Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991 Minning: Þórður Finnboga- son rafverktaki Fæddur 6. júní 1906 Dáinn 5. janúar 1991 I dag verður til moldar borinn afi okkar, Þórður Finnbogason, sem andaðist 5. janúar sl., áttatíu og fjögurra ára að aldri. Hann fæddist 5. júní 1906 í Skarfanesi á Landi í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru þau Finnbogi Höskuldsson, bóndi, og kona hans Elísabet Þórð- ardóttir. Hann var næst elstur ell- efu systkina, en eftir fráfall hans eru fimm þeirra á lífi. Afi olst upp hjá foreldrum sínum í Skarfanesi og var þar þangað til hann var um tvítugt og fór til Reykjavíkur. Þar hóf hann fljótlega nám í rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson og lauk sveinsprófi frá Iðnskóla Reykjavíkur 1933. Á árinu 1937 hlaut hann meistararéttindi í iðn sinni og flutti þá til ísafjarðar þar sem hann rak eigið verkstæði og verslun næstu níu árin. Áður hafði hann kynnst Ingibjörgu S. Jónsdóttur og gengu þau í hjúskap 5. júní 1941. Á ísafirði eignuðust þau böm sín tvö, Elísabetu og Ör- lyg. Á árinu 1946 tók fjölskyldan sig upp og fluttist til Reykjavíkur og hafði afí þá keypt húsið að Egils- götu 30 þar sem þau bjuggu síðan meðan kraftar og heilsa leyfðu. Afi hóf þegar rafverktakastarf- semi í Reykjavík eftir að þau fluttu suður og hélt henni áfram fram yfír sjötugt. Hann tók virkan þátt í störfum samtaka rafverktaka auk ýmissa annarra félagssamtaka og ber þar helst að nefna Oddfellow- regluna, sem hann mat mjög mikils. Afi hafði alltaf mikinn áhuga á því sem var að gerast í atvinnulífi og pólitík. Rafmagnsfagið átti hug hans allan og fyrirtæki hans tók lengst af allan hans tima. Þó lét hann það eftir sér að stunda sitt aðal áhugamál, trjáræktina. í Skarfanesi er einstaklega fallegur skógur og náttúran þar býr yfir töfrum sem festust í afa og entust til hinstu stundar. Foreldrar hans báru mikla umhyggju fyrir skógin- um og skógræktaráhuginn átti alla tíð stóran þátt í lífí og starfi afa. Afi og amma áttu fallegt heimili á Egilsgötunni. Þangað var gott að koma og við vorum alltaf velkomin. Þetta heimili var öðru vísi en al- gengast er í dag, amma var alltaf heima, þar komum við aldrei að tómu húsi. Verkstæðið hans afa var í kjallar- anum og þar var jafnan eitthvað um að vera. Síminn hringdi allan daginn, sífellt voru einhverjir að koma og fara. Gjarnan var fólki þá boðið í kaffisopa í eldhúsinu og margt skrafað. Minning okkar um lífíð á Egilsgötunni er svo hlý og björt að hún mun okkur seint falla úr minni. Það var mikið áfall þegar amma var orðin svo veik að hún þurfti að flytja á Droplaugarstaði, þó að þar væri allt gert sem hægt var til að henni liði sem best. Afi hafði reynst henni einstök hjálparhella í veikind- um hennar, sem höfðu ágerst smám saman í nokkur ár. Elli kerling lætur þó engan í friði og að því kom að afí taldi tíma- bært að flytja einnig af Egilsgöt- unni yfir á Droplaugarstaði, sem eru handan götunnar. Þannig hittist á að hann flutti á afmælisdaginn hennar ömmu þegar hún varð átta- tíu ára. Þá var haldin lítil afmælis- veisla á Droplaugarstöðum þar sem öll fjölskyldan var samankomin. Við munum vel eftir brosinu hennar ömmu það kvöld. Sumarið eftir andaðist. hún og hefur sjálfsagt verið hvíldinni fegin eftir margra ára veikindi. Afa leið oftast vel þessi síðustu ár, en löngunin var mikil að kom- ast til æskustöðvanna í Skarfanesi og einnig að Hafravatni, þar sem hann hafði búið sér unaðsreit. Kraftarnir voru orðnir litlir undir lokin og Hafravatnsferðunum fækkaði. Með hækkandi sól var hann þó eins og jafnan áður farinn að tala um sveitina og gróðursetn- ingu komandi vors. Hann bar þá tilhlökkun í bijósti til síðasta dags. Nú er hann genginn á vit feðra sinna og vonandi er hann þar um- vafinn ilmandi gróðri hins eilífa vors. Afi fékk hægt andlát og þannig hittist á, að það bar að á afmælis- dagin hennar ömmu þegar hún hefði orðið áttatíu og tveggja ára. Hafði hann þá dvalist á Droplaugar- stöðum í nákvæmlega tvö ár. Bless- uð sé minning hans. Brynja, Þórður og Selma. Þann , fimmta janúar andaðist Þórður Finnbogason, afi eiginkonu minnar. Örlögin höguðu því þannig að hann lést á afmælisdegi konu sinnar sálugrar. Ég kynntist Þórði fyrst fyrir um þremur árum. Og þá, sem fram á síðasta dag, var hann ungur maður í anda. Hann fylgdist vel með öllu sem gerðist, innanlands sem utan. Þórður var mikill framkvæmdamað- ur og átti bágt með að sætta sig við að höndin væri ekki jafnfrísk huganum. Með von um að þau hjón- in séu nú sameinuð á nýjan leik. Ólafur Guðlaugsson Þegar góður vinur og starfsfélagi um árabil hverfur yfir móðuna miklu sem skilur að líf og dauða verður undarleg þögn. í slíkri þögn koma í hugann minningar frá liðn- um starfsdögum þegar kostað var kapps um að leysa úr vanda, ræða tilhögun og ígrunda hvernig hagan- legast yrði staðið að málum. Við Þórður Finnbogason áttum nána samvinnu um 12 ára skeið. Hann var rafvirkjameistarinn, ég hinn óbreytti liðsmaður meðal margra, sveinninn, Ekki minnist ég annars en hveijum starfsdegi lyki svo að við vorum sáttir hvor við annan. Þau tengsl okkar á milli sem sköpuðust meðan hann var vinnu- veitandi minn rofnuðu aldrei. Hann var vinmargur og þess minnist ég kannski best er hann hélt upp á 80 ára afmæli sitt að það vakti fremur öðru athygli mína hve marg- ir þeirra, sem unnið höfðu undir hans stjórn og nokkrir lokið þar sínu iðnnámi, samfögnuðu honum af því tilefni. Þegar égfíóf vinnu hjá Þórði á vordögum 1960 var hann einn þeirra „stóru“ í iðn sinni eins og það var kallað. Verkefnin hlóðust að sem sýndi traust framkvæmda- manna. Hann var rafvirkjameistari fjölda nýbygginga um margra ára bil auk hverskonar viðgerðarþjón- ustu. Slík umsvif hljóta að kalla á langan vinnudag og lítið næði, ekki síst þar sem heimilissíminn var jafn- framt þjónustusími fyrir allt það umfang sem vinnunni fylgdi. Því nefni ég þetta að mér varð oft hugs- að til þess þegar ég kom til vinnu að morgni og hann sagði mér að þessi eða hinn hefði hringt í gær- kvöldi og væri í vandræðum og því yrði að bjarga. En þegar hlé gafst frá erli starfs- ins rækti hann tómstundagaman sitt af einstakri alúð og hann átti sinn unaðsreit í brekkunni við Hafravatn. Þar hlúði hann að vinum sínum, blómum og tijám. Ég kom þangað tvisvar sinnum á sólbjörtum sumardögum og undraðist þekk- ingu hans á tijágróðrinum og ekki síst fannst mér ég skilja gleði hans þegar hann sýndi mér þessa vini sína sem honum hafði tekist að koma til vaxtar í hlíð sem var áður nakin og ber. Ég stend í þakkar- skuld við Þórð Finnbogason, hvern- ig hann miðlaði mér af reynslu sinni, hvernig hann var ævinlega fús að hlusta og aðstoða mig við lausn vandamála auk umræðna um áhugamál okkar beggja. Til hans var gott að leita. Svo var og er ég byggði húsið sem er heimili mitt í dag. Af fleiru er að taka en efst í huga mínum er sú gæfa manns að eiga slíka samfylgd. Á síðari árum þegar ég hitti hann á hinu fallega heimili hans á Egils- götu 30 og eins er hann þrotinn að líkamlegum kröftum dvaldi á Droplaugarstöðum höfðum við æf- inlega næg umræðuefni. Það var gæfa hans hve lengi og vel hann hélt sinni andlegu reisn. í stuttri minningargrein verður fátt eitt sagt sem í hugann kemur á kveðjustúnd. Efst ber þakklæti fyrir vináttu og skilning og ógleymanlega viðkynn- ingu. Aðstandendum votta ég einlæga samúð mína. Óskar Þórðarson Jón Björnsson frá y Dalvík - Minning W Fæddur 16. október 1907 Dáinn 7. janúar 1991 í dag verður jarðsettur frá Dalvík- urkirkju tengdafaðir minn, Jón Bjömsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast þessa sérstæða manns. Jón fæddist í Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru hjónin Bjöm Bjömsson bóndi og Sig- ríður Jónsdóttir. Jón var einn sex systkina sem upp komust. Látnar eru Fanney og Sigrún én á lífi em Björn, Berta og Rósa. Óvenju snemma komu sérstakir hæfíleikar Jóns í ljós varðandi hug- vit við hvers konar smíðar. í höndum ungs drengs varð margur fágætur gripur til þótt hvorki efniviður né verkfæri væru upp á marga fiska. Úr sykurkössum urðu m.a. til kom- móður. Ljáblöð og bílfjaðrir urðu að dýrindis hnífum og margt fleira mætti upp telja. Hugur Jóns hneigð- ist ekki til þústarfa sem hefði þó legið beinast við á þeim tíma. Ærnar vildu gleymast við yfirsetuna og sat hann þess í stað við lækinn og bjó til alls konar hjól.sem vatnsorkan sneri. Erfítt er að lýsa eldhuganum og þúsundþjalasmiðnum Jóni Björnssyni í fáum orðum. Hann átti engan sinn líka. Persónuleikinn var slíkur að leiftraði af honum. Hugur og hönd sístarfandi. Aðalstarf Jóns var húsa- og húsgagnasmíði en auk þess lagði hann fyrir sig smíði úr silfri, kopar og alls konar öðrum efnivið. Af smíð- isgripum má nefna koparrokka, kleinu- og laufabrauðsjárn, svipusk- öft og ótalmarga aðra haganlega gerða hluti, t.d. alls konar verkfæri. Einnig málaði hann fjölmargar myndir. Byssusmíðar stundaði Jón í mörg ár, einn fárra Islendinga. Allar heita byssumar „Drífa" og eru orðnar á annað hundrað talsins og mjög eftir- sóttar. Við byssugerðina notaði Jón að stórum hluta sjálfsmíðuð og sér- hæfð verkfæri eins og hans var vandi allt frá æsku. Jón fylgdist vel með heimsmálun- um og hafði ákveðnar skoðanir um flest það sem gerðist. Hann var alla tíð mikill jafnaðarmaður og auðsöfn- un í eiginhagsmunaskyni var honum lítt að skapi. Ég tel að tengdafaðir minn hafi verið á undan sinni sanitíð með svo margt. Hann var af mörgum talinn sérvitur en sérviska hans fólst m.a. í óhefðbundnum hugmyndum um lífið og tilveruna. Það má segja að margt sem hann sagði á einum tíma og þótti furðulegt hafi síðar komið fram. Jón kvæntist Ágústu Guðmunds- dóttur frá Bæ í Steingrímsfirði. Eign- uðust þau þrjú börn: Sigríðí, er var gift Þorsteini Theódórssyni og eiga þau fjögur börn, Hjálmar Öm, kvæntur undirritaðri og eiga þau Qögur börn, og Hermann, kvæntur Sjöfn Bjarnadóttur og eiga þau fjög- ur börn. Ágústa og Jon slitu samvist- ir. Síðari kona Jóns var Gunnhildur Tryggvadóttir frá Svertingsstöðum í Eyjafirði og eignuðust þau sjö böm. Þau em: Brynjar, kvæntur Margréti Rögnvaldsdóttur og eíga þau fjögur böm, Birnir, kvæntur Kristjönu Vig- dísi Björgvinsdóttur og eiga þau tvær dætur, Bragi, kvæntur Ragnhildi •Jónsdóttur og eíga þau fjögur börn, Gunnar, kvæntur Sigríði Rögnvalds- dóttur og eiga þau tvær dætur, Ágústína, gift Valdimar Snorrasyni og eiga þau tvö börn, Auður, gift Rúnari Búasyni og eiga þau-þijú börn, og Sigurgeir, kvæntur Stein- unni Hauksdóttur og eiga þau fjögur böm. Sem nærri má geta er afkom- endahópur Jóns nú orðinn stór. Gunnhildur lést í apríl sl. og varð það Jóni mikill missir. Eftirþað.naut hann frábærrar umönnunar barna sinna á Dalvík. Ekki gerði Jón víðreist um ævina. Aðeins tvisvar sinnum kom hann suður til Reykjavíkur. í síðara skipt- ið sl. nóvember og fór þá á Vífilsstað- aspítala í skamman tíma til að freista þess að fá einhvern bata í lungum en mæði hafði bagað hann mikið síð- astliðin ár. Andlega var hann mjög hress og langaði enn að gera svo ótalmargt. í heimsókn til hans spurði ég eitt sinn hvort ég ætti ekki að færa honum eitthvað að lesa til að drepa tímann. „Ég að drepa tímann“ og lá við að hann stykki upp úr rúm- inu, „ég hef um svo margt að hugsa, ég er alltaf að hugsa um hvernig hægt sé að búa til hitt og þetta.“ Skemmtilegt var að hlusta á Jón segja frá. Hann hafði mikla kímni- gáfu og sérstakan frásagnarmáta og hafði frá mörgu að segja. Einnig kunni hann ógrynni af vísum sem gaman hefði verið að halda til haga. Síðasta minning mín um Jon er kveðjustund á Reykjavíkurflugvelli. Hlýtt faðmlag og fastmælum bundist að hittast á Dalvík næsta sumar. Ég horfí á eftir honum ganga út í flugvélina í fylgd sonar síns. Undar- leg tilfinning grípur mig, sú tilfinning að ég muni ekki sjá hann framar. Blessuð sé minning Jóns Björns- sonar. Ásta Ðungal - Sólveig Andrés- dóttir - Minning Fædd 2. maí 1905 Dáin 25. desember 1990 Á jóladagsmorgun var mér sagt lát vinkonu minnar, Sólveigar Andr- ésdóttur. Hún var orðin öldruð og lengi búin að vera veik. Mér varð því að orði, Guð geymi hana. Besta lausnin fyrir hana var að fá að deyja úr því sem komið var. Ég man best brosið hennar og léttu lundina á hveiju sem gekk. Þessa konu og mann hennar, Jón Oddsson, hafði ég þekkt eins lengi og ég man eftir mér. Þau fylgdust að í huga mínum. Sé æskuást til bjó hún með þeim. Alla tíð voru þau hamingjusöm og saman. Sólveig var sérstök kona, alltaf kát og laðaði að sér fólk á öllum aldri. Hún var félagslynd, vann mikið fyrir Kvenfélag Hellissands, enda fórnfús að eðlisfari. Ég ætla mér ekki að rekja nákvæmlega æviferil hennar, aðeins þakka vin- áttu og tryggð sem ég og mitt fólk fann hjá henni. Hún var ein af þess- um hógværu góðu korium. Heimilið var henni allt, fjölskylda hennar og þeir sem henni þótti vænt um. Állir voru velkomnir í „Sollubæ“ eins og við kölluðum það. Sólveig Andrésdóttir fæddist í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi 2. maí 1905. Faðir hennar hét Andrés Jónsson. Móður sína, Pálínu Jóns- dóttur, missti hún ung. Hún var alin upp hjá föðursystur sinni, Kristlnu Jónsdóttur, og manni hennar, Jóni Sigmundssyni, for- manni og útgerðarmanni á Gils- bakka á Hellissandi. Hún giftist 1929 æskuvini sínum og jafnaldra, Jóni Oddssyni verkamanni á Hell- issandi. Þar bjuggu þau síðan. Þau eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó í bernsku. .J>au hjón máttu .ekki hvort af öðru sjá. Það kom best í ljós þegar Jón háði sitt langa og erfíða dauða- stríð fyrir nokkrum árum og Sól- veig vék ekki frá honum. Hún kvaddi á jóladagsmorgun. Það var henni líkt að kveðja þegar allur undirbúningur jólanna var að baki. Hún undirbjó jafnan jólin af sínum alkunna myndarskap með bakstri og hreingerningum, gladd- ist yfir þessari hátíð og hélt sinni bamatrú. Svo kveð ég mína góðu vinkonu með versi Steingríms Thorsteins- sonar sem mér var kennt sem barn og móðir mín fór oft með: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæstá ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Með innilegri samúð. Jensína Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.