Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 46
HANDKNATTLEIKUR / FRAKKLAND MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1990 Júlíus Jónasson næst markahæstur í frönsku 1. deildinni: „Arangur liðsins fram úr björtustu vonum“ ^KEPPNIN JÚLÍUS Jónasson, landsliðs- maður í handknattleik, er næst markahæstur í frönsku 1. deildinni þegar átta umferðir eru að baki, og lið hans, Paris Asnieres, er íþriðja sæti. Ár- angurinn til þessa „hefur farið fram úr björtustu vonum okk- ar,“ segir Júlíus. Þriðjudagur 20. nóv. kl. 20:00 Selfoss-KA íþróttahús Selfoss Þriðjudagur 20. nóv. kl. 20:00 Grótta-Stjarnan Seltjarnarnes 'yjfcr vAtryggingaféiag íslands hf Víkingar athugió Þeir einstaklingar og fyrirtæki, $em vilja senda jólakveðjur til félags- manna í jólablaði Víkings, vinsamlega hafið samband við skrifstofu félagsins í símum 83245 eða 37450. VíKingar í vígahug. ÍSLENSKI HANDBOLTINN 12. UMFERÐ Laugardagur 17. nóv. kl. 16:30 Stjarnan-ÍR Ásgaröur, Garðabæ Laugardagur 17. nóv. kl. 16:30 Víkingur-Haukar Laugardalshöll Laugardagur 17. nóv. kl. 16:30 f Valur-Grótta Hlíðarendi Sunnudagur 18. nóv. kl. 20:00 Fram-Selfoss Laugardalshöll 13. UMFERÐ Mánudagur 19. nóv. kl. 20:00 Víkingur-ÍR Laugardalshöll Mánudagur 19. nóv. kl. 20:00 Haukar-KR Strandgata, Hafnarfirði Þriðjudagur 20. nóv. kl. 20:00 Fram-ÍBV Laugardalshöll Þriðjudagur 20. nóv. kl. 20:00 FH-Valur Kaplakriki, Hafnarfirði Paris Asnieres er með 10 stig, eins og Bordeaux, Venissieux frá Lyon er efst með 15 og meistar- arnir frá því sl. keppnistímabil, Nimes, eru komnir með 11 stig. Júlíus og félagar mættu einmitt Nimes á heimavelli sl. miðvikudags- kvöld — og lauk leiknum með jafn- tefli, 18:18. „Við klúávuðum unnum leik. Hann var jafn allan tímann, en við vorum yfir í lokin 18:17 og með boltann. Einn leikmanna liðsins gerði hins vegar þau mistök að reyna ótímabært skot er 20 sekúnd- ur voru eftir, leikmenn Nimes náðu boltanum og jöfnuðu Ijórum sek- úndum fyrir leikslok. Beint úr auka- kasti; við stilltum upp varnarvegg, skotið fór í vamarmann, markvörð- urinn hálfvarði en boltinn „lak“ í netið,“ sagði Júlíus við Morgunblað- ið en hann gerði fimm mörk. Hann sagði lið Venissieux það besta í deildinni í ár að sínu mati, en Nimes-liðið væri einnig sterkt. í því eru átta landsliðsmenn auk sovésks leikmanns. Þess má geta að það var Venissieux sem burstaði sænska liðið Redbergslid í Evrópu- keppninni á dögunum. Júgóslavinn Zarazevic hjáBorde- aux; ljóshærður, lágvaxinn og örv- hentur, leikmaður sem oft hefur hrellt varnarmann íslenska lands- liðsins, er markahæstur í deildinni með 57 mörk^en Júlíus er næstur; hefur gert 52. Eins og áður hefur árangur Júl- íusar og félaga farið „fram úr björt- ustu vonum okkar,“ eins og hann orðaði það. Liðið kom upp úr 2. deild í vor og sagði hann stefnuna alls ekki hafa verið tekna á topp- sætið. Og þó staðan væri góð í dag þyrfti ekki nema tvo til þijá tap- leiki til að falla talsvert niður töfl- una. Nokkur lið væru með átta og níu stig, þannig að staðan gæti verið fljót að breyast. Júlíus Jónasson, í búningi Paris Asnieres, mænir að marki. Júlíus ekki með gegn Svíum Júlíus kemur til landsins nk. þriðjudag og verður með lands- liðinu í leikjunuin þremur gegn Tékkum 23., 24. og 25. nóvemb- er. Hann verður hins vegar að öllum líkindum illa fjarri góðu gamni milla jóla og nýárs er Is- lendingar og Svíar mætast í vin- átluleikjum hér á landi. Tvö frönsk 1. deildarlið, Paris Asnier- es og Metz, verða þá í æfinga- og keppnisferð á franskri nýlend- ur austur af Madagaskar, eynni Reunion. Þar verða þau þar til 3. janúar; æfa og leika við lið heimamanna, en Júlíus sagðist stefna að því að komast heim til íslands á gamlársdag. „Maður verður að ná áramótaskaupinu!“ sagði hann. FELAGSLIF Uppskeruhátíð Fram á mánudag Uppskeruhátíð knattspyrnudeild- ar Fram verður mánudaginn 19. nóvember kl. 18.00 í Framheimil- inu. Bestu menns hvers flokks verða heiðraðir, svo og markakóngur auk þess sem Eiríksbikarinn verður af- hentur þeim sem þykir hafa sýnt mestu framfarirnar. Allir unnendur knattspyrnudeild- ar Fram eru velkomnir, sérstaklega leikmenn yngri flokka og fjölskyld- ur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.