Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1990 23 Dönsku efnahagsmálin: Schliiter veitir jafn- aðarmönnum frest Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, hefur gefið jafnaðar- mönnum viku frest til þess að ganga frá samkomulagi við minnihluta- sljórn sína um efnahagsstefnu sljórnarinnar til næstu tveggja ára. Stjórnin mun væntanlega leggja fram tillögur um aðgerðir í efna- hagsmálum á fimmtudag, þar með talið frumvarp til fjárlaga. „Fái þessar tillögur.ekki meirihlutastuðn- ing í þinginu mun ég ijúfa þing og efna til nýrra kosninga,“ sagði Schliiter í gær. Hafa 12. og 13. desember verið nefndir sem líklegir kjördagar. Ágreiningur stjórnarinnar og Jafnaðarmannaflokksins hefur helstur verið um skattamálin, eink- um hátekjuskatta. Munurinn er þó sagður það lítill að fulltrúar Radik- ale venstre, sem á aðild að stjórn- inni, og flokkur Miðdemókrata, sem styður stjórnina, segja hann það óverulegan að engin þörf eigi að vera á kosningum. Henning Dyremose fjármálaráð- herra sagði í viðtali við Politiken í gær að stjórnin væri til búin að leggja ýmsa valkosti í skattamálum fyrir jafnaðarmenn og sagðist hann vongóður um að málamiðlun næðist. Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur Israel: Stjómvöld boða bann við sölu á svínakiöti Jerásalem. dpa. ISRAELSSTJORN hyggst setja lög, sem banna sölu á svínakjöti og takmarka mjög fóstureyðingar, samkvæmt samningi sem hún gerði við fjögurra manna þingflokk heittrúaðra gyðinga í gær. Samningurinn, sem var gerður við Agudat-flokkinn, er sigur fyrir Likud-flokk Itzhaks Shamirs forsæt- isráðherra. Stjórn hans naut áður stuðnings 62 af 120 þingmönnum á þingi landsins en nú standa 66 þing- menn á bak við hana. Samningur- inn er þó dýrkeyptur. Stjórnin skuld- bindur sig m.a. til að setja lög sem munu að öllum líkindum vekja miklar deilur í landinu. Þar verður sala á hvers konar matvælum sem unnin eru úr svínakjöti bönnuð nema hvað kristnir menn fá einhveijar undan- þágur. Ennfremur fá rabbínar vald til að ákveða hvort heimila eigi fóstu- reyðingar í einstökum tilvikum. Þá verða allar almannasamgöngur bannaðar á helgidegi gyðinga og óheimilt verður að birta „lostafengn- ar auglýsingar" í fjölmiðlum. í samningnum felst ennfremur að þrír af þingmönnum Agudat-flokks- ins verða gerðir að aðstoðarforsætis- ráðherrum og sá fjórði verður form- aður fjárveitinganefndar þingsins. Reuter Traustsyfirlýs- ingsamþykkt Neðri deild indverska þingsins samþykkti í gær yfirlýsingu um stuðning við Chandra Shekhar forsætisráðherra, sem hér sést. Sekhar hlaut hlaut 269 atkvæði gegn 20(1 atkvæðum. 524 þing- menn eiga sæti í deildinni. ■ KAUPMANNAHÖFN - írak- ar féllust á það á miðvikudag að láta 16 danska gísla lausa eftir við- ræður Ankers Jorgensens fyrrum forsætisráðherra við íraska leiðtoga og héld þeir til Danmerkur í gær. 22 danskir gíslar eru enn eftir í landinu. Jorgensen sagðist vonast til þess að geta fengið fleiri gísla lausa en skilyrði fyrir því var að Danir sendu Irökum þurrmjólkur- farm. ■ TIRANA - Albanska þingið samþykkti á miðvikudag ný lög sem leyfa erlendar fjárfestingar í Alb- aníu. Daginn áður var samþykkt að breyta stjórnarskrá landsins sem samin er í anda Jósefs Stalíns. Breytingarnar marka tímamót því ekki er langt síðan erlendar fjárfest- ingar voru bannorð í augum leið- toga landsins og Enver Hoxha fyrrum harðstjóri sagði að fyrr myndu Albanir éta gras en biðja útlendinga um aðstoð við matvæla- framleiðslu. ■ MOSKVU - Maður sem skaut af byssu á Rauða torginu við há- tíðarhöld á byltingardaginn 7. nóv- ember sl. viðurkenndi við yfirheyrsl- ur að hann hefði ætlað að myrða Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga, að sögn TASS-fréttastofunnar. Byssumaðurinn, AJexander Shmonov, er 38 ára og í vasa hans fannst bréf þar sem hann sagðist hafa undirbúið árásina í tvö ár. Lögregluþjónn sem stóð skammt frá Shmonov sá er hann dró tvíhleypu undan frakkanum. Brást hann skjótt við, greip í hlaupið og vísaði því upp í loftið um leið og skotin riðu af. PHILIPS RYKSUGAN TSOO, HLJÓÐLÁT OG LIPUR HÚSHJÁLP TUNTURI E404, MEST SELDA ERGÓ METER ÞREKHJÓLIÐ í HEIMINUM í DAG « , PHILIPS 14“ LITSJONVARP MEÐ FJARSTÝRINGU PHILIPS GEISLASPILARINN CD210, UMTÖLUÐ GÆÐI PHILIPS STERIO UTVARP OG SEGULBAND ■HiElllllR VASADISKÓ ILW Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515« KRINGLUNNISÍMI6915 20 í SOMftittgUM' ÚTVARP OG SEGULBAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.