Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991
Rannsóknastofnun fiskiðnaðariris:
*
Akveðið að gera úttekt á yfir-
vigt hjá frystitognrum Samheija
Starfsmaður stofnunarinnar sendur til Bretlands til að kanna málið
Þeir, sem gera út frystitogara, fullyrða að togararnir hafi ekki verið með óeðlilega yfirvigt og þeir
nýti aflann ekki verr en frystihúsin. A myndinni sést Akureyrin EA, einn af frystitogurum Samherja hf.
á Akureyri.
JÓN HEIÐAR Ríkharðsson
verkfræðingur hjá Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins fór til
Bretlands á sunnudag á vegum
stofnunarinnar til að gera úttekt
á yfirvigt á fiski, sem frystur
hefur verið um borð í skipum
Samherja hf. á Akureyri og
fluttur til nokkurra staða í Bret-
landi. Reiknað er með að niður-
stöðurnar liggi fyrir um miðja
næstu viku. Úttektin er gerð
samkvæmt beiðni Samherja
vegna fréttaskýringar, sem birt-
ist í Morgunblaðinu 8. janúar
sl., að sögn Þorsteins Más Bald-
vinssonar framkvæmdastjóra
fyrirtækisins.
„í þessari grein eru feiknalega
alvarlegar ásakanir. Þarna er verið
að ásaka mann um mjög gróft lög-
brot, þannig að ef þessir -hlutir eru
allir sannir á maður heima í gijót-
inu og hvergi annars staðar,“ Seg:
ir Þorsteinn Már Baldvinsson. í
fréttaskýringunni segir m.a. að því
sé haldið fram að frystitogararnir
fái yfirvigt úti, sem sölusamtökin
geti ekki keppt við hér, slík svik
séu ekki möguleg. 10% yfirvigt sé
nánast regla og þannig eigi sér
stað stórkostlegt kvótasvindl.
Enginn þeirra, sem gera út flak-
afrystitogara og Morgunblaðið
hefur rætt við, kannast við að um
óeðlilega yfirvigt geti verið að
ræða hjá þeim. Yfirvigtin eigi sam-
kvæmt reglum að vera nokkur
prósent til að varan standi nafn-
vigt hjá kaupanda vegna þeirra
rýrnunar, sem verði á vökvainni-
haldi fisksins á leiðinni frá fram-
leiðanda til kaupanda, lauss vatns
í öskjum og íshúðar. Þá hafi Ríkis-
mat sjávarafurða og Veiðieftirlit
sjávarútvegsráðuneytisins fylgst
með framleiðslu frystitogaranna.
GB FORHITARAR
MIÐSTÖÐVARHITARAR
og
NEYSLUVATNSHITARAR
Mest seldu FORHITARAR
landsins
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680
Jónas Hallgrímsson hjá Nesi hf.
segir að allir fari eftir sömu reglum
varðandi yfirvigtina, bæði þeir,
sem selji í gegnum sölusamtökin
og aðrir.
Áhafnir myndu krefjast
greiðslu fyrir yfirvigt
Enginn útgerðarmaður segist
hafa gefið skipun um að yfirvigtin
skyldi meiri en reglur segi til um.
Helgi Kristjánsso'n, útgerðarstjóri
Sjólastöðvarinnar, og Kristján
Loftsson, forstjóri Hvals hf., full-
yrða að slíkt yrði fljótt að fréttast,
auk þess sem áhafnirnir myndu
örugglega krefjast þess að fá greitt
sérstaklega fyrir þessa yfirvigt og
menn vilji ekki setja meiri fisk í
öskjurnar en þeir fái gi-eitt fyrir.
Guðrún Lárusdóttir hjá Stálskipum
hf. segir að eðlileg yfii’vigt sé sér-
staklega stillt inn á vigtirnar um
borð í skipunum.
Átján útgerðir á landinu gera
út 22 flakafrystitogara. Sölumið-
stöð hrðafrystihúsanna og Islen-
skar sjávarafurðir hf. (áður sjávar-
afurðadeild Sambandsins) hafa
undanfarið selt afurðir 15 þessara
togara. Umboðs- og heildverslunin
Nes hf. hefur hins vegar selt fram-
leiðslu 6 flakafrystitogara, Akur-
eyrinnar, Hjalteyrinnar og Margr-
étar, sem Samherji gerir út, Snæ-
fugls, sem er í eigu Skipakletts
hf. á Reyðarfirði, Hópsness, sem
Hópsnes hf. í Grindavík á, og Jú-
líusar Geirmundssonar, sem Gunn-
vör hf. á ísafirði gerir út.
Nes hf. hefur selt það sem Jú-
líus Geirmundsson og frystitogarar
Samheija hafa framleitt fyrir Asíu-
markað en ísberg Ltd. í Hull í
Bretlandi hefur selt framleiðslu
þessara skipa fyrir Bretlandsmark-
að. Hópsnes hf. er hluthafi í Nesi
hf. ásamt Fiskanesi hf. í Grinda-
vík, Glettingi hf. í Þorlákshöfn,
Páli Pálssyni skipstjóra og Jónasi
Hallgrímssyni en Jónas er sonur
Hallgríms Jónassonar fram-
kvæmdastjóra Skipakletts hf.
Asiaco hefur selt framleiðslu
frystitogarans Örvars, sem er í
eigu Skagstrendings hf. á Skaga-
strönd.
íslenskar sjávarafurðir hf. selja
afurðir allra frystitogaranna, sem
gerðir eru út frá Hafnarfirði, Sjóla,
Haraldar Kristjánssonar, Ýmis og
Venusar, auk Siglfirðings frá Si-
glufirði, Hólmadrangs frá Hólma-
vík og Stakfells frá Þórshöfn.
Óákveðið hver muni selja
framleiðslu Vestmannaeyjar
SH selur á hinn bóginn afurðir
frystitogaranna Frera og Snorra
Sturlusonar frá Reykjavík, Mána-
bergs og Sigurbjargar frá Ólafs-
firði, Sléttbaks og Sólbaks (áður
Aðalvík KE), sem eru í eigu Út-
gerðarfélags Akureyringa, Hrafns
Sveinbjarnarsonar frá Grindavík
og Vestmannaeyjar frá Eyjum.
Bergur-Huginn sf., sem gerir Vest-
mannaey VE út, hefur aftur á
móti sagt sig úr SH en ekki hefur
verið ákveðið hver ipuni selja fram-
leiðslu togarans, að sögn Magnús-
ar Kristinssonar framkvæmda-
stjóra.
Haft var eftir Ægi Olasyni veiði-
eftirlitsmanni í Þjóðviljanum í des-
ember sl. að yfirvigt hjá frystitog-.
urum framhjá kvóta hafi verið allt
að 2 kíló í hverri 20 kílóa pakkning-
um, eða um 10%. Halldór Ásgríms-
son sjávarútvegsráðherra sagði
hins vegar í umræðum á Alþingi
að ekki hefði verið haft rétt eftir
Ægi í Þjóðviljanum.
Starfsmaður Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins segir í samtali
við Morgunblaðið um þetta mál:
„I þessu tilfelli var um karfa að
ræða. Þessi tala, sem hann [Ægir]
gaf upp, var upp úr gögnum og
rétt þannig lagað. Þetta var hins
vegar heilfrystur karfi og í þesum
karfa er svo og svo mikið af um-
búðum og ís, sem verður að draga
fyrst frá. Við höfum verið að tala
um að margfalda megi þyngdina
með núll komma níu, það er að
segja að um 90% af svona pakkn-
ingum sé raunverulega karfi en
kaupendur krefjast þess að hann
sé íshúðaður."
Ný reglugerð um vigtun sjávar-
afla tók gildi um þessi áramót. I
reglugerðinni segir m.a.: „Skip-
stjóra fiskiskips er skylt að halda
sjávarafla um borð í skipi sínu
aðgreindum eftir tegundum, enda
verði því viðkomið vegna stærðar
fiskiskips. Skipstjóra er' skylt að
láta landa og vigta hveija aflateg-
und sérstaklega samkvæmt
ákvæðum reglugerðar þessarar.
Allur afli skal veginn á hafnarvog
(bílvog, pallvog, krókvog) í eigu
viðkomandi hafnar. Vigtun skal
framkvæmd af starfsmanni hafn-
ar, sem hlotið hefur til þess löggild-
ingu. Skal hinn sami vigtarmaður
gefa út og undirrita vigtarnótu."
Vega skal hverja fram
leiðslutegund sérstaklega
„Skipstjórar frystiskipa og skipa
er vinna afla í salt, skulu strax
þegar veiðum er hætt tilkynna
veiðieftirliti sjávarútvegsráðuneyt-
isins um áætlað aflamagn og fyrir-
hugaðan löndunarstað. Er þeim
skylt að sigla skipi sínu til innlendr-
ar hafnar í lok hverrar veiðiferðar.
■Við löndun úr frystiskipum skal
vega hveija framleiðslutegund sér-
staklega. Heildarþungi á hafnar-
vog, að frádregnum umbúðum og
pöllum, skal lagður til grundvallar
útreiknings á afla skipsins sam-
kvæmt reglum um nýtingarstuðla
og ís í umbúðum, s»m ráðuneytið
gefur út.
Heimilt er að vigta einungis
hluta framleiðslunnar, enda hafi
sjávarútvegsráðuneytið samþykkt
hvernig staðið skuli að vali á úr-
taki hjá viðkomandi aðila og sam-
ráðsnefnd mælt með því. Skipstjóri
(útgerð) skal sækja skriflega um
heimild til slíkrar vigtunar til við-
komandi hafnarstjórnar. Hafnar-
stjórnir skulu senda allar umsókn-
ir, ásamt umsögn, til sjávarútvegs-
ráðuneytisins. I umsókn komi fram
hvaða löggiltu vigarmenn muni
velja úrtak til vigtunar.
Löggiltur vigtarmaður skal af
handahófi velja það úrtak, sem
vigta skal, þannig að það gefi sem
réttasta mynd af framleiðslunni.
Vigta skal a.m.k. 20/100 hluta
hverrar afurðar, sem framleidd er,
en þó getur vigtarmaður ákveðið,
þegar um er að ræða framleiðslu
af sömu tegund úr einni veiðiferð,
sem er meiri en 20 tonn, að einung-
is 10/100 framleiðslunnar verði
vegnir og 5/100 hlutar ef fram-
leiðslan er meiri en 100 tonn.
Þá skal hinn sami vigtarmaður
telja íjölda þeirra eininga (t.d.
kassa eða pakkninga), sem fram-
leiddar voru af hverri afurð og lan-
dað úr viðkomandi skipi. Jafnframt
skal undirrita og ganga frá yfirliti
yfir fjölda eininga af hverri afurð,
sem landað var og skila því til
hafnarstjórnar eigi síðar en næsta
vinnudag eftir að framleiðslu hefur
verið landað. Vega skal úrtakið og
draga frá umbúðir og palla. Þungi
hverrar tegundar í farmi skal fund-
inn með því að margfalda fjölda
eininga með meðalþunga sýna
þeirrar afurðar."
„Frystitogarar nýta aflann
ekki verr en frystihúsin"
Talsmenn frystitogaraútgerð-
■ anna, til dæmis Vilhelm Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri Útgerðar-
félags Akureyringa, sem rekur
jafnframt frystihús, segja að fryst-
itogararnir nýti aflann ekki verr
en frystihúsin. Eðvarð Júlíusson,
forstjóri Hópsness hf., segir að
hvorki undirmálsfiski, né stórum
fiski sé hent af frystitogaranum
Hópsnesi. GK, stóri fiskurinn sé
handflakaður og undirmálsfisk-
urinn heilfrystur. Einnig séu
nokkrar tegundir, sem togarinn
veiði, til dæmis koli, langa og lúða,
seldar á Fiskmarkaði Suðurnesja.
Gunnar Sigvaldason, forstjóri Sæ-
bergs hf. á Ólafsfirði segir að það
borgi sig að heilfrysta undirmáls-
fiskinn. „Ef við komum með 100
tonn að landi má 10% af því vera
undirmál og tveir þriðju af því eru
utan kvóta,“ upplýsir Gunnar.
í fréttatilkynningu frá sjávarút-
vegsráðuneytinu, sem dagsett er
14. desember sl., segir m.a.:
„í lok ársins 1988 fól sjávarút-
vegsráðuneytið Ríkismati sjávaraf-
urða og Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins að kanna flakanýtingu
frystitogara og þróa síðan aðferð
til að meta nýtingu út frá afurðum
eftir löndun. Niðurstöður lágu fyr-
ir í árslok 1989 og var Aflanýting-
arnefnd falið að kanna vinnslunýt-
ingu um borð í frystitogurunum í
framhaldi af því og benda á leiðir
til bættrar nýtingar. Komið var á
fót samstarfshópi á vegum nefnd-
arinnar um tillögugerð til sjávarút-
vegsráðuneytisins hvernig eftirliti
með vinnslunýtingu um borð í veið-
iskipum skyldi háttað.
Samstarfshópurinn skilaði til-
lögum sinum til ráðuneytisins í
júnímánuði sl. og var í þeim lagt
til að teknir yrðu upp um næstu
áramót [þessi áramót] sérstakir
nýtingarstuðlar fyrir hvern frysti-
togara, sem miðaði við raunveru-
lega nýtingu viðkomandi skips en
til þessa hafa nýtingarstuðlar mið-
ast við fasta meðaltalsnýtingu.
Jafnframt yrðu þessir nýtingar-
stuðlar byggðir á nýtingarmæling-
um, sem skipveijar framkvæmdu
sjálfir um borð í veiðiskipinu og
tækju því breytingum milli veiði-
ferða eftir niðurstöðum mæling-
anna- hveiju sinni. Eftirlit með
framkvæmd þessara nýtingarmæl-
inga um borð í frystiskipum yrði
í höndum Veiðieftirlits sjávarút-
vegsráðuneytisins. Tilgangurinn
með slíkri breytingu yrði fyrst og
fremst sá að stuðla að bættri
vinnslunýtingu um borð í frysti-
skipum, enda kom í ljós við athug-
anir Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins að nýting um borð í frysti-
skipum var mjög mismunandi á
milli skipa og víða mátti margt
betur fara við 'únnslu aflans.
Ráðuneytið féllst á þessar tillög-
ur samstarfshópsins og hefur af
hálfu Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins verið lagt kapp á að kynna
útgerðum og áhöfnum frystitogar-
anna þessar fyrirhuguðu breyting-
ar. Hafa starfsmenn Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins í þessu
skyni farið í veiðiferðir með frysti-
togurum, auk þess sem sérstök
námskeið hafa verið haldin og
gefnir út bæklingar með upplýs-
ingum og leiðbeiningum varðandi
nýtingu og nýtingarmælingar."