Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 4
5
4-----
oeei H-aaMavöM .vi huoaghaouaj aiaAjanuoflOM
MORGUNBLÁÐIÐ LÁUGÁRDAGUR í 7. NÓVEMBER 1990
Davíð Oddsson borgarsljóri:
Til greina kemur að borgin kaupi
hús Útvegsbanka undir dómhús
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri seg-
ir að til greina komi að Reykjavík-
urborg festi kaup á húsi Utvegs-
banka Islands við Lækjartorg, og
leigi ríkinu það seni dómhús.
Borgin hefur ekki stigið nein
formleg skref i þessa átt.
Þetta kom fram á blaðamanna- .
fundi í tengglum við stofnfund Þró-
unarfélags Reykjavíkur á fimmtu-
dag. Borgarstjóri kvaðst telja að
fátt væri jafnmikilvægt fyrir upp-
byggingu og þróun miðbæjar
Reykjavikur og að allir dómstólar
yrðu sameinaðir undir einu þaki í
húsi Útvegsbankans. Ef dómstólarn-
ir væru á einum stað mundu fyrir-
tæki eins og lögfræðiskrifstofur hafa
mikið hagræði af því að starfa í
miðborginni. Dómhús yki þannig
eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði í
miðbænum, auk þess sem það yrði
mikilvægur stuðningur við verslun-
ar- og þjónustustarfsemi.
„Ef ríkið vill ekki kaupa Útvegs-
bankahúsið, þá kemur til greina að
borgin kaupi það og leigi ríkinu
undir dómhús ef það getur orðið til núna og ég held að ríkið geti fengið
að það mál nái fram að ganga,“ húsið á góðu verði. Ef við getum
sagði borgarstjóri. „Við vitum að fengið húsið á sama verði og ríkið,
verið er að taka ákvarðanir um þetta er sjálfsagt að ganga inn í málið.“
Farmannadeilan:
Fundi frestað til sunnudags
LÍTIÐ þokaðist í samkomulagsátt á sáttafundi í lq'aradeilu farmanna
og útvegsmanna í gær. Næsti sáttafundur verður haldinn á morgun,
sunnudag, kl. 17.
Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar
ríkissáttasemjara er ljóst að staðan
í deilunni er mjög erfið. Guðlaugur
sagði að sáttafundurinn í gær hefði
verið árangurslaus og sjónarmið
hefðu ekki nálgast.
Deilan stendur enn um tvö atriði
úr Vestfjarðasamkomulagsinu,
tímakaupsgreiðslu og slippfarar-
kaup. Ef ekki næst samkomulag
munu yfirmenn á flotanum, annars
staðar en á Vestfjörðum, fara í verk-
fall næstkomandi þriðjudag.
í ályktun, sem framkvæmdastjóm
Verkamannasambands Islands sendi
frá sér í gær, er lýst yfir þungum
áhyggjum vegna yfirvofandi verk-
falls og sagt ljóst að komi til verk-
falls, muni þúsundir fiskverkafólks,
auk annarra, verða atvinnulausar.
„Það ástand gæti varað um margra
vikna skeið með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum fyrir efnahag og af-
komu þúsunda heimila. Fram-
kvæmdastjórn VMSÍ hvetur alla
hagsmunaaðila í sjávarútvegi til að
leggjast á eitt um að stöðva boðað
verkfall án tafar,“ segir í ályktun-
inni.
VEÐUR
VEÐURHORFUR íDAG, 17. NÓVEMBER
YFIRLIT í GÆR: Um 600 km norðaustur af landinu er 968 mb
lægð sem þokast norðaustur en frá henni minnkandi lægðardrag
vestur yfir landið. Vestur af Hvarfi er 978 mb lægð á austurleið
og verður komin á Grænlandshaf á morgun.
SPÁ: Minnkandi norðvestlæg átt um austanvert landið og dregur
smám saman úr éljum. Hðeg norðlæg eða breytileg átt og nokkuð
bjart veður sunnanlands en austlæg átt vestanlands og smáél á
stöku stað. Vægt frost um norðanvert landið en frostlaust um
hádaginn sunnanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðlæg átt, fremur hæg
suðvestanlands en hvassari austantil á landinu. El um norðanvert
landið og öðru hverju einnig vestanlands en bjart veður að mestu
á Suður- og Suðausturlandi.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-JO' Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 i gær að ísl. tima
hiti veður
Akureyri 1 slydda
Reykjavik 5 úrk.í grennd
Bergen 9 rigning
Helsinki 1 rigning
Kaupmannahöfn 10 alskýjaö
Narssarssuaq t2 skýjað
Nuuk ý1 skýjan
Osló 7 skýjaö
Stokkhólmur 7 suld
Þórshöfn 7 skýjað
Algarve 24 léttskýjað
Amsterdam 13 rign. og súld
Barcelona 20 hálfskýjað
Berlín 11 rign. á síð. klst.
Chicago 14 alskýjað
Feneyjar 15 heíðskírt
Frankfurt 9 ksýjað
Glasgow 13 rigning
Hamborg 10 suld á s.klst.
Las Palmas 24 léttskýjað
London 15 súld á s.kist.
Los Angeles 14 skýjað
Luxemborg 9 alskýjað
Madríd 19 alskýjað
Malaga 20 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal 8 þokumóða
New York vantar
Orlando 18 skýjað
París 12 alskýjað
Róm vantar
Vfn 11 hálfskýjað
Washíngton vantar
Winnipeg +5 léttskýjað
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Steypubíll valt
Steypubíll valt við Þverholt í Mosfellsbæ á níunda tímanum í gær-
morgun. Okumaðurinn slasaðist og var fluttur á sjúkrahús til rann-
sóknar. Hann mun hafa misst meðvitund við óhappið.
Hvalrekinn á Langanesi:
Fjög’ur hræ bættust
við þau 18 sem fyrir
voru 1 austanáhlaupi
••
011 hræin dregin á haf út þegar gefur
Þórshöfn.
GRINDHVALIRNIR 18 sem rak upp í Eiðisvíkina á Langanesi 6.
nóvember sl. hafa ekki enn verið fjarlægðir úr fjörunni og í síðasta
austanáhlaupi bættust við fjögur hræ í víkina. Að sögn Vilhjálms
Þórðarsonar eiganda Eiðis, tók Landhelgisgæslan vel þeirri beiðni
að draga hræin á haf út en veður undanfarið hefur hamlað því.
Haugabrim hefur verið í víkinni
og þvi óhægt um vik. Upphaflega
voru taldir 18 hvalir í víkinni en
eftir síðasta austanhvell bættust
fjögur hræ við sem líklega hafa
verið lengra út með fjörunni og
því ekki fundist strax. Hræin eru
því orðin 22 núna og fer ástand
þeirra dagversnandi, þau eru farin
að leysast í sundur og óvíst hvort
þau vérði dregin út í heilu lagi
verði meiri bið á.
Vilhjálmur er óhress með þenn-
an hvalreka á fjörur sínar, því
hræin draga vargfugl að og bri-
mið sem þarna er öflugt getur
borið hræin lengra upp á land,
alla leið í æðavarpið. Þar geta þau
leitt bæði tófu og vargfugl í varp-
ið. Rétt við Eiðsvíkina er einnig
silungsvatn og ber brimið oft rek-
ánn þangað. Það er því allt sem
mælir með því að hræin verði fjar-
lægð úr fjörunni sem þegar er að
byijuð að mengast af lýsi og grút.
L.S.
Breytir engu fyrir út-
gerð að fella niður
skatt af flotbúningTim
- segir Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra um deilu LIÚ o g FFSI
„ÞAÐ er mikill og útbreiddur
misskilningur að ríkið fái virðis-
aukaskatt af björgunartækjun-
um, sem eru um borð í skipun-
um og sjómennirnir hafa sem
hluta af búnaði skipsins, þar
sem skatturinn er allur frádreg-
inn sem innskattur hjá útgerð-
inni. Það breytir því í sjálfu sér
engu fyrir útgerðina, enda þótt
virðisaukaskattur verði felldur
niður af flotbúningum,“ sagði
2191ítraraf
áfengi voru
í Skógafossi
TOLLVERÐIR fundu alls 219
lítra af áfengi og 142 lengjur af
vindlingum um borð í Skógafossi
skipi Eimskipafélagsins kom frá
Bandaríkjunum á miðvikudag.
Samdægurs fundu tollverðirnir
130 lítra af áfengi og 29 vindlinga-
lengjur en við frekari leit fannst
meira. Sex skipverjar eru við málið
riðnir.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra í samtali við
Morgunblaðið.
Ummæli Steingríms Hyrmanns-
sonar forsætisráðherra á þriðju-
dag um að stjórnvöld bjóðist til
að greiða fyrir lausn kjaradeilu
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands og Landssambands
íslenskra útgerðarmanna með að-
gerðum í öryggismálum sjómanna
hafa_ komið til umræðu innan
FFSÍ. Mun þar einkum koma til
greina að fá felldan niður virðis-
aukaskatt af flotbúningum en það
hefur verið kröfumál sjómanna.
„Staðreyndin er sú að virðis-
aukaskattur af öllum björgunar-
tækjum útgerðar er endurgreiddur
vegna þess að útgerðin fær hann
frádreginn sem innskatt. Það á til
dæmis við um björgunarbáta og
björgunarbúninga. Það er því mjög
einfalt fyrir útgerðina að koma
því þannig fyrir að virðisauka-
skatturinn verði frádreginn sem
innskattur af björgunarbúningun-
um, eins og hann er af öllum öðr-
um björgunartækjum, sem eru um
borð í skipum," sagði Ólafur Ragn-
ar Grímsson.
i
j-
i
>
*
►
t
»
i
t
(■