Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1991 t Maðurinn minn, faðir, afi og langafi, BJÖRN L. JÓNSSON, Karfavogi 11, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 6. febrúar. Minninff: Aðalsteinn Helga- son frá Króksstöðum Steinunn Jónasdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KARL BJARNASON, Blómvallagötu 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum 6. febrúar. Bjarnveig Karlsdóttir, Sigurbjörn Logason, Karl Rúnar Sigurbjörnsson, Eybjörg Einarsdóttir, Tryggvi Jakobsson, Telma og Teresa Tryggvadætur. t Eiginmaður minn og faðir okkar, VIGGÓ K. Ó. JÓHANNESSON fyrrverandi verkstjóri frá Jófrfðarstöðum, Hliðardal I, Kópavogi, lést 5. febrúar í Sunnuhlíð. Rebekka ísaksdóttir, Bjarney K. Viggósdóttir, ísak Þ. Viggósson, Jóhannes Viggósson, Málfriður Ö. Viggósdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Stórholti 17, andaðist á Landspítalanum miðviku- daginn 6. febrúar. Indriði Indriðason, Indriði Indriðason, Valgerður Sæmundsdóttir, Ljótunn Indriðadóttir, Sævar Harðarson, Sólveig Indriðadóttir, Björn Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNSDÓTTIR, Frambæjarhúsi, Eyrarbakka, sem lést 30. janúar sl., verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 13.30. Gunnar Sigurjónsson, Rósa Hermannsdóttir, Jón Sigurjónsson, Kristín Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS JAKOBSSON, Fagradal, Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Jóm'na Jónasdóttir, Erlendur Sigurþórsson, Elsa Jónasdóttir, Eðvarð Hermannsson, Kristin Jónasdóttir, Baldur Skúlason, Guðrún Jónasdóttir, Grétar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eigínmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS ÞORVALDSSONAR framreiðslumanns, Dvergabakka 32, fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 8. febrúar, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Dagvistun Alzheimers- sjúklinga, Hlíðabæ, Flókagötu 53. Guðrún S. Jónsdóttir. börn, tengdabörn og barnabörn. Fæddur 23. september 1910 Dáinn 3. janúar 1991 Þann þriðja janúar sl. lést afi minn, Aðalsteinn Helgason frá Króksstöðum í Eyjafirði, og þó svo að nokkuð sé liðið síðan hann lést, þá langar mig samt til að skrifa um hann nokkur minningarorð. Mínar fyrstu minningar um hann voru nú einungis þær að hann var alltaf mikið að starfa í sveitinni það var alltaf svo gott og þægilegt að hafa hann nálægt sér, því að hann hafði svo sérstakt jafnaðargeð, og hann var líka svo þolinmóður þegar hann þurfti að hjálpa manni meðan maður var lítill og uppátektarsam- ur. Einnig var það dýrmætt, þvflíkum snáða sem ég var, að sjá hversu yndislega góður hann var öllum dýrum og dýrin vissu það. Þeir sem yngri voru lærðu að þeim manni var hægt að treysta og hann var líka svo þolinmóður þegar eitt- hvað bjátaði á, hvort sem það var hjá dýrum eða mönnum og ekki var trygglyndið síðra. Til marks um það að þegar hann var ungur maður var hann fullur löngunar til að fara í skóla, þ.e.a.s. framhaldsskóla, því hann var mikili námsmaður og ein- kunnir hans voru víst alveg einstak- lega góðar, en ekkert af systkinum hans vildi taka við búskapnum og hann vildi alls ekki skiljá móður sína og föður eftir með búið, þann- ig að hann ákvað að gefa skólann upp á bátinn og helga þess í stað líf sitt búskapnum og aldrei sagðist hann hafa séð eftir því, því eins og ég hef komið að fyrr þá var hann einn sá óeigingjarnasti maður sem ég hef kynnst. Afa þótti landið okkar alveg sér- staklega fallegt, og þegar allt amst- ur sumarsins var á enda og þegar tími gafst til á haustin reyndi afi, ásamt pabba mínum og fleirum að fara í veiðiferð upp á Jökudalsár- heiði til að veiða silung eða bara einhvern físk. Einu sinni fékk ég . að fara með þeim þangað þegar ég var 7 ára eða 8 ára og sú ferð er mér mjög ofarlega í huga, en afí var sérstakur náttúruunnandi og fór hann ekki eingöngu til að veiða heldur til að fara upp á heiði til að t SVEINN ÁGÚSTSSON frá Ásum, verður jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 14.00. Aðstandendur. t Maðurinn minn, SIGURMON HARTMANNSSON Kolkuósi, er lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 1. febrúar, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 16.00. Haflína Björnsdóttir, Dvalarheimifi aldraðra Sauðárkróki. t Útför ÓLAFS JÓHANNESSONAR, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Þorbjörg Björnsdóttir, Gunnar Hámundarson. t Eiginmaður minn, JÓHANN LÍNDAL GÍSLASON skipasmiðameistari, Strandgötu 83, ^ Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Fjóla Simonardóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGHVATUR BJARNASON málarameistari, Heiðargerði 110, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag- ið og Hjartavernd. Jórunn Ármannsdóttir, Kristín Sighvatsdóttir, Pálmar Smári Gunnarsson, Sturla Sighvatsson, Helga Sighvatsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir. njóta þagnarinnar og vera innan um þau dýr sem þar þrífast. Þegar ég var 12 ára gamall þá fluttist fjölskyldan mín suður til Hafnarfjarðar, en það var árið 1980. Afi brá svo búi ásamt ömmu vegna aldurs, og fluttust þau seinna það sama ár suður, en þau fóru aðeins lengra því þau fóru til Njarðvíkur. Samband við afa og ömmu dvínaði svolítið á meðan þau áttu heima í Njarðvík, en samt var nú alltaf gott að koma til þeirra og hitta þau, en svo fluttust þau til Hafnarfjarðar 1988 og þá var mun styttra að fara til þeirra, og ég nýtti mér það svolítið mikið þeg- ar ég fór að vinna á þeim vinnustað sem ég vinn á í dag, að fara til þeirra í hádegismat og fá hjá þ eim eitthvað gómsætt. Afi var líka svo fróður um hin ýmsu mál og þó sér- staklega að þeim fræðum sem sneru að náttúrufræði og hann hafði líka svo mikinn áhuga á að vita um komur skipa og aflabrögð. Haustið 1989 ákváðu ég, pabbi, Halldór, Hafsteinn og afi að fara í veiðiferð austur á Jökuldalsárheiði þangað sem afí og pabbi höfðu svo oft farið áður en við vorum lengi búnir að ætla okkur að fara þang- að. Við lögðum upp á fögrum haust- morgni héðan frá Reykjavík og ferð okkar lá austur að Sigöldu og það- an norður yfir Sprengisand. Veðrið var alveg einstakt alla leiðina og það má segja að veðrið hafí endurspeglað gleði afa yfír því að komast á sinn gamla veiðistað, þrátt fyrir að þetta hafí bæði verið löng leið og oft vegleysur að fara. Við dvöldumst upp við Ánavatn í nokkra daga í alveg yndislegu veðri, þó var nokkuð kalt á nótt- unni og það var meira að segja svo kalt að það var frost á nóttunni, en afí gamli kvartaði nú ekki yfír því enda var hann ekki vanur því. Það var svolítið sérstakt að sjá hversu vel hann naut ferðarinnar þrátt fyrir þessa löngu keyrslu en ég meira að segja var svolítið stirð- í Kaupmannahöfn F/EST I BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG ÁRÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.