Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.01.1991, Blaðsíða 47
Moröunblaðié) íÞRómrt JáMaR 'lð’ái '47*- HANDKNATTLEIKUR „Leiðinlegt að heyra alh- af að ég sé ekki í aefingu" - segir Héðinn Gilsson vegna ummæla Þorbergs Aðalsteinssonar landsliðsþjálfara. Morgunblaðið/Sverrir Frá undirritun samnings Héðins Gilssonar við Diisseldorf hér á landi í haust. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, Héðinn og Horst Bredemeier, landsliðsþjálfari Þjóðverja og þjálfari Diisseldorf. Pétur Guðmundsson. Ekkert var athugavert Lyfjanefnd ÍSÍ hefur fengið nið- urstöður úr tveimur lyfjapróf- um, sem fram fóru fyrir skömmu og niðurstöðurnar á þann veg í báðum tilvikum að ekkert hafi ver- ið athugavert. Það voru þeir Pétur Guðmunds- son, kúluvarpari, sem setti glæsileg íslandsmet bæði úti og inni nú í vetur, og Carl J. Eiríksson, skot- maður, sem voru lyfjaprófaðir. ÚRSLIT NFL-deildin . Undanúrslit: Ameríkudeildin: Buffalo Bills—Miami Dolphins...44:34 LA Raiders—Cincinnati Bengals.20:10 Landsdeildin: San Francisco 49ers—Washington 28:10 New York Giants—Chicago Bears.31: 3 ■Buffalo og LA Raiders leika í undanúrslit- um og San Francisco mætir New York Giants. „ÉG tel mig vera í góðri æf- ingu, en ekki ítoppæfingu. Ég tel að ég hafi staðið mig vel í síðustu leikjum Dusseidorf og mér þykir það frekar leiðinlegt að heyra alltaf að ég sé ekki í neinni æfingu," sagði Héðinn Gilsson, handknattleiksmaður, í samtali við Morgunblaðið í gær í framhaldi af ummælum Þorbergs Aðalsteinssonar, landsiiðsþjálfara, sem birtust í blaðinu ígær. orbergur segir að Bredemeier, þjálfari Héðins, hafi gefið sér upp niðurstöður í þrekprófi sem Héðinn hafi farið í, og komið mjög illa út. Héðinn sagði að sér kæmu þessar niðurstöður verulega á óvart. „Ég fór aðeins í tvö þrekpróf á síðasta ári, það fyrra hjá Þorbergi og síðan í Diisseldorf í ágúst er ég kom frá Friðarleikunum í Seattle þar sem ég var með landsliðinu undir stjórn Þorbergs. Ég veit ekki annað en að ég hafi komið vel út úr því prófi, að minnsta kosti miðað við aðra leikmenn Diisseldorf liðs- ins,“ sagði Héðinn. Þorbergur lætur að því liggja að brotalöm sé í samningi Héðins við Dusseldorf varðandi það að fá hann lausan í landsleiki, eins og gengur og gerist hjá öðru landsliðsmönnum sem leika með erlendum liðum. Um þetta segir Héðinn: „Guðmundur Karlsson hjálpaði mér við samn- ingagerðina varðandi sjálfan mig og félagið. Það var síðan Jón Hjalta- lín Magnússon, formaður HSÍ, sem samdi við félagið um aðra þætti samningsins eins og að fá mig lausan í landsleiki. Þessi hluti samn- ingsins var algjörlega í höndum HSI og mér algjörlega óviðkomandi. Mér skilst hins veg'ar á forráðamönnum Diisseldorf að þeir geti bannað mér að leika með landsliðinu ef félagið er að leika á sama tíma,“ sagði Héðinn. Héðinn sagðist ávallt vera tilbú- t inn að leika fyrir ísland og þac) væri metnaður allra ungra íþrótta-^ manna að leika með landsliði. „Ég er ekki sáttur við þau ummæli Þor- bergs að ég hafí verið. að gera mér upp meiðsli fyrir leikina gegn Þjóð- veijum. Gunnar Þór [Jónsson], læknir landsliðsins, skoðaði mig lítillega og sagði að ég gæti spilað ef hnéð yrði vafíð. Ég sagðist hins vegar ekki vilja taka þá áhættu þar sem ég var verið búinn að vera meiddur með Diisseldorf. Það kom mér svo mjög á óvart að ég var ekki einu sinni boðaður á æfíngar hjá iandsliðinu milli jóla og nýárs er ég var heima í jólafríi." Með gegn Ungverjum? t. Héðinn sagði að Einar Þorvarðar- son, aðstoðarþjálfari, hafí boðað sig í landsleikina gegn Ungverjum 11. og 12. febrúar. Hann sagðist hins vegar ekki vita hvort hann fengi leyfi frá félaginu. „Við eigum að leika mjög mikilvægan leik gegn Hameln tíunda febrúar og Brede- meier lætur mig örugglega ekki lausan fyrr en eftir þann leik.“ VIÐURKENNINGAR Ármenningar heiðra Bjama Bjarni Friðriksson, íþróttamaður ársins 1990, var í gær heiðraður af félagi sínu, Glímufélaginu Ármanni, í tilefni af kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Júdódeild félagsins afhenti honum skjöld til minningar um kjörið, og ungu Ármenn- ingamir tveir á myndinni, Elísabet Halldórsdóttir og Andri Arinbjarnarson, afhentu Bjarna 100.000 krónur frá aðal- stjórn félagsins. Að baki þeim er Þorsteinn Jóhannsson, formaður júdódeildar Ármanns. Grindavík - Valur 72:71 íþróttahúsið i Grindavík. Úrvals- deildin í körfuknattleik, þriðju- daginn 15. janúar 1991. Gangur leiksins: 0-2, 6-4, 15-6, 28-11, 28-16, 30-24, 40-26, 45-30. 49-38, 53-44, 56-53, 63-57, 63-66, 66-66, 68-71, 72-71. Stig UMFG: Dan Krebbs 18, Guðmundur Bragason 17, Stein- þór Helgason 12, Rúnar Árna- son 9, Jóhannes Kristbjömsson 9, Marel Guðlaugsson 4, Svein- bjöm Sigurðsson 3. Stig Vals: Magnús Matthíasson 30, David Grissom 14, Ragnar Þór Jónsson 12, Símon Ólafsson 9, Guðni Hafsteinsson 4, Matt- hías Matthíasson 2. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: Um 300 KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Gríndvíkingar mörðu sigur Leikur Grindvíkinga og Vals var mjög kaflaskiptur. Fyrri hálfleikur var í eigu Grindvíkinga sem spiluðu oft á tíðum ágætis körfuknattleik og settu Valsliðið í mikil vandræði með pressuvörn allan völlinn. Það var eins og önnur lið kæmu inn á völlinn eftir leikhlé. Grindvíkingar hentu knettinum á milli sín án þess'að veruleg HMM ógnun væri í spili þeirra og áttu síðan feilskot en Valsliðið kóm Frímann tvíeflt og saxaði óðum á forskotið og náði reyndar að komast yfír Ólafsson 64-63 með þriggja stiga körfu David Grissom þegar 5 mínútur voru skrifar eftir. Magnús Matthíasson sem var hreint óstöðvandi í seinni háif- leik jók muninn í 3 stig en heimamenn jöfnuðu með þriggja stiga körfu Steinþórs Helgasonar. Valsmenn náðu síðan að komast yfir 71-68 þegar mínúta var til leiksloka. Dan Krebbs skoraði úr tveimur vítaskotum og Valsmenn fóru í sókn. Þeir töpuðu boltanum þegar 26 sekúndur voru eftir og Guðmundur Braga- son tryggði Grindvíkingum sigur með körfu um leið og klukka tímavarðar gall við. Það voru því svekktir Valsmenn sem gengu af veili en að sama skapi kátir heima- menn. í liði þeirra hélt Guðmundur Bragason haus alian leikinn og átti góðan dag ásamt Krebbs. Magnús Matthíasson átti mjög góðan seinni hálfleik og barðist eins og ljón. Ragnar Jónsson átti góða spretti ásamt Grissom. Jón Hjaltalín Magnússon: Héðinn á að vera með landsliðinu þegar við óskum N Sérstakt „heiðursmannasamkomulag,i þó í gildi um yfirstandandi leiktímabil „ÞAÐ kemur mérá óvart að Þorbergur [Aðalsteinsson lands- liðsþjálfari] hafi ekki séð samning HSÍ við Diisseldorf þvi hann liggur í möppu á skrifstofu HSÍ. Ég veit ekki betur en landsliðsnefnd hafi skoðað hann á dögunum og búið sé að setja Þorberg inn í málið," sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, vegna ummæla landsliðsþjálfarans í blaðinu í gær að hann hafi farið fram á við HSÍ og félagið að fá að sjá samninginn, og hann vissi ekki enn hvort hann gæti notað Héðin í B-keppninni á næsta ári. Mt | atvinnumennsku skiptir ár- angur liðsins öllu máli og þjálf- ari fýkur ef ekki gengur vel. Og þegar lið mega aðeins nota einn útlending er mikil áhersla iögð á að hann leiki alla leiki liðsins. Það er líka forsenda þess að hann fái eitthvað fyrir hæfileika sína og íslenska félagið eitthvað fyrir sinn snúð,“ sagði Jón. „Þess vegna sömdum við þannig við Dusseld- orf að á fyrsta leikári Héðins, þegar hann er að sýna sig og sanna, myndi hann leika alia leiki með liði sínu því aðeins eitt stig getur skipt máli hvort það kemst upp úr 2. deild eða ekki. Héðinn hefur líka tjáð okkur að ef liðið kemst ekki upp ér spurning hvort það fer á hausinn eða verður lagt niður. En það er hins vegar alveg ljóst í þessum samningi að Héðinn á að vera með landsliðinu þegar við óskum eftir því og ef hann er það ekki þarf félagið að borga gríðatiega háar sektir til HSÍ. Milli okkar er hins vegar vegar heiðursmannasamkomulag að hann verði með i öllum leikjum liðs síns á þessu leiktímabili. En í samningnum er skýrt að næsta leikár taki Héðinn þátt ( öllum þeim undirbúningi og keppni sem landsliðsþjálfari telji nauðsynlegt. Þegar samningurinn var gerður var að vísu gert ráð fyrir að Þjóð- veijar yrðu með í B-keppninni, en það gæti sett strik í reikning- inn að þeir verða ekki þar. En ef Héðinn vill vinna sér aftur sæti í landstiðinu og taka þátt í /Undir- búningi þess, hef ég ekki trú á öðru en málið verði leyst.“ Jón sagði það enga launung að stjórn HSÍ og landsliðsþjálfari væru mjög óhi'ess þegar góðir leikmenn færu utan til að leika með 2. deildarliðum. „Við teljum hættu á að mönnum fari frekar aftur en hitt, og þetta er ekki í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari verður áþreifanlega var vnð að svokallaðir atvinnumenn, hjá lið- um sem okkur er sagt að æfí allt að tvisvar á dag, eru í mun lak- ari líkamlegri þjálfun en leikmenn hér heima. En það er von mín að Héðinn Gilsson, sem engin spurn- ing er um að er einn okkar efnileg- asti leikmaður, verði meira én efnilegur og vilji vinna sér sæti aftur í landsiiði íslands,“ sagði Jón Hjaltalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.