Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990
39
BOLUNGARVIK
Hljómplata með söng tveggja
níu ára bolvískra barna
hljóðrituð í Þýskalandi
Bolungarvík.
í FYRSTU viku desember kemur út ný hljómplata með söng tveggja
níu ára bolvískra barna. Þau heita Magnús Már Einarsson og Asta
Björk Jökulsdóttir. Börnin dvöldu við upptökur um vikutíma í hljóð-
veri í Hannover í Þýskalandi.
að eru þau systkinin Hrólfur
Vagnsson og Soffía Vagns
dóttir sem standa að þessari plotu-
útgáfu, og sjá þau um allar útsetn-
ingar og stjórn upptöku.
Þau eru bornir og barnfæddir
Bolvíkingar, Hrólfur hefur búið í
Þýskalandi um árabil eða frá því
að hann fór þangað til náms í harm-
onikkuleik fyrir um 9 árum, hann
starfar nú við tónlist auk þess sem
hann rekur eigið hljóðver, Tón-
studio H. Vagnssonar í Hannover,
en Soffía er tónmenntakennari að
mennt og starfaði hér í Bolung-
arvík um tíma, en er nú búsett í
Hollandi.
Karólína Mónakóprinsessa er nú
sögð æf af reiði út í páfastól
vegna síendurtekinna synjana um
að veita henni lögskilnað frá fyrri
eiginmanni sínum, Philip Junot.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan Karólína og Ju-
not slitu samvistum,
bæði hafa gengið í
það heilaga á ný og
sem kunnugt er missti
Karólína nýlega eigin-
mann sinn, Stefano
Cashiragi, með vo-
veiflegum hætti. Þau
áttu þijú börn saman.
Vegna óbilgimi páfa
til að veita lögskilnað
eru börn Karólínu og
Stefanos tæknilega
séð óskilgetin og því
vill Karólína ekki una.
Á meðan Stefano var
á lífi voru gerðar
margar atlögur að
Páfagarði vegna
málsins, en eftir
dauða Stefanos hefur
Karólína skorið upp
herör og hyggst fylgja
málinu eftir af feikna-
þunga.
Tilraunir fjöl-
skyldnanna tveggja til
að knýja frafn lög-
skilnað hafa sem sé
engan árangur borið.
Grace furstaynja sem
lést í bílslysi fyrir nokkrum árum
fór t.d. tvívegis í eigin persónu til
Páfagarðs til að tala máli dóttur
sinnar og Junots, ekki síst er hillti
undir hjónaband Karólínu og Stef-
anos. En ailt kom fyrir ekki og
þóttu svör Páfagarðsmanna heldur
skilningssnauð og jafn vel hranaleg,
„Karólína og Philip gengu í heilagt
hjónaband þar sem þau lofuðu Guði
að vera saman allt til æviloka. Það
er ekki á valdi páfa að breyta slíku
á stuttum tíma,“ sagði í einni til-
kynningunni.
Á plötunni verða sex lög. Tvö
laganna eru eftir Hrólf, eitt eftir
Soffíu, en hún samdi auk þess alla
texta nema einn, tvö eru hollensk
og eitt laganna, sem heitir Líf án
lita, er eftir tvö bolvísk ungmenni,
þau Jónatan Einarsson og Ernu
Jonmundsdóttur, þau eru aðeins 15
ára. Lag þetta var frumflutt í Borg-
arleikhúsinu fyrr á þessu ári þar
sem það var liður í dagskrá sem
flutt var í tilefni af degi jarðar.
Fréttaritari Morgunblaðsins hitti
þau Magnús og Astu að máli og
bað þau að rekja í stuttu máli ferða-
söguna, því það er svo sannarlega
ekki á hvetjum degi sem börn á
Það er ekki að ástæðulausu að
Karólína og fjölskylda hennar sækja
þetta svona fast. Bæði ítölsk og
frönsk lög kveða þannig á, að börn
geti ekki erft feður sína ef þau eru
óskilgetin. Stefano var afar auðug-
ur maður svo og fjölskylda hans.
Furstafjölskyldan lítur á það sem
sjálfsögð mannréttindi að börnin
litlu þijú fái föðurarf sinn, en páfi
er á öðru máli og færustu lögfræð-
ingar Frakklands sem furstafjöl-
skyldan hefur leitað til hafa gefið
í skyn að á brattan verði að sækja
og þegar til kastanna komi kunni
geðþóttaákvörðun páfa að ráða úr-
slitum. Eru menn ekkert of bjart-
sýnir á að hann mildi viðhorf sitt
eftir það sem á undan er gengið.
þeirra aldri ferðast frá Vestfjörðum
til Þýskalands til að syngja inn á
hljómplötu.
Þeim lá mikið á að segja ferða-
söguna, og töluðu gjarnan bæði í
einu í fyrstu, en svo fór að Magnús
hafði orðið fyrst:
„Við fórum út 22. október. Bróð-
ir hans pabba fylgdi okkur út á flug-
völl í Keflavík, en þegar við komum
þangað þá kom í ljós að Ásta hafði
gleymt vegabréfinu sínu fyrir vest-
an.“ Nú tók Ásta við að segja frá:
„Þá var bara eftir hálftími þar til
vélin átti að fara og þetta var
snemma morguns og allt lokað svo
að það þurfti að kalla út ljósmynd-
ara og mann hjá bæjarfógetanum
í Keflavík til að búa til nýtt vega-
bréf fyrir mig, en þetta bjargaðist
því það voru allir svo hjálpsamir
þarna í flugstöðinni, en við gátum
ekkert farið í fríhöfnina í Leifsstöð."
„Það fylgdi okkur enginn í flug-
vélinni," sagði Magnús, „en Roland,
maðurinn hennar Soffíu, tók á móti
okkur í Amsterdam og svo fórum
við í lest til Amelo þar sem þau búa.
Daginn eftir fórum við svo til
Hannover og vorum þar í fimm
daga í stúdíóinu hans Hrólfs þar
sem upptökur fóru fram. Við þurft-
um að syngja sum lögin oft inn,
en t.d. eitt lagið þurftum við bara
að syngja tvisvar." Ásta sagði að
þau hefðu verið búin að æfa sig á
lögunum áður en þau fóru út. „Við
fengum senda spólu með lögunum,
og pabbi okkar og mamma hjálpuðu
okkur við æfingarnar.
Þegar við vorum búin að ljúka
upptökum þarna í Hannover fórum
við aftur til Amelo og dvöldum
heima hjá Soffíu í tvo daga áður
en við héldum heim.“ Og þarna
greip Magnús söguþráðinn. „Okkur
var fylgt út á Schiphol-flugvöll en
þar tók á móti okkur flugfreyja frá
flugfélaginu KLM og hún fylgdi
okkur þangað sem íslenska flugvél-
in var.“
„Við vorum svo heppin að píanó-
kennarinn okkar, hún Marta Hlín
Magnadóttir, var einmitt stödd
þarna í Amsterdam þessa helgi,“
sagði Ásta, „og gátum við því fylgst
með henni heim í flugvélinni."
Eitt laganna á plötunni er óður
til umferðaröryggis, þar sem í text-
anum er falinn áróður fyrir aukinni
aðgæslu í umferðinni.
Þess má geta að með hverju ein-
taki af plötunni mun fylgja umferð-
argetraun og verðlaun í getrauninni
verður reiðhjól sein- reiðhjólaversl-
unin Örninn í Reykjavík gefur.
Víst er að Bolvíkingar bíða
spenntir eftir þessari hljómplötu þar
sem allur flutningur og stór hluti
efnisins er unninn af bolvísku lista-
fólki.
- Gunnar
COSPER
— Mundirðu eftir að kaupa súkkulaðiisinn?
HERÖR
Karólína blæs til
sóknar gegn Páfagarði
Karólína Mónakóprinsessa