Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 35
«jsLff8áöaBaag2“ Þorkell Gíslason borgarfógeti t.h. dregur út nafn Sævars Rúnars Einarssonar, en hann var einn þeirra 89 sem áttu tillögu um heitið Vík á nýja endurhæfingarstöð SAÁ. Athöfnin fór fram á aðalstjórnar- fundi SÁÁ. Á myndinni eru einnig Grettir Pálsson og Sigurður G. Tómasson úr aðalstjórn SÁÁ. Ný endurhæfingar- stöð SÁÁ heitir Vík ÁKVEÐIÐ hefur verið að ný endurhæfingarstöð SÁÁ í ná- grenni Reykjavíkur hljóti nafnið Vík. Efnt var til samkeppni um nafn stöðvarinnar og bárust nokkur þús- und tillögur. Dregið var úr nöfnum þeirra 89 sem áttu tillögur um nafn- ið Vík og kom þá upp nafn Sævars Rúnars Einarssonar á Hvamms- tanga. Hann hlýtur í verðlaun 200 þúsund króna ferð með Landi og sögu. Aðalstjóm SÁÁ samþykkti á fundi sínum síðastliðinn laugardag, 26. janúar, að hefja byggingu nýju endurhæfmgarstöðvarinnar hið fyrsta. Endanleg staðsetning Víkur ligg- ur þó enn ekki fyrir. Stöðin verður reist í nágrenni Reykjavíkur og mun rúma 30 manns í endurhæfingu hveiju sinni. Vík kemur í stað Sogns í Ölfusi. SÁÁ missir afnot af Sogni nú í vor. Því er allt kapp lagt á að reisa nýja endurhæfingarstöð sem fyrst. (F réttatilky nning) Vitni að umferðar- óhöppum vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að því er ekið var á kyrr- stæða hvíta Peugeot-bifreið, JR- 507, á bifreiðastæði við Kringl- una 4, milli klukkan 20.30 og 23.30 föstudaginn 1. febrúar síðastliðinn. Einnig biður slysarannsóknadeild lögreglunnar mann að nafni Gunn- laug, ökumann hvítrar sendibifreið- ar, sem bakkað var á hvítan Fiat 127-fólksbíl við Tómstundahúsið á Laugavegi þann 19. desember síðastliðinn, að hafa tal af lögreglu. Þá er lýst eftir vitnum að árekstri tveggja skutbifreiða, Lada og AMC Eagle, á Reykjanesbraut við Stekkj- arbakka um klukkan hálfeitt að morgni 2. desembers síðastliðins. Loks vill slysarannsóknadeild ná tali af vitnum að því er ekið var á konu á leið norður yfir Hringbraut á gangbraut við Hofsvallagötu laust eftir klukkan hálftíu að morgni 24. júlí síðastliðins. ... Eigandi aðrauðunefi óskast • SEM-hópurinn. __________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Eysteinn Eyjolfsson og Pétur Júl- íusson hafa nánast tryggt sér fyrsta sætið í meistaramótinu í tvímenningi sem nú stendur yfir hjá félaginu. Tutt- ugu pör spila og hafa þeir félagar fengið 130 stig yfír meðalskor þegar tokið er 15 umferðum af 19. Næstu pör: Þórður Kristjánsson - Amór Ragnaisson 73 Óskar Pálsson - Kolbeinn Pálsson 71 GísliTorfason-LogiÞormóðsson 71 Gunnar Guðbjörnsson - Kjartan Olason 63 Bjöm Blöndal - Sigurhans Sigurhansson 54 Birkir Jónsson - Gísli ísleifsson 53 Mótinu lýkur nk. mánudagskvöld. Spilað er í Garðinum, nánar tiltekið í golfskálanum í Leiru og hefst keppni kl. 20 stundvíslega. Bridsfélag Fljótsdalshéraðs Staðan eftir fjórar umferðir sveitakeppni: í aðal- Sv. Kristjáns Bjömssonar 86 Sv. Pálma Kristmannsonar 75 Sv. Bjöms Andréssonar 66 Sv. Sveins Guðmundssonar 65 Sv. Odds Hannessonar 60 Sv. Heiðrúnar Ágústsdóttur 60 Sv. Jóns Bjarka Stefánssonar 59 Bridsfélag kvenna Nú er 9. umferð í sveitakeppninni lokið og er staða efstu sveita þannig: Sv. Ólafíu Þórðardóttur 166 Sv. Önnu Lúðvíksdóttur 162 Sv. Lovísu Eyþórsdóttur 159 Sv. Ólínu Kjartansdóttur 157 Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 141 Sy. Sigríðar Möller 137 Hreyfill — Bæjarleiðir Lokið er 10 umferðum í sveita- keppninni. Staða efstu sveita er þessi: Sv. Cýrusar Hjartarsonar 215 Sv. Tómasar Sigurðssonar 173 Sv. Rúnars Guðmundssonar 172 Sv. Ólafs J akobssonar 167 Sv. Birgis Sigurðssonar 164 11. umferð verður spiluð mánudag- inn 11. febrúar kl. 19.30 í Hreyfilshús- inu. Bridsfélag Akraness Fjórða umferð Akranesmeistara- mótsins í sveitakeppni var spiluð fimmtudaginn 31. janúar og er staða efstu sveita þessi: Sv. Þórðar Elíassonar 80 Sv. Hreins Bjömssonar 78 Sv. DoddaB. 74 Sv. Erlings Einarssonar 68 Sv. Sjóvá-Almennra 63 Sveit Sjóvá-Almennra á einn leik til góða og getur náð efstu sveitum. Fimmta umferð verður spiluð fimmtudaginn 7. febrúarogþá spila m.a. sveitir Þórðar gegn sveit Sjóvá-Almennra og sveit Dodda B. gegn sveit Erlings. íslandsmót kvenna og yngri spilara íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni 1991 var haldið um helgina í Sigtúni 9. Rafmagnsleysið og óveðrið á sunnudaginn settu mark sitt á keppnina, en eftir að hafa þurft að fresta keppni til kl. 18 á sunnudag tókst að klára kvennaflokkinn, en yngri spilararnir kláruðu hins vegar á mánudagskvöldið. Sveit Rauða sófans, sem er skipuð Norðurlandameisturun- um okkar, Esther Jakobsdóttur, Val- gerði Kristjónsdóttur, Önnu Þóru Jónsdóttur og Hjördísi Eyþórsdóttur, vann öruggan sigur í mótinu, með samtals 197 stig. I öðru sæti var sveit Ólínu Kjartansdóttur með 157 stig, og í þriðja sæti var sveit Erlu Sigur- jónsdóttur með 151 stig. 13 sveitir voru með í mótinu og spilaðir voru 16 spila leikir, níu umferða Monrad- keppni, þar sem sömu sveitir spiluðu aldrei tvisvar saman og neðsta sveitin sat yfir. Nokkur fækkun varð á sveita- fjölda frá fyrra ári og má aðallega um kenna þorrablótum á landsbyggð- inni sem voru á sama tíma. Bridssam- bandið verður því að hafa í fram- tíðinni samráð við þorrablótsnefndir um val á tíma til að halda þessa keppni. Yngri spilararnir kláruðu síðan sína keppni á mánudagskvöldið og þar voru sveitirnar 9 eða tveim fleiri en í fyrra, sem er spor í rétta átt og sýnir að við erum að eignast fleiri keppnisspilara í þessum flokki sem verða að vera fæddir 1. janúar 1966 eða síðar. Sveit Stillingar hf. sem er skipuð % af yngri spilara landsliðinu okkar síðastliðið ár, Matthíasi Þorvaldssyni, Hrannari Erl- ingssyni, Steingrími Gaut Péturssyni og Sveini Rúnari Eiríkssyni, sigraði með 167 stig. í öðru sæti, eftir harða baráttu, varð sveit Jóns Bjarka Stef- ánssonar með 161 stig og í þriðja sæti sveit Erlings Arnarsonar með 156 stig. Spiluð var einföld umferð með 16 spila leikjum. HALU.LACOOG ásamt Bíbí og Lóló í 5 stjömu KABARETT Á SÖGU LAUGARDAGSKVOLD MATSEÐILL Sjávarréttir á gerklatta framreiddir með hunangssósu. eða Rjómasúpa með spergilsprotum. Tilboðsverð á gistingu. Pöntunarsími 91-29900. UPPSELT: 23. FEB.OG 9.,16. OG 23.MARS OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3. Hægsteiktur nautahryggsvöðvi kryddaður rósmarín og sinnepi, framreiddur með rauðvínssósu. Reyktur grísaböggull bakaður 1 smjördeigi framreiddur með kóngasveppasósu. Krydd- og sykursoðnar perur með vamlluis og súkkulaðisósu. eða írskt tárakaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.