Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1991 OFBELDISVERKINILITHAEN: Sjálfstæðissinnar í Litháen reyna í örvæntingu sinni að stöðva sovéskan skriðdreka á meðan félagi þeirra liggur hjálparlaus undir belti hans. Myndin var tekin er sovéski herinn lét til skarar skriða í Vilnius um helgina. Blöð sovéskra umbótasinna fordæma aðgerðir Rauða hersins: Spá frekari ofbeldisverk- um í Eystrasaltsríkjunum Moskvu. Reuter. DAGBLOÐ umbótasinna í Moskvu fordæmdu í gær aðgerðir sovéska hersins í Litháen, sem kostuðu 14 manns Iífið um helgina, og nokkur þeirra spáðu frekari ofbeldisverk- um í Eystrasaltsríkjunum þremur. Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, og Sovíetskaja Rossíja, blað harðlínukommúnista í Rússíandi, studdu hins vegar aðgerðirnar. „Tíflis. Bakú. Vilnius. Hvað næst?“ spurði Komsomolskaja Prav- da, málgagn ungliðahreyfmgar sové- skra kommúnista, og vísaði þar til fyrri aðgerða sovéska hersins gegn þjóðernissinnum í lýðveldum Sov- étríkjanna - sem kostuðu einnig fjölda manns lífið. Meira en 100 biðu bana er sovéskir hermenn réðust inn í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhans, fyrir ári og 20 manns, aðallega kon- ur, voru drepnir þegar herinn kvað niður mótmæli þjóðernissinna í Tí- flis, höfuðborg Georgíu, í apríl 1989. I blaði ungliðahreyfingar komm- únista í Rússlandi, Moskovskíj Kom- somolets, var svörtu bleki, sem átti augljóslega að tákna blóð, dreift yfir fyrirsögnina: „Litháen. Janúar. 1991.“ Komsomolskaja Pravda birti myndir á forsíðu af iátnum og særð- um Litháum við sjónvarpsstöðina í Vilnius eftir að fallhlífahermenn réð- ust inn í hana aðfaranótt sunnu- dags. Á einni þeirra sást iík undir belti á skriðdreka. Sovéska sjónvarp- ið þefur ekki birt slíkar myndir. í helstu fréttaþáttum sjónvarps og útvarps hafa aðeins komið fram stað- hæfingar Sovétstjómarinnar, sem Míkhaíl Gorbatsjov áréttaði á so- véska þinginu, um að herinn hefði verið sendur á vettvang til að af- stýra blóðsútheilingum og styðja Þjóðfrelsisfylginguna, samtök Moskvuhollra kommúnista í Litháen. Ríkissjónvarpið TSN, sem hefur reynt að fylgja sjálfstæðri frétta- stefnu, gaf til kynna að því hefði verið meinað að greina frá öðmm sjónarmiðum en stjómvalda. Pravda, sem hefur tapað fjölmörg- um lesendum að undanfömu vegna samkeppni frá nýjum og óháðum dagblöðum, skýrði frá atburðunum undir lítilli fyrirsögn: „Sorg, skelfing Þíðan í samskiptum stórveldanna í hættu: Bush íhugar að hætta við aðstoð við Sovétmenn Ovissa um fyrirhugaðan leiðtogafund í Moskvu í næsta mánuði Washington, Lundúnum. Reuter, Daily Telegraph. Blóðsúthellingar sovéska hersins í Vilnius um helgina hafa stefnt þíðunni í samskiptum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í hættu. Ovissa ríkir um hvort verði af leiðtogafundi ríkjanna, sem fyrirhug- aður er í Moskvu 11.-13. næsta mánaðar, og talsmaður Bandaríkja- forseta sagði í fyrrakvöld að verið væri að endurskoða hvort Bandaríkjamenn ættu að veita Sovétmönnum þá efnahagsaðstoð sem boðuð hefur verið. og von.“ í fréttinni sjálfri voru þó aðeins staðhæfingar Sovétstjómar- innar tíundaðar og sagt var að leið- togar Litháa bæru ábyrgð á blóðsút- heilingunum og væru að glata stuðn- ingi þjóðarinnar. Sovíetskaja Rossíja lagði áherslu á að sovéski herinn hefði framið ofbeldisverkin til að vernda sovésku stjómarskrána. Bandaríkjaforseti hefur reynt að koma í veg fyrir að sjálfstæðis- barátta Eystrasaltsríkjanna hafi áhrif á samskiptin við sovésk stjórnvöld þar sem hann hefur þurft á stuðningi Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétforseta að halda vegna stríðsástandsins við Persaf- lóa. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, hvatti Bush til að lýsa yfir ótvíræðum stuðningi við sjálf- stæðisbaráttu Litháa er hann heimsótti Washington í desember. ’ Bandaríkjaforseti gaf þá aðeins yfirlýsingu um að Bandaríkja- stjórn væri enn andvíg innlimun Litháens í Sovétríkin 1940. Bandaríkjaforseti sá sig hins vegar knúinn til að fordæma of- beldisverk Rauða hersins í Vilnius um helgina og þau urðu einnig til þess að hann tók fyrirhugaðan leiðtogafund til endurskoðunar. „Það er auðvitað algjör óvissa um fundinn,“ sagði Marlin Fitzwater, talsmaður forsetans. „Ég tel að menn hafi almennt efasemdir um hvort við förum til Moskvu. Loka- ákvörðun hefur þó ekki verið tekin enn og hennar er ekki að vænta á næstunni,“ bætti hann við. Leið- togafundi stórveldanna hefur ekki verið aflýst frá því á árinu 1960, er Níkíta Krústsjov Sovétleiðtogi neitaði að koma til fundar við Dwight Eisenhower Bandaríkja- forseta eftir að bandarísk njósna- flugvél hafði verið skotin niður yfir sovéskri lofthelgi. Stasys Lozoraitis, sendifulltrúi Litháens í Washington, sagði að ekki væri nauðsynlegt að aflýsa fundinum þar sem viðræður við Sovétmenn gætu reynst gagnleg- ar. Hins vegar lagði hann til að honum yrði frestað um sinn. Fitzwater sagði að breytingar kynnu að verða gerðar á fyrirhug- aðri efnahagsaðstoð Bandaríkja- manna við Sovétmenn ef Rauði Herinn gripi til frekari aðgerða í Eystrasaltsríkjunum. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um þetta en forsetinn hefur sagt það skýrum orðum að samskipti ríkj- anna eru í hættu og efnahagsað- stoðin er það eina sem við getum gripið til,“ sagði talsmaðurinn. Tveir atkvæðamiklir öldunga- deildarþingmenn, Robert Dole, leiðtogi republikana, og demó- kratinn Robert Byrd, hafa hvatt Bush til að hætta við að lána Sov- étmönnum milljarð dala til kaupa á bandarískum matvælum, einkum korni. „Bændur okkar vilja enga blóðpeninga,“ sagði Dole við Hvíta húsið eftir að Bush hafði rætt við hann og fleiri leiðtoga þingsins um Persaflóadeiluna og aðgerðir sovéska hersins í Litháen. NYIR RAÐAMENNISOVETRIKJUNUM: Sendiherra kjörinn utanríkisráðherra Moskvu. Reuter. SOVÉSKI sendiherrann í Banda- rílyunum, Alexander Bessmert- nykh, sem hefur beitt sér mjög fyrir aukinni samvinnu Sovétríkj- anna og Vesturlanda, var í gær kjörinn utanríkisráðherra í stjórn Sovétríkjanna. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hafði útnefnt hann í embættið og þingið lagði bless- un sína yfir hann með miklum meiri- hluta, 421 atkvæði gegn aðeins þrem- ur. Úrslit atkvæða- greiðslunnar komu á óvart þar sem erlendir stjórnarer- indrekar og margir sovéskir fréttaský- rendur höfðu búist við harðri andstöðu við útnefning- una. Bessmertnykh er 57 ára að aldri, á langan feril að baki í sovésku ut- anríkisþjónustunni og var fyrr á árum einn af helstu samningamönn- um Sovétmanna í afvopnunarviðræð- um. „Við munum standa vörð um stefnu hinnar nýju hugsunar, halda henni áfram og þróa hana,“ sagði hann á þinginu eftir atkvæðagreiðsl- una og vísaði til þeirrar stefnu sové- skra stjómvalda að bæta samskiptin við Vesturlönd. Fyrirrennari Bessmertnykhs í embætti utanríkisráðherra, Edúard Shevardndadze, sem sagði óvænt af sér í desember, hafði sætt harðri gagnrýni harðlínukommúnista og herforingja fyrir að gæta ekki hags- muna landsins í samskiptum við Vesturlönd. Hann varaði við því að einræði væri yfirvofandi í Sovétríkj- unum og margir óttuðust að afsögn- in væri undanfari stefnubreytingar Sovétstjórnarinnar í utanríkismálum en Bessmertnykh gaf til kynna að sá ótti væri ástæðulaus. Nýi utanríkisráðherrann viður- kenndi að blóðsúthellingar sovéska hersins í Litháen um helgina gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sam- skipti Sovétmanna við Vesturlönd. „Við verðum að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíka atburði," sagði hann. Stjórnarerindrekar sögðu að ummæli hans virtust stað- festa að embættismenn utanríkisráð- uneytisins hefðu miklar áhyggjur af eftirköstum ofbeldisverkanna í Lit- háen. Pavlov kjörínn forsætisráðherra Alexander Bessmertnykh Moskvu. Reuter. SOVÉSKI hagfræðingurinn Val- entín Pavlov var í fyrradag kjör- inn forsætisráðherra Sovétríkj- anna á þingi landsins. Hann hefur gegnt embætti fjármálaráðherra í sovésku stjórninni og er fylgj- andi því að tekinn verði upp mark- aðsbúskapur í landinu. Pavlov tekur við embættinu af Níkolaj Ryzhkov, sem hefur átt við veikindi að stríða og sætt harðri gagnrýni umbótasinna fyrir að ganga ekki nógu langt í efnahags- umbótum. Þingið samþykkti skipun Pavlovs með 279 atkvæðum gegn 75 eftir að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hafði kynnt hann sem „framúrskar- andi hagfræðing og sérfræðing í fjár- málum“ sem myndi taka dalandi efna- hag landsins föst- um tökum. Pavlov, sem er 53 ára að aldri, sagði þingmönnum að hann styddi umbótastefnu Gorbatsjovs „algjör- lega og án nokkurra fyrirvara". Valentín Pavlov „Breytingunum yfir í markaðsbú- skap verður að fylgja stíft eftir,“ sagði hann. „Það verður hins vegar að gera á þann hátt að erfiðleikarnir sem við verðum óhjákvæmilega að ganga í gegnum bitni minnst á þeim sem minna mega sín,“ bætti hann við. Pavlov var skipaður fjármálaráð- herra árið 1989 og beitti sér fyrir lögum um tekjuskatt sem margir Sovétmenn og erlendir fjármálamenn segja að verði til að draga bæði úr frumkvæði Sovétmanna og erlendum fjárfestingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.