Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1991 Minning: Einar Vigfússon Fil. dr. Einar Vigfússon, erfða- fræðingur, lézt á sjúkrahúsinu í Karlskrona, Svíþjóð hinn 26. júní. Einar var fæddur að Keldhólum á Fljótsdalshéraði 11. desember 1912. Foreldrar hans vorU hjónin Vigfús Einarsson og Sólveig Olafs- dóttir. Auk Einars eignuðust þau dótturina Helgu, sem búsett er í Reykjavík ásamt manni sínum Frið- geiri Ingimundarsyni. Einar naut kennslu og tilsagnar í heimasveit sinni en var orðinn fulltíða er hann hélt til mennta- skólanáms á Akureyri þar sem hann tók stúdentspróf haustið 1937. Snemma bar á grúskáhuga Einars á ýmsum sviðum og hann aflaði sér þegar á unglingsárum bóka í nátt- úrufræði og kom sér upp grasa- safni. Á menntaskólaárunum vann Einar fyrir sér í vegavinnu og í síld og á þessum tíma snérist hann tíl hugsjóna sósíalisma en sterk vinstrihreyfing var þá innan skólans á Akureyri. Sósíalískri sannfæringu sinni var hann trúr og skeleggur fylgismaður til dauðadags. Veturinn 1937-38 var Einar í Háskóla íslands og hélt síðan haust- ið 1938 til Danmerkur þar sem hann fór fyrst í garðyrkjuskóla og innritaðist síðaní Den Kongelige Veterinær og Landbohojskole en þar tók hann hortonomexamen árið 1943. Litlu síðar flúði Einar til Svíþjóðar en honum var þá tæpast vært öllu lengur í Danmörku, en hann hafði fengist við dreifingu á blöðum andspyrnuhreyfingarinnar. Einar lenti ásamt öðrum flótta- mönnum í búðum í Uppsölum. Að lokinni vist þar hélt Einar til Lund- ar og innritaðist í Lundarháskóla haustið 1944. Jafnhliða náminu í Lundi vann hann á jurtakynbóta- stöðvum í Svalöv og Hilleshög á Skáni en á þessum árum vann hann meðal annars við kynbætur á sykur- rófum. Einar lauk fíl. kand.-prófi 1954 og fil. lic. varð hann 1962 við erfðafræðistofnun háskólans í Lundi. Hann hafði þá byijað á dokt- orsverkefni sínu sem fjallaði um svokallaða fjölfrjóvgun sem hann rannsakaði aðallega hjá sólrós. Ein- ar varði doktorsritgerð sína „On Polyspermy in the Sunflower" 16. desember 1969. Ritgerðin fjallaði um það fyrirbæri sem hann hafði tekið eftir, að fleiri en ein sæðis- fruma fijóvgaði hveija eggfrumu og að áhrifa af þessari aukafijóvg- un gætti hjá afkvæmunum, þótt aðeins ein sæðisfruma sameinaðist kjama eggfrumunnar. Rannsókn- irnar byggðust að miklu leyti á að fylgjast með sæðisfrumum sem höfðu verið merktar með geisla- virku efni. Þótt mikil tæknileg þró- un hafi átt sér stað síðan Einar birti niðurstöður sínar mundi verk- efni hans enn í dag vera talið mjög erfítt en á þeim tíma sem hann framkvæmdi rannsóknir sínar, má segja að það hafi verið allt að því ógerningur að koma verkefninu í höfn. Það ber þrautseigju, áræði og næmi Einars fagurt vitni að hann lauk verkefni sínu þrátt fyrir takmarkaða aðstoð innan stofnun- arinnar. Einar starfaði við erfðafræði- stofnunina í Lundi til ársins 1971. Um þetta leyti urðu miklar breyt- ingar á háskólakerfinu í Svíþjóð og Einar fór ekki varhluta af þessu. ' Kennsluþörfin í erfðafræði minnk- aði og honum hlotnaðist ekki til frambúðar staða við stofnunina. Hér kom hrekkleysi og réttlætistrú Einars honum í koll en hvort- tveggja fyrirmunaði honum að ota sínum tota eða halda fram eigin ágæti í sambandi við stöðuumsókn- ir. Er Einar hvarf frá Lundi fluttist hann til Svensgöl í nánd við Karls- krona í Blekinge. Hann lagði þar stund á sauðfjárrækt eftir að hafa aflað sér stofns frá Gotlandi en fjár- kyni þessu svipar til hins íslenzka. Erfðafræðiþekking Einars fékk hér hagnýt not og í lok áttunda áratug- arins var stofn hans talinn einn sá albezti í Blekinge. Garðyrkjukunn- átta hans fékk einnig notið sín vei í Svensgöl en hann flutti þangað fjölda nytja- og skrautplantna sem hann sýndi mikla umönnun en það var Einari algjörlega framandi að nota eiturefni af nokkru tagi við búsýslu sína. Fjárræktina stundaði Einar til ársins 1983. Einar sýndi alltaf sömu afstöðu til lífsins og var hinn sanni andstæð- ingur hentistefnu. Hann var alla tíð trúr sannfæringu sinni, þótt þetta auðveldaði ekki akademískan feril hans né gæfi honum gylltar stöður. Hann var ætíð reiðubúinn, án tillits til eigin hagsmuna, að beijast fyrir því sem hann áleit rétt og sann- gjarnt. Einar var ákaflega mikill Islendingur alla sína ævi og kær- asta lestrarefni hans voru Islend- ingasögumar og rit Halldórs Lax- ness og Þórbergs Þórðarsonar. Hann fylgdist grannt með íslenzk- um málefnum og skrifaði allmargar greinar í Þjóðviljann. Auðhyggja var sem eldur í hans beinum, en nokkrar blaðagreinar eru ef til vill öðrum minnisstæðari. í einni þeirra gekk hann í skrokk á verkfræðingi sem, án tillits til náttúruspjalla og umhverfís, hafði reiknað út þann fjölda kílóvatta sem unnt v_æri að fá, ef allir helztu fossar Islands væru virkjaðir. Hliðstæðir útreikn- ingar á vatnsföllum Svíþjóðar hefðu örugglega ekki snortið Einar, en þarna var komið við taug sem senni- lega var viðkvæmari og næmari en hjá flestum ef ekki öllum öðrum og Einar bar náttúruvernd fyrir bijósti löngu áður en slík mál voru almennt til umræðu. Þegar áætlan- ir vom birtar um að reisa ætti kís- ilgúrverksmiðju við Mývatn ritaði hann snarpa grein um þá hættu sem vofði yfir ef „kísilgróttumenn“ fengju að ráða ferðinni án hömlu. Ein greina Einars beindist til ís- lenzks arkitekts sem hann þekkti frá árunum í Kaupmannahöfn, en arkitektinn .hafði fundið upp á því að líkja húsi við vél. Þessi materíal- íski hugsunarháttur var meira en Einari, varð með góðu móti boðið og báru viðbrögð hans því augljóst vitni. Þótt íslenzk málefni ættu mestan hug Einars, fylgdist hann náið með pólitískri alþjóðaþróun. Það sænska- dagblað, sem Einar var áskrifandi að, var Sydsvenska Dagbladet Snallposten (Sydsvenskan), þótt Einar væri lítill aðdáandi skoðana þess. Þegar honum ofbauð það sem stóð í Sydsvenskan var það við- + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR MEKKINÓSSON, andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík 14. janúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR INGIMUNDARSON, Sólvallagötu 43, er lést á Skjóli 9. janúar sl., verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Skjól. Áslaug Pétursdóttir, Jón Haukur Jóelsson, Ingimundur Pétursson, Magna Sigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ELÍN MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Borgarbraut 37, Borgarnesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Gunnar Agnarsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SCHNEIDER, Hafnarbúðum, áður Gnoðarvogi 26, verður jarðsett frá Kristskirkju, Landakoti, í dag, miðvikudaginn 16. janúar kl. 13.30. Sigrún Schneider, Lydia Jörgensen, Valgarð Jörgensen, Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Guðjón Sigurbjartsson. börn og barnabörn. Olafía S. Guðna- dóttir - Minning Hinn 8. janúar síðastliðinn and aðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund eiskuleg föðursystir mín, Ólafía Sólveig Guðnadóttir. Hún fæddist í Fálkhúsum á Miðnesi 10. ágúst 1901, dóttir hjónanna Sigur- bjargar Jónsdóttur (d. 1. apríl 1961) og Guðna Jónssonar (d. 16. mars 1937) er þar bjuggu. Ólafía var þriðja í röðinni af sex systkinum sem nú eru öll látin, en þau voru þessi í aldursröð: Kristján, Ragnar Jón, Ólafía, Margrét, Vrlborg og Sigurbjöm, en þau þrjú yngstu fæddust í Keflavík. Ég sem þessar línur rita man fyrst eftir Ólafíu, eða Lóu eins og við kölluðum hana, er ég dvaldi á heimili hennar sumarið 1937 á Siglufirði þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum, Einari Jóhanns- syni múrarameistara og syni þeirra, Einari. Ástæðan fyrir þessari sum- ardvöl minni var að Lóa hafði tekið ömmu Sigurbjörgu til sína við frá- fall afa. Ég var ekki há í loftinu þegar þetta var, en ég man alltaf eftir hváð mér þótti þetta gott og fallegt heimili, enda bar handbragð Lóu og fegurðarsmekkur hennar þess glöggt merki. Eftir að þau hjón fluttu suður til Reykjavíkur var alltaf komið við hjá Lóu ef farið var til Reykjavík- ur. Stóð heimili þeirra ætíð opið bæði vinum og vandamönnum og má segja að gestrisnin hafí ávalit setið í fyrirrúmi á því heimili. Lóa og Einar voru dugleg að ferðast um landið, fóru bæði í styttri og lengri ferðir. Alltaf tóku þau ömmu með, enda hafði hún mikla ánægju af ferðalögum. í mörg ár fóru þau norður til Akureyrar á hveiju sumri til skyldmenna Einars, en einnig komu þau við á Hvammstanga tii skyldfólks ömmu, en hún var Hún- vetningur að uppruna. Amma dvaldi við mikla ástúð og umhyggju hjá Lóu og Einari allt til hinstu stundar og verður það seint þakkað. Ári áður en hún lést, andaðist elskuleg- ur eiginmaður Lóu, Einar, svo það varð .skammt stórra högga á milli. Það má segja að Lóa hafí verið nokkurskonar tengiliður innan fjöl- + Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður, afa og lang- afa, JÓHANNS HJARTARSONAR, sem andaðist á Vífilsstaðaspítala 5. janúar, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einhildur Jóhannesdóttir, Hjördis Jóhannsdóttir, Steinþóra Jóhannsdóttir, Hafþór Jóhannsson, Þorsteinn Jóhannsson, Jónina Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Oddmund Aarhus, Guðmundur Hjartarson, Hörður Benediktsson, Barði Guðmundsson, Aðalheiður Hafsteinsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Þórir Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. kvæði hjá honum að segja: „Það er bara eitt blað í öllum heiminum sem er verra en Sydsvenskan." Það þurfti ekki að spyija að því hvaða blað hann ætti við, því að allir sem þekktu Einar vissu að hann hafði hér víðlesnasta blað íslands í huga. Fljótlega eftir komuna til Lundar kynntist Einar verðandi konu sinni, Margit, en hún var lögfræðingur að mennt. Einar og Margit héldu til íslands árið 1947 og voru þar um eins árs skeið, en fluttu síðan aftur til Svíþjóðar, þar eða þeim tókst ekki að fá vinnu við sitt hæfí á íslandi. Á áttunda áratugnum leitaði Einar aftur til íslands og kenndi þá einn vetur við Kennara- skólann en ekki heldur í þetta sinn bauðst honum starf sem hentaði sérþekkingu hans. Margit, kona Einars, starfaði sem lansassessor í Karlskrona en hún lézt árið 1987. Eftir lát hennar dvaldist Einar á veturna í Humlebæk í Danmörku, en hann var þá tekinn að þreytast á snjó- þyngslunum í Svensgöl og vildi auk þess vera í nálægð bókasafnanna í Kaupmannahöfn. Einar og Margit eignuðust þijár dætur. Þær eru Solveig, f. 1947, búsett í Karlskrona í Blekinge, Gudrun, f. 1949, búsett í Arvika í Varmland, og Humla (Helga), f. 1958, sem býr á Krít. Eftir áramót kenndi Einar þess sjúkdóms sem dró hann til dauða. Hann lét þá sækja sig til Humlebæk, svo að hann gæti verið í Svensgöl er að lokum dró. Dætur Einars og fjölskyldur þeirra önnuð- ust fallega og hrifandi minningarat- höfn um hann í Svensgöl 18. júlí, þar sem Gudrun söng m.a. á ís- lensku við undirleik Jans eigin- manns síns og Simon, tengdasonur Einars, las hugleiðingar Einars um lífíð og tilveruna Högni Hansson, Úlfur Árnason, Lundi, Svíþjóð. skyldunnar. Hún var mjög félags- lynd og ætíð þegar eitthvað stóð til var hún auðvitað ómissandi. Hún var mjög frændrækin og lagði sig fram um að rækta tengslin. Hún var mjög jákvæð manneskja og glaðværðin var ríkur þáttur í fari hennar. Hún mátti ekkert aumt sjá og reyndi eftir mætti að leggja fram hjálparhönd og hafa margir notið góðs af í gegnum tíðina. Seinustu æviárin áður en hún var vistuð á Grund dvaldi Lóa á heim- ili Einars, sonar síns, þar sem hún naut ástar og umhyggju. Smári, sonur Einars, sem hún ól upp að mestu Ieyti, var henni einnig mjög kær og bar hún mikla umhyggju fyir honum og hans fjölskyldu. Nú þegar hennar jarðvist er hér lokið vil ég þakka Lóu samfylgdina í gegnum árin og allt það sem hún var mér og minni fjölskyldu. Og fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég syni hennar, Einari, og sonar- syni hennar, Smára, og þeirra fjöl- skyldum, mínar innilegustu samúð- arkveðjur. G. S. R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.