Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 30
Söltunarfélag Dalvíkur; Framleiðsla síðasta árs þrefalt meiri én 1989 SÖLTUNARFÉLAG Dalvíkur tók á móti 2.040 tonnum af rækju á síðasta ári, sem er rúmlega þref- alt meira hráefni en tekið var á móti á árinu 1989, þegar rúm 600 Kvennalistinn: Framboðslist- inn ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Kvennalistans i Norðurlandi eystra til alþingis- kosninganna í apríl hefur verið lagður fram. Málmfríður Sigurðardóttir, Reykjadal, er í 1. sæti, Sigurborg Daðadóttir, Akureyri, í 2. sæti og í 3. sæti er Elín Stephensen, Akureyri. í 4. sæti er Bjarney Súsanna Her- mundardóttir, Langanesi, í 5. Elín Antonsdóttir, Akureyri, í 6. Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Bárðardal, 7. Val- gerður Magnúsdóttir, Akureyri, 8. Elín Jóhannsdóttir, Dalvík, 9. Hólm- fríður Jónsdóttir, Akureyri, og í 10. sæti Vilborg Traustadóttir, Akureyri. 111. sæti er Hólmfríður Haralds- dóttir, Grímsey, 12. Valgerður Bjarnadóttir, Akureyri, í 13. Regína Sigurðardóttir, Húsavík, og 14. Gunnhildur Bragadóttir, Akureyri. tonn af rækju voru unnin hjá fyr- irtækinu. Nú er verið að vinna frosna rækju hjá félaginu, en frekar rólegt er yfir vinnslunni vegna óvissu um sölu á þessum markaði. Stefán R. Stefánsson verkstjóri hjá Söltunarfélagi Dalvíkur sagði að síðasta ár hefði verið mjög gott og mikil vinnsl^ verið hjá fyrirtæk- inu, enda hefði verið tekið á móti rúmlega þreföldu því magni sem unnið var hjá félaginu á árinu þar á undan. Næg vinna er hjá Söltun- arfélaginu og þar vinna nú um þijá- tíu manns. Verið er að vinna frosna rækju úr Samherjatogurunum Margréti EA og Hjalteyrinnni EA og sagði Stefán að betra væri að stýra vinnslunni þegar hráefnið er frosið en þegar það er ferskt. Um 30-35 tonn fara í gegnum vinnsluna á viku og sagði Stefán að fremur rólegt væri yfir vinnslunni um þess- ar mundir, en þegar mest var að gera síðasta sumar voru um 80 tonn af rækju unnin hjá félaginu. „Það eru erfiðleikar á rækju- mörkuðunum og ekki öruggt hversu mikil salan verður eða hvemig mál þróast. Við förum okkur því hægt, því það þýðir ekkert að framleiða á lager,“ sagði Stefán. Málþing um menningn Menningarmálanefnd Akur- eyrar boðar til „málþings um menningu" í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á laugardaginn, 9. febrúar, en það hefst kl. 14. Tilefni málþingsins er margþætt, en undirfarið hefur mikil umræða átt sér stað um hvar æskilegast sé að staðsetja ýmiss konar aðstöðu fyrir listgreinar á Akureyri. Fyrir liggja teikningar af viðbyggingu Amtsbókasafns, þar sem m.a. er gert ráð fyrir myndlistar- og fjölnýti- sal. Þá er verið að athuga möguleika á nýtingu húsa í Grófargili m.a. fyr- ir mynd- og tónlist. Inngangserindi á málþinginu flytja Þröstur Ásmundsson, formað- ur menningarmálanefndar, Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskól- ans, Lárus Zophaníasson, amtsbóka- vörður, Roar Kvam, skólastjóri Tón- listarskólans, Sunna Borg formaður Leikfélags Akureyrar og Örn Ingi, myndlistarmaður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Glaðbeittir knapar í kennslustund í hestamennsku, frá vinstri: Bjarni, Elísabet, Ágúst, ívar, Katr- ín, Friðrik, Þór, Rósa, Pétur og kennarinn, Baldvin Ari Guðlaugsson. Gagnfræðaskólinn á Akureyri; Hlýðniæfingar, járningar og áseta kennd í valgrein HESTAMENNSKA er í vetur kennd í fyrsta sinn sem valgrein fyrir nemendur 10. bekkjar Gagnfræðaskóla Akureyrar. Fyrir áramót var námið bóklegt, en verklegt nám hófst nú eftir áramótin og í gær brugðu nem- endurnir sér á hestbak í fyrsta sinn við félagsheimili hesta- mannafélagsins Léttis. Baldvin Ari Guðlaugsson sér um verklegan þátt kennslunnar á nám- skeiðinu og sagði hann greinilegt að áhugi krakkanna_ á hesta- mennsku væri mikill. I haust var námið bóklegt, farið var yfir fjöl- marga þætti svo sem hrossarækt, íþróttir tengdar hestamennskunni og sjúkdóma svo eitthvað sé nefnt og var námið þá stundað í skólan- um. Eftir áramót er bæði um bók- og verklegt nám að ræða, eftir því hvernig veður og vindar blása. Þegar vel viðrar eins og í gær bregða krakkarnir sér á bak, en Baldvin Ari sagði að hópurinn væri nokkuð blandaður, bæði væru Farið á bak eftir kúnstarinnar reglum. þar bytjendur og lengra komnir. í verklegu kennslunni verður kennd áseta, farið yfir ýmsa þætti tengda reiðtygjum, hlýðniæfingar, gang- tegundir, jámingar og keppni verða og á dagskránni. Einnig er áætlað að fara í heimsókn á hrossarækt- arbú, jafnvel að heimsækja Bænda- skólann að Hólum í Hjaltadal til að fræðast um það sem þar er að gerast. Baldvin Ari sagði að Ungling- aráð Léttis hefði lagt þá tillögu fyrir forráðamenn Gagnfræðaskól- ans að boðið yrði upp á valgrein í hestamennsku við skólann í vetur og þeir tekið vel í það. Markmiðið er að éfla áhuga unglinga á hesta- mennsku og gefa þeim kost á að kynnast henni. Þá sagði hann nám- skeiðið henta vel þeim nemendum sem hygðu á nám við Verkmennta- skólann á Akureyri, en þar væri starfandi mjög öflugur klúbbur áhugamanna um hestamennsku er nefnist Fram úr hófí. Sumir krakkanna eru á eigin hestum, en aðrir fá þá lánaða hjá ættingjum eða vinum, m.a. hafði einn piltanna fengið lánað hross vestan úr Skagafirði til að geta tekið þetta námskeið. Persaflóastríðið hefur áhrif víða: Óvissa um sölu skinna ÓVISSA ríkir um sölu á fram- leiðsluvörum Islensks skinnaiðn- aðar vegna Persaflóastríðsins, en forráðamenn fyrirtækisins eru nýkomnir heim úr ferð til útlanda þar sem þeir ræddu við kaupend- ur. Þeir halda að sér höndum vegna stríðsins, en höfðu góð orð um að viðskiptin yrðu svipuð og á síðasta ári. •viðskiptin yrðu í svipuðum mæli og á síðasta ári. En eins og staðan er í dag halda menn að sér höndum,“ sagði Bjarni. Næg verkefni eru fyrirliggjandi, bæði er verið að vinna upp í eldri samninga og eins hafa nokkrir nýjir verið gerðir. Sýningar eru nú í gangi ytra og standi fram í marsmánuð, en að þeim loknum á að liggja fyrir hversu mikil salan verður. Bjarni sagði að þrátt fyrir óvissuna sem stríðið skapaði leyfðu menn sér að vera hæfilega bjartsýnir. Viking Brugg: ^ FARKORT URVALS HOTEL SKÍNANDI SKEMMTI- OG VEITINGASTAÐIR HELGARFERÐIR Á HAGSTÆÐU VERÐI Kristján Kristjánsson /-^7 Sa Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. FLUGLEIDIR fS % kjj Ráðhústorgi 3 • 600 Akureyri Sími 96-25000 • Fax 96-27833 Bjarni Jónasson framkvæmda- stjóri skinnaiðnaðar sagði að menn hefðu farið út til að taka púlsinn á helstu útflutningsmörkuðum fyrir- tækisins, sem eru Ítalía, Norðurlönd- in og Bretland. „Almennt ríkir nokk- ur óvissa vegna Persaflóastríðsins, menn eru ragari við að taka ákvarð- anir svo snemma árs, en þrátt fyrir það höfðu þeir uppi góð orð um að Lögtaki Iðju frestað í viku LÖGTAKI Iðju, félags verk- smiðjufólks, sem félagið hafði krafist í eigur Viking Brugg á Akureyri var í fyrradag frestað um eina viku. Beiðni Iðju um lögtak barst bæj- arfógetaembættinu nokkru fyrir síðustu jól og var þá úrskurðað í málinu. Lögtaki var frestað til 5. febrúar en var þá aftur frestað um viku þar sem forráðamenn fyrir- tækisins hafa að hluta gert upp skuldina við verkalýðsfélagið, sem í heild nam um 1,3 milljónum króna. , , BEINT FLUG, , , HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK miðvikudaga # laugardaga # sunnudaga Farpantanir: Húsavík 41140 Reykjavík 690200 fluqfélaq noróurlands hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.