Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991
Kammermúsíkklúbbiiriim
Kammermúsíkklúbburinn.
Alþýðutónlist
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Kammermúsíkklúbburinn stóð
fyrir tónleikum í Bústaðakirkju sl.
sunnudag. Flytjendur voru Martial
Nardeau, Elísabet Waage, Ingvar
Jónasson, Einar G. Sveinbjörnsson
og Bryndís Halla Gylfadóttir. Á
efnisskránni voru verk eftir De-
bussy, Mozart og Jónas Tómasson.
Tónleikarnir hófust á Syrinx
fyrir einleiksflautu, eftir Debussy.
Martial Nardeau lék þetta yndis-
lega verk mjög vel. Annað verkið
á^ efnisskránni, Sónata IV, eftir
Jonas Tómasson, er samið fyrir
altflautu og hörpu, sem Nardeau
FASTEIGNASALA
Suðurlandsbraut 10
Ábyrgð - Reynsla - Öryggi
SÍMAR:
687828, 687808
VANTAR
2ja-3ja herb. íbúð vestan Elliðaáa
3ja herb. íbúð í Rvík, Kóp. eða Garðabæ
4ra herb. íbúð í Reykjavík eða Kópavogi
5 herb. íbúð í lyftuhúsi í Rvík eða Kópa-
vogi
2ja-3ja íbúða-húseign.
Einbýli/parhús
HiALLAVEGUR
Erum með t sölu parhús, kj., hæð
og ris, samtals 140 fm. Mjög
stórar svatir. Laust strax.
Raðhús
FOSSVOGUR
Vorum að fá í sölu við Hjallaland raðhús
á tveimur hæðum 216 fm auk bílsk.
Stórar suöursvalir. Mjög góð eign.
FLJÓTASEL V.13M.
Til sölu raðhús á þremur hæðum sam-
tals 240 fm auk bílsk. Gert er ráð fyrir
íb. í kj.
4ra—6 herb.
ESPIGERÐI
Glæsil. 4ra herb. íb. á miðhæð í
mjög góðu 3ja hæða fjölbhúsi.
Stórar suðursvalir.
HRAUNBÆR
Mjög rúmg. 4ra herb. íb. á 3.. hæð.
Nýjar innr. Parket á gólfum. Húsið er
allt endurn. að utan.
3ja herb.
ROFABÆR
Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð. Suðursval-
ir. Góð sameign.
í smíðum
ÞVERHOLT
3ja herb. 115 fm (br.) íb. á 1. hæð m.
stæði í bílahúsi tilb. u. trév. eða fullb.
til afh. fljótl.
HVANNARIMI V. 7,5 M.
Raðhús, hæð og ris m/innb. bílsk. samt.
177 fm. Selst fokh. og fág. að utan. Til
afh. í febr. nk. Aðeins 4 hús eftir. Mjög
skemmtil. teikn. Byggingaraðili: Mótás
hf., Bergþór Jónsson.
TRÖNUHJALLI - 4RA
Nú eru aðeins eftir tvær endaíb.
í þessu stórskemmtil. húsi sem
stendur frábærl. vel í S.uöur-
hlíðum Kóp. Afh. tilb. u. trév. og
máln. Sameign fullfrág. Vandaö-
ur sameignarfrág. Til afh. strax.
Hilmar Valdimarsson,
Sigmundur Böðvarsson hdl. jEm
Ásgeir Guðnason, hs. 628010. f|
og Elísabet Waage fluttu. Verk
Jónasar er í heildina hægferðugt
og tónrænt einfalt en skýrt í formi
og „kaflaskipan". Flutningurinn
var frábærlega vel útfærður og
vel farið með ýmis viðkvæm og
falleg blæbrigði verksins.
Fyrri hluta tónleikanna lauk
með sónötunni frægu sem De-
bussy samdi fyrir flautu, lágfiðlu
og hörpu. Flytjendur voru Narde-
au, Elísabet og Ingvar Jónasson.
Verkið hefst á fallegum pastoral-
þætti, sem er að mörgu leyti ólík-
ur mörgu því sem Debussy hafði
áður samið, eins og afturhvarfið
til sónötuformsins sé honum ekki
enn orðið fast í hendi. í seinni
þáttunum verður tónmálið ekta
Debussy og það er rétt sem Roma-
in Rolland ritaði í dagbók sína, er
hann frétti um lát Debssy en þar
stendur: „Hann var sá eini sem
gæddi tónlist okkar tíma fegurð."
Flutningur verksins var að mörgu
leyti mjög vel útfærður, víða fal-
lega leikið með margslungin og
fínlega ofin blæbrigði þessa ein-
stæða tónsnillings.
Lokaverkefnið var Divertimento
K.563 eftir Mozart. Þar slógu sam-
an á strengi sína, Einar_ Grétar
Sveinbjörnsson, Ingvar Jonasson
og Bryndís Halla Gylfadóttir.
Þetta „divertimento“ er einnig titl-
að sem „tríó“ og er eina strengj-
atríóið sem Mozart samdi. Fyrsti
(allegro), annar (adagio) og lo-
kakaflinn, sem er i rondóformi eru
ekta kammertónlist. Þriðji þáttur-
inn (andante), undurfalleg tilbrigði
yfir alþýðlegt smálag og menuett-
arnir tveir eru ekta „divertimento“
tónlist. Þrátt fyrir að verkið sé
samið að hausti 1788, er það sér-
lega vorlegt og mátti heyra ýmis-
legt er minnti t.d. á Nú tjaldar
foldin fríða (Komm, lieber May).
Samleikurinn var ekki alls kost-
ar í jafnvægi, nema helst hjá Ein-
ari og Ingvari, en þeir hafa löngum
leikið saman. Þetta þýðir ekki að
Bryndís Halla hafi leikið illa á
sellóið, þvert á móti, heldur aðeins
með öðrum „karakter“ en Einar
og Ingvar, sem léku nokkuð „rút-
ínerað". Á köflum var leikur tríós-
ins mjög vel útfærður, þó að á
stundum brygði fyrir ónákvæmni
í „intónasjón", sem aðeins næst
nákvæm með stöðugri samvinnu.
Þrátt fyrir þetta var frískleiki yfir
leik tríósins, enda falleg tónlist,
og reyndar allra er tóku þátt í
tónleikurium, sem voru hinir
skemmtilegustu.
_________Tóniist______________
Jón Ásgeirsson
Karlakór Keflavíkur og Kvenna-
kór Suðurnesja, undir sjtórn Sig-
valda Snæs Kaldalóns, héldu minn-
ingartónleika um Sigvalda Kalda-
lóns tónskáld í .Langholtskirkju sl.
laugardag og fluttu söngverk eftir
Sigvalda eldri og yngri, svo og
fjögur lög eftir Selmu Kaldalóns.
Sönglög Sigvalda Kaldalóns eru
orðin eins konar „klassík“, í ágætu
safni íslenskra sönglaga, því mörg
hver eru gerð af óvenjulega sterkri
tilfinningu fyrir markvissu lagferli
og leikrænum þrótti. Þá var Sig-
valdi snjall í gerð alþýðlegra söng-
laga og þann stíg feta ekki allir
svo auðveldlega, þó betur séu bún-
ir til farar en Sigvaldi var, því
honum var gefin sú náðargáfa að
vera tónskáld.
Efnisskránni var skipt á milli
einsöngsatriða og kórlaga, sem
ýmist voru upprunalega samin fyr-
ir kór eða hér flutt í ýmiss konar
umritunum. Fyrsta lagið var Suð-
urnesjamenn og þar söng Steinn
Erlingsson einsöng. Hann er einn
þeirra söngfélaga í Karlakór Kefla-
víkur, sem leitað hafa sér söng-
menntunar og var flutningur hans
með ágætum. Sama má segja um
söng Sverris Guðmundssonar, t.d.
í laginu Heimir, sem_ var ágætlega
flutt. Guðmundur Ólafsson söng
Þú eina hjartans yndið mitt og
sömuleiðis í laginu Frændi þegar
fiðlan þegir og var söngur hans
þokkafullur. Einar Örn Einarsson
söng Alfaðir ræður, Kveldriður og
Betlikerlinguna, allt frábær lög
sem Einar söng af töluverðri reisn.
Ung og efnileg söngkona, sem
ekki er kórfélagi, Anna Margrét
Kaldalóns, söng Mansöng eftir
Selmu Kaldalóns og eirisöng í
metnaðarfullu kórverki eftir Sig-
valda Snæ, við kvæði Kiljans, Þar
sem háfjöllin heilög rísa. í lögum
þeim er Sigvaldi samdi við leikrit
Indriða Einarssonar, Dansinn í
Hruna, söng Anna Margrét ein-
söng í Ave María og samkvæmt
frammistöðu hennar er ljóst að hér
er á ferðinni gott efni í söngkonu.
María Guðmundsdóttir, félagi í
Kvennakór Suðurnesja, flutti mjög
fallega Svanasöng á heiði, svo og
lag eftir Selmu við kvæði Jóns
Gunnlaugssonar sem ber heitið
Steinninn.
Þrátt fyrir að ýmsu mætti finna
að í söng kóranna voru tónleikarn-
ir í heild þokkalega uppfærðir og
best sungnu lögin voru úr leikritinu
Dansinn í Hruna, þar sem kórarn-
ir sungu saman. Til að nefna dæmi,
Þá plágan hafði gengið og í hinu
hressilega lagi Einn dunandi dans.
Raddsetningar og umritanir voru
eftir Pál P. Pálsson, Herbert H.
Ágústsson en flestar þó eftir söng-
stjórann, Sigvalda Snæ Kaldalóns.
Hann á þakkir skildar fyrir gott
framlag, fyrir að halda uppi merki
alþýðlegrar sönglistar, sem er
grunnur æðri tónmenntar, því á
þeim vettvangi hafa margir mætir
tónlistarmenn stigið sín fyrstu
spor. Undirleikarar voru Ragnheið-
ur Skúladóttir og Steinunn Karls-
dóttir og var leikur þeirra öruggur
og vel útfærður.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Samskipti foreldra oy barna
Ný námskeið eru að hefjast.
Leiðbeinendur:
Hupo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingar.
Upplýsingar og skráning í símum 621132 og 626632.'
FASTEIGNASALA
STRANDGATA 28, SIMI: 91-652790
Sími 652790
Hafnarfjörður - Nýbyggingar
Erum með til sölu neðangreindar nýbyggingar í Hafnarfirði
Setbergshæð - Klukkuberg
Glæsilegt
útsýni
Alfholt
Hvaleyrar-
H a F
%srF "i n
It
2ja, 3ja og 4ra-5 herb. íbúðir á besta stað í
Setbergshverfi. íbúðirnar seljast tilb. u. trév.
eða fullb. Sérinng. í allar íbúðir. Verð frá 5,3 millj.
Byggingaraðili: SH verktakar.
3ja-4ra og 4ra-5 herb. stórar rúmgóðar íbúðir
og 4ra-5 herb. sérhæðir. Aukaherb. í kjallara
m. öllum íb. Seljast tilb. u. trév., sameign
fullfrág. Verð frá 7,2 millj.
Byggingaraðili: Þorsteinn Sveinsson, múrara-
meistari.
Lindarberg - raðhús Suðurgata - parhús Lindarberg - parhús
-EV—
Gott raðhús á tveimur hæðum
m. innb. bílskúr. Alls 222 fm.
Tilb. til afh. fullb. að utan, fokh.
að innan. Verð 8,5 millj.
Byggingaraðili; Fagtak.
Parhús á þremur hæðum. Alls
213 fm. Fullb. að utan, tilb. u.
trév. að innan. Tilb. til afh. fljótl.
Verð 10,2 millj.
Byggingaraðili: Hilmar Sigþórs-
son.
Gott parhús á tveimur hæðum
m. innb. bílskúr. Alls 184 fm.
Fullb. að utan, fokh. að innan.
Verð 8,7 millj.
Byggingaraðili: Knattspyrnufél.
Haukar.
Greiðsluskilmálar eru í grundvallaratriðum samkomulag.
Húsbréf möguleg í öllum tilvikum. Sendum lýsingar og teikningar um land allt.
Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 652790.
Ingvar Guðmundsson, lögg. fasteignasali, heimasímí 50992.
Jónas Hólmgeirsson, sölumaður, heimasími 641152.