Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1990 Framleiðslukostnaður á rafmagni til stóriðju eftir Einar Júlíusson Samkvæmt reikningum Þjóð- hagsstofnunar og Landsvirkjunar er kostnaðarverð rafmagns frá nýj- um virkjunum til stóriðju 16,3 mill. Það liggja ekki alveg á lausu upp- lýsingar um það hvernig þetta kostnaðai’verð er reiknað en það má reikna það eftir ýmsum leiðum og áætla að það sé í raun um 90% hærra af eftirfarandi ástæðum sem greinilega er ekki reiknað með a.m.k. ekki að fullu. 1. Kostnaði af Blönduvirkjun. 2. Lækkun dollarans og hækkun krónunnar síðastliðið ár. 3. Afskriftum virkjana. 4. Reksturskostnaði virkjana. 5. Vöxtum eða arði af eigin fé. 6. Hlutdeild í sameiginlegum kostnaði Landsvirkjunar. 7. Rannsóknarkostnaði fyrir framtíðarvirkjanir. Síðast en alls ekki síst er ekki reiknað með neinum aðgangseyri að auðlindinni sem ég get þó heldur ekki metið hér til ijár. Virkjunar- möguleikar eru verðmæti a.m.k. þegar skortur verður á þeim. Miðl- unarmöguleikar eru verðmæti og það er þegar skortur á þeim. Hraun- eyjafossar og Þjórsárver eru einnig verðmæti óháð virkjunar- og miðl- unarmöguleikum. Þrír liðir hér eru stærstir. 1. Siðleysið, að ætla að gefa ATLANTAL Blönduvirkjun og allt sem heitir Landsvirkj- un annað en ókomnar virkjan- ir. 2. Viðvaningshátturinn, að gleyma enn einu sinni verð- bólgunni. 3. Höfðingsskapurinn, að reikna vart með afskriftum eða vöxt- um af eigin fé. Kostnaður og vaxtaáætlun Stofnkostnaður nýrra virkjana samkvæmt áætlun Landsvirkjunar er svipaður (19,17 kr./kWst/ár) og stofnkostnaður eldri virkjana (19,75 kr./kWst/ár) og áætlun bók- arinnar „Energy Resources and Dams in Iceland“ þ.e. 0,261 dollar- ar á kWst/ár (des. ’88) sem að við- bættum 19% fyrir dreifikerfi og frami-eiknað jafngildir 19,85 kr./kWst/ár. Áætlun Landsvirkjun- ar um kostnað dreifikerfis sem 19% af verði virkjananna. Áætlað verð táknar 57,127 milljarða króna (Gkr) virkjunarkostnað miðað við orku- þörf Atlantal (2980 GWst þ.e. millj- ónir kílówattstunda). Hann er því rétt rúmur einn milljarður dollara. Miklu minna er að treysta á spá um raunvexti næstu 40 árin. Raun- vextir á alþjóðamarkaði hafa lækk- að talsvert undanfarin ár en Al- þjóðabankinn hefur þegar ráðlagt vaxtahækkun. Vextir innanlands eru mun hærri og minna má á að sú gjaldþrotahrina sem dunið hefur hér yfir stafar af því að menn hafa fjárfest án fyrirhyggju og reiknað með lægri raunvöxtum en þeir hafa í raun orðið. Miðað við 5,5% vexti, 2,5% af- skriftir og 2% í rekstur þarf sölu- verð raforkunnar að vera 10% af stofnkostnaði eða tæpar 2 kr./kWst til þess að koma í veg fyrir taprekst- ur. Það samsvarar 30-40 mill eftir því hvort virkjað er fyrir stóriðju eða almenningsveitur. Mill er þús- undasti hluti úr dollar þ.e. um 5 og hálfur eyrir. Verðbólga og vísitala Sá stofnkostnaður sem Lands- virkjun reiknar með til fyrirsjáan- legrar framtíðar er 83,970 milljarð- ar króna (Gkr.) og nettó fram- leiðsla þess hluta er 4785 milljón kílówattstundir (GWst) á ári. Fram- reiknuð með byggingarvísitölu til dagsins í dag (okt. ’90) er upphæð- in = 91.734 Gkr. Áætlanir Landsvirkjunar um n Ultra Pampers IMí Stráka Stelpu BLEIUR Rakadrægur kjarni að framan Rakadrægur kjarni í miðju Þó bleian sé vot er barnið þurrt Ánægðir strákar og stelpur í Pampers-bleium Pampers bleiur eru hannaðar með vellíðan barnsins að markmiði. Við framleiðslu þeirra er leitast við að spara dýrmætar auðlindir jarðarinnar og að spilla ekki umhverfinu með skaðlegum úrgangi. n Últra Pampers AUKA VELLÍÐAN BARNANNA STUÐLA AÐ UMHVERFISVERND íalBnJkííílÍ Tunguháls 11. Sími 82700. langtíma jaðarkostnað til stóriðju sem 18 mill (lækkað í 16,3 mill með því sem hún kallar flýtikostn- aðar reikningum þar sem Blöndu- virkjun er sleppt a.m.k. að mestum hluta) miðast við verðlag í desem- ber í fyrra. Síðan þá hefur bygging- arvísitala hækkað og dollar lækkað. 18 mili í desember í fyrra eru — 21,75 mill í dag. Upprunalegi samn- ingurinn við ÍSAL var um fast verð 2,5 mill til 20 eða 40 ára. Núgild- andi samningur er einnig um fast hámarksverð 18,5 mill til langs tím'a. ÍSAL-samningarnir voru og verða dýrkeypt mistök en enn virð- ast ráðamenn þó ekki kunna að reikna með verðbólgunni í samning- um sínum við útlendinga. Með til- vísun til gamals verðs er fullyrt eða gefið í skyn að byggingarkostnaður virkjananna sé miklu lægri en hann er í raun og veru. Með því að sleppa bæði Blönduvirkjun og verðbólg- unni er virkjunarkostnaðurinn feng- inn sem 500 milljónir dollara, helm- ingi lægri en rétt er samkvæmt áætlun Landsvirkjunar. Hvaða vit er nú í slíkum vinnubrögðum? Hver á að borga það sem vantalið er, 500 milljónir dollara? Hví er ódýrara að framleiða rafmagn fyrir stóriðju? Ástæðan er lakari þ.e. ójafnari nýting almenningsveitnanna á raf- magninu. Það er dægur- og árstíða- sveifla í eftirspurninni og framboðið eykst í stórum stökkum (heilum virkjunum). Stóriðjan nýtir aflið í tæplega 8.000 tíma á ári en aimenn- ingsveiturnar aðeins í rúmlega 6.000 stundir (1989). Til að selja sömu orku (alla orkuna sem er í vatninu) þarf að setja upp fyrir al- menningsveiturnar 31% meira afl (stærri vélar) í virkjuninni og auka flutningsgetu háspennulínanna samsvarandi. Nú reiknar Lands- virkjun aflahlutann í virkjunar- kostnaðinum sem 40% og orku- hlutann 60%. Ef vélarnar eru virki- lega svo stór hluti miðað við vatnið (stíflurnar) er 12,3% dýrara að framleiða rafmagn fyrir almenning- sveiturnar. Landsvirkjun fær út stærri tölu, hún reiknar með styttri nýtingartíma almenningsveitna og engum orkuhluta í háspennulínum. Raforkuþörf almenningsveitna vex jafnt og þétt en framboðið vex í heilum virkjunum. Virkjunin er í upphafi vannýtt og á þeim tíma þar til hún er loks fullnýtt (en næsta virkjun vannýtt) nýtist hún að með- altali aðeins að hálfu leyti. Ef að- eins er virkjað fyrir almennan markað borgar sig ekki að bæta við í einu skrefi svo stórum bitum sem heilli Blönduvirkjun en sé það nú samt gert þýðir það viðbótar leiðréttingu 14,7% sem ekki kæmi ef virkjað væri fyrir stóriðju sem tæki alla orkuna strax. Allt í allt er þá 29% dýrara að framleiða fyr- ir almennan markað. Þetta mat sem miðar við að nýjasta orkuverið sé stórt og umframorka þess gjörsam- lega verðlaus en stóriðjan kaupi ailtaf rafmagn í heilum virkjunum án tafar er verulegt ofmat. í notkun minni á sömu leiðréttingu og Lands- virkjun notar felst alls engin viður- kenning á réttmæti hennar. Jaðarkostnaður Bygging Blönduvirkjunar er þeg- Einar Júlíusson „Það er stefna íslend- inga að það sé ekki hægt að geyma fisk í sjó eða græða á geymd- um eyri og óspilltri náttúru. Við gefum lítið fyrir skólakerfi eða þjóðarbókhlöður en tökum lán til þess að eyðileggja auðlindir okkar eða í besta falli koma þeim í kostnaðar- verð.“ ar hafin og verður ekki aftur snúið með hana. Um þá rökleysu að því eigi almenningur að borga hana en ekki ATLANTAL, sem fær raf- magnið frá henni, þarf þó ekki að fjölyrða. Sú staðhæfing er jafn frá- leit og hún er siðlaus. Að sjálfsögðu verður að reikna kostnaðinn af öllu því rafmagni sem ATLANTAL kaupir. Einu gildir hvort þar er um að ræða rafmagn frá núverandi virkjunum, virkjunum sem þegar eru í byggingu, virkjunum sem ákveðið hefur verið að reisa eða virkjunum sem engan er farið að dreyma um. Almennt tel ég það siðleysi að miða söluverð við eitt- hvert raunverulegt eða ímyndað jaðarverð. Þótt nýju virkjanirnar kölluðu t.d. ekki á aukningu á sam- eiginlegum kostnaði og yfirstjórn yrðu þær samt að bera sína hlut- deild í þeim kostnaði og kostnaðar- verð á raforku frá þeim að miðast við það. Það má svo sem segja að það kosti ekkert að fljúga með far- þega til íslands því flugvélarnar verða hvort eð er að koma til baka. Það væri þó siðleysi að byggja far- miðaverðsákvörðun á slíku bulli eða selja útlendingum_ þessvegna flug- miða ódýrara en íslendingum. Hér verður því reiknað með Blönduvirkj- un. Eina réttlætingin fyrir því fjár- festingarævintýri er sala til stóriðju og það er alls ekki veijandi á neinn hátt að senda almenningi reikning- inn. Er það aðeins lán í'óláni að ATLANTAL skuli ekki sætta sig við miklu minna álver og Blöndu- virkjun eina? Gætu þeir þá fengið Ljóðabók eftir Hallberg Hallimmdsson KOMIN er út ný ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson og nefn- ist Þrætubók. Hún er 64 blað- síður að stærð og hefur að geyma rúmlega þrjátíu Ijóð. í kynningu útgefenda segir m.a. að í bókinni „ þrætir höfundur við Stein, Shakespeare og Donne svo að ekki sé minnst á Aðalstein Ing- ólfsson, skopast að ýmsum góð- skáldum íslenskum, túlkar að nýju nokkrar vel kunnar þjóðsögur og goðsagnir og heyr glímu við guð almáttugan". Á kápusíðu segir að ljóð Hall- bergs höfði vel til vitsmuna lesenda jafnt og tilfinninga, énda muni það satt vera að hann sé eitt fárra skálda, íslenskra, sem snerpi ljóð sín vitsmunalegri umræðu. En skopið er aldrei langt undan, eins og þeir vita sem lesið hafa fyrri bækur höfundar. Hallberg hefur verið búsettur í New York í þijátíu ár, þar sein hann hefur stundað þýðingar, rit- stjórn og önnur störf við al- fræðibækur og tímarit. Hann hefur áður sent frá sér þijár ljóðabækur sem verið hefur vel tekið. Útgef- andi Þrætubókar er Brú, en Stens- ill hf. prentaði. Dreifingu annast íslensk bókadreifing, Suðurlands- braut 4. I - L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.