Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991
Flestir telja Gorbatsj-
ov standa að baki að-
gerðunum í Litháen
- segir Olöf Yr nýkomin frá Eystrasaltsríkjunum
„FOLK er mjög órólegt og hrætt. Flestir sem ég ræddi við voru sam-
mála um að Gorbatsjov stæði að baki aðgerðum Rauða hersins í Lithá-
en,“ segir Ólöf Yr Atladóttir, íslenskunemi við Háskóla Islands, en hún
er nýkomin heim úr vikudvöl í Eystrasaltsríkjunum þremur.
Olöf Ýr sagðist ekki hafa orðið
vör við beinar hernaðaraðgerðir en
þó hafi hún séð mikið af sovéskum
hermönnum á götum úti. Hún sagði
hermennina meira áberandi eftir þvi
sem norðar dró, og mest hefði hún
séð af þeim í Tallinn, höfuðborg Eist-
lands, en þaðan kom hún á mánudag-
inn.
„Ég kom til Tallinn á föstudaginn
og þar var mjög mikið um sovéska
hermenn. Þeir vöktuðu meðal annars
sjónvarpshúsið, pósthúsið og fleiri
byggingar og stofnanir. Það var aug-
Ijost að fólk bjóst við sovéska hern-
um, en ekki að hann léti til skara
skríða."
Morgunblaðið/Júlíus
Ólöf Ýr með eistlenskt dagblað
þar sem farið er lofsamlegum orð-
um um afstöðu og velvild Islend-
inga í garð Eystrasaltsrílganna.
Þegar Ólöf Ýr kom til Litháen
fyrir rúmri viku sagði hún að fólk
hefði verið við öllu búið. Mögulegar
aðgerðir sovéske. hersins hefðu verið
mál málanna og mikil spenna hafí
verið í loftinu.
„Almenningur er mjög reiður út í
Gorbasjov vegna kröfu ráðamanna í
Moskvu um að Eystrasaltsríkin við-
urkenni að þau tiíheyri enn Sovéska
ríkjasambandinu," sagði Ólöf Ýr.
Rússar eru stærsti minnihlutahóp-
urinn í Eystrasaltsríkjunum og líta
gjarnan á sig sem Sovéta frekar en
Rússa. Þeir hafa mótmælt úrsögn
úr ríkjasambandinu og eru þvf á
annarri skoðun en Boris Jeltsín, for-
seti Rússlands, sem hefur fordæmt
atburðina í Litháen.
Ólöf Ýr fór til Eystrasaltsríkjanna
á vegum Norðurlandaráðsþings æsk-
unnar. Æskufólkið fór til höfuðborga
allra Eystrasaltsríkjanna og ræddi
þar meðal annars við þingmenn og
fulltrúa æskulýðshreyfinga. Alls
staðar kom fram mikil ánægja með
afstöðu íslendinga til Eystrasaltsríkj-
anna og sagði hún marga telja ís-
lendinga meðal helstu bandamanna
sinna á Vesturlöndum.
Hún sagði ástandið i ríkjunum
mjög bágborið. Verslanir væru tómar
en samt væru langar biðraðir eftir
þeirri vöru sem þó fengist. „Það er
mjög mikið skammtað í verslunum.
Nærföt og sokkar eru meðal þess
sem skammtað er og einnig flest
matvæli," sagði Ólöf Yr.
Gunnar Birgisson, formaður
bæjarráðs Kópavogs:
Gott eitt um ályktun
bæjarstjómar að segja
GUNNAR Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs segir að allt
gott sé um ályktun bæjarsijórnar að segja, þar sem lýst er trausti
á ráðgjafanefnd bæjarráðs varðandi framkvæmdir í Smárahvammsl-
andi og því lýst yfir að samningar hafi í einu og öllu verið haldnir.
Tilefni ályktunarinnar var viðtal við Gunnar í Morgunblaðinu 28.
desember siðastliðinn, eins og fram kom í frétt hér í blaðinu í síðustu
viku. Gunnar var ekki á landinu þegar ályktunin var samþykkt.
Gunnar sagði 1 samtali við Morg-
unblaðið að gagnrýni sín hefði ekki
beinst að framkvæmd samning-
anna, enda hafi hann tekið það fram
í viðtalinu að þeir hefðu verið haldn-
ir. Hins vegar hefði hann gagnrýnt
sjálfa samningana og sú gagnrýni
standi enn.
„Það er allt gott um þessa álykt-
un að segja, en það stendur í henni
að aðilar hafi auðvitað mismunandi
álit á ágæti upphaflega samnings-
ins við Fijálst framtak hf. Allar
mínar fullyrðingar standa eftir sem
áður um að þetta hafi verið lélegir
samningar fyrir bæjarfélagið og að
þessi ráðgjafanefnd hafi bjargað
því sem bjargað varð fyrir Kópavog
í þessum málum. í ályktuninni kem-
ur líka fram að allir aðilar þessa
máls ætli að vinna heilshugar áfram
að uppbyggingu í Kópavogsdal, eins
og kom fram í mínum orðum,“ sagði
Gunnar.
Neskaupstaður:
Formaður bæjarráðs
ráðinn bæjarstjóri
GUÐMUNDUR Bjarnason var í gær ráðinn bæjarstjóri í Néskaup-
stað. Guðmundur er jafnframt formaður bæjarráðs og var í 2. sæti
á lista Alþýðubandalagsins við síðustu kosningar. Hann tekur við
starfinu í byijun apríl. Guðmundur hlaut 5 atkvæði Alþýðubandalags-
ins er ráðið var í stöðuna á fundi bæjarstjórnar í gær, aðrir fulltrú-
ar sátu hjá.
„Starfíð leggst ágætlega í mig,
en svona störf virðast vera hálf
kvikul, meira að segja hér á Nes-
kaupstað,“ sagði Guðmundur í gær.
Hann sagðist fá leyfi frá störfum
hjá Síldarvinnslunni í þijú ár.
Guðmundur hefur verið starfs-
mannastjóri Síldarvinnslunnar og
sagðist hann fara úr því starfi með
dálitlum söknuði. Hann er borinn
og barnfæddur á Neskaupstað árið
1949. Lauk stúndentsprófí frá
Menntaskólanum á Laugarvatni og
BA-prófí í félagsfræði frá Háskóla
íslands árið 1973. Þá hóf hann að
kenna við gangfræðaskólann í Nes-
kaupstað og kenndi til ársins 1977
er hann hóf störf hjá Síldarvinnsl-
unni.
Guðmundur tekur við starfinu
af Ásgeiri Magnússyni sem verið
hefur bæjarstjóri undanfarin ár.
Æfingar að hefjast á stóra sviðinu
Byggingarnefnd Þjóðleikhússins kynnti á mánudag leikurum og öðrum starfsmönnum verkáætlun vegna
breytinga á Þjóðleikhúsinu en nú eru um 100 iðnaðarmenn að störfum í húsinu. í næstu viku er fyrirhugað
að setja upp veggþiljur í sal, teppaleggja og mála en áætlun gerir ráð fyrir að húsið opni 15. mars og
eru leikarar og aðrir að hefja æfíngar á stóra sviðinu fyrir fyrstu sýningamar.
Deilt um rækjuverð
og aðeins 9 bátar róa
Boiungarvík.
MIKIL óánægja er meðal rækju-
sjómanna við Isafjarðardjúp með
verð og sölufyrirkomulag á
rækju. Niðurstaða af fundarhöld-
um sjómanna er sú að um það
bil tveir þriðju hluti rækjubáta,
en þerr eru alls 32 hér við Djúp,
liggur bundinn við bryggju frá
og með gærdeginum en 9 bátar,
sem leggja upp afla sinn hjá Nið-
ursuðuverksmiðjunni hf. á
ísafirði munu halda áfram veið-
um þar sem verksmiðjan hefur
gert samkomulag um að greiða
áfram það verð sem í gildi hefur
verið fram að þessu. Verðlagsráð
átti að vera búið að ákveða nýtt
rækjuverð fyrir 15. janúar, en
það liggur ekki fyrir enn.
Sjómenn buðu kaupendum að
kaupa rækjuna á Verðlagsráðsverði
því sem gildir til 15. janúar, en
kaupendur höfnuðu því en voru hins
vegar tilbúnir að kaupa rækju á
væntanlegu Verðlagsráðsverði. Því
vilja sjómenn ekki una þar sem fyr-
ir liggur að kaupendur hafa farið
fram á 20% lækkun á rækjuverði,
sem myndi þýða að verð á rækju
hefði lækkað um 25% frá því í
haust.
Sjómenn benda á að Þjóðhags-
stofnun hafi spáð 18% tapi á rækju-
vinnsiunni og vilja þeir meina að
25% lækkun sé ekki réttlætanleg á
Guðmundur Bjarnason
Ásgeir hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar.
sama tíma og olía og aðrir kostnað-
arliðir til útgerðar hafí stórhækkað.
Þá gagnrýna þeir harðlega þá til-
högun stjórnvalda að rækjukvótan-
um sé skipt á milli verksmiðjanna
og sjómenn þannig skikkaðir til að
selja rækjunaí ákveðnar verksmiðj-
ur. Þetta fyrirkomulag kemur í veg
fyrir að sjómenn geti selt þeim
rækjuafla sinn sem besta verðið
bíður. Þeir óska eftir að losað verði
um þennan verksmiðjukvóta þannig
að eðlileg samkeppni skapist á þess-
um markaði.
Áætlað er að Verðalagsráð komi
saman í dag og ætla rækjusjómenn
að funda þegar þeir hafa haft frétt-
ir af niðurstöðum fundar Verðlags-
ráðs. Þar mun verða tekin ákvörðun
um framhald í þessu máli.
Gunnar
Morgunblaðið/Þorkell
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, starfsmaður Baulu, með ostlík-
ið.
Baula hf.:
Ostlíki í neytenda-
pakkningar fljótlega
BAULA hf. hefur hafið sölu á ostlíki til pizzugerðar, en fyrsta
sendingin af þeim 40 tonnum sem viðskiptaráðherra hefur heim-
ilað innflutning á var afgreidd til fyrirtækisins í gær. Að sögn
Þórðar Ásgeirssonar, forstjóra Baulu, hafa pizzustaðir sýnt
ostlíkinu mikinn áhuga, og margir þeirra hafa gert pantanir.
„Áhugi pizzugerðarmanna er verið tollflokkað hér sem ýmis
mikill á ostlíkinu þrátt fyrir það
að landbúnaðarráðuneytið með
ráðherra í broddi fylkingar hafí
gert allt sem þeir geta til að
gera þetta tortryggilegt. Það
koma allir pizzugerðarmenn t.il
með að prófa ostlíkið, og þá er
ég ekkert hræddur um að þeir
haldi ekki áfram að nota það,
því þetta er það góð vara,“ sagði
Þórður.
Hann sagði að ostlíkið hafi
matvæli, og þannig væri það
einnig tollflokkað hjá Efnahags-
bandalaginu, en mikið magn af
ostlíki væri flutt inn til EB þjóð-
anna frá Bandaríkjunum.
Ostlíkið sem komið er til lands-
ins er í sérstökum pakkningum
fyrir veitingahús, en að sögn
Þórðar verður það á næstunni
einnig flutt inn í neytendapakkn-
ingum.