Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1990 Lofleg ummæli 1 dönskum blöð um eft- ir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar En hljómleikaferðir ættu að vera regla o g ekki undantekning Laugardaginn 27. október síðastliðinn hélt Sinfóníuhljómsveit íslands tónleika í útvarpshúsinu við Rosenors allé í Kaupmanna- höfn. Þetta voru síðustu tónleikar hljómsveitarinnar í langri og strangri, en velheppnaðri tónleikaferð um Norðurlönd, nánar tiltek- ið um Finnland og Svíþjóð, auk Kaupmannahafnar. I Kaupmanna- höfn kom finnska söngkonan Soile Isokoski fram með hljómsveit- inni, sem aðalstjórnandi hennar, Petri Sakari, leiddi örugglega. Fyrri hluta tónleikanna var útvarpað beint, en síðari hlutanum laug- ardeginum á eftir. Á efnisskrá var Trífónía eftir Þorkel Sigurbjörns- son, tiieinkuð Petri Sakari, fjórir söngvar eftir finnska tónskáldið Aulis Sallinen við texta eftir Paavo Haavikko, Luonnotar við texta úr finnsku þjóðkvæðunum Kalevala, en það er verk fyrir sópran og hljómsveit eftir Sibelius, og önnur sinfónía Rakhmanínovs. Það var sannarlega ánægjulegt að líta yfir umsagnir dönsku blað- anna eftir tónleikana. Fyrirsögnin í Politiken var „Musikken har det godt pá Is]and“, tónlistin þrífst vel á íslandi. í upphafi umsagnar Jans Andersens segir að tónlistin lifi og þrífist með undrum vel á íslandi og það hafi fengist staðfest í heim- sókn íslensku sinfóníuhljómsveitar- innar. Hún skipi sér þar með fagur- lega á bekk með öðrum norrænum hljómsveitum, nefnilega frá Finn- landi og Noregi, sem heimsóttu Kaupmannahöfn í sumar og héldu framúrskarandi góða tónleika. En gagnrýnandanum þykir þó hlutur íslensku hljómsveitarinnar enn áhrifameiri í Ijósi þess hve fámennt landið sé. Jafn hljómur Það er ekki síst jafnvægi milli hljóðfærahópa sem Jan Andersen þykir eftirtektarvert, einkum frá- bær strengjasveit, sem tekst að skila blæb'figðaríku spili. Og honum þótti hvergi sparað í tjáningarríku og snöru spili í sinfóníu Rakhm- anínovs. Petri Sakari stjórnaði því verki af óvenjulegum krafti og sýndi að með góðu taki á hljóm- sveitinni er ekki nauðsynlegt að slá af listrænum kröfum í glæsilegum flutningi þessa sjaldspilaða verks. Það sýndi styrkinn og breiddina í hljómsveitinni. Annárs þótti Jan Andersen upp- hafsverkið, verk Þorkels Sigur- bjömssonar, full skólað verk, skrif- að eftir öllum reglum en án list- ræns krafts. Flutningur finnsku verkanna hafi verið fagur og hrífandi og rödd söngkonunnar þétt og auðug, óþvinguð og eðlileg. Sterk og lifandi hljómsveit Borge Friis í Frederiksborg Amts Avis byrjar einnig grein sína á að undrast yfir gróskunni í ísiensku tónlistarlífi í svo fámennu landi. Hljómsveitin geti nú haldið upp á fjörutíu ára afmæli sitt. Honum þykir frábært að taka eftir að í hljómsveitinni eru næstum jafnmargar konur og karlmenn og þær hafi reyndar yfirhöndina í strengjunum. En hann tók eftir að meðal blásaranna var aðeins einn kvenmaður. Flutningur sinfóníu Rakhmanínovs þykir bera merki um að þarna er á ferðinni sterk og lifandi hljómsveit, en annars hafi „tristesse", angurværð, eink- um einkennt fyrri hluta tónleik- anna. Verk Þorkels Sigurbjörns- sonar þykir honum nokkuð ein- hliða, en einhæf tónlistin verki ágeng. Friis minnir á að Soile Isokoski sé þekkt og dáð meðal tónlistarunn- enda í Kaupmannahöfn eftir minn- isstæða tónleika með finnsku út- varpshljómsveitinni i ágúst og í greininni er haft á orði hve litrík söngkona hún sé. í fjórum draum- söngvum Sallinens kom fjórum sinnum angurværð, þunglyndi og kvöldhúm, fagurlega mótað af tón- skáldinu, skáldinu og þéttri og tján- ingarríkri rödd Isokoski. Verk Sib- eliusar var dramatískt og leikandi ferskt. Að lokum löng sinfónía Rakhmanínovs, sem þenst út og leitar stöðugt upp með dramatísk- um tilhlaupum. Verk sem er hungr- að og umfaðmandi, næstum skil- greiningin á tilfmningaríkri eftirsjá með sínum mörgu, breiðu og sálm- rænu laglínum. En líka verk sem gefur hljómsveitinni fullt tækifæri til að bregða á leik og sýna hvað í henni býr, einnig í hinum mörgu einleiksköflum. Það tókst umfram allt í seindregnum og harmrænum línum klarínettsins í adagio-kaflan- um. Frábærlega fallega spilað (af Einari Jóhannessyni) og traustlega stjórnað af Petri Sakari. Jens Brincker í Berlingske Tid- ende skrifar um útvarpsflutning- inn, svo það er aðeins fyrri hluti tónleikanna sem hann skrifar um og er heillaður af söngkonunni. Honum þykir hún og Petri Sakari í sameiningu hafa náð vel að leiða fram aðaleiginleika verks Sallin- ens. Hvers vegna þarf Sinfóníu- hljórasveitin að ferðast? Einhver spyr kannski hvaða þörf sé á því að hljómsveitin flengist um útlöndin til að spila. Svarið er einfalt. Á því^ er brýn þörf fyrir margar sakir. í íþróttum þykir ekki góð lenska að einstaklingar og lið keppi alltaf við sama andstæðing- inn. Hljómsveitin glímir að vísu ekki við sýnilegan andstæðing á sviðinu, en hún glímir við að ná til áheyrenda, ná tökum á þeim. Og þá er það hollt að ekki sé alltaf verið að heilla og töfra, laða og lokka sama fólkið. Hljómsveitin á ekki að kunna á áheyrendur sína. Það er hljómsveitinni hollt að þurfa að koma fram fyrir ókunnuga áheyrendur og spreyta sig á að ná til þeirra við nýjar, ókunnar að- stæður. Það nýja og ókunna laðar fram ný og áður ókunn viðbrögð, sem bæta við og þenja getuna. Það eflir líka metnaðinn að standa frammi fyrir ókunnum áheyrendum og þurfa að sanna sig og sýna. Það var einu sinni haft eftir finnskum stórsöngvara að því miður neyddist hann til að syngja erlendis, því tækifærin heima væru of einhæf. Samt er Finnland annálað fyrir blómlegt tónlistarlíf. Og rétt eins og það er hressandi fyrir hljómsveitina að spila fyrir nýja áheyrendur, er hressandi' fyrir hana að fá gagnrýni víðar að en frá þeim fáu, sem geta fengist við slíkt heima fyrir. Það dugir ekki að reigja sig yfir að svo og svo fámenn þjóð eigi svo og svo marga rithöfunda, sinfóníuhljómsveit og bla, bla, bla, ef við þorum svo ekki að sleppa henni til útlanda til að sýna sig og sanna. Stundum fær hún gott fyrir og stundum bágt og getur vonandi lært af hvoru tveggju. Heimskt er heimaalið barn ... Þegar við sitjum í grábláu, bólstruðu stólunum í Háskólabíói og finnum að hljómurinn í hljóm- sveitinni okkar er ekki eins og hann á að vera og óskum okkur að við ættum tónleikahús, sem skil- aði oíckur hlýjum, lifandi og umve- ijandi tóni unaðslegrar tónlistar- innar frá sviðinu, þá líður hljóm- sveitin fyrir það sama. Hugsið ykk- ur hvernig hljóðfæraleikurunum líður á sviðinu í Háskólabíói í tóna- fióðinu miðju, án þess að heýra greinilega hvert í öðru? Og hugsið ykkur þvílík gleði það er fyrir þá að sitja allt í einu í góðum sal og HEYRA almennilega hverjir í öðr- um, geta hlustað og tekið fullt mark á því sem þau heyra. Heyra tónana í öllum sínum blæbrigðum eins og hvert hljóðfæri skilar þeim. Mikið hlýtur spilagleðin að vera ógnardýpri við slíkar aðstæður .. . Nú þegar hljómsveitin okkar er búin að starfa í fjörutíu ár, búin að missa barnatennurnar, slíta bamsskónum og komin á þroska- vænlegan aldur, þá er vert að minn- ast þess að heimskt er heimaalið barn. Hljómsveitin verður að fá að dafna og þroskast, meðal annars með því að fá að hleypa heimdrag- anum á sinnum. Eftir þessa ferð vefst vonandi ekki fyrir neinum að það er ekki sport og villtur munað- ur að hljómsveitin spili ekki aðeins á melunum og úti um íslenskar koppagrundir, heldur einnig í út- löndum. Hún verður að fá að spreyta sig við ókunnar aðstæður. Það á að vera jafn sjálfsagt og að hún fær stóla til að sitja á, nótur til að spila eftir og góða gesti í heimsókn. Það væri hljómsveitinni holl og góð afmælisgjöf að hér eftir yrði það fastur liður að hún spilaði er- lendis. Það væri svo vel hægt að unna henni þess, eftir að hafa hald- ið henni fyrir okkur í fjörutíu ár. Og í fullkominni eigingirni geta velunnarar hennar glaðst yfir að með því eignuðumst við enn betri hljómsveit... TEXTI: Sigrún Davíðsdóttir Peningíilykt eftir Aðalstein Jóhannsson Mengun er af ýmsum toga og víst ætíð til ama, en óhollustan af henni er mismikil, jafnvel einungis óþæg- ingi, án þess að vera heilsuspillandi. í því efni kemur mér einkum í hug óþefurinn, sem kemur frá fisk- og lifrarbræðslustöðvum, ekki sízt ef farið er að slá í hráefnið. Og þá er hugur minn snúinn til Vestmanna- eyja, eins og margoft fyrr. Er þá þess að minnast í fyrr- greindu samhengi, að hinn alkunni athafnamaður Vestmanneyinga Gísli J. Johnsen varð fyrstur manna til að reisa fiskimjölsverksmiðju í landinu árið 1913, og árið áður hafði hann byrjað lýsishreinsun með nýrri aðferð (skilvindu). Lýsisframleiðslan tókst svo vel strax í upphafi, að Gísli fékk heiðurspening á sýningu í Kaup- mannahöfn sama árið fyrir meðala- lýsi sitt. Hann hafði á ferðum sínum er- lendis séð fiskimjölsverksmiðju í rekstri og sá strax af hyggjuviti sínu, að slík verksmiðja mundi henta vel í Eyjum. Hráefnið lá á lausu. Því var kastað í sjóinn, þorskhausum og hryggjum. Og Gísli sat ekki lengi auðum höndum í þessu efni. Verk- smiðjan reis von bráðar. Þessari starfsemi fylgdi auðvitað brækjukenndur þefur, sem mörgum féll illa, en yfirleitt vandist fólk hon- um fljótlega og fékk hann nafnið peningalykt. En fleiri komu til sögunnar á þessu sviði. Fóstri minn, Thomas Thomsen, danskur að uppruna og véjfræðingur að mennt, hafði komið til íslands um miðjan fyrsta áratug aldarinnar. Hann settist í fyrstu að á Isafirði, vann þar við niðursetningu á vélum í báta, sem voru að fá mótorvélar hver af öðrum. Eftir nokkurra ára dvöl vestra flutti hann sig um set til Vestmannaeyja með nýstofnaða fjöl- skyldu sína, því mikið orð fór af uppbyggingunni þar, ekki sízt þeirri, sém Gísli J. Johnsen stóð að og fyrr er getið að hluta til. Thomsen byggði myndarlega vél- smiðju í Vestmannaeyjum. Sá rekst- ur gekk vel, og varð smiðjan eitt þekktasta fyrirtæki í Eyjum árum saman. Ekki leið á löngu, þar til hann taldi að þörf væri á annarri fiskimjölsverksmiðju í þessari miklu útgerðarstöð. Honum blöskraði, hve miklu var kastað af fiskhausum og fiskhryggjum, og því fékk hann tvo heiðursmenn í félag með sér. Þeir þremenningarnir stofnuðu fiski- mjölsverkmiðjuna Heklu og hófust handa um frafnleiðslu á lýsi og mjöli. Þessi verksmiðjurekstur var vel arðbær um skeið, enda kostaði hráefnið ekkert, meira að segja greiddu útgerðarmenn einhveija þóknun fyrir að losna við fiskúrgang- inn. En svo kom babb í bátinn, meira að segja fleira en eitt. Heimskreppan var að herða tökin. Ein verksmiðju- vélin bilaði, svo að framleiðslan lagð- ist niður um tíma. Um sama leyti kemur til Eyja maður á vegum þýzks fyrirtækis, þeirra erinda að kaupa bein, hausa og hryggi, þurrka þau þar og tæta og senda þannig utan. Þá þurfti verksmiðjan Hekla að fara að greiða fyrir beinin, sem áður voru ókeypis og jafnvel fengin með með- gjöf. Varð þá reksturinn fljótt erfið- ur. Og þarf ekki að orðlengja það, Hekla varð gjaldþrota innan tíðar. En svo vel hafði verið til stofnað í upphafi með byggingu vandaðra verksmiðjuhúsa, að útgerðarmenn þar á staðnum sáu að þau mundu henta þeim vel og keyptu þeir þau af bankanum, sem hafði fengið þau til ráðstöfunar. Þau urðu þá bækistöð Aðalsteinn Jóhannsson „Þessari starfsemi fylgdi auðvitað brækju- kenndur þefur, sem mörgum féll illa, en yfirleitt vandist fólk honum fljótlega og fékk hann nafnið pen- ingalykt.“ Lýsissamlags Vestmannaeyja og standa enn sem .slík. Thomas Thomsen fóstri minn flutti frá Eyjum til Reykjavíkur snemma á fjórða áratugnum. Hann hafði þá selt vélsmiðju sína, sem verið hafði aðalstarfsvettvangur hans. Ekki átti það við hann að halda að sér höndum í höfuðborginni, þótt kominn væri yfir miðjan aldur. Hann kom á fót stáltunnugerð með fleiri góðum mönnum, og var þar aðallega fengist við smíði á lýsistunnum. Að þessu fyrirtæki stóð hann allt til æviloka. Hann andaðist árið 1949, 66 ára að aldri. Hann var gæddur ríkri at- hafnaþrá og svipaði að því leyti til margra innfæddra Eyjamanna, eins og oft hefur komið fram í skrifum mínum um þá heiðursmenn. En þetta greinarkorn byijaði á umtali um mengun, hina vægu teg- und mengunar, sem kallast peninga- lykt. Ilún er að sjálfsögðu ekki úr sögunni, en hefur þó látið mjög und- an síga með bættum vélakosti og vinnslu- og hreinsunaraðferðum. Vonandi er að þannig takist að hamla gegn allri mengun smátt og smátt, svo að mannskepnan verði ekki til að eitra umhverfi sitt og stuðla að eigin lífsháska. Höfundur er tæknifræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.