Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1991 fólk í fréttum Þú sendir Fax beint af skjánum til viðtakanda og færð Fax-sendingar beint á skjáinn eða í minni og prentar síðan út á venjulegan pappír. FaxModem gefur þér samband við gagnabanka og gagnanet Pósts og síma. Hægt er að senda sama skjalið á marga staði með fjölsendingu. Innbyggö símaskrá. Allar valmyndir á íslensku. Gæði sendinga eru meiri þar sem skjal er sent út milliliðalaust. *(IBM PC/XT/AT/ TÖLVUR) <ö> Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 isamtun^m> 3ds8o. LIFSREYNSLA Slapp naumlega frá brjálaðri kengTÍru Attatíu og eins árs gamall Ástr- ali á eftirlaunum lenti í þeirri myrku lífsreynslu fyrir nokkru, að tamin kengúra hans sem gekk sjálf- ala í garði hans í bænum Toodyay gekk berserksgang er Turner hugð- ist vökva túnblett sinn. Kengúran Turner gamli sýnir sáraumbúðir. réðist á Turner aftan frá, sparkaði, barði hann og beit og þótti sá gamli sleppa vel miðað við heift dýrsins. Var hann þó töluvert slasaður eftir dýrið. Heimaborg Turners er skammt frá Perth og kengúruna hafði hann haldið í nokkur ár. Hafði þeim allt- af verið vel til vina. Sérfræðingar gátu ekki Ieitt getur að því hvað truflaði geðslag dýrsins jafn harka- lega og raun bar vitni. Turner tókst að sleppa frá óðu dýrinu af eigin rammleik og kveðja til lögreglu sem skaut kengúruna á færi. Síðan var Turner ekið á slysavarðsstofu þar sem gert var að sárum hans. Hann var með glóðarauga og bitsár bæði aftan á hálsi og hnakka og djúp svöðusár bæði á höndum og fótum. Þurfti alls að sauma 50 spor til að njörva saman sárin. STUÐNINGUR Kasparov selur verðlaunagripi Skáksnillingurinn og heimsmeist- arinn Garry Kasparov héfur ákveðið að selja verðlaunagrip þann sem hann hlaut er hann varði titil sinn í spennandi einvígi við Anatoly Karpov á dögunum. Hann ætlar með gripinn á uppboð í Frakklandi áður en langt um líður og vonast til þess að fá um 500 sterlingspund fyrir hann. Ekki er það fégræðgi eða blankheit sem reka heimsmeistarann til þessa, heldur ætlar hann að láta peningana renna til bágstaddra heima fyrir í Armeníu en þar eiga margir um sárt að binda eftir borgar- astríð og mannskæða jarðskjálfta. Sjálfur er Kasparov frá Baku, höfuð- borg Armeníu. Kasparov flýði ásamt Maríu eig- inkonu sinni og móður sinni frá Arm- eníu á síðasta ári er bardagar bloss- uðu upp milli Armena og Azera í Nagorno Karabakh. Þau búa nú eins og fjölmargir Armenar síðan í Moskvu og nágrenni, í hálfgerðri útlegð. Fjölmargir Armenar eru enn heimilislausir á átakaslóðunum. Ka- sparov ætlar að reyna að hjálpa þessu fólki. Hann segir ennfremur að hann ætli að láta til sín taka í pólitík næstu misserin, hann þurfi ekki að veija heimsmeistaratitil sinn fyrr en árið 1993 og hann ætli því að taka sér dálítið frí frá skák. „Ég er varaformaður Lýðræðis- flokksins_ sem er aðeins þriggja ára gamall. Ég verð að gefa eitthvað af mér í starfið eða sleppa því alfarið. Ég vil svo miklu breyta í sovésku þjóðfélagi að pólitíkin hlýtur að verða ofan á, að minnsta kosti í bili,“ seg- ir Garry Kasparov. Morgunblaðið/Hilmar Árnason Unga fólkið á Patró fékk að valsa um og skoða skipið að vild. MANNLIF Af ungum og öldn- um á Patreksfirði Varðskipið Óðinn kom nýlega til hafnar hér í Patreksfirði. Skipherra, Friðgeir Olgeirsson, bauð öllum nemendum grunnskól- ans til skips og þeir fengu að valsa um skipið, skoða og spyrja. Eerðinni lauk í borðsal þar sem brytinn og hans fólk bauð upp á ís. Landhelgisgæslan á þakkir skildar fyrir að gleðja unga fólkið á þennan hátt, en þetta er leið Gæslunnar til að kynna sig. Kvenfélagið Sif, sem nú er sjö- tíu og fimm ára, hélt á laugardag- inn var eitt fjölmennasta þorrablót allra tíma í þorpinu. Þótti konun- um takast einstaklega vel upp en þær eiga sjálfar allan veg og vanda af matargerðinni. - Hilmar Kasparov, lengst til vinstri, hampar verðlaunagripnum sem hann ætlar nú að selja á uppboði. Lengst til hægri er Anatoly Karpov. COSPER C05PER II5ZO píV. Jl. - Ég byrja alltaf á naflanum. Nýjung! Ódýrt! NÚ GETA ALLIR* SENT 0G MÓTTEKIÐ TELEFAXSKJ0L Lítið, ódýrt og einfalt „FaxModem" sambyggt telefax og Modem fyrir allar tegundir tölva*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.