/Rúnar Þór Það er á stundum mikill erill í Hallarportinu sem Þórsarar standa fyrir í anddyri Iþróttahallarinnar á Akureyri. Þar versla menn á laugardögum með varning af ýmsu tagi og að undanförnu hafa þeir félagar í Þór verið örlátir og gefið gestum og gangandi fiskmeti, m.a. karfa, síld og rækju. Tvö „port“ erií rekin á Akureyri og bæði eru opin á laugardögum. Hallarportið er annað þeirra og hitt, Portið, er í gömlu Sam- bandsverksmiðjunum við Dalbraut. Eyjafjarðarsvæðið: Röskar 24 milljónir úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði verði verkfall RÚMLEGA 24 milljónir króna yrði að greiða úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði komi til verkfalls yfirmanna á fiskiskipum, en þá er miðað við greiðslur til um 550 félagsmanna í Verkalýðsfélaginu Einingu og sjómannafélögum á Eyjafjarðarsvæðiuu. Þarna er um að ræða greiðslur í einn mánuð. Björn Snæbjörnsson varaformað- ur Einingar sagði að gera mætti ráð fyrir að verkfallið myndi ná til um 550-600 félagsmanna á Eyja- fjarðarsvæðinu, eða frá Olafsfiiði til Grenivíkur. Fullar bætur til þess- ara aðila í einn mánuð sem færu í Nýtt hlutafé lagt í Súkkulaðiverksmiðjuna Lindu: Bærínn, Iðja, Trygging og 01 íufélagið leggja fram hlutafé Efnaverksmiðjan Flóra lögð inn í fyrirtækið FIMM aðilar hafa lagt fram hlutafé í Súkkulaðiverksmiðjuna Lindu, en nýja hlutaféð sem lagt hefur verið fram er að upphæð 21 milljón króna. Samtals hefur verið ákveðið að auka hlutafé um 30 milljónir i fyrirtækinu. Þeir sem leggja fram nýtt hlutafé eru Akureyrarbæ, Lífeyrissjóður Iðju, Trygging hf. Olíufélagið hf. og Siguður E. Arn- órsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Sigurður E. Arnórsson fram- kvæmdastjóri Lindu hf. sagði að fjárhagsleg endurskipulagning fyr- irtækisins hefði staðið yfir í nokk- urn tíma og hann hefði fyrir all nokkru lagt það til að leitað yrði til áðurtaldra aðila og þeir hafi nú gefið jákvætt svar um þátttöku. Viðræðum við Byggðastofnun hefur verið frestað tímabundið sem og einnig við Þróunarfélag íslands og sagði Sigurður að verið væri að skoða þau mál nánar, auk þess sem viðræður væru enn í gangi við aðra aðila. Ákveðið var að auka hlutafé fyr- irtækisins um 30 milljónir króna og hafa aðilarnir fimm þegar lofað hlutafé fyrir samtals 21 milljón króná. Bæjarstjórn Akureyrar hef- ur samþykkt að leggja fram 4 millj- ónir króna og Lífeyrissjóður Iðju sömu upphæð. Sigurður E. Arnórsson fram- kvæmdastjóri keypti síðasta sumar Efnaverksmiðjuna Flóru af Kaupfé- lagi Eyfirðinga og mun hann legggja verksmiðjuna fram sem hlutafé í fyrirtækið. Hann sagði að gengu allar áætlanir eftir yrði rekstur verksmiðjanna tveggja sam.einaður. Starfsemi Efnaverk- smiðjunnar Flóru er í húsakynnum KEA í Kaupvangsstræti og sagði Sigurður að þaðan yrði hún flutt í eigið húsnæði Lindu hf., en þar væri nægt rými fyrir hendi. Hjá Flóru eru framleiddar fjölmargar vörutegundir, bökunai-vörur, krydd, ávaxtasafar, kakó, fuglafóður og poppmaís svo eitthvað sé nefnt. Núverandi eigendur Súkkulaði- Akureyrarkirkja 50 ára: Nýtt safnaðarheimili vígt í tilefni afmælisins Morgunblaðið/Rúnar Þór Þau Rögnvaldur Bergsson og Elín Sigfúsdóttir voru að pakka kakói í Efnaverksmiðjunni Flóru í gær. verksmiðjunnar Lindu eru börn og ekkja Eyþórs H. Tómassonar. Um 30 manns starfa hjá fyrirtækinu og 10-12 rhanns starfa að jafnaði í Flóru. Hluthafafundur verður haldinn í fyrirtækinu síðar í þessum mánuði og þar verður farið yfir stöðu mála og ný stjórn kosin, en næstu verkefni fyrirtækjanna beggja verður á sviði vöruþróunar og markaðsmála. gegnum skrifstofu Einingar myndu nema röskum 24 milljónum króna fyrir einn mánuð. „Þetta yrði uggvænlegt og kæmi ofan á miður gott atvinnuastand sem fyrir er. Maður vonar í lengstu lög að ekki verði af verkfalli og menn setjist niður og semji,“ sagði Björn Snæbjörnsson. Sigurður E. Arnórsson fram- kvæmdastjóri Lindu. Þistilfjörður: Vænir dilkar valda bænd- um búsifjum Garði, Þistilfirði. VEÐURFAR hér við Þistil- fjörð hefir verið heldur stirt til flestra hluta nú í haust. Göngur sumstaðar gengið mjög illa vegna bleytu og snjóa. Slátrun á Þórshöfn er nú hætt og bændur hér við Þistilfjörð fara nú með fé sitt á Kópasker til slátrun- ar hjá liinu nýja Fjallalambi, sem stofnað var í haust til að sjá um slátrun og sölu afurða hjá bændum. Dilkar komu vænir af íjalli í haust og hefír það valdið sumum bændum þungum bú- sifjum, þar sem þá er meira fellt í verði fyrir fitu og þar að auki fer magnið eftir kvót- anum. Kemur þá líka skerðing ofan á verðiði^em áður var búið að skerða, svo ólánið er tvöfalt. Að öðru leyti gekk lóg- un vel, en nú er lengra að fara með féð og þá veltur miklu að vegasamband sé gott. Rign- ingarnar i haust hafa leikið vegina svo grátt að myndast hafa nær ófærir kaflar. Vega- framkvæmdir voru engar í sumar, og má það furðu gegna, hvernig það gat gerst eins og ástand vega þó er orð- ið. Ekki tókst í sumar að vinna fyrir fé til sýsluvega í Sval- barðshreppi, sem þó varla hefði verið mikið þrekvirki í jafn góðu sumri. Við skólann á Svalbarði er nú verið að reisa íbúðarhús og á það að vera fokhelt nú í haust. Börn sem stunda nám. við skólann á Svalbarði eru nú í danskennslu ásamt með venjulegu námi. Björgvin NÝTT safnaðarheimili Akureyrarkirkju verður vígt við hálíðlega athöfn næsta laugardag, 17. nóvember, á 50 ára afmæli kirkjunnar. Daginn eftir, á sunnudag, verður hátíðarmessa í Akureyrarkirkju þar sem Pétur Sigurgeirsson biskup predikar, en hann hefur þjónað kirkjunni lengst allra eða í 34 ár. Leikfélag Akureyrar: Benni, Gúddi og Manni kveðja Rúmlega 1200 manns hafa séð sýninguna SÍÐUSTU sýningar á „Leikritinu um Benna, Gúdda og Manna“, hjá Leikfélagi Akureyrar verða um helgina, á föstudags- og laugar- dagskvöld. Verkið er eftir Jóhann Ævar Jakobsson og var það frumsýnt 19. oktober síðastliðinn. Safnaðarheimilið er 710 fermetr- ar að grunnfleti og mun það stór- bæta aðstöðu starfsfólks kirkjunnar og efla safnaðarstarfið. I hús- næðinu er m.a. stór salur, fundarað- staða, skrifstofur prestanna, organ- ista og annarra starfsmanna. Aðal- salur safnaðarheimilisins er sér- staklega hannaður fyrir tónlistar- flutning og þar mun Tónlistarfélag Akureyrar hafa sína aðstöðu. Fanney Hauksdóttir arkitekt gerði frumtillögur að heimilinu haustið 1985, en fyrsti áfangi var boðin út 1987. Við vígslu safnaðarheimilisins verða flutt ávörp og flutt tónlist af ýmsu tagi, en að vígslu lokinni verð- ur boðið upp á veitingar í boði sókn- arnefndar. Hátíðarmessa verður í Akur- eyrarkirkju á sunnudaginn í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar, en þar mun Pétur Sigurgeirsson biskup predika, séra Siguður Guðmunds- son vígslubiskup og sóknarprest- arnir á Akureyri þjóna fyrir altari. Við messuna verður flutt fjölbreytt tónlist, en þar má m.a. nefna að Jón Hlöðver Áskelsson hefur samið sérstakt tónverk af þessu tilefni og mun Kór Akureyrarkirkju frum- flytja það við messuna. Ragna Garðarsdóttir miðasölu- stjóri hjá LA sagði að verkinu hefði verið vel tekið bæði hjá áhorfend- um og einnig gagnrýnendum. Að- sóknin hefði verið góð, „en manni finnst nú alltaf að hún mætti vera örlítið meiri“, eins og Ragna orð- aði það. Að Ioknum sýningum næstu helgar má búast við að á milli 12-1300 manns hefðu séð verkið. Ragna sagði að verkið hefði dregið að sér utanbæjarfólk í tölu- verðum mæli, hópar Eyfirðinga hefðu komið í leikhúsferðir og einnig Reykvíkingar, Hafnfirðing- ar og Vestmanneyingar, en þar er höfundur verksins fæddur. Sýningin verður nú að víkja til að rýma fyrir næstu uppsetningu leikfélagsins,' gleðileiknum „Ætt- armótinu“ eftir Böðvar Guðmunds- son, sem frumsýndur verður um jólin. Æfingar eru vel á veg komn- ar, en um er að ræða viðamikla uppsetningu með flókinni leikmynd og miklum fjölda þátttakenda, sem erfiðleikum er bundið að koma fyrir á sviðinu fyrr en þeir Benni, Gúddi og Manni hafa pakkað niður og kvatt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.