Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1991 37 Bætur almannatrygg- inga og skattamir eftirÁstuR. Jóhannesdóttur Nú eru flestir búnir að fá skatt- skýrsluna sína senda heim og farn- ir að huga að því að útfylla hana. Margir sem fá greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins eru farnir að spyrjast fyrir um hvaða bótaflokkar séu skattskyldir. Meginreglan er sú að bætur al- mannatrygginga eru skattskyldar. Undantekingar eru: Barnaörorka og barnastyrkur skv. 10 grein um málefni fatlaðra. Barnalífeyrir vegna örorkulífeyris- þega og örorkustyrkþega. Barna- lífeyrir vegna ellilífeyrisþega. Barnalífeyrir vegna ófeðraðs barns. Meðlag og meðlag skv. viðbótarúr- skurði. 8 ára dánarbætur slysa- trygginga til ekkju eða ekkils. Styrkur vegna kaupa á bifreið. Or- orkubætur vegna örorku undir 50%, en þær bætur eru eingreiðslur þ.e. greiðast í einu lagi. Þetta eru þær bætur sem ekki eru skattskyldar en engu að síður framtalsskyldar. Dvalarheimilisuppbót Síðan er breyting frá fyrri árum er varðar dvalarheimilis- og elli- heimilisuppbótina. Tryggingastofn- un greiðir elli-/dvalarheimilum upp- bót, þegar lífeyrir nægir ekki til greiðslu á dvalarkostnaði. Lífeyris- þeginn sér aldei þessa peninga. Þeir ganga beint til þess heimilis sem hann dvelur á. í fyrsta skipti í ár er þessi upp- hæð talin með öðrum bótum, þegar talið er fram til skatts. Á móti kemur að Trygginga- stofnun sendir skattstjórum lista yfir þá sem dvelja á elliheimilum og hliðstæðum stofnunum og fá þessar greiðslur. Skattstjóri veitir þessu fólki síðan skattívilnun, sem vegur upp á móti skatti, sem ann- ars kæmi á þessar greiðslur. Þessi ívilnun er veitt skv. 66. grein skattalaganna. Staðgreiðsla Af skattskyldum greiðslum frá Tryggingastofnun skal haldið eftir staðgreiðslu skatta. Frá 1. janúar 1991 gildir þetta um allar greiðslur lífeyrisdeildar, nema bensínstyrk- inn. Fram að síðustu áramótum var ekki tekin staðgreiðsla af nokkrum bótaflokkum t.d. barnalífeyri vegna gæslu- og refsivistarfanga, en frá áramótum er það aðeins bensín- styrkurinn sem er undanþeginn staðgreiðslu. Greiðsluseðill Tryggingastofnunar Tryggingastofnun ríkisins er bú- Ásta R. Jóhannesdóttir „Þeir sem liggja með skattkortið sitt ónýtt heima ættu frekar að leggja það inn hjá Tryggingastofnun. Það má alltaf sækja kortið aftur til okkar ef að- stæður breytast.“ in að senda bótaþegum „greiðslu- seðil til notkunar við útfyllingu skattframtals". Á þessu blaði kemur fram, í einni upphæð, hve mikið viðtakandi hefur fengið greitt frá Tryggingastofnun samtals á árinu 1990. Á seðlinum eru einnig tíundaðar greiðslur frá Lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna, hjúkrunarfræðinga og sjómanna. Þessar upphæðir skal færa sem tekjur á skattframtalið. Þeir skattar, þ.e. staðgreiðslan, sem dregnir hafa verið af bóta- greiðslum við útborganir eru Iíka tilgreindir á greiðsluseðlinum. Ég vil hvetja fólk sem fær greiðslur frá Tryggingastofnun að halda saman launamiðunum eða greiðslumiðunum fyrir hverja út- borgun og bera upphæðirnar frá áramótum á desemberseðlinum saman við það sem fram kemur á greiðsluseðlinum. Ef um eitthvert misræmi er að ræða hafið þá sam- band við okkur á Tryggingastofn- un. Bótaþegar sem fengu greitt hjá gjaldkera í desember, fá sérstakan greiðsluseðil vegna þeirrar upphæð- ar. Hún er ekki með öðrum greiðsl- um ársins. Skattkortin Bætur almannatrygginga hækka svolítið öðru hvoru. Ofan á þær koma svo uppbætur á lífeyri svona tvisvar til þrisvar á ári. Margir eru með skipt skattkoit, og miða þá við að sleppa alveg við skatt hjá Tryggingastofnun, en halda ónýttum persónuafslætti á sér korti (sumir eru í fastri vinnu en aðrir í íhlaupavinnu). Svo þegar upphæðir bóta hækka eða uppbót er greidd á bæturnar, þá þurfa sum- ir að greiða svolítinn skatt vegna hækkunarinnar. Við því er lítið að gera ef allur persónuafslátturinn er nýttur. En þeir sem liggja með skattkortið sitt ónýtt heima ættu frekar að leggja það inn hjá Trygg- ingastofnun. Það má alltaf sækja kortið aftur til okkar ef aðstæður breytast og menn vilja nota kortið annars staðar. Þegar staðgreiðsla var tekin upp, var skattkort þáverandi bótaþega sjálfkrafa skipt. Gefið var út skatt- kort sem miðaðist við bæturnar frá Tryggingastofnun og það sent t;' stofnunarinnar. Hinn hlutinn var síðan sendur heim til viðkomandi. Það hafa komið upp tilvik, þar sem fólk hefur legið á þessum hluta, án þess að nota hann, og svo lent í því að staðgreiðsla hefur ver- ið dregin af bótum. í slíkum tilvikum fær fólk endur- greitt frá skattinum árið eftir. En með því að athuga vel stöðu sína gagnvart staðgreiðslu skatta gæti fólk komið í veg fyrir þetta. Skattkortin eru gefin út hjá skattstjóra og hann sér einnig um að skipta kortunum. Hafir þú skipt kortinu, en viljir breyta hlutföllum, þá snýrð þú þér til skattstjóra. Slysatryggið ykkur við heimilisstörf! Svo í lokin vil ég benda öllum þeim sem fylla út skattskýrslur á næstunni, ekki aðeins bótaþegum heldur öllum, að merkja við í reit- inn þar sem spurt er hvort menn vilji slysatryggja sig eða maka sinn við heimilisstörf. Tryggingin er inn- heimt með sköttum og er ekki há upphæð, en ef menn slasast við heimilisstörf eiga menn rétt til slysabóta almannatrygginga á sama hátt og þeir sem slasast við launaða vinnu. Reynsla mín af þessu hjá Tryggingastofnun ríkisins sýnir að allir ættu að tryggja sig við heimilisstörfin jafnt heimavinn- andi og útivinnandi fólk. Höfundur er deildarstjóri Félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. SMIÐIR - HfiSBYGGJENDUR Nýtt frá Húsasmiðjunni — ofnþurrkað milliveggjaefni Ofnþurrkað milliveggjaefni,.(12-14% raki) í stærðunum 35x70 mm og 45x95 mm. Fagmenn okkar leiðbeina um efnisval og gefa góð róð varðandi uppsetningu. HÚSASMWJAN SÚÐARVOGl 3-5 • SÍMI 687700 • FAX 679366 Lofíkældar dieselrafstöðvar fyrir verktaka, bændur, sumarhúsaeigendur, björgunarsveitir og útgerðarmenn. Eigum á lager margar stærðir frá 1.7KW til 5 KVA, 220 og 380 volt. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Á næstunni getum við einnig boðið vatnskældar rafstöðvar 7.6 - 10.0 - 17.0 og 23 KW á ótrúlega hagstæðu verði. Sala - Ráðgjöf - Þjónusta. Erum flutt í múrsteinshúsiðað Knarrarvogi 4 Eigum yfir 100 tegundir af flísum af öllum geröum og allt efni til flísalagna, frá Þýskalandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni. AL FAÐORG? BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4, SÍMI 686755 Sérverslun með flísar og flísalagningaefni B PORCELANOSA* CERAMICA IMOLA AGROB W CERAMICHt PAVIGRES DEITERMANN moden ÍEX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.