Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 2
'2
MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 16. JANÚAR 1991
Hæstiréttur í máli Guðrúnar Agústs-
dóttur gegn ríkissjóði:
Dæmd 6 mánaða bið-
laun þar sem sambæri-
legt starf bauðst ekki
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt í máli Guðrúnar Ágústsdóttur, núver-
andi aðstoðarmanns menntamálaráðherra, gegn fjármálaráðherra
og menntamálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Hæstiréttur felst á
rétt Guðrúnar til sex mánaða biðlauna, þar sem starf hennar sem
fulltrúi við Hjúkrunarskóla íslands hafi verið lagt niður 1. mars
1987. Dómurinn telur ekki sannað að Guðrúnu hafi verið boðið sam-
bærilegt starf.
Samkvæmt lögum um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins
átti Guðrún rétt á sex mánaða bið-
launum eftir að starf hennar var
lagt niður, þó með því skilyrði að
hún hafi ekki hafnað sambærilegu
starfí á vegum ríkisins. Guðrúnu
var boðin staða við námsþraut í
hjúkrunarfræði við Háskóla íslands,
en hafnaði því og fór fram á bið-
laun, þar sem sú staða væri ekki
sambærileg fyrri stöðu hennar.
Dómur í héraði féll á þá leið, að
Guðrún ætti ekki rétt til biðlauna,
þar sem hún hefði hafnað sambæri-
íegu starfi. í dómi Hæstaréttar seg-
ir hins vegar, að þótt líkur hefðu
verið leiddar að því að starfið við
námsbraut Háskólans í hjúkrunar-
fræði hefði seinna þróast í starf
fulltrúa eða deildarfulltrúa, sem
hefði verið fyllilega sambærilegt við
fyrra starf Guðrúnar, þá væri ekki
unnt að miða við það. Líta yrði til
þess, hvernig málið horfði við á
þeim tíma, þegar Guðrúnu var boð-
ið starfið. Þá segir: „Verður að telja
ósannað, að stefndu hafí boðið
áfrýjanda sambærilegt starf, oggat
áfrýjandi hafnað því án þess að
missa rétt sinn til biðlauna."
Guðrúnu voru dæmd rúmlega
Pizza Hut:'
Pepsí sent
frá Englandi
FYRIRTÆKIÐ Pizza Hut hefur
fengið Pepsí sem er átappað í
Englandi og flutt fullbúið hingað
til. lands.
„Það er rétt, við fengum nokkrar
flöskur af Pepsí frá Englandi. Þetta
er nú eiginlega bara sýnishorn og
það verður ekki framhald á þessum
innflutningi,“ sagði Steindór Ólafs-
son eigandi Pizza Hut.
Hann sagði að þetta hafi verið
gert til að tryggja að Pizza Hut
hefði Pepsí á boðstólum. „Þetta er
ekki alveg eins gott og Pepsíið sem
við fáum hér heima, enda annað
vatn sem notað er,“ sagði Steindór.
Hann vi-Idi taka fram að þetta
hefði verið gert í fullu samráði við
Sanitas.
120 þúsund króna biðlaun, auk
vaxta frá 1. mars 1987. Þá var fjár-
málaráðherra og menntamálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs gert að
greiða henni málskostnað, 160 þús-
und krónur.
Hæstaréttardómararnir Guðrún
Erlendsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Haraldur Henrysson, Hjörtur
Torfason og Hrafn Bragason kváðu
upp dóminn.
Annríki ísjúkraflugi
Morgunblaðið/PPJ
Sjúkraflug íslenskra flugvéla milli landa er ekki dag-
legur viðburður en hefur þó aukist undanfarin ár.
Sjaldgæfara er þegar tvær íslenskar flugvélar í sjúkra-
flugi erlendis frá lenda með stuttu millibili á
Reykjavíkurflugvelli. Slíkt gerðist í gær þegar tvær
af Jetstream skrúfuþotum Odin Air lentu hér með
sjúklinga, önnur frá Grænlandi og hin frá Spáni.
.Fyrri vélin sótti sjúkan Grænlending til Scoresbysunds'
og var Helgi Jónsson, aðaieigandi Odin Air, flug-
stjóri. Um klukkustundu síðar lenti önnur Jetstream
frá félaginu en hún var að koma frá Palma á Mall-
orka. Þangað var sóttur veikur ferðalangur. í þeirri
ferð skiptu flugstjórarnir Þórhallur Magnússon, Jón
Helgason og Birgir Örn Bjömsson með sér verkum.
Þeir lögðu upp frá Reykjavík snemma á mánudag og
lá leiðin um Prestvík á Skotlandi. Með í för voru
læknir og sjúkraliði. Lagt var upp frá Mallorka
snemma í gær og flugtíminn heim til íslands um 7 'A
klukkustund með stutta viðkomu í Prestvík til elds-
neytistöku. Lent var í Reykjavík um kvöldmatarleyt-
ið. Á myndinni sést Grænlandsvélin á Reykjavíkurvelli.
Formaður Sjómannasambandsins um vinnuálag á frystitognrum:
Vökulögin ekki virt og hótað
uppsögn ef menn andmæla
„VIÐ þekkjum þess því miður
dæmi að vökulögin eru ekki virt
um borð í skipum óg þá sérstak-
lega frystitogurum. Ég hef heyrt
af mönnum, sem hafa orðið að
vinna níu tíma samfellt og fengið
þriggja tíma hvíld milli slíkra
vakta, jafnvel svo dögum skipti.
Samkvæmt lögunum eiga þeir
að vinna í sex stundir og fá frí
næstu sex. Þá hef ég einnig heyrt
að mönnum sé hótað uppsögn,
ef þeir sætta sig ekki við vinnu-
tímann,“ sagði Óskar Vigfússon
formaður Sjómannasambands ís-
lands í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Ámi Gunnarsson alþingismaður
óskaði á þingi í gær svara frá Hall-
dóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráð-
hérra um framkvæmd vökulag-
anna. Þingmaðurinn kvaðst hafa
ástæðu til að ætla að lögin væru
ekki virt um borð í frystitogurunum.
Óskar Vigfússon sagði að sjó-
menn hefðu leitað til Sjómannasam-
bandsins og kvartað undan því að
vökulögin væru brotin. „Hingað til
hefur enginn lagt fram kæru og
ég hef heyrt að mönnum hafí verið
hótað uppsögn ef þeir sætta sig
ekki við vinnutímann um borð. Á
frystitogurunum eru oft 24 skip-
veijar að vinna á við 60-70 starfs-
menn í frystihúsi. Það er því Ijóst,
að þeir þurfa að leggja mikið á sig
til að vinna allan aflann. Ég hef
heyrt að það sé ekki hikað við að
ræsa menn á frívöktum, þegar afli
bíður vinnslu.“
Óskar sagði að Sjómannasam-
bandið hefði reynt að beita sér fyr-
ir því að vökulögin væru virt, en
það væri óhægt um vik, þar sem
enginn vildi kæra og samstaða um
að mótmæla þessu virtist lítil hjá
áhöfnum. „Sjómenn hafa beðið Sjó-
mannasambandið að beita sér í því
að þeir fái þær frívaktir, sem þeir
vinna, borgaðar. Það getum við hins
vegar ekki gert, því þá værum við
um leið að leggja blessun okkar
yfír það, að menn séu látnir vinna
svona mikið, andstætt vökulögun-
um. Sjómenn verða líka að velta
því fyrir sér hvort það sé forsvaran-
legt að menn leggi svona mikið á
sig, þó tekjurnar séu góðar. Á
frystitogara fást aðeins ungir og
hraustir menn, en jafnvel þeir gef-
ast oft upp,“ sagði Óskar Vigfús-
son.
Staða bankastjóra við Seðlabankann:
Birgir ísleifur fékk tvö
atkvæði í bankaráðinu
Tveir fulltrúar sátu hjá og Geir Gunnarsson lagði til að
aðstoðarbankasljóri yrði skipaður í stöðuna
BANKARÁÐ Seðlabanka íslands
fjallaði í gær um tillögur um
skipan í stöðu bankastjóra við
Seðlabankann frá 1. febrúar
næstkomandi. Tillaga frá Ólafi
B. Thors um að Birgir ísleifur
Gunnarsson alþingismaður verði
skipaður í stöðuna fékk tvö at-
kvæði, tillaga Geirs Gunnarsson-
ar um að skipa aðstoðarbanka-
stjóra í stöðuna til bráðabirgða
meðan lög um stjórnskipun
Seðlabankans eru endurskoðuð
hlaut eitt atkvæði, aðrir ráðs-
menn greiddu ekki atkvæði.
Samþykkt var samhljóða að
beina því til viðskiptaráðherra
að skipuð verði nefnd til að end-
Enn óútskýrðar bilanir
í flautum Almannavama
EIN flauta Almannavarna í Reykjavík fór í gang síðdegis í gær
og er engin skýring fundin á því hvers vegna. Ekkert bendir til
að um bilun hafi verið að ræða, hvorki í gær né á mánudag,
þegar tvær aðrar flautur fóru í gang. Guðjón Petersen, fram-
kvæmdasljóri Almannavarna, sagði að almannavarnaráð kæmí
saman til fundar í dag, til að ræða hvað unnt væri að gera í
málinu. Ekki væri unnt að breyta viðvaranakerfinu, sem væri
umfangsmikið, en ýmsir aðrir möguleikar yrðu ræddir. Hann
vildi ekki gefa upp hvaða möguleikar það væru.
Að sögn Jóns Þórodds Jónsson-
ar, yfírverkfræðings sambanda-
deildar Pósts og síma, er búið að
fara yfír allt kerfið og ekkert
hefur komið í ljós sem bendir til
hvers vegna flauturnar fóru í
gang.
„Þetta er einfalt strengjakerfi
og við erum búnir að athuga allt
sem okkur hefur dottið í hug, en
ekkert fundið sem bendir til bilun-
ar. Við höfum líka athugað hvort
menn frá okkur hafí óvart farið
inn á línurnar og sett flauturnar
þannig í gang, en það er sama
sagan. Við höfum enga skýringu
á þessu,“ sagði Jón Þóroddur.
Guðjón Petersen sagði að þeir
hefðu orðið varir við mikil við-
brögð fólks. Á nokkrum vinnu-
stöðum hafi fólk safnast saman
við útvarpstæki til að fá fréttir
af því hvað um væri að vera. „Ég
er sleginn yfír þessu, enda er þetta
sérstaklega slæmt eins og ástand-
ið er í heiminum núna,“ sagði
hann.
„Tilkynning frá okkur um að
hér væri um bilun að ræða kom
strax á Rás 2 en nokkuð seint á
Rás 1. Það er mjög mikilvægt að
fólk hlusti á útvarpið þegar flaut-
urnar fara í gang. Ef við gefum
út viðvörun þá fylgir alltaf til-
kynning í útvarpi og þar fær fólk
fréttir af því hvað um er að vera.
Það getur valdið miklum vanda
ef fólk hringir í okkur. Það á að
kveikja á útvarpinu," sagði Guð-
jón Petersen.
urskoða lög um stjórnskipan
Seðlabankans.
Eftir atkvæðagreiðslu um tillögu
til viðskiptaráðherra um skipan
bankastjóra samþykkti bankaráðið
með fimm samhljóða atkvæðum að
beina því til viðskiptaráðherra, að
skipuð verði nefnd sem hafi það
verkefni að endurskoða lög um
stjórnskipun Seðlabankans og að
lagabreytingar verði undirbúnar til
samræmis við niðurstöður slíkrar
endurskoðunar.
í fréttatilkynningu frá bankaráð-
inu er vísað til mikilla breytinga á
undanförnum árum í nágrannalönd-
unum á sviði efnahags- og stjórn-
mála, sem tilefni endurskoðunar-
innar. Ennfremur að stökkbreyting-
ar hafi orðið á íslenskum fjár-
magnsmarkaði frá því að núgild-
andi lög um Seðlabankann voru
samin.
Vísað er til þess að í nágranna-
löndunum sé algengast að ráðinn
sé aðalbankastjóri til afmarkaðs
tíma í senn. Auk hans séu ráðnir
aðrir bankastjórar, staðgengl*-
hans, og berfþeir auk þess ábyrgð
á ákveðnum sérsviðum. „Bankaráð-
ið telur að þessi og fleiri atriði í
löggjöf um Seðlabankann þurfi nú
að taka til endurskoðunar í því skyni
að tryggja sem best faglega stjórn-
un bankans og þátttöku hans í efna-
hagsstjórnun,“ segir í tilkynning-
- unni.