Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1990 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Unglingar ánetjast vímuefnum Fyrir forgöngu landlæknis- embættisins hefur verið unnin skýrsla um vandamál vegna vímuefnaneyslu ungl- inga. Þar hafa verið kallaðir til þeir aðilar, sem best fylgjast með ungu fólki, er lent hefur í vandræðum vegna vímuefna. Áhyggjur hlýtur að vekja, hve fjölmennur hópurinn er. Nokk- ur hundruð ungmenni á aldrin- um 13-19 ára eru talin djúpt sokkin í neyslu vímuefna og áfengis. Þegar rannsókn eins og þessi er gerð, kemur í ljós, að erfitt er að benda á einhveija eina ástæðu fyrir hinni neikvæðu þróun. Hún endurspeglar að sjálfsögðu lifnaðarhætti al- mennt og fjölskyldulíf í landinu. Verst er ástandið hjá þeim ung- mennum sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, hafa hætt í grunnskóla eða eru atvinnu- lausir. í skýrslunni er vikið að því, sem helst er til ráða. Þar bein- ist athyglin ekki síst að uppeldi og heimilishögum. í skýrslunni segir meðal annars: „Efla verð- ur aðstoð við heimili og fjöl- skyldur sem minna mega sín. Hafa verður nokkra hliðsjón af hvaða breytur í uppeldi tengjast fráhvarfi nemenda úr námi. Samkvæmt athugun prófessors Siguijóns Björnssonar kom í ljós að þær breytur varða frem- ur hið innra andrúmsloft fjöl- skyldunnar, þ.e. slæm hjúskap- araðlögun, sinnuleysi, skortur á hlýju, ósamkvæmni eða mikill strangleiki foreldra eru taldar hafa mikil áhrif á börn í yfir 15% hjónabanda. Nokkurtengsl eru við sumar ytri aðstæður, s.s. starf föður og menntun, greind barns, geðheilsu og námsárangur. Eiiginn vafi leik- ur á að óhemju vinnuálag margra foreldra og miklar fjar- vistir frá heimilinu hafa hér áhrif.“ Þessi orð eru íhugunarverð fyrir alla foreldra, hvernig svo sem fjárhag þeirra og aðstæð- um að öðru leyti er háttað. Ábendingar af þessu tagi hafa alltaf átt erindi til foreldra, meira nú en áður vegna þess hve ill örlög kunna að bíða þeirra barna sem fara af hinni hefðbundnu braut; hættunum hefur fjölgað og þær eru verri en fyrr. I skýrslunni er lagt til að skólum verði gert kleift að sinna betur þeim nemendum sem eiga erfitt með að fylgjast með í náminu og stórefla rann- sóknir á áhrifum uppeldis og skólavistar. Talið er nauðsyn- legt, að vímuvarnaráð verði stofnað í stað Áfengisvarnaráðs og forvarnasjóður á vegum ríkisins verði settur á laggirn- ar. Þá vill hópurinn sem að þessu verki stóð, að ísland ger- ist aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni. Morgunblaðið tekur undir þessar tillögur. Frumkvæði landlæknisembættisins var tímabært og þeir sem það hefur kallað til samstarfs hafa hvað besta yfirsýn yfir þennan geig- vænlega vanda. Við honum verður hins vegar ekki brugðist af skynsemi nema öll þjóðin verði samtaka um það. Fátt er fámennri þjóð mikilvægara en koma í veg fyrir að glæsileg ungmenni verði vimuefnum að bráð og eyðileggi þannig eigið líf og annarra. Frjáls af- greiðslu- tími Tíðarandinn hefur mikil áhrif og getur valdið því að mál, sem áður vöktu ákafar deilur og virtust óleysanleg, renna í gegn átakalaust og eins og ekkert sé sjálfsagðara en þau séu samþykkt. Þetta er sagt í tilefni af því, að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um breyttan af- greiðslutíma smásöluverslana í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður afgreiðslu- tíminn gefínn frjáls frá kl. 7 á morgnana til kl. 23.30 á kvöld- in. Til að hafa opið þá og á helstu helgidögum þjóðkirkj- unnar þarf sérstakt leyfi. í þessari samþykkt felst bylt- ingarkennd breyting á verslun- arháttum í Reykjavík, þótt hún sé ekki annað en aðlögun að því sem tíðkast hefur við borg- armörkin. Er fagnaðarefni að loksins hefur náðst samstaða um þessa breytingu. Fram- kvæmd hennar er í samræmi við þá kröfu að af opinberri hálfu sé ekki lagður steinn í götu þeirra, er vilja veita neyt- endum sem mesta og besta þjónustu. Landbúnaðar- mál í deiglu eftir Þorstein Pálsson Að undanförnu hafa landbúnað- armál verið í deiglunni. Fyrir utan efnahagslega nauðsyn slíkrar um- ræðu hafa einkum tvær pólitískar ástæður legið til gi-undvallar þeirri umfjöllun sem viðfangsefnið hefur fengið í fjölmiðlum síðustu daga og vikur. Efnahagslegar og pólitískar ástæður Efnahagslegu ástæðurnar liggja í augum uppi. Það á ekki síður við um landbúnaðinn en aðra fram- leiðslu í landinu að draga þarf úr miðstýringu í þeim tilgangi að auka framleiðni, tryggja neytendum bú- vöru á hóflegu verði og framleið- endum viðunandi afkomu. Pólitísku ástæðurnar eru þessar: Annars vegar hefur hluti ríkis- stjórnarinnar verið að ræða um að gera nýjan búvörusamning án þess að afla áður lagaheimilda til slíkrar samningsgerðar. Hins vegar er um það að ræða að ríkisstjórnin hefur verið að bræða með sér hvaða svör hún ætti að gefa af íslands hálfu í GATT-viðræðunum, alþjóðasam- komulaginu um tolla og viðskipti. Línan lögð á vettvangi Sjálfstæðisflokksins Það er einkum svar ríkisstjórnar- innar í GATT-viðræðunum sem vakið hefur upp umræður síðustu daga. Stefnumótandi umræða um þau efni hófst innan Sjálfstæðis- flokksins fyrir meira en ári. I setn- ingarræðu Landsfundar haustið 1989 sagði ég meðai annars um þetta efni: „Framleiðslustjórnun í landbún- aði og fiskveiðistjórnun hafa um nokkurn tíma verið heMu bitbein stjórnmálabaráttunnar. í ýmsu hef- ur sú umræða gengið þvert á flokksbönd. Eins og oft vill verða beinist athygli manna þá helst að því sem sést frá þröngu sjónarhomi sérhagsmuna fremur en hinu sem blasir við af kögunarhólí heildar- hagsmuna þjóðarinnar ... Hvar- vetna eru styrkir og niðurgreiðslur enn allt of ríkur þáttur í landbún- aði til þess að hann geti lotið al- mennum fríverslunarlögmálum. En ugglaust verður þar á hægfara breyting á komandi árum. Og við munum taka þátt í þeim umræðum um milliríkjaverslun með landbún- aðarvörur, sem nýlega eru hafnar á vettvangi GATT, Alþjóðasam- komulagsins um tolla og viðskipti." Hér er línan lögð af hálfu Sjálf- stæðisflokksins. Ríkisstjóruin nú fyrst að átta sig En engu er líkara en það sé nú fyrst síðustu vikur og mánuði að ríkisstjórnin hafi áttað sig á því að eðlilegt sé og óhjákvæmilegt að íslendingar verði þátttakendur í þessum viðræðum og því alþjóðlega samkomulagi sem stefnt er að að verði á þessum vettvangi. Athyglivert er að ríkisstjómin héfur enn ekki treyst sér til þess að gera Alþingi grein fyrir stefnu sinni og afstöðu í þessu efni svo að heitið getið. Spurningum Pálma Jónssonar um afmarkaða þætti málsins var svarað fyrir skömmu með yfjrborðskenndum yfirlýsing- um af hálfu forsætisráðherra. Þó að Alþingi hafi ekki enn verið gerð grein fyrir málinu hafa ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna séð ástæðu til þess að fara í hár saman um hið raunverulega efni þess sem ríkisstjórnin hefur sagt á vettvangi GATT. Bylting eða ekki bylting Formaður Alþýðuflokksins hefur haldið því fram að svarið sem gefið var á vettvangi GATT en ekki hef- ur þótt ástæða til þess að ræða á Alþingi feli í sér algjör tímamót í landbúnaðarmálum. Hann fullyrðir að þar með hafi náðst samkomulag innan íslensku ríkisstjórnarinnar um að hún lýsi sig tilbúna að hverfa frá innflutningsbanni og ganga til samninga um nýtt kerfi. Formaður Framsóknarflokksins hefur á hinn bóginn lýst því yfir að í tilboði Islands felist alls engin tímamót og það sé ekki á nokkurn hátt bylting í landbúnaðarmálum. Svar íslands í GATT-viðræðunum sé aðeins tilboð sem langt sé í land með að verði að reglum. Formaður Framsóknarflokksins hefur lagt á það mikla áherslu að í þessu svokallaða tilboði felist ekki að verið sé að opna fyrir innflutning á búvörum nema að sáralitlu leyti og hefur nefnt í því sambandi að slíkur innflutningur gæti orðið 1-3% af landbúnaðarframleiðslunni þegar fram í sækir. Einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins lýsti því yfir í vik- unni að ríkisstjórnin hefði aldrei samþykkt svarið til GATT og þaðan af síður hefði Framsóknarflokkur- inn á það fallist. Formaður flokks- ins keyrði þetta rækilega ofan í þingmann sinn og sagði að ríkis- stjómin stæði einhuga að baki svar- inu og þar á meðal Framsóknar- flokkurinn. Og vitaskuld er auðvelt fyrir þingmanninn að kokgleypa og Framsóknarflokkinn að standa að slíkri ákvörðun ef hún felur ekki í sér neina breytingu á landbúnaðar- stefnunni. Er GATT-svarið aðeins þáttur í nýjum búvörusamningi? Varaformaður Alþýðubandalags- ins sem jafnframt er landbúnaðar- ráðherra hefur gefið til kynna að GATT-tiIboðið sé í raun og veru aðeins grunnur að nýjum búvöru- samningi. Fonnaður Framsóknar- flokksins hefur lýst sömu skoðun í viðtali við Tímann þar sem hann segir að í GATT-tilboðinu sé ekki gengið gegn því sem verið er að vinna að í búvörusamningnum. Oll þessi ummæli bera með sér að ríkisstjórnin virðist tæplega'hafa gert sér grein íyrir því um hvað hún var að fjalla eða hvað hún var að samþykkja. Meðan málið hefur ekki að fullu og öllu verið upplýst getur verið erfitt að henda reiður á öllum þáttum þess. En flest virðist benda til að í GATT-svarinu felist lítil tímamót. Skýringar formanns Þorsteinn Pálsson „En aðalatriðið fyrir okkur er að undirbúa íslenskan landbúnað undir að takast á við breytt rekstrarum- hverfi í ljósi þeirra samninga á alþjóðavett- vangi sem komið geta tii framkvæmda á næstu fimm til tíu árum.“ Framsóknarflokksins á því sem gerst hefur gætu því verið nálægt raunveruleikanum að þessu sinni. Á það er að líta að Alþýðuflokk- urinn hefur lýst algjörri andstöðu við endurnýjun búvörusamningsins. En sé það rétt sem landbúnaðarráð- herra og forsætisráðherra hafa gef- ið til kynna að GATT-svarið sé að- eins hluti af búvörusamningnum og byggt á grunni hans þarf Alþýðu- flokkurinn að skýra betur annars vegar afstöðu sína til búvörusamn- ingsins og hins vegar til GATT- svarsins. Aðlögun að nýju rekstrarumhverfi Kjarni málsins er sá að þær breytingar sem geta orðið á styrkja- stefnu og milliríkjaverslun með landbúnaðarafurðir á grundvelli GATT-samkomulagsins muni ger- ast á allnokkrum árum. Frá mínum bæjardyrum séð hefur það verið ljóst frá öndverðu að við yrðum að vera þátttakendur í því alþjóðlega samstarfi sem þarna á sér stað. • En aðalatriðið fyrir okkur er að undirbúa íslenskan landbúnað undir að takast á við breytt rekstrarum-. hverfi í ljósi þeirra samninga á al- þjóðavettvangi sem komið geta til framkvæmda á næstu fimm til tíu árum. Búvörusamningurinn var á sínum tíma gerður sem tímabundin aðlögun vegna offramleiðslu. Sú ráðagerð tókst að því er varðar mjólkurframleiðsluna en ekki að því er varðar lambakjöt meðal annars vegna breyttrar neyslu. Nú er kom- inn tími til þess að draga úr miðstýr- ingu og ofstjórn í þeim tilgangi að treysta undirstöður framleiðslunnar og tryggja neytendum framleiðslu- vörurnar á viðunandi verði. Mótun nýrra tillagna innan Sjálfstæðisflokksins Innan Sjálfstæðisflokkins hefur um nokkurn tíma verið unnið að undirbúningi tillagna á þessu sviði. Formaður landbúnaðarnefndar miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins greindi frá því starfi opinberlega fyrir skömmu. Morgunblaðið sagði svo frá þessu: „I landbúnaðarnefnd Sjálfstæðis- flokksins er nú verið að móta hug- myndir á grundvelli ályktana síðasta landsfundar flokksins, um miklar breytingar á afskiptum ríkis- ins af sauðljárræktinni. Rætt er um að afleggja útgjöld ríkisins til niður- greiðslna og útflutningsbóta á kindakjöti, en þess í stað fengju bændur beinar greiðslur úr ríkis- sjóði. Með þessu yrði kvótakerfi í kindakjötsframleiðslu aflagt.“ Að sögn Sigurgeirs Þorgeirsson- ar, formanns landbúnaðarnefndar- innar, eru hugmyndir þessar enn til umræðu og ekki komnar í endan- lega mynd. Hann segir að ekki liggi ljóst fyrir hver upphæð greiðslna til bænda ætti að verða, en rætt sé um að hún myndi nema hátt í launalið framleiðslunnar. Þetta fé yrði greitt út eftir ákveðnum regl- um. „Þess í stað féllu niður útflutn- ingsbætur, niðurgreiðslur og ríkis- ábyrgð á framleiðslunni og bændur hefðu frítt spii. Þeir mættu fram- leiða eins og þeir vildu, en bæru sjálfir ábyrgð á framleiðslunni," sagði Sigurgeir. „Það yrðu engin afskipti af því hvar framleiðslan færi fram. Þetta ætti að okkar mati að stuðla að því að fram- leiðsla gæti þróast þar sem hún væri hagkvæmust." Hann sagði að með þessu fyrir- komulagi myndi mikið sparast í ríkisútgjöldum. Markmiðið með hugmyndum sjálfstæðismanna væri þó ekki einvörðungu að spara ríkis- sjóði fé, heldur að bjarga búgrein- inni. „Við sjáum fram á það að kvótakerfið, eins og það er í dag, er að sigla sauðfjárræktinni í strand,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að landbúnaðar- nefndin gerði ráð fyrir að til að byrja með yrði samhliða þessu kerfi veitt aðstoð þeim bændum, sem vildu hætta búskap. „Það’ er ekki útilokað að haldið yrði áfram að kaupa upp fullvirðisrétt eða á ein- hvern hátt veittur stuðningur þeim mönnum, sem vilja hætta búskap en eiga þess ekki kost af fjárhags- ástæðum af því að eignil' þeirra eru verðlausar. Þessi þróun þarf að ganga yfir á einhveiju árabili á mannúðlegan hátt.“ Sigurgeir sagði að ekki væri gert ráð fyrir að í upphafi yrði hreyft við kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur reynt að gi-eiða fyrir aukinni hagkvæmni þar með öðrum hætti. „Við teljum að vandinn brenni biýn- ast á sauðfjárræktinni og þar verði byijað að taka til hendinni,“ sagði Sigurgeir." I þágu framleiðenda og neytenda Hér er um að ræða undirbúnings- vinnu sem afstaða verður tekin til á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marsmánuði næstkomandi. En eng- um dylst að verið er að fjalla um nýjar hugmyndir. Þær byggja ekki á miðstýringarhugmyndum fram- sóknarmanna sem hljóta að leiða til frekari stöðnunar og uppdráttar- sýki í landbúnaði. Þær fela ekki í sér að bijóta eigi íslenskan landbún- að niður eins og öfgakenndustu talsmenn Alþýðuflokksins vilja. Þessar hugmyndir byggja á auknu frjálsræðf og minni miðstýringu með nýju formi á opinberri aðstoð sem um leið yrði í samræmi við það sem er að gerast í alþjóðlegum samningum á þessu sviði. Til þess að ná aukinni framleiðni og lægra vöruverði þarf atorka, útsjónarsemi og hagsýni að fá að njóta sín. Þeir sem búa við best skilyrði til ræktunar og beitar þurfa að. fá að njóta þeirrar aðstöðu. Og ennfremur þurfa menn að fá að njóta þess að vera staðsettir næst stærstu markaðssvæðunum. Þetta getur aðeins gerst með minni mið- stýringu. Og það er eina leiðin til þess að báðir aðilar, framleiðandinn og neytandinn, geti haft ávinning af breytingum. Höfundur erformaður Sjálfstæðisflokksins. Flokksþing Framsóknarflokksins: Ekki hægt að halda velferðarkerfinu úti án þess að heimta hærri skatta - sagði Steingrímur Hermannsson í yfirlitsræðu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði á 22. flokksþingi Framsóknarflokksins, sem sett var í gær, að hann hefði lengi verið þeirrar skoðunar að skattlagningin í landinu væri of lítil. Ekki væri hægt að halda úti núverandi velferðarkerfi án þfess að heimta meiri skatta. Steingrímur sagðist ekki vera að tala um skattlagningu á borð við þá á Norðurlöndunum, yfir 50%, en annað hvort yrði að skera nið- ur velferðarkerfið, eða auka tekjur rlkissjóðs. Steingrímur bætti við, að hægt Hann sagði einnig að tekist hefði væri að auka tekjur ríkissjóðs með_ að ná vöxtum niður, sem hefði kom- Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins flytur yfir- litsræðu sína. því að auka framleiðsluna í landinu, og það yrðu íslendingar hvort sem er að gera til að greiða niður erlend- ar skuldir. Þar sagðist hann ekki sjá aðra betri leið, sem stæði, en að standa að byggingu álver. Það mál væri þó alls ekki komið í höfn. „En ég vona að ýmsar tafir, sem ég kenni engum sérstökum um, verði ekki til þess að þetta mál verði ekki að veru- leika,“ sagði Steingrímur. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi í yfirlitsræðu sinni fór Steingrím- ur nokkrum orðum um árangur ríkis- stjórnarinnar og sagði sagði hana hafa m.a. komið í veg fyrir stöðvun fiskvinnslunnar í upphafi síðasta ár. ið bæði almenningi og fyrirtækjum til góða. „Okkur mun ekki takast að halda þessu nema með mjög ötulu starfi og vera á verði á öllum stöðum. Ég treysti ekki Sjálfstæðisflokknum með sína frjálshyggju og ofuráherslu á markaðsstarfsemina, til að gera það,“ sagði Steingrímur, og bætti við að engum nema Framsóknar- flokknum treystandi til að leiða slíkt verk. Steingrímur ræddi fyrirhugað af- nám lánskjaravísitölu, og sagði Seðiabankann hafa lagt til að hún yrði óbreytt, en bankamir byðust til að bjóða val milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Steingrímur sagði þetta ekki nægilegt skref, þótt ljóst væri að -fara yrði hægt í að afnema vísitöluna, og sagði málið verða tekið fyrir í ríkisstjórn aiveg á næstunni. Heilbrigt að hafa erlendan banka Þegar Steingrímur ræddi um pen- ingamál sagði hann að fijálst fjár- magnsstreymi væri nauðsynleg að- lögun að breytingum i Evropu. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að það væri mjög heilbrigt að hafa erlendan banka starfandi hér á landi til að veita innlendum bönkum samkeppni. Um húsnæðismál sagði Steingrímur, að sér hefði þótt meir en nóg um, hve þar væri títt breytt um kerfi. Þó væri ljóst, að kerfið frá 1986 hefði brugðist vegna þess að ekki hefði verið nægiiega tryggt að vaxtamunur milli inn- og útlána minnkaði. Ilann sagði húsbréfakerf- ið áhugavert, en ljóst að þar væri mikið verkefni framundan að sam- ræma þá vexti sem ríkið byði eftir ýmsum leiðum. Hann sagði að vænt- anlegur væri nýr flokkur ríkis- skuldabréfa, þar sem boðuð væri mikil breyting af ríkisins hálfu á vöxtum, en upplýsti það ekki nánar. Svikamylla í sjávarútvegi sagði Steingrímur að eitt stærsta vandamálið væri óheftur útflutningur á ferskum fiski til Evrógubandalagsins og ótrúlegt væri að íslendignar féllu í þá gildru að afhenda fiskinn til niðurgreiddra fiskvinnslustöðva þar, en fengju svo ekki að flytja þangað inn fersk flök á samkeppnisgrundvelli. „Þetta er einhver sú ótrúlegasta svikamylla sem maður getur bent á,“ sagði Steingrímur, og sagði að Aflamiðlun hefði ekki tekist að stjórna þessum útflutningi. Þegar Steingrímur fjallaði um heilbrigðismál, lýsti hann m.a. furðu á þeirri andstöðu sem frumvarp Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- ráðherra um samræmda stjórn sgítala í höfuðborginni hefði mætt. „Ég hef stundum spurt Guðmund, hvers vegna við afhendum ekki Reykjavíkurborg Borgarspítalann, og segjum: Gerið svo vel, rekið spítalann. Ég er viss um að þeir kæmu skríðandi til baka og bæðu Guðmund að taka við honum aftur,“ sagði Steingrímur. Fjaðrafok vegna Gatt-tilboðs Um landbúnaðarmálin sagði Steingrímur, að nokkuð fjaðrafok hefði orðið um tilboð íslendinga í Gatt-viðræðunum um tollamál. Hann sagði að þetta tilboð hefði verið skynsamlegt því ekki hefði verið hjá Jiví komist, að gefa til kynna að Islendingar væru tilbúnir til að skoða eitthvað aukinn innflutn- ing á landbúnaðarvörum. Það yrði þó háð magntakmörkunum og jöfn- unartollum. Hins vegar hefði komið frarr^misskilningur um þetta tilboð, og það hefði verið mjög óvarlega túlkað á þann hátt að þarna væri verið að opna fyrir óheftan innflutn- ing á landbúnaðarvörum. Steingrímur sagði að í ríkisstjórn- inni hefði verið haldið áfram þeirri virku stefnu, sem hann hefði komið fram á sínum utanríkisráðherraferli. Hann nefndi m.a. tillögur íslendinga hjá NATO um afvopnun í Norður- Atlantshafi. Hann sagði að á fundi leiðtoga 34 ríkja í París í næstu vik- um, myndi hann ekki gefa eftir þá kröfu, að takmörkuð verði umferð kjarnorkukafbáta í N-Atlantshafi. Aðild að EB hafnað Á flokksþinginu kemur mjög skýrt fram í drögum að ályktunum, að Morgunlaðið/Sverrir Við undirritun sanuiings um byggingn hjúkrunarheimilis í Grafar- vogi.Talið frá vinstri, neðri röð: Halldór Rafnar, Davíð Oddsson, Páll Gislason, Magnús L. Sveinsson og Sigurgeir Sigurðsson. Efri röð: Sigurður Helgi Guðmundsson, Petrea Jónsdóttir, Pétur A. Ma- -■>' ack og Helga Einarsdóttir. Grafarvogur: Bygging hjúkrun- arheimilis hafin DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, tók i gær fyrstu skóflustungu að Eir, lijúkrunarheimili við Gagnveg í Grafarvogi. Fullbúið mun hjúkrunar- heimilið geta rúmað 100 sjúklinga. Auk venjulegra hjúkrunardeilda er gert ráð fyrir sérhannaðri deild fyrir alzheimersjúklinga og deild sem hönnuð hefur verið með sér- stöku tilliti til blindra og sjón- skertra. Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti heimilisins verði tilbúinn til notkun- ar haustið 1992, annar hluti í jan- úar 1993, þriðji hlutr haustið 1993 og heimilið fullbúið í janúar 1994. Byggingaraðili hjúkrunarheimil- isins er Sjálfseignarstofnunin Eir, en að henni standa Reykjavíkur- borg, Seltjarnarneskaupstaður, Samtök blindra og blindravina, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði, Félag aðstandenda alz- heimersjúklinga og sjálfseignar- stofnunin Skjól. Lögum um ráðninga- nefnd verður breytt stofu ríkisins að hún hefur haldið „ÞAÐ er alveg rett hja Rikisend- urskoðun að tímabært sé að breyta lögunum um ráðninga- nefnd ríkisins og þegar er í undir- búningi slík lagabreyting af hálfu fjármáiaráðuneytisins," segir Ol- afur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra. „Ég vek athygli á því að í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur skýrt fram að á síðustu tveimur árum hefur tekist að breyta þannig rekstri Launaskrif- Framsóknarflokkurinn hafnar öllum hugmyndum um aðild að Evrópu- bandalaginu. Steingrímur Her- mannsson sagði að þetta væri stóral- varlegt mál, sem varðaði sjálfstæði þjóðarinnar um alla framtíð. Hann sagði að íslendingar ættu á hættu að verða „Hornstrandir Evrópu- bandalagsins" við aðild að bandalag- inu. Hann sagðist telja að málstaður og sérstaða íslands hafi verið mjög vel kynnt innan EB, og því teldi hann, að annað hvort mætti ná sérá- kvæðum fyrir ísland inn í samninga EFTA og EB, eða sérstökum samn- ingum við EB ef EFTA samningarn- ir mistækjust. Steingrímur spurði eftir hveiju væri verið að seilast, og svaraði að það væri fullt frelsi í viðskiptum með fisk. En í raun og veru hefðu Islendingar mjög góðan samning við EB. Tollfijáls aðgangur með þýddi aðeins um 1-2 milljarða til viðbótar, auk þess sem þeir tollar, sem teknir eru af saltfiskinum eru sennilega greiddir af neytendum. „Ég tel að okkar hagsmunir liggi miklu frekar í vera innan toll- múranna, og það erum við reyndar í dag. Að einangrast ekki heldur taka þátt í því sem þarna er að ger- ast, og það getum við útaf fyrir sig nú. Mín afstaða, og okkar framsókn- armanna vona ég allra, er sú: vioð eigum að vera með Evrópu en eigum ekkert erindi þarna inn,“ sagði Steingrímur Hermannsson. sig innan hcintilda í fjárlögum." Ríkisendurskoðun gagnrýnir þann hátt, sem hafður hefur verið á við ráðningu nýrra starfsmanna ríkisins. Ríkisstarfsmenn hafi verið ráðnir til sérstakra verkefna án heimildar ráðninganefndar og ráðn- ing þeirra síðan framlengd. Nú eiga hundruð verkefnaráðinna ríkis- starfsmanna rétt á fastráðningu, samkvæmt kjarasamningum BHMR og BSRB. Ríkisendurskoðun segir fj árm ál aráðuneytið sniðganga ráðninganefndina með öilu og spyr hvort ekki sé tímabært að leggja nefndina niður í núverandi mynd. „í reynd hefur það kerfi, sem byggðist á ráðninganefnd ríkisins, verið smátt og smátt að hverfa í skuggann af þeirri stefnu að í fjár- lögum væri ákveðinn sá fjöldi stöðu- gilda, sem ríkisstofnunum væri heimilaður. Síðan yrði að leggja höfuðáherslu á að ríkisstofnanir færu eftir heimildum fjárlaga hveiju sinni,“ sagði Ólafur Ragnar. „Á síðari árum hefur æviráðningar- kerfið í reynd vikið fyrir öðrum ráðningarformum.“ Ólafur Ragnar sagði að fram kæmi í skýrslu Ríkisendurskoðunar að svo virðist sem tekist hafi að laga fjölda raunverulegra starfs- manna Launaskrifstofu ríkisins að heimildum í fjárlögum. Þá kæmi einnig fram að á árinu 1989 hafi rekstrarkostnaður Launaskrifstof- unnar samsvarað heimildum fjár- laga. „Fyrir árið 1988 tíðkaðist að vera með fjölda af lausráðnu fólki, ætla ekki fyrir því í fjárlögum og gera upp síðar. Þessu var hætt. Það er mjög ánægjulegt að Ríkisendur- skoðun staðfesti það í skýrslu sinni að árið 1989 tókst að halda launa- og rekstrarkostnaði Launaskrifstof- unnar innan heimilda í fjárlögum. Það mun einnig takast í ár,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.