Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1991 39 33 kosningaloforð efnd og verkin lögð í dóm kjósenda — sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á Alþýðuflokksfundi á Akureyri Morgunbladið/Rúnar Þór Frá fundi Alþýðuflokksins sem haldinn var á Akureyri á dögnnum. FORMAÐUR og varaformaður Alþýðuflokksins, þau Jón Bald- vin Hannibalsson og Jóhanna Sigurðardóttir, voru frum- mælendur á almennum stjórn- málafundi sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri fyrir skömmu. Þau gerðu grein fyrir árangri ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu og fóru yfir helstu loforð flokksins fyrir kosningarnar 1987 og efndirn- ar. Jafnframt var gerð grein fyrir nokkrum af fyrirheitum flokksins fyrir næsta kjörtíma- bil. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra gerði húsnæðismál- in m.a. að umræðuefni í ræðu sinni á fundinum. Hún ræddi um lána- kerfið frá 1986 og sagði að í raun hefði það veitt gjafalán til allra, án tillits til þess hvort fólk hefði þurft á niðurgreiddum lánum að halda eða ekki. Löng biðröð hafi því skapast eftir þessum lánum og væru nú um 5.500 manns í röðinni. Engin leið væri að af- greiða alla sem þar væru og jafn- vel þó tveir milljarðar króna yrðu settir inn í þetta kerfi væri einung- is hægt að veita um 800 manns þjónustu. Því hefði verið skynsam- legt að taka upp húsbréfakerfið, það kerfi kallaði ekki á langa bið- röð og gæti leyst vanda margra. En jafnframt því væri nauðsynlegt að efla félagslega kerfið. Jóhanna sagði að góður árangur hefði náðst á kjörtímabilinum, sem þjóðin byggi að um langa framtíð. Þau verkefni sem brýnast væri að leysa nú væri að bæta kjör lág- laúnafólks, ekki væri lengur hægt að bjóða fólki upp á að lifa af 40-60 þúsund króna mánaðartekj- um. Launamunur væri mikill í landinu og við það yrði ekki leng- ur unað. Mikilvægt væri að fá hin raunverulegu laun inn í kauptaxt- ana, en margskonar sporslur, ógreidd yfirvinna, bifreiðastyrkur og fleira, tíðkuðust. Ríkisstjórn gæti komið til móts við láglauna- fólk með ýmiss konar tekjujafn- andi aðgerðum. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins, gerði grein fyrir þeim málaflokkum sem unnið hef- ur verið að á kjörtímabilinu, en í upphafi sagði hann ríkisstjórnina hafa gengið í gegnum erfitt og sársaukafullt breytingarskeið, hún hefði verið kölluð óvinsælasta ríkisstjórn frá því mælingar hófust og vissulega hefði verið ágreining- ur milli manna um einstök mál á tímabilinu. Stjórnin væri nú að skila af sér og legði verk sín í dóm kjósenda, Alþýðuflokkurinn hefði lagt fram plagg þar sem fram kæmi að 33 mál sem lofað var fyrir síðustu alþingiskosningar hefðu verið efnd. Jón Baldvin fór nokkrum orðum um þau atriði sem staðið hefur verið við, m.a. á sviði utanríkis- mála og nefndi sjálfstætt frum- kvæði Islendinga í alþjóðamálum, að staðið yrði fast á grandvallarat- riðum um samstarf lýðræðisríkja í öryggis- og varnarmálum, tekin hefðu verið upp mál er varða lífsaf- komu þjóðarihnar, eins og kjarn- orkuvopnalaus höf og þá nefndi hann þátttöku íslendinga í fjar- skipta- og uppiýsingabyltingunni. „Við höfum unnið að margv- íslegum málum, en höfum bara verið svo niðursokkin í uppvaskið að við höfum ekki mátt vera að því að sækja mannamóttil að segja frá þeim,“ sagði Jón Baldvin, en hann taldi að engin ríkisstjórn hefði skilið jafnvel við frá því árið 1971 er viðreisnarstjórnin fórfrá. í almennum umræðum að lokn- um framsöguræðum frummæ- lenda var mikið rætt um launamun í landinu, lífeyrissjóðsmál, land- búnað, ferðalög ráðherra og dag- peninga, tekjuskatt, vinstri flokka og sameiningu þeirra. Jón Baldvin var m.a. spurður hvað orðið hefði um ást á rauðu ljósi, en Alþýðu- flokksfundurinn var á mánudags- kvöld og hið næsta kvöld á eftir var Olafur Ragnar Grímsson sam- ferðamaður hans úr samnefndri fundarherferð á fundi á Akureyri. Jón Baldvin sagði að enn væri stefnt að því að sameina jafnaðar- menn á Islandi í einn flokk. Ást á rauðu ljósi hefði verið farin í kjöl- far siðferðilegs og efnahagslegs hruns kommúnismans og þeir sem eitt sinn voru handgengnir þeirri stefnu hafi verið farnir að huga að öðru og t.d. hefðu fjölmargir fyrrum félagar í Alþýðubandalag- inu gengið til liðs við Alþýðuflokk- inn á síðustu misserum, m.a. vegna þess að þeir gátu ekki leng- ur starfað með „litlu ljótu komm- aklíkunni í Reykjavík", eins og hann orðaði það. Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð V erslunarreikningur Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 SIEMENS -gæði ÁREIÐANLEG OG HAGKVÆM ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS SIEMENS þvottavélar eru traustar, endingargóðar og þægilegar í notkun. Það sannar áratuga reynsla. WV2852 ■ Vinduhraði 600 og 850 snún./mín. ■ Sparnaðarhnappur og hagkvæmnihnappur ■ Frjálst hitaval og mörg þvottakerfi ■ Þægilegt og aðgengilegt stjórnborð. ■Verð kr. 70.900,- Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Hrísgrjón fylgja meö öllum réttum Hafðu veisluna þína öðruvísi og bjóddu gestunum kínverska veislurétti í tilefni dagsins. Viö sendum matinn rjúkandi heitann og lónum einnig hitaplötur, diska, skdlar og önnur matarílát ef óskaö er. Viö bjóöum einnig sai til útleigu á Drekahœö —fyrir fermingarveisluna, sem rúmar allt aö 40 manns í sceti. .3 Tilboðsmatseöill: Vorrúllur - Súrsœtar rœkjur Kjúklingur m/papriku Lambakjöt í karrý Nautakjöt m/grœnmeti Verö f. 30 - 50 manns 1.090,- kr. á manninn Verö f. 50 - 100 manns 990,- kr. á manninn Aðalréttir: Val um: Súrsœtar rœkjur,' Lambakjöt, Svínakjöt eöa Kjúkling meö sósu aö eigin vali. Verö f. 10 - 100 manns 650,- kr. á manninn Smáréttir: Djúpsteikt Wan tan - Litlar vorrúllur Dumpling - Djúpsteiktur smokkfiskur Sjú mai (svinakjöt m/grœnmeti) Kjötbollur Verö 750,- kr. á manninn eöa ef teknir eru 4 af þessum réttum þá kostar þaö 600,- kr. á manninn Frí heimsendingarþjónusta Laugavegi 28b, sími 16513 NÝR DAGUR SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.