Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 27
 Leikarar og aðstandendur barnakabarettsins Úti er ævintýri. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leikfélag Selfoss: Barnakabarettmn Uti er ævintýri Selfossi. LEIKFÉLAG Selfoss sýnir um þessar mundir í leikhúsi sínu við Sigl- ún barnakabarettinn Úti er ævintýri. Þessi kabarett er settur saman úr 6 barnaleikritum þar sem koma fyrir fræg atriði með söngvum. Magnús J. Magnússon kennari og leikstjóri tók kabarettinn saman og leikstýrir honum. Það eru sex galdrakerlingar sem töfra fram atriðin fyrir börnin og tengja hina ólíku hluta leikverksins saman. í kabarettinum eru kaflar úr Öskubusku, Dýrunum í Hálsa- skógi, Kardemommubænum, Línu Langsokk, Karíusi og Baktusi og Rauðhettu. „Þetta er fyrir börn frá fimm ára aldri og uppúr. Og það kemur í ljós að fullorðnir skemmta sér líka stór- vel,“ sagði Magnús leikstjóri. Alls taka 33 leikarar þátt í kabar- ettinum og eru í þeim hópi nýliðar leikfélagsins, ungir og upprennandi leikarar. „Þetta er vaxtarbroddur- inn í leikfélaginu í dag,“ sagði Magnús. Kabarettinn er fyrsta verkið sem sett er upp á Selfossi fyrir börn í langan tíma. Magnús sagði nauð- synlegt að setja upp eitt barnaleik- rit á ári á Árborgarsvæðinu. Börn eru mjög þakklátir áhorfendur sem sést á því að hátt í fimm þúsund áhorfendur komu á Mikka ref sem Leikfélag Hveragerðis sýndi í fyrra. Aðsókn að barnakabarettinum hefur verið góð og góð athygli náðst hjá börnunum. _ gjg. jóns. Tónleikar í Lista- safni Sigurjóns TÓNLEIKAR verða haldnir þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20.30 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þar koma fram Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og Vilberg Viggósson píanóleikari. Auk þeirra kemur Rúnar Vilbergsson fagottleikari fram í einu verkanna. Á efnisskránni verða verk fyrir fagott og píanó eftir Vivaldi, Bozza, Elgar og Hurlstone. Hafsteinn Guðmundsson hefur Sweelinck Conservatorium í Amst- verið starfandi hér sem fagottleik- ari síðastliðin 20 ár og er nú fyrsti fagottleikari Sinfóníuhljómsveitar Islands. Hann hefur verið meðlimur í Blásarakvintett Reykjavíkur frá upphafi og komið fram með ýmsum kammermúsíkhópum. Einnig hefur hann komið fram sem einleikari. Vilberg Viggósson er ísfirðingur og stundaði nám í Tónlistarskólan- um á ísafirði hjá Ragnari H. Ragn- ar og í Reykjavík hjá Halldóri Har- aldssyni, þar sem hann lauk burt- fararprófi 1982. 1983-84 var hann í einkatímum í Köln hjá rússneska píanóleikaranum Pavel - Gililov. Haustið 1984 hóf hann nám við erdam og tók þaðan lokapróf vorið 1989. Kennari hans þar var hol- lenski pínaóleikarinn Willem Brons. Vilberg starfar nú sem píanó- kennari við Tónlistarskóla Njarðvíkur og einnig sem píanó- leikari við söngdeild Tónlistarskóla Garðabæjar. Þeir Hafsteinn og Vilberg munu einnig halda tónleika í Njarðvíkur- kirkju sunnudaginn 18. nóv. kl. 17.00, í Húsavíkurkirkju laugar- daginn 24. nóv. kl. 17.00 og í sal Tónlistarskólans á Akureyri sunnu- daginn 25. nóv. kl. 17.00. (F réttatilky nning) Hafsteinn Guðmundsson og Vilberg Viggósson. B Y K O R E I D D \r BLONDUNARTÆKJA- DAGUR í BYKO BREIDDIIMIMI í DAG AFSLÁTTUR BARIMAGÆSLA Á STAÐIMUM OPIÐ FRA KL. 10-14 MJÓDDIN IDPIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.