Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 2
2“ ieer aAuaaa’i .v auoAauTMMja ajaAuavíuoíiOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAtíUR 7. FEBRÚAR 1991 Loðskinnauppboð í Helsinki: Hækkandi verð fyrir minkaskinn ALLT að 20% hærra verð fékkst fyrir minkaskinn á nýafstöðnu loðskinnauppboði í Helsinki mið- að við uppboðið sem þar var haldið í desember, og seldust rúmlega 90% skinnanna. Um 70% blárefaskinna á uppboðinu seld- ust, og fóru þau á svipuðu verði og í desember. Tæplega 900 þúsund minkaskinn voru boðin upp í Helsinki. Meðal- verð á scanblack-högnaskinnumvár um 1.190 kr. og hækkaðr það um 10-15% frá desemberuppboðinu. Scanbrown- og scanglow-högna- skinn seldust á um 20% hærra meðalverði, en scanbrown-læðu- skinn hækkuðu um 5-10% og scan- glow-læðuskinn um 15-20%. Meðal- verð scanbrown-högnaskinna var um 1.445 kr. og meðalverð læðu- skinnanna tæplega 850 kr. Meðal- verð scanglow-högnaskinna var tæplega 1.620 kr. og fyrir læðu- skinnin fengust um 1.100 kr. Um hálf milljón refaskinna var boðin á uppboðinu og seldust um 90% af þeim fyrir utan blárefa- skinnin. 99% silfurrefaskinnanna seldust, og um 80% bláfröstskinn- anna, en þau fóru á svipuðu verði Keflavík: og í desember. Meðalverð á blárefa- skinnum var tæplega 1.900 kr., á silfurrefaskinnum rúmlega 2.500 kr. og fyrir bláfrostskinn fékkst rúmlega 2.100 kr. meðalverð. fUðTgJJ!ÍÍ>lftto& Spurtog svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að veiyu aðstoða lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 11 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttarins „SpUrt og svarað um skattamál". Hann tekur spum- ingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spumingunum birtast síðan í blaðinu. Sumarbústaðiir eyðilagð- ist og* annar skemmdist Morgunblaðið/Árni Sæberg Sverrir Jónsson, Jón Sævaldsson og Fanney Jónsdóttir við annan sumarbústað sinn en hann eyðilagð- ist þegar jarðvegsskriða féll á hann í gær. Brekka skreið fram í Varmadal á Kjalarnesi: Veisla hf. gjaldþrota Hlutafélagið Veisla í Keflavík, sem rekið hefur skemmtistaðinn Glaumberg og veitingastaðinn Sjávargullið, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Að sögn Þorsteins Péturssonar skipaður Ásbjörn Jónsson hdl. Eng- skiþtaráðanda í Keflavík er áætlað inn rekstur hefúr verið í Glaum- að gjaldþrotið sé á bilinu 25-30 bergi og Sjávargullinu frá áramót- milljónir króna. Bústjóri hefur verið um. MILLJÓNATJÓN varð á sumarbústöðunum Systrahvammi í Varma- dalslandi, upp með Leirvogsá, á Kjalarnesi síðdegis í gær þegar brekka skreið fram vegna mikils vatnsveðurs að undanförnu. Tveir sumarbústaðir urðu fyrir mannhæðarhárri fyllu úr brekkunni og er annar talinn ónýtur en hinn, sem fór 15-20 metra með skriðunni, er minna skemmdur. Systrahvammsbústaðimir eru í eigu Fanneyjar Jónsdóttur og Jóns Sævaldssonar. Jón sagði í gær- kvöldi að þau hefðu fengið tilkynn- ingu um atvikið klukkan 17.30 í gær og þegar þau komu á staðinn skömmu síðar hafi allt verið afstað- ið. í rigningunni undanfarna daga Tvítugur piltur af íslenskum ættum: ertil landhemaðar kemur Morgunblaðið/KGA Þuríður Oddsdóttir og Eyjólfur Kristófersson óttast mjög um afdrif sonar Eyjólfs sem verður í fremstu víglínu þegar herir bandamanna leggja til atiögu við Iraksher. EYJÓLFUR Kristófersson húsa- smiður og fjölskylda hans hefur ekki átt svefnsamar nætur að undanförnu og það ekki að ástæðulausu því sonur Eyjólfs af fyrra hjónabandi, Eric Eyj- ólfsson, tvítugur fótgönguliði í þriðju skriðdrekaherdeild Bandaríkjahers, verður í fremstu víglínu þegar til land- hernaðar kemur í Persa- flóastríðinu. Eyjólfur bjó um 30 ára skeið í Fort Lauderdale í Bandarikjunum og flutti aftur til íslands fyrir þremur árum. Eric sonur hans hefur komið hingað þrisvar sinnum í heim- sókn til fjölmargra ættingja sinna. Eyiólfur hefur alltaf verið íslenskur ríkisborgari og er hann nú giftur Kristínu Gylfadóttur og búa þau í Garðabæ. Eric er banda- rískur ríkisborgari og bjó hann hjá bandarískri móður sinni í New Jersey áður en hann gekk í herinn fyrir einu og hálfu ári. Hann hafði þá lokið tveimur árum í framhalds- skóla og vildi ganga til liðs við fylkislögregluna í New Jersey. „Þeir tóku vel á móti honum en sáu að hann var óreyndur og hvöttu hann til að afla sér reynslu fyrst í hemum. Hann kaus að gera það og var sendur í herstöðina í Gellenhausen í Þýskalandi," sagði Eyjólfur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Um miðjan desember fékk ég kort frá honum þar sem hann sagð- ist fara til Saudi-Arabíu eftir eina viku. Þetta var ekki langt bréf og mér fannst eins og einhver kvíði væri í honum. Mér finnst hræðilegt að hann sé kominn þangað en eng- inn sér fram í tímann og maður verður bara að sætta sig við þetta. Síðan hef ég ekkert heyrt. Upp frá því hef ég kynnt mér framvinduna sjónvarpinu. Ég hef skrifað honum tvisvar en ekkert svar fengið. Ég óttast mjög um hann, sef illa á nætumar og fylgist grannt með fréttasendingum frá átakasvæð- inu,“ sagði Eyjólfur. Hlutverk Erics að leita að jarðsprengjum „Hveijum skriðdreka fylgja níu manns, fimm þeirra erú um borð í skriðdrekanum en ljórir fótgang- andi og er hann þeirra á meðal. Auk þess fylgir sveitinni brynvar- inn vagn og brynvagninn og skrið- drekinn veita fótgönguliðunum skjól fyrir skothríð. Hlutverk Erics er að leita að jarðsprengjum og skjóta svokölluðum Stinger-flaug- um, sem eru geymdar annaðhvort á skriðdrekanum eða brynvagnin- um. Hann verður á meðal þeirra fyrstu sem fara inn í Kúveit. Þetta er ömurlegt verkefni, það er hættuiegra að vera í landgöngu- hemum en í öðrum deildum og þar er mesta mannfallið. Ég vona bara Eric Eyjólfsson að hann komist heill á húfí úr þessu, bæði á líkama og sál.“ „Ég er orðinn sjónvarpssjúkling- ur, bíð eftir að það komi einheijar myndir. Það er mikið pælt í þessu enda var Eric uppáhaldið okkar allt frá fæðingu," sagði Þuríður Oddsdóttir föðurmóðir Erics. „Það lá við að ég tæki á móti honum þegar hann fæddist og hann var alltaf mikið hjá okkur. Ég vonaði að hann væri ekki nógu reyndur til að verða sendur til Saudi- Arabíu. Ég fékk áfall þegar ég las það í korti frá mömmu hans að hann yrði í fremstu víglínu," sagði Þuríður. hefur 20 metra há brekkd fyrir ofan bústaðina orðið gegnsósa og þykkt 200-300 fermetra stykki úr henni fór síðan af stað í gær. Jón taldi að efnið í skriðunni hafi verið á annað hundrað tonn á þyngd. Eldri bústaðurinn í Systra- hvammi er 40 ára gamall, forskal- aður og var á steyptum grunni. Hann gjöreyðilagðist og taldi Jón ekkert annað að gera en að rífa hann. Nýrri'bústaðurinn er 10 ára timburhús sem stóð á stöplum. Skriðan skekkti hann og hreif með sér 15-20 metra. Farið var inn í hann í gær og sagði Jón að innan- stokksmunir væru illa farnir en bústaðurinn virtist ótrúlega lítið skemmdur að öðru leyti. „Ég hefði ekki viljað vera inni í bústöðunum þegar skriðan kom,“ sagði Jón og taldi að þá hefði hann ekki þurft að kemba hærurnar. Jón sagði að bústaðirnir væru ekki tryggðir fyrir svona tjóni. Hins vegar væri innbúið að einhveiju leyti tryggt. Bjóst hann við að heil- legri sumarbústaðurinn yrði endur- reistur á öðrum stað. Ekki er vitað til að skriður hafi áður fallið úr þessari brekku. Þóttist þurfa að hringja og þuklaði stúlku MAÐUR veittist að afgreiðslu- stúlku í blómaverslun í austur- hluta Reykjavíkur á þriðjudags- kvöld og reyndi að þukla hana. Hún brást harkalega við og stökkti honum á flótta. Maðurinn kom inn í verslunina og bað um að fá að nota símann til að kalla á lögregluna, þar sem hann hefði lent í árekstri skammt frá. Stúlkan vísaði honum á símann, sem var fyrir innan afgreiðsluborð- ið. Hann hringdi, en sagði að núm- erið væri á tali og hann kæmi ef til vill aftur, ef hann gæti ekki fyllt út tjónstilkynningaeyðublað vegna óhappsins. Að því búnu gekk hann út. Skömmu síðar birtist hann aftur og allt fór á sömu leið, nema þegar hann gekk fram fyrir borðið á ný. Þá sneri hann sér skyndilega að stúlkunni og reyndi að þukla á henni. Hún brást harkalega við og sló og sparkaði frá sér. Við það féll hún á gólfið, en maðurinn hljóp á dyr. Hann hefur ekki fundist. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.