Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ TAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990 Skoðanir fólks í húsbréfaviðskiptum: Þægilegt kerfí en alltof mikil afföll LANDSBRÉF, viðskiptavaki húsbréfanna, opnuðu í gær aftur fyrir kaup þeirra. Ávöxtunarkrafa bréfanna breytist nú stöðugt eftir af fram- boði og eftirspurn. Stöðvun viðskiptanna á fimmtudag olli verulegum óróieika á markaðnum. Stöðugar breytingar á ávöxtunarkröfu bréf- anna meðal verðbréfasala skapaði nokkuð kauphallarandrúmsloft, þeg- ar seljendum þeirra buðust mismikil afföll, sem síðan tóku breytingum þegar ieið á daginn. Blaðamaður Morgunblaðsins leit.við hjá Landsbréf- um í gærmorgun og tók nokkra viðskiptavini tali. Halla H. Hamar, ráðgjafi hjá hefja byggingu sex raðhúsa og það Lándsbréfum, sagði að talsverðs óró- leika gætti meðal fólks og mikið væri hringt til að spyrjast fyrir um ávöxtunarkjör. Hún sagði að krafa um ávöxtun hefði aukist í 7,45% og afföllin væru komin í 14,6%. Hún vildi þó engu spá um hvort þar með væri toppnum náð. „Þægilegt kerfi“ Ég var að selja íbúð sem ég fékk greidda í húsbréfum og þau ganga upp í kaup mín á annarri íbúð á sama hátt. Ég fékk bréfunum skipt hér í Landsbréfum í smæstu einingar þar sem ég þurfti að skipta þeim í smærri bréf til að þau gengju upp í þá tölu sem ég þarf að greiða við kaupsamning nýrrar íbúðar," segir Ema Albertsdóttir starfsmaður hjá Sambandi almennra lífeyrissjóða. Hún segist ekki tapa vegna affalla þar sem bréfin eru framseld áfram á uppreiknuðu verði við kaup á nýju íbúðinni. „Þetta gengur beint upp ég afhendi húsbréfín bara jafnóðum upp í kaupin. Mér fínnst þetta þægilegt kerfí. í mínu tilfelli er ekki um eftir- stöðvar að ræða þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að kaup- andinn standi ekki við greiðslur. Þetta kerfi á að geta gengið mjög vel upp þegar um kaup og sölu eigna er að ræða. Ef þú ferð hins vegar að selja bréfín koma afföllin til og þá kámar gamanið," sagði hún. „Ekki staðið við loforð um hámarks afföll“ Þórarinn Hreiðarsson og Ragna Magnúsdóttir eru nýbúin að selja íbúð og ákváðu að selja húsbréf hjá Landsbréfum. „Við ætlum ekki að láta bréfíð ganga upp í íbúðakaup því við þurfum á peningnum að halda,“ segja þau. „Afföllin eru hryllileg. Húsbréfakerfið hefur ekki komið vel við okkur, þar sem við þurftum að selja bréfín. Við vomm með 660 þúsund í húsbréfum og þar af fara rúm 80 þúsund í afföll. Það hefur ekki verið staðið við það sem lofað var, að afföll yrðu ekki meiri en 8%,“ sögðu þau. Þeim fannst þó ekki illa staðið að kynningu á hús- bréfakerfínu og sögðust vona að ástandið batnaði svo skapast mætti traust á húsbréfum. „Seðlabankinn verður að grípa í taumana" er allt selt fyrirfram.,“ sagði Sigur- jón. „Fasteignasalar upplýsa fólk ekki nægilega" Guðlaug Hauksdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður, var að selja húsbréf fyrir foreldra sína. Hún sagði að þeim hefði brugðið mjög í brún þeg- ar Landsbréf og fleiri verðbréfasalar lokuðu fyrir húsbrefakaup á fimmtu- daginn. „Foreldrar mínir þurftu á peningunum að halda og treystu því að geta selt þau hvenær Sem er. Þegar lokunin átti sér stað fóru þau auðvitað að hugsa sinn gang og hvort þau þyrftu á peningunum að halda.“ Hún sagði að þrátt fyrir háa ávöxt- unarkröfu sýndist henni að foreldrar hennar þyrftu ekki að greiða mikið meira við sölu bréfanna en þau hafí reiknað með. „Vandinn við húsbréfín er sá að þegar fólk á í húsnæðisvið- skiptum gera fasteignasalar því ekki nógu góða grein fyrir mögulegum afföllum af bréfunum. „Fólk verður að treysta þessu kerfi“ „Ég er nýbúin að selja íbúð og kaupa aðra og var því að framselja húsbréf. Ég sæti því engum afföll- um,“ segir Unnur Heba Steingríms- dóttir, hjúkrunarfræðingur í bams- burðarleyfí, sem stödd var í Lands- bréfum í gærmorgun. „Þetta gengur fljótt og vel fyrir sig og húsbréfakerf- ið hefur komið sér ágætlega fyrir mig,“ sagði hún. Hún var spurð hvort hún hefði fengið nægar upplýsingar um gang húsbréfakerfisins. „Það var svolítið óljóst hvers virði húsbréfín væru þegar kauptilboð voru gerð. Nafn- verð bréfanna er annað en reiknað verð og ef tilboð hljóðar upp á að greitt sé á nafnverði í einhvern tíma þýðir það að maður tapar einhverju. Það er ekki alltaf nógu skýrt, en ég tapaði þó engu í mínum viðskiptum. Fólk þarf samt að passa sig á þessu,“ segir hún. Hvaða áhrif höfðu fréttir af stöðv- un húsbréfakaupa á þig - hélstu að kerfíð væri að hrynja? „Nei, en þetta skapaði ákveðna óvissu því það komu mismunandi upplýsingar frá bönkun- um, ráðherrum og öðrum sem standa að húsbréfakerfínu. Ég hef nú líka á tilfínningunni að fjölmiðlar hafi blásið þetta svolítið upp. En þetta er eina kerfið sem er í gangi í dag og fóik verður að treysta því,“ sagði hún. Unnur Heba Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og synir hennar tveir, Bjarki og Steingrímur Arnar. Þórarinn Hreiðarsson og Ragna Magnúsdóttir. Morgvnblaðlð/Árni Sæberg Halla H. Hamar, ráðgjafi hjá Landsbréfum. Erna Albertsdóttir, starfsmaður hjá Sambandi almennra lífeyris- sjóða. Akurnesingarnir Sigurjón Skúlason, byggingaverktaki og Skúli Garðarsson, viðskiptafræðingur. Menntamálaþing: Framkvæmdaáætlun mennta- málaráðuneytisins gagnrýnd HÖRÐ gagnrýni kom fram á drög menntamálaráðuneytisins í skólamál- um til ársins 2000 á menntamálaþingi sem hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Framsögumenn á þinginu gagnrýndu meðal annars almennt orða- Iag skýrslunnar, litla áherslu á þarfir mismunandi skóla og skort á upplýsingum um hlutverk skólastjórnenda. Þinginu lýkur í kvöld. Siguijón Skúlason, byggingar- verktaki, og Skúli Garðarsson, við- skiptafræðingur, báðir frá Akranesi, voru staddir í Landsbréfum í gær að kanna kjör húsbréfanna. „Við ætlum að bíða með að selja. Ástand- ið á markaðnum hlýtur að jafna sig. Seðlabankinn verður að grípa inn í og kaupa húsbréf til að tryggja jafn- vægi á markaðnum. Afföllin eru núna 14,6%, sem er alltof mikið,“ sögðu þeir. Nú er að hefjast útgáfa húsbréfa vegna nýbygginga og töldu þeir að það myndi valda sprengingu fyrst í stað, sem síðan jafnaði sig. „Það bíða allir í startholunum hér í Reykjavík, með hundruð íbúða óseldar og það mun valda sprengingu," sagði Sigur- jón. Þeir töldu þó húsbréfakerfíð af hinu góða þrátt fyrir óróleikann sem skapast hefur að undanfömu og mik- il afföll. „Áður var ekkert kerfí til staðar. Við höfum t.d. ekkert getað byggt því við höfum ekki haft í neitt að sækja og fólk orðið nð fjármagna húsbyggingar með skammtímalán- um, og öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Byggingarframkvæmdir á Akranesi hafa legið niðri um langan tíma, en núna er þetta að fara af stað aftur. Núna er ég til dæmis að Ráðstefnan hófst með ávarpi Svavars Gestssonar menntamálaráð- herra. Þá kynnti Gerður G. Óskars- dóttir, ráðunautur menntamálaráð- herra, drögin. Hún benti á að þau boðuðu ekki stökkbreytingu heldur þróun í takt við það sem nú væri að gerast, á Vesturlöndum. Sumar tillagnanna væru þaulræddar og vel mótaðar enda væru nánast allir sam- mála um þær. Aðrar væru umdeildar og hefðu lítið verið til umræðu enn Einhveijar áætlananna væru til enda áratugarins en aðrar væru varla meira en hugmyndir. Fimm áhersluatriði Gerður sagði drögin einkennast af fimm atriðum. I fyrsta lagi væri í þeim lögð áhersla á menntun allt lífíð, frá leikskóia til fullorðins- fræðslu. í öðru lagi væri áhersla á menntun fyrir alla, leíkskóla, grunn- skóla, framhaldsnám og fullorðins- fræðslu; menntun fyrir alla á for- sendum hvers og eins. í þriðja lagi sagði Gerður að áhersla væri á aukna valddreifingu og aukið sjálfstæði skóla. í fjórða lagi væri áhersla á aukið mat á skólastarfi og eftirliti með skólastarfi á öllum skólastigum til þess að stuðla að betri menntun. Fimmta atriðið væri áhersla á verk- menntir og listir. Hver á að þjóna til borðs ? Á eftir Gerði tók Kolbrún Vigfús- dóttir, fóstra til máls og sagðist fagna hugmyndinni um drög að stefnumótum í skólamálum. Kolbrún benti á að von væri á athugasemdum frá Fóstrufélagi íslands. A eftir Kol- brúnu talaði Jónína Bjartmarz, for- eldrafulltrúi, og lagði hún áherslu á jafnan rétt bama til leikskóla. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, grunn- skólakennari, efaðist um að hægt væri að koma á sameiginlegum vinnutímum kennara vegna húsnæðisskorts. Hún vildi fá að vita hveijir ættu að bera fram hádegis- mat í grunnskólum og undraðist um hve lítið væri fjallað um aðbúnað kennara í drögunum. í máli hennar kom einnig fram gagnrýni á há- marksfjölda nemenda í bekk (22 í þremur efstu bekkjum grunnskóla og 28 í öðrum bekkjum) og röðun í bekki. Þá væri kaflinn um mat og eftirlit í skólastarfí hættulega opinn. Jón Baldvin Hannesson, skóla- stjóri, gagnrýndi að Iítið væri fjallað um skólastjórnendur í skýrslunni. Ekki væri fjallað um mismunandi þarfír stórra þéttbýlisskóla og lítilla skóla í dreifbýli, hvorki væri minnst á ferðir til og frá skóla né heimavist- ir. Þá væri ékki fjallað um tölvur og tölvuvæðingu í drögunum. Almennt orðalag Á eftir Jóni tók Hjálmar Ámason, skólameistari, til máls og kvartaði yfir of almennu orðalagi í drögunum. Hann spurði hvernig brugðist yrði við þeim viðbrögðum stjómenda skóla að vilja einungis kenna úrvals- nemendum og ætla öðrum þá sem styttra væru komnir. Á eftir fjallaði Hjalti Hugason, rektor, um háskóla og benti á að félagsleg markmið væra of áberandi. Sigmundur Guð- bjarnarson, rektor Háskóla íslands, benti á að um leið og nemendum HÍ fjölgaði mjög stæðu fjárveitingar í stað. ■ DAGAR leikbrúðunnar í Gerðubergi. Helgina 17.-18. nóv- ember sýnir Brúðuleikhúsið á Egilsstöðum leikritið um Brima- borgarsöngvarana. Sýningar hefj- ast kl. 15.00 báða dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.